Þjóðviljinn - 17.01.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.01.1967, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. janúar 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 MkM f ® M f r r M Jk Menningarbyltingin í Kína Nyjar loftarasir voru gerðar Bændur varaðir við á skotmörk í nágrenni Hanoi andstæðíngum Maos Óstaðfestar fregnir um að Bandaríkin hafi takmarkað loftárásirnar vegna boðskapar sem borizt hafi frá Kína fyrir milligöngu Frakka SAIGON og WASHINGTON 16/1 — Bandarískar sprengjuflugvél- ar gerðu aftur í dag árásir á skotmörk í Hanoi-héraði, í næsta ná- grenni borgarinnar. Voru þetta fyrstu árásirnar á nágrenni Hanoi síð- an í desember, en þá hafði hvað eftir annað verið ráðizt á úthverfi borgarinnar. Fimm árásir voru gerðar í dag á svæði umhverfis Hanoi sem var um 50 km að þvermáli. Skýjað var yfir Hanoihéraði en flugvélarnar steyptu sér gegnum skýin og vörpuðu sprengjum m.a. á hina miklu olíubirgðastöð í Ha Gia, aðeins 22 km fyrir norðan Hanoi. Fyrir vestan borgina réð- ust þotur af gerðinni F-105 á flugskeytapalla um 24 km frá Brasilía flytnr inn meira magn af saltfiski RIO DE JANEIRO 16/1 — Frétta- maður NTB í Rio de Janeiro seg- ir að innflutningur á saltfiski til héraðanna í Norður-Brasiliu hafi verið óvenju mikill á árinu sem leið og stafi sú aukning af bvi að aðflutningsgj öld hafi verið felld niður. Mest kom af saltfiski frá Spáni, síðan Frakklandi, Danmörku og Noregi. 568 þúsund eru nú atvinnulausir NtlRNBERG 16/1 — Fjöldi at- vinnuleysingja í Vestur-Þýzka- landi var 15. janúar orðinn 563 þúsund, eða 206 þúsundum fleiri en á sama tíma í fyrra. Búizt hefur verið við að tala atvinnu- leysingja í Vestur-Þýzkalandi verði komin upp í um 700 000 í vor. Frú Kennedy og Manchester ásátt NEW YORK 16/1 — Sættir hafa tekizt með þeim Jacqueline Kennedy og rithöfundinum Wiili- am Manchester um birtingu á bók Manchesters um morðið á Kennedy, „Dauði forseta", og hefur málshöfðun á hendur Manchester og forleggjara hans verið tekin aftur. Manchester mun hafa samþykkt að felldir verði úr bókinni þeir kaflar sem Kennedy-fjölskyldan hefur haft út á að setja. Morðingi Khiders enn á ferðinni? MADRID 16/1 — Maður nokkur sem sagður er líkjast mjög þeim sem skaut alsírska stjórnarand- stæðinginn Mohammed Khidder til bana á götu í Madrid fyrir skömmu skaut í gærkvöld á lög- reglumann sem ætlaði að hand- taka hann, særði hann hættu- lega, en komst sjálfur .undan. Mesta heræfing í V-Þýzkalandi MARBURG 16/1 — Fimmtíu þúsund vesturþýzkir hermenn hófu í morgun mestu heræfing- ar sem haldnar hafa verið í Vestur-Þýzkalandi eftir seinni heimsstyriöldina- Auk vestur- þýzku hermannanna taka þátt í æfingunum hersveitir frá Banda- ríkjunum. Frakklrindi Belgíu og Höllandi. borginni. Bandaríkjamenn segjast hafa eyðilagt einn pallinn og laskað annan. Miklar loftárásir höfðu verið gerðar á Norður-Vietnam í gær og var þá einkum ráðizt á jám- brautir, brýr og radarstöðvar. Samtals voru 94 loftárásir gerðar á Norður-Vietnam i gær. Einna mest mun tjónið hafa orðið á Vi- et Tri-jámbrautarstöðinni 50 km fyrir norðvestan Hanoi. Boðskapur frá Peking? Mikla athygli hafa vakið þau ummæli René Dabernat, rit- stjóra franska vikublaðsins „Par- is-Match“, í viðtali við banda- ríska blaðið „U.S. News and World Report“ að Bandaríkja- stjóm hafi borizt sá boðskapur frá kínversku stjórninni að Kfn- verjar myndu halda að sér hönd- um ef Bandaríkin féllust á að gera ekki innrás í Norður-Viet- nam eða Kína og létu hjá líða að gera loftárásir á stíflugarða í Rauðárdal í Norður-Vietnam. Dabemat sagði að þessi boð- skapur hefði borizt til Washing- ton fyrir milligöngu frönsku stjómarinnar. Embættismenn Bandaríkja- stjómar báru á móti þvf í dag að loftárásir á Norður-Vietnam hefðu verið takmarkaðar vegna boðskapar af þessu tagi. Þeir við- urkenndu hins vegar að Banda- ríkjastjóm hefðu á liðnu ári bor- izt margar orðsendingar frá „þriðja aðila“ þess 'efnis að kín- verska stjórnin óskaði þess að komið væri í veg fyrir beina á- rekstra milli Bandaríkjamanna og Kínverja út af Vietnam. Talsmaður frönsku stjórnarinn- ar bar einnig á móti því í dag að hún hefði miðlað nokkrum boðskap frá Kínverjum til Bandaríkjamanna. 1 Washington er á það bent að þessar orðsendingar frá „þriðja aðila“ séu í fullu sam- ræmi við margítrekaðar yfirlýs- ingar Kfnverja sjálfra, þ.e. að þeir vilji forðast stríð við Banda- ríkin. Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag á fundi með blaðamönnum að Bandaríkin myndu ekki hætta loftárásunum á Norður-Vietnam f.vrr en vitað væri hver áhrif það hefði á gang stríðsins. — Stjóm- in f Hanoi hefur margar leiðir til að láta okkur vita hver áhrif- in af stöðvun loftárásanna myndii verða, sagði hann, þegar hann ræddi við blaðamenn að loknum fundi í utanríkismálanefnd öld- ungadQÍIdarinnar. Á fundinum sem haldinn var fyrir luktum dymm mun hafa verið fjallað um loftárásir Bandaríkjamanna á íbúðahverfi f Hanoi og öðrum borgum Norður-Vietnams. Banda- ríkjastiórn hefur jafnan neitað því að slíkar árásir hafi verið gerðar. 6000 f.iölskyldur flúnar Hernaðaraðgerðum Bandaríkja- manna í hinum svonefnda „járn- þríhyrningi" norðvestur af Sai- gon var haldið áfram um helg- ina, og segjast þeir hafa fellt 41 skæruliða f viðureignum á sunnu- dag og hafi há samtals 399 „viet- congar“ verið felldir síðan að- gerðirnar hófust fvrir níu dögum. Um 6.000 bændafjölskyldur á þessu landsvæði sem Þjóðfrels- isfylkingin og fyrirrennarar hennar hafa haft á valdi sinu í tuttugu. ár hafa flúið heimkynni sín, eftir að bandarískir hermenn lögðu þorp þeirra í eyði, brenndu hús þeirra til kaldra kola og rótuðu. upp rústunum .með jarð- ýtum. Tilkynnt hefur verið að hvert einastá þorp á 150 ferkíló- metra svæði muni lagt í eyði. 4.000. menn úr landgönguliði flotans. luku í dag. aðgerðum á óshólmum Mekongfljóts sem stað- ið hafa í tíu daga. 1 þessum að- gerðum tóku þátt sveitir úr bæ.ði flug-, land- og sjóher Banda- ríkjanna. Sagt er að samtals hafi 21 skæruliði verið felldur, en 14 verið teknir höndum. TOKIO 16/1 — Japanska fréttastofan Kyodo segir' að leiðtogar kín- verskra kommúnista hafi í dag hvatt 500 miljónir bænda landsins til að vera á verði gagnvart tilraunum flokksstarfsmanna sem andvígir séu Mao Tsetung til að valda truflunum á framleiðslunni. Fréttamaður Kyodo í Peking segir að á veggblöðum sem fest hafa verið þar upp og sögð eru gefin út af miðstjórn flokksins hafi verið skýrt frá því að valdamenn í flokknum hafi hvatt landbúnaðarverkamenn til að hverfa aftur til borganna til að bera þsr fram óskynsamlegar kröfur um kjarabætur og frétta- ritarirn bætir við að talið sé að með ,,valdamönnum“ sé átt við starfsmenn flokksins sem styðji Liú Sjaosji forseta og Teng Hsiaoping, aðalritara flokksins. Japsnska fréttastofan segir að áskoruninni sem birt vár í dag sé beint til þeirra miljóna kín- verskra borgarbúa sem á seinni árum hafa farið út í sveitimar til framleiðslustarfa- Þeir hafi Kurt Georg Kiesinger: jr Oskir Breta um aðild geta valdið miklum deilum i EBE BONN 16/11 — Kurt Georg Kie- singer, forsætisráðherra Vestur- Þýzkalands, sem kom heim í dag frá París þar sem hann ræddi um helgina við de Gaulle for- seta, sagði við heimkomuna að miklar deilur gætu komið upp í Efnahagsbandalagi Evrópu ef de Gaulle héldi áfram eindreg- inni andstöðu sinni við aðild Breta að bandalaginu. Þau um- mæli þykja gefa til kynna að de Gaulle hsfi ítrekað þá and- stöðu í viðræðunum við Kiesing- er- Kiesinger sagði að de Gaulle væri tortrygginn á alla utan- ríkisstefnu Breta. Ef Bretar færu nú formlega fram á að þeir yrðu teknir í EBE, gæti and- staða Frakka við aðild þeirra haft. í för með sér hörð átök innan bandalagsins- ftalska stjórnin heitir Bretum stuðningi Wilson, forsætisráðherra Breta, ræddi í dag í Róm f þrjár klst. við Moro, forsætisráðherra Italíu. Italska stjórnin hefur heitið Bretum fyllsta stuðningi ef beir sækja um unntöku í EBE verið hvattir til að vera kyrrir úti í sveitunum þar til miðstjórn- in hafi kynnt sér hag þeirra og vandamál- Sagt var í veggblöðum að landeigendur, ríkir bændur og andbyltingarmenn hefðu í hyggju að valda truflunum í atvinnu- lífinu til þess að grafa undan menningarbyltingunni. Þessi áskorun frá miðstjórn- inni er talin staðfesta það sem Sjú Enlæ forsætisráðherra hafði gefið í skyn í ræðu á laugardag- inn, að menningarbyltingin væri nú að færast út í sveitirnar. Sjú hafði einnig sagt að á þessu ári myndi „stéttabaráttan" enn fara harðnandi. Svo virðist sem þátt- ur ungmenna og námsmanna í byltingunni fari nú minnkandi, en við þeim taki verkamenn í iðnaðinum. Tímarit kommúnista- flokksins, „Rauði fáninn“. sagði í dag að forstjórar fyrirtækja sem hefðu gert sig seka um skyssur yrðu að beygja sig fyr- ir gagnrýni fólksins. Að öðrum kosti myndu þeir bíða algeran ósigur- Þeir ættu að vera ó- hræddir við að viðurkenna af- glöp sin- Þeir ættu ekkert á hættu ef þeir gerðu það og bættu ráð sitt. Fréttaritari AFP í Kanton seg- ir að rauðir varðliðar streymi stöðugt inn í borgina. Á fjölda- fundi sem þar var haldinn var farið hörðum orðum um Tao Sjú áróðursstjóra, sem va<r, ,qipp af frumkvöðlum menningarbylting- arinnar, en hefur síðar verið sakaður um andstöðu við stefnu Maos. Á veggblöðum í Kanton er hónum gefið að sök að hvetja til sátta milli stéttanna, látai í Ijós stuðning við kapítalismann og hafa gengið í lið með þeim Liu forseta 00 Ten» flokksrit- Citroen DS 19 — Bíll botualdarínnar Framhjóladrif, 85—100 hestafla orka. 170 km hámarkshraði. — Vökva- og loftfjöðrun, sem tali i er sú fullkomnasta í gervöll- um bílaiðnaðinum. Hægt að hæ’ika hann og lækka, jafnvel á fullri ferð. Heldur alltaf sömu æð, hvort fleiri eða færri eru í honum. Diskabremsur. Tvöfal bremsukerfi. Vökvastýri. — Vökvaskipting án kúplingar. — Fróðlegt er að sjá hvað bíla- gagnrýnendur heimsblaðanna hafa sagt um hann: HOLLAND: „Citroen DS er á margan hátt í far- arbroddi og bíllinn er búinn að sitja einn að tæknilegum ágætum í mörg ár. Að vísu eru bæði Mercedes Benz og Rolls Royce að kaupa at Citroen leyfi til þess að hafa vökva- og loft- fiöðrunina. Enda mun óhætt að segja, að enn- þá hefur ekki verið fundin ADTffT^** upp fullkomnari fjöðrun.“ ÞVZKALAND: „Bíllinn er framúrskarandi ðr- uggur og hegðun hans á 160 km hraða staðfestiT það. Það mun varla unnt að finna bil, sem betur liggur á vegi. Á slæmum vegum, þar sem aka verður flestum bílum með gætni, líður Citroen yfir holumar eins og fljúg- andi teppi“. DIE#WELT CITROEN-umboðið SÖLFELL HF. — Skúlagötu 63 — Sími 17966. BANDARÍKIN: „Hvernig þessi bíll ligg- ur á vegi, er hlutur sem maður hættir aldrei að undrast. Við reyndum ýmis- legt sem hefði getað virzt vonlaust, en alltaf stóð hann sig. Maður veit ekki fyrr en maður er farinn að leita uppi sportbíla til þess að keppa við . . . Ann- ars eru heildaráhrifin af Citroen DS 19 þau. að þar er framúrskarandi þægileg- ur lúxusbíll. Fótarýmið er mjög gott. ekki sízt að aftan og er til jafns við hina stærstu, amerisku bíla. Það hlýtur að vera óhugsandi að fá fyrir þetta verð nokkurn lúxusbi' til jafns við Citroen" CAR^ORIVER Kjötbúö Suðurvers tilkynnir: Tökum að okkur veizlur, kalt borð, smurt brauð, snittur, kokteilsnittur og brauðtertur. KJÖTBÚÐ SUÐURVERS, horni Stigahlíðar og Hamrahlíðar. - Sími 35645. - Geymið auglýsineuna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.