Þjóðviljinn - 17.01.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.01.1967, Blaðsíða 10
Innbrot í Kópavogi Um helgina var brotizt inn á tveimur stöðum í Kópavogi. Á tímabilinu fra kl. 4 til hálfátta e.h. á supnudaginn var brotizt inn í Kópavogskirkju. Telur lögreglan að bar hafi krakkar eða unglingar verið á ferð, þeir hafi brotið rúðu og þannig getað opn- að útidymar sem voru læst- ar. Litlu hafa þeir stolið en hinsvegar eyðilagt lit- skuggamyndir og haft eitt- hvað af þeim á brott með sér. I gærmorgun var lögregl- unni í Kópavogi einnig til- kynnt að brotizt hefði verið inn í viðgerðarverkstæðl Vita- wg hafnarmála, við Kársnesbraut. Þar hafði verið farið inn um glugga en fljótt á litið varð ekki séð að neinu hefði verið stolið. Umferðarslys um helgina Um hádegi í gær varð kona fyrir bíl á Miklu- braut. Konan gekk á milli kyrrsfæðra bíla á stæði norðan við Eskihlíð og varð fyrir strætisvagni þeg- ar hún kom út á götuna. Slapp hún með skrámur á andliti- Litlu síðar varð slys á Tryggvagötu er fjögurra ára gamall drengur, Þráinn Jóhannsson, Hörpugötu 14, hljóp frá mömmu sinni og út á götuna. Lenti hann utan i Bronco og féll í götuna. Þráinn fékk höfuð- högg en það var ekki talið alvarlegt. 1 gærmorgun' rákust tveir bílar á á Laugaveginum og meiddist ökumaðurinn f öðrum bílnum nokkuð. — Nánari atvik voru þau að kona ók Skoda austur Laugaveginn, fólksþíll kom á móti og beygði til haegrj inn á Höfðatún. Varð þama allharður árekstur. Skodinn snerist við og kastaðist konan fram sem honum ók og slóst í gluggakarminn. Hún va-r flutt á Slysavarð- stofuna en fékk að fara heim að athugun lokinni- Ennfremur varð það slys um kl. 9 í gærmorgun að maður sem var á gangi á Snorrabraut, féll á götuna. Var ta-lið að hann hefði beinbrotnað og var hann fluttur beint á Landspítal- SjálfkjöriS i Dagshrun i þriöja sinn i röS: Hannes M. Stephensen hverfur úr stjérn eftír 25 ára starf Innbrotsþjófar á ferðinni Aðfaranótt sunnudagsins var brotizt inn í Ofnasmiðj- una að Einholti 10. Svo virðist sem engu hafi ver- ið stolið en tvær rúður voru brotnar og mun sá sem þama var að verki hafa skorið sig á vinstri hendi að sögn rannsóknar- lögreglunnar. 1 hádeginu í gær kbm í ljós að einnig hafði verið brotizt inn í Skinnasöluna, Síðumúla 11. Þar hafði ver- ið brotin rúða en engu stolið nema útvarpstæki. Þá var og framið inn- brot í mötyneyti starfs- manna Slippfélagsins og var það tilkynnt lögregl- unni á sunnudaginn- Þar voru útidymar opnar en þjófurinn hefur brotið járn- rimla sem voru á eldihús- hurðinni, með jámstöng. 1 eldhúsinu var peningakassi með tæplega þúsund krón- um í og var þeim stolið- Um helgina var eyðilagð- ur sími í almenningssíma- klefa efst á Faxagarði. Var síminn tekinn burt Og járnkassi þar sem greiðsl- s-n fyrir símtöl var geymd, brotinn og peningunum stolið. 0 Eins og frá var skýrt hér í blaðinu sl. laugardag rann út fram- boðsfrestur til stjórnarkjörs í Verkamannaf " _,inu Dagsbrún s.l. föstudag. Aðeins einn listi kom fram, borinn fram af uppstillingar- nefnd og trúnaðarmannaráði og varð hann því sjálfkjörinn. Sú breyting verður nú á stjórn Dags- brúnar að Hannes M. Stephensen lætur af stjórnarstörfum eftir 25 ára starf en hann var formaður fé- lagsins um árabil og einnig lengi varaformaó'''- þess. Hin nýkjörna stjóm Dagsbrún- ar er þannig skipuð: Formaður: Eðvarð Sigurðsson. varaformað- ur: Guðmundur J. Guðmunds- son, ritari: Tryggvi Emilsson, gjaldkeri: Halldór, - Björnsson, fjármálaritari: Kristján Jóhanns- son, meðstjómendur: Tómas Sig- urþórsson og Gunnar T. Jóns- son. I varastjórn voru kjömir Andrés Guðbrandsson, Baldur Bjamason og Pétur Lárusson. í stað Hannesar M. Stephensen sem nú lætur af störfum í stjórn- inni að eigin ósk tekur Gunnar T. Jónsson sæti f stjóminni. Er Gunnar kranamaður við höfnina og hefur unnið hjá Eimskipafé- laginu i mörg ár. Hann hefur áður verið varamaður f stjóm Dagsbrúnar í nokkur ár. Hannes M. Stephensen hef- ur verið í stjórn Dagsbrúnar í samfellt 25 ár og var hann fyrst kjörinn árið 1942 er st jórn Sigurðar Guðnasonar tók við forustu í félaginu. Hannes var kjörlnn varafor- maður félagsins 1944 og gegndi því starfi í 10 ár eða til 1954 er hann tók við for- mennsku í félaginu af Sig- urði Guðnasyni. Hannes var formaður Dagsbrúnar um 7 ára skeið eða til 1961 en síð- an hefur hann átt sæti í stjórninni sem meðstjórnandi- Hannes hefur jafnframt verið starfsmaður Dagsbrúnar frá 1944 og heldur hann áfram því starfi þótt hann hverfi nú úr stjóminni. Mun hann því enn um sinn helga Dagsbrún starfskrafta sína. Hin nýkjöma stjóm tekur yið störfum á aðalfundi félagsins sem haldinn verður um miðjan næsta mánuð. Þetta er þriðja árið í roð sem sjálfkjörið verð- ur í Dagsbrún en síðast þegar stjómarkosningair fóru þar fram, í janúar 1964, sigraði stjórn Eðvarðs Sigurðssonar með yfir- burðum, hlaut 1295 atkvæði en listi íhaldsins hlaut aðeins 465 j[ atkvæði. Eðvarð Sigurðsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Tryggvi Emilsson, Kristjan Jóhannsson, UUiinai x. duuoaunj Hanncs M. Stephensen, Ofsarok í Neskaupstað í síðustu viku Neskaupstað 14/1 — Á fimmtu- dagskvöldið gerði hér ofsa vest- an rok og stóð það fram eftir ið bana undir dróttar- vél Á laugardaginn varð Guð- mundur Marjasson þóndi á Ytri- Veðraá í önundarfirði undir dráttarvél og beið bana. Guð- mundur var á leið heim til sín utan af Flateyri á dráttarvélinni, en á Flateyri hafði hann skilað af sér mjólk. Maður kom þar að, sem dráttarvélin lá á hvolfi utan við veginn og Guðmundur undir henni. Hann hringdi straix til Flateyrar eftir hjálp, sem barst skjótlega. Guðmundur var látinn er að var komið. nóttunni. Skemmdir urðu þó minni en gera mátti ráð fyrir, þó fuku járnplötur af einstaka húsi, en mest þó af mjölskemmu Síldarvinnslunnar, sem skemmd- ist nokkuð- Einstaka vinnuskúr hallaði sér útaf. Nokkrir síld- veiðibátar voru hér í höfn, en urðu að flýja frá bryggjunni og halda sjó úti á firði. Bryggjurn- ar voru í grænum sjó- Ágætur afli hefur verið hjá smábát, sem rær héðan með línu, en gæftir eru stopular. Odd&skarð hefur verið opið undanfarna daga og er það mikil samgöngubót innan fjórðungsins, því auk þess sem sjúklingar úr nærliggjandi býggðum eiga greiðari aðgang að sjúkrahúsinu, er það hagkvæmt fyrir önnur við- skipti. T.d- eiga sér stað mikil vöruskipti milli okkar og Hér- aðsbúa. Við fáum fullan mjólk- urbíl annan og þriðja hvem dag - og veitir ekki af, en þeir fá í staðinn fullan bíl af soðn- ingu, og njóta Eskfirðingar og Reyðfirðingar góðs af þvi líka, að því er ég bezt veit. Eru því þessar nauðsynjavörur fei’skar og nýjar á borðum allra sem á þessu svæði þúa daglega. — R.S- Leiðrétting á leiklistarfrétt Missögn slæddist inn i frétt af sýningu menntaskólanema á Akureyri á leikriti Max Frisch, Biederman og brepnuvargarnir, sem birt var í blaðinu á sunnu- dag- Þar segir að leikritið hafi verið flutt einu sinni áður hér- lendis, hjá Grímu, en það rétta er, að leikritið var líkai sýnt á Flateyri 1965- Erlingur E. Hall- dórsson var leikstjóri sem og á Akureyri. Tímaritii Skák er enn í fullu fjöri Þau lciðu mistök urðu í skák- þættinum hér í Þjóðviljanum á sunnudaginn að hið ágæta tíma- rit Skák var þar Iagt að velli mcð cinu pennastriki, en annar þcirra ungu og efnilegu skák- manna, scm sjá um skákþáttinn á vcgum Taflfélags Rcykjavíkur, hélt því fram að tímaritið hcfði hætt að koma út seint á síöasta ári. Þetta cr hins vegar mcsti misskilningur eins og bczt sézt á þvi að desemberheftið 1966 af Skák kom lít nú um áramótin og janúarhefti þessa árs er vænt- anlegt um næstu mánaðamót. Biður blaðið útgefanda Skákar, Jóhann Þ. Jónsson, vclvirðingar á þessum mistökum. t desemberhefti Skákar 1966 ritar Áki Pétursson greinina skoðanakönnun lesenda — Ur- slit. Þá er fyrri hluti greinar um Olympíuskákmótið á Kúbu og birtar allar skákir íslenzku sveitarinnar úr undankeppninni. Sveinn Kristinsson ritar um Guðjón M. Sigurðsson. Sagt er frá Haustmóti TR 1966 og svæða- keppninni í Haag og birtar skák- ir úr bessum mótum. Þá er f heftinu þátturinn Lærið að flétta og fleira smærra efni. Leikkona slasast Það óhapp vildi til á sýningu á „Lukkuriddaranum“ í Þjóð- leikhúsinu á sunnudag . að ein leikkvenna, Margrét Guðmunds- dóttir tábrotnaði og verður frá störfum um tíma. Margrét hefur farið með hiutverk í Lukkuridd- aranum og Ó þetta er indælt stríð sem aðrar leikkonur munu nú skipta með sér um hríð og með veigamikið hlutverk í barna- leikritinu „Galdrakarlinn í Oz“. Æfir Sigríður Þorvaldsdóttir nú það hiutverk og standa vonir tii að sýningar á barnaleikritinu verði aftur teknar upp á laugar- dag. Þrátt fyrir siysið kom Margrét Guðmundsdóttir tii æfinga á „Marat“ eftir Peter Weiss á mánudagsmorgun. ENGAR TÓBAKSAUGLÝS- INGAR f SJÓNVARPI? ★ Menntamáiaráðuneytið sneri sér 29. desember s-l- til Ríkisút- varpsins og bar fram ósk um það að eigi yrðu birtar í sjón- varpinu auglýsingar sem hvetji til tóbaksreykinga. ★ Frá þessu greindi ráðuneytið í bréfi til Islenzkra ungtemplara en þeir höfðu borið fram ósk um það að tóbaksauglýsingar yrðu bannaðar í íslenzka sjónvarpinu. Fjölskyidusýningar á óper- unni Marta í Þjóðleikhúsinu Þjóðleikhúsið fitjar upp á þeirri nýjung í sambandi við sýningar á óperunni Marta, að gefa börnum, 6—14 ára, kost á að sjá sýninguna ókeypis séu þau í fylgd með foreldrum sín- um. Þessar fjölskyldusýningar verða a.m.k. tvær, sú fyrri á fimmtudaginn kcmur. Þjóðieikhússtjói-i skýrði blaða- mönnum frá því í gær, að þessar fjölskyldusýningar væru hugsað- ar sem liður í því að fjölga ó- perugestum. Sú skoðun væri ali útbreidd, að ópera væri óaðgengi- legt listform og helzt ekki fyrir aðra en þá sem vel væru heima í tónlist. En nú vildi svo til, að Marta væri einmitt aðgengileg fólki sem ekki væri óperuvant cg því til þess failin að efna tii fjölskýldusýninga á henni. Um það fyrirtæki hefði verið hugsað áður, en bæði hefðu þær óperur sem Þjóðleikhúsið hefur sýnt yfirleitt verið of ,,þungar“, og einnig naumur tími á vorin til að hafa slíkar sýningar. Tilhögun á fjölskyldusýningum er sú, að foreldrar sem kaupa tvo miða fá tvo frímiða fyrir börn á aldrinum 6—14 ára eða um það bil, annað foreldra getur og fengið einn frímiða fyrir barn. Þjóðleikhússtjóri gerði og ýms- ar athugasemdir um gagnrýni sem komið hefur fram á flutning Mörtu. M.a. sagði hann að fundið hefði verið að því að láta heims- fi-æga söngkonu, Mattiwildu Dobbs, byrja í titilhlutverki, og hefði verið rétt að gestaleikur hennar yrði síðar — svaraði hann því tii, að söngvarar sem frú Dobbs væru yfirle'tt svo bundn- ir samningum að ekki væri hægt að velja þá daga til heimsókna sem æskilegastir væru. ÍFK tryggði sér þátt- tökurétt í 1. deild Sextánda Islandsmótið í körfu- knattleik hófst i íþróttahöllinni í Laugardai sl. sunnudagskvöld. Bogi Þorsteinsson, form. Körfu- knattieikssambands tslands setti mótið, en síðan fóru fram tveir leikir- Fyrst léku lið tbróttafé- lags Kefiavíkurflugvallar og Hér- aðssambandsin9 Skarphéðins um réttinn til þátttöku í 1. deild. tFK sigraði með 52 stigum gegn 47. Þá kepptu í 1 deild tR og Ármann og vann IR með 45 stig- um gegn 37. Blað- dreifing Blaðburðarbörn óskast | eftirtalin hverfi: Kvisthaga Leifsgötu Laufásveg Laugaveg SkV-olt. Sími 1-7-500.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.