Þjóðviljinn - 17.01.1967, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.01.1967, Blaðsíða 8
bandserjur hefðu átt sér stað milli Mandersonhiónanna- Þú hélzt, að ofsalegt ímyndunarafl mitt myndi samstundis byrja að daðra við þá hugmynd að frú Manderson ætti einhvem þátt í glæpnum. Fremur en að hleypa mér á kaf í slíkaT vangaveltur, ákvaðstu að segja mér nákvæm- lega hvemig málum væri háttað og segja mér alit þitt á frænku þinni, enda vissi ég hve skýr dómgreind þín væri. Er þetta nærri lagi? — Það er nákvæmlega rétt. Heyrðu mig, góði vinur, sagði Cupples einlæglega og lagði höndina á handlegg hins. — Ég ætla að vera fullkomlega hrein- skilinn. Ég er sæll og glaður yf- ir því að Manderson skuli vera dáinn- Það er skoðun mín að hann hafi ekki gert heiminum annað en skaða með starfsemi sinni sem fjármálamaður. Ég veit líka að han.n var að leggja í auðn líf stúlku, sem var mér eins og eigið bam. En ég er log- andi hræddur við tilhugsunina um það að grunur kunni að fallai á Mabel í sambandi við morðið. Það er mér óbærileg tilhugsun að mildi hennar og góðleiki eigi að standa frammi fyrir hörku réttvisinnar, þótt ekki væri nema um stundarsakir. Hún er ekki manneskja til þess. Það myndi hafa varanleg áhrif á hana. Margar tuttugu og sex ára kon- ur nú á dögum gætu sjálfsagj: ' horfzt í augu við slíkt án þess að blikna. Ég hef orðið var við vissa hörku hjá kvenmönnum ; sem hlotið hafa æðri menntun'. sem gæti fleytt þeim yfir næst- um hvað sem væri. Og ég vil ekki halda því fram að það sé slæmt í öllum þessum kvenleik sem nú er ríkjandi. En Mabel er ekki þannig gerð. Hún er jafn- ólík slíkum konum eins og hún er ólík þessum volandi pempí- um sem, ég kynntist á sínum tímai. Hún er vel gefin; hún hef- ur sterka skapgerð; hún hefur góðan og öruggan smekk; en þetta blandast allt — herra Cupples baðaði út höndunum — hugsjónum um göfgi og stillingu og kvennadul. Ég er hræddur um að hún sé ekki barn síns tíma- Þú kynntist aldrei konunni minni, Trent. Mabel er bam konunnar minnar. Yngri maðurinn laut höfði. Þeir gengu völlinn á enda, áður en hann spurði stillilega: — Hvers vegna giftist hún honum? — Ég veit það ekki, sagði Cupples stuttaralega. — Dáðst að honum, býst ég við, sagði Trent. Herra Cupples yppti öxlum. — Mér hefur verið sagt að kona hrífist nær ævinlega af þeim karlmanni sem mest má sín- Auðvitað getum við ekki gert okkur í hugarlund hvernig áhrif sterkur og öflugur persónuleiki eins og hann myndi hafa á stúlku sem ekki væri öðrum bundin; einkum ef hann einsetti sér að vinna ástir hennar. Það er trúlega yfirþyrmandi að láta heimsfrægan mann stíga í væng- Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18, III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyr+istcfó Garðsenda V STMI rcc inn við sig- Hún hafði auðvitað heyrt um hann talað sem stór- kostlegan fjármálamann, og hún hafði enga hugmynd um — hún umgekkst einkum listafólk og bókmenntafólk — hvílíkt hyldýpi kulda og sálarleysis slíkur mað- ur gat haft að geyma. Ég efast um að hún viti það þann dag £ dag. Þegar ég frétti fyrst um samdrátt þeirrai var það um sein- an og ég hafði vit á að þegja um álit mitt. Hún var myndug og frá almennu sjónarmiði var auð- vitað ekkert að honum að finna., Og sennilega myndi hinn geysi- legi auður han.9 töfra næstum hvaða konu sem væri. Mabel fékk nbkkur hundruð í lífeyri á ári; ef til vill nóg til þess að gera henni Ijóst, hvað miljónir þýddu í raun og veru- En þetta eru eintómar ágizkanir. Hún hafði að minnsta kosti ekki kært sig um að giftast neinum af ungu mönnunum, sem ég hafði grun um að hefðu haft áhuga á slíku; og þótt ég trúi því ekki og hafi aldrei trúað því, að hún elskaði hálffimmtugan mann, þá vildi hún að minnsta kosti gift- ast honum. En ef þú spyrð mig hvers vegna, þá get ég sagt það eitt, að ég veit það ekki. Trent kinkaði kolli og eftir nokkur skref leit hann á úrið sitt. — Ég hef haft svo mikinn áhuga á frásögn þinni, sagði hann, — að ég var búinn að gleyma aðalerindinu- Ég fná ekki sóa öllum morgninum. Ég ætla strax að halda niður veg- inn að Hvítþiljum og það mætti segj'a mér að ég verði þar- á snatti til hádegis. Ef þú getur hitt mig þá, Cupples, þá þætti mér vænt um að mega ræða við þig um það sem á fjörur mínar rekur, nema eitthvað tefji þig. — Ég ætla út að ganga fyr- ir hádegið, sagði Cupples. — Ég hafði hugsað mér að borða há- degisverð í lítilli krá skammt frá gólfvellinum, ,,Ámunum þremur“. Hún er upp með vegin- um, svo sem mílufjórðung hand- an við Hvítþiljur. Þú getur séð í þakið milli trjánna þarnai- Þar er framreiddur óbrotinn matur en góður. Þú ættir að hitta mig þar- — Svo framarlega sem þeir eiga bjórkagga, sagði Trent, — þá er allt í lagi. Við fáum okk- ur brauð og ost og megi al- mættið forða okkur frá viður- sfyggð munaðarins, veiklyndi og ' löstum. Blessaður þangað til. Hann fór að sækja hattinn sinn á svalariðið, veifaði honum til herra Cupples og var horfinn Gamli maðurinn settist í hvilu- stól á grasflötinni, spennti greip- ar fyrir aftan hnakkann og starði upp í bláan, heiðskíran himin- inn- — Hann er indæll piltur, tautaði hann. — Úrvals drengur. Og afarsnjall í sinni grein. Hamingjan góða! Hvað þettai er allt undarlegt! IV. KAFLI. Sem málari og sonur málara hafði Philip Trent þegar á þrí- tugsaldri unnið sér nokkurt álit í brezkum .listheimi. Og myndir hans seldust- Frumleiki og kraft- ur og viss ástundun, þótt ýmis- legt glepti, lágu til grundvallair, auk þess sem hann vann stund- um í skorpum altekinn sköpun- argleði. Nafn föður hans hafði hjálpað til; lífeyrir sem var nógu ríflegur til þess að hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af brauð- striti, hafði svo sannarlega ekki hindrað hann. En umfram allt hafði fólki geðjazt að honum. Gott skap og fjörlegt ímyndun- arafl kryddað gamansemi er æv- inlega vinsælt. Auk þess hafði Trent ósvikinn áhuga á mann- fólkinu. Hann hafði skarpa dóm- greind og glögga mannþekkingu, enda gat enginn verið óeðlilegur í framkomu við mann sem a'lltaf virtist vera að skemmta sér- Hvort sem hann var í skapi til að sprella eða niðursokkinn í eitthvert verkefni, missti and- lit hans sjaldan af sér hinn fjör- lega svip. Hann var vél að sér í sögu listar sinnar og auk þess var hann vel heima £ menning- arsögu yfirleitt og hafði miklar mætur á skáldskap. Nú var hann þrjátfu og tveggja ára að aldri og var ekki enn kominn yfir tímabil hláturs og gáska. Frægðin sem hann hafði áunn- ið sér fyrir allt aðra hluti, hafði hann eiginlega hlotið af hreinni tilviljun. Dag nokkurn hafði hann litið i dagblað og svp vildi til að skrif þess snerust að mestu um glæp, sem er tiltölulega fá- tiður á landi okkar — morð i járnbrautarlest. Málsatvikin voru annarleg; tveir voru í gæzluvarð- haldi. Trent hafði ekki fyrr veitt slíkum málum neina athygli, en nú heyrði hann vini sína ræðai :þetta sín á milli og hann fór að kynna sér skrif um málið í hin- um ýmsu blöðum. Hann fylltist áhuga; ímyndunarafl hans komst á hreyfingu og nú fékkst það við staðreyndir á hátt sem var hon- um nýr og framandi; hann varð gripinn orku, sem annars gerði aðeins vart við sig i sambandi við listsköpun hans. Undir kvöld skrifaði hann og sendi langt bréf til ritstjóra Recordis, sem hann valdi aðeins vegnai þess, að það hafði birt nákvæmasta óg greindarlegasta skilgreiningu á atburðunum. 1 bréfi þessu gerði hann svip- að og það sem Poe hafði gert í máli Mary Rogers. Hann haifði ekkert sér til leiðbeiningar ann- að en dagblöðin, en beindi at- hyglinni að vissum staðreyndum sem lágu ekki beint við og grun- ur hans beindist að manni, sem komið hafði fram sem vitni í málinu- Sir James Molloy hafði birt þetta bréf með stóru letri. Sáma kvöldið gat hann tilkynnt í Sun, að maður þessi hefði verið teklnn höndum og hefði játað á sig glæpinn. Sir James var öllum hnútum kunnugur í London og hamn hafði ekki beðið , boðanna með að komast í kynni við Trent. Þessum tveimur mönnum samdi vel, því Trent hafði til að bera þá meðfæddu háttvísi sem eyddi næstum öllum aldursmun á honum og öðrum mönnum. Hann hafði fyllzt hrifningu þegar hann sá stóru blaðapressumair í kjall- aranum á Record. Hann hafði fengið að mála þar niðri og Sir James hafði | tafarlaust keypt af honum mynd sem hann kallaði vélvæddan Heindrich Kley. Nokkrum mánuðum síðar gerð- ust þeir atburðir, sem kallaðir voru Ilkley leyndardómurinn. Sir James hafði boðið Trent til kvöldverðar og síðan boðið unga manninum of fjár (fannst Trent) fyrir bráðabirgðastörf sem sér- staikur fréttamaður Records í Ilkley. — Þú getur það vel, hafði rit- stjórinn sagt. — Þú ert vel rit- fær og þú kannt að tala við fólk og ég get kennt þér allt í sambandi við fréttamannsstarfiö á hálftíma. Og þú ert þefvís á það sem máli skiptir; þú hefur ímyndunarafl og hæfilega mikið af skarpri dómgreind til uppbót- ar. Hvernig heldurðu að þér yrði innanbrjósts ef þér tækist aö leysa vandann! | Trent varð að viðurkenna að það gæti verið dálítið skemmli- legt. Hann hafði reykt, grett sig og að lokum hafði hann sann- fært sjálfan sig um það, að hið eina sem hélt aftur af honum var hræðsla við starf sem hon- um var framandi. Hann hafði það fyrir fasta reglu að reyna að uppræta allan ótta, svo að hann hafði þegið boð Sir Jannes- Og hann hafði leyst vandann. í annað skipti hafði hann skotið ’ réttvísinni ref fyrir rass og nafn han,s var á allra vörum. Hann dró sig í hlé og málaði myndir. Hann var ekki sérlega heillaður ! á blaðamennsku, og Sir James. sem vissi talsvert um listir, I lét hjá líða (þótt aðrir ritstjór- ar gerðu það ekki) að reyna að ! freista hans með háum launum. En á næstu árum hafði hann , léitað til hans býsna oft og í fengið hann til að kljást við svip- uð vandamál, bæði heima og er- lendis. Stundum .- hafði Trent færzt undan vegna anna við list- grein sína, stundum höfðu aðrir orðið á undan honum að finna lausnina. En afleiðingin af ó- reglulegu samstarfi hans við Record hafði orðið sú, að fá nöfn voru öllu þekktari á Eng- landi- Það var einkennandi fyr- ir hann, að nafnið eitt skyldi vera það sem almenningur þekkti- Hann hafði varizt allra frétta um einkalíf sitt í blöðum Molloys, og önnur blöð hirtu ekki um að auglýsai einn af mönnum James, Þegar hann gekk hratt upp lága brekkuna að Hvítþiljum, hugsaði hann með sér, að ef til vill yrði Mandersonmálið mjög auðleyst. Cupples var skýrleiks- karl, en sennilega var honum ó- gemingur að líta hlutlausum augum á frænku sína. En það var satt að hótelhaldarinn, sem talað hafði um fegurð hennar af mikilli hrifningu, hafði jafn- vel talað af enn meiri hrifningu um góðleik hennar. Þótt forstjór- inn væri ekki sérlega málsnjall, hafði hann þó gefið Trent á- kveðna hugmynd um persónu- leika hennair. — Það er varla til sá krakki hér í nágrenninu að hann lifni ekki allur við þegar hann heyrir rödd hennar, hafði hann sagt, — og það samai mætti reyndar segja um fullorðna fólk- iö. Allir hlökkuðu til komu henn- ar hingað á sumrin. Ég á ekki við það, að hún sé ein af þessum konum sem eru hjartagæzkan einskær og ekkert amnað. Hún hefur bein í nefinu, ef þér skilj- ið hvað ég á við — það er tögg- ur í henni. Allir í Marlstone hafa samúð með frúnni í þess- um erfiðleikum — en það er ekki þar fyrir, að sumir eru þeirrar skoðunar að hún sé heppin að svo fór sem fór. Trent hafði mikinn áhuga á að hitta frú Manderson. Nú gat hann séð framhlið rauða múrsteinishússins handan við stóra grasflöt jaðraðai runn- um, og hvíta, stóra gaflana, sem það dró nafn af. Hann hafði séð glitta í það úr bílnum um morg- uninn- Hann sá að þetta var nú- tíma hús; ef til vill tíu ára eða svo. Allt var þarna frábærlega vel hirt og svipur nægjusams friðar sem einkennir heimili hinna vel stæðu í sveit á Eng- landi. Fyrir framan það, hinum megin við veginn, lágu engja- löndin niður að hamrabrúninni; bakvið það var skóglendi yfir að heiðunum. Það virtist furðulegt að slíkur staður skyldi vera vett- vangur fyrir ofbeldi og morð; allt virtist svo rólegt og snyrti- legt, ímynd fullkominnar þjón- ustu og friðsæls lífs. En hinum megin við húsið, rétt við lim- gerðið milli garðsins og vegarins, var áhaldaiskúr garðyrkjumanns- ins, en þar hafði líkið fundizt eins og hrúgald upp við vegginn. Trent gekk framhjá akbraut- inni og meðfram stígnum unz hann kom á móts við þennan skúr. Svo sem fjörutíu metrum utar beygði vegurinn burt frá húsinu og lá gegnum ræktað land og rétt áður en að bugð- unni kom, endaði lóðin kringum húsið með litlu hvítu hliði á lim- gerðinu- Hamn gekk að hliðinu, sem var greinilega ætlað garð- yrkjumönnum og þjónustufólki. Það opnaðist auðveldlega ng hann gekk með hægð upp stíg sem lá að bakhlið hússins, milli limgerðisins og hárrar raðar af rhododendronrunnum. Gegnum bil á þessum vegg komst hann eftir troðning »ð litlum timbur- kofanum, sem stóð milli trjáanna á móts við aðra húshliðina framanverða. Líkið hafði legið á hliðinni og snúið frá húsinu; hann hugsaði með sér að þjón- ustustúlka sem litið hefði útum glugga að morgni dagsins á und- an hefði hæglega getað horft á kofann án þess að sjá hann, með- an hún var að gera sér í hugar- lund hvernig það væri að vera I rík eins og húsbóndinn. SKOTTA Ég verð víst að tiAja uon >rfi c'! *,ð fá að horfa a sjó varpið í kvöld. Donni hefur -nga r ýstárlegri hugmynd Kuldajakkar og úlpur í öllum stærðum. Góðar vörur — Gott verð. Verzlunin O. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). M E L D H U S V A L HINNA VANDLÁTU 1 SKORRI H...F SIMI 3-85-85 SuSurlondsbrout 10 (gegnt IþróHohöll) sími 38585 POLARPANE Iq| ?FALT5£bARpANE falt FALT e,nar>arunQrgiei soensk 9œdavara EINKAUMBOD IMARS TRADIIMG LAUGAVEG 103 SIMI 17373 RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.