Þjóðviljinn - 22.01.1967, Síða 2

Þjóðviljinn - 22.01.1967, Síða 2
2 SlÐA — Þ.XÖÐVILJINN — Sunnudagur 22. janúar 1967. Vandal læknir Smásaga eftir JAN NERUDA Ekki hafði hann borið þetta nafn alla ævi, og ekki fyrr en þau atvik bar til. sem svo merkileg þóttu, að um það var getið jafnvel í dagblöðunum. Ættarnafn hans var Heribert, en skírnarnafnið hans var á- kaflega sjaldgæft. og kem ég því ekki fyrir mig. Herra Heri- bert var doktor í læknisfræði, en sannleikurinn er sá, að enda þótt hann ætti þennan titil og bæri hann með réttu, vissi en.'dnn til að hann hafði nokk- urntíma fengizt við að stunda nokkum sjúkling. Sjálfur hefði hann orðið að kannast við það. að eftir að hann hætti að ganga á spítala á stúdentsárunum. hefði hann ekki snert á einum einasta veikum manni. Og ekki er ólíklegt að hann hefði gert þessa játningu með glöðu geði, ef hann hefði á annað borð fengizt til þess. En það var ekki alveg laust við að maður- inn kæmi einkennilega fyrir- Doktor Heribert var sonur doktors Heriberts, sem ver.ð hafði afar vinsæll læknir í Litlahverfi. Móðir hans dó ung, og faðir hans stuttu eftir að hann tók embættispróf, og fékk hann að erfðum lítið hús tví- lift í Qujezdstræti og líklega eitthvað af peningum, en varla mjög mikið- I þessu litla húsi settist doktór Heribert nú að. Hann leigði tvær sölubúðir niðri og íbúð á fyrstu hæð, framanvert, en sjálfur bjó hann húsagairðsmegin og lá stigi upp til hans úr garðinum. lokaður með trégrind niðri en óhulinn annars. Hvernig umhorfs var inni hjá honum veit ég ekki, en það vissi ég, að hann barst ekki á. Því annar þeirra sem bjuggu í húsinu niðri var ný- lenduvörukaupmsöur og kona þessa kaupmanns tók til og ræstaði inni hjá doktornum, en Jói sonur hennar var vinur minn, við skiptumst á brota- járni einu sinni fyrir æva- löngu. Jói komst upp í það að verða ökumaður hjá erkibisk- upnum. og bað þótti honum mikil upphefð- En af honum fræddist ég um það. að doktor Heribert eldaði handa sér morgunverð, en hádegisverð borðaði hann í einhverju mjög ódýru veitingahúsi í Gamla bænum og kvöldmatar aflaði hann sér líka með einhverju því ódýrasta móti, sem völ var á- Doktor Heribert hinn yngri héfði vel getað aflað sér nægra vinsælda í Litlahverfi, ef hann hefði viljað. Þegar faðir hans var dáinn, vonaðist fólkið til að geta farið að leita til hans, en það fór öðruvísi, hann lét alia synjandi frá sér fara. Og aldrei kom doktör þessi til nokkurs manns, hvorki til- kvaddur né ótilkvaddur. Af þessu leiddi það að trúin á hann tók að dvina og hvarf J svo alveg. íbúar Litlahverfis sögðu sín á milli: „I>æknir! Sá held ég að sé læknir! Ég þyrði ekki að trúa honum.fyr- ir kettinum mínum!“ En ekki fékk slíkt og þvílíkt umtal hið minnsta á doktor Heribert- Það var engu líkara en að honum stæði á sama um allai menn. Hann heilsaði aldrei neinum. og væri honum heilsað, lét hann sem hann sæi það ekki. Að sjá hann koma gangandi- það var eins og aið sjá lauf fjúka fyrir sviptivindi. Hann var iágur vexti, varla meira en þáifur annar metri á hæð, ng Crindhoraður. Til þess að forð- ast að koma of nærri þeim sem hann var svo óheppinn að mæta, gekk hann á svig ýmist til hægri eða vinstri, og það var þess vegna sem gangur hans líktist svo mjög lauffoki í sviptivindi. Bláu augun lýstu mikilli hryggð, ein,s og hjá hundi, sem hefur verið barinn- Hann var alskeggjaður og sam- kvæmt þvx sem þá þótti vel við eigandi, þótti svonai kafloð- inn maður varla í húsum hæf- ur. Hvort sem hann klæddist að vetrarlagi þessum pálþykka, gráa frakka, með svo stórum astrakankraga að höfuðið sökk. eða að sumarlagi ljósköflóttum fötúm þunnum, eða enn þynnri fötum úr hör, vatzt þetta og skókst á honum eins og væri bað hengt á svignandi stöng. Á s'jmrin mátti sjá hann á gangi á Maríubrún eldsnemma,, en þar var hann vanur að fá sér sæti sem hann gat fundið af- skekktaston og fáförulastan stað, siðan, er hann var seztur tók hann upp bók og las. Stund- um kom það fyrir að einhver hjartagóður nágrani úr Litla- hverfi settist á bekkinn hjá honum og reyndi að hefja sam- ræður við hann. En þá fór allt- af svo að hann stóð upp í flýti, skellti aftur bókinni svo small í, og fór án þess að virða manninn viðlits eða svara. Enda gáfust allir upp á þessu. Já, svo fjarlægur var doktor Heribert oi’ðinn öllum öðrum mönnum, að þó að hann væri ekki kominn yfir fertugt, datt engri stúlku í Litlahverfi í hug að. nokkurt viðlit væri að teka hann í tölu þeirra manna sem hugsanlegt var að gætu gifzt, nei, engin þeirra mundi nokkru sinni eftir því að hann væri til- Skyndilega varð breyting á, — sagði ég ekki að fréttin hefði komið í blöðunum? Frá þessu ætla ég að segja. Það var á fögrum degi í júní, einum af þessum dögum þegar svo virðist sem himinn og jörð séu yfirkominn af fögnuði, og öll mannsandlit hýr og rjóð. Og síðdegis á degi þessum kom lfkfylgd og gekk um þe&sar krókóttu götur í Qujezd út að sáluhliði kirkjugarðsins. Sá sem verið var að jarða, var herra Schepeler, aðalritori í fjár- málaráðuneytinu, eða fasteigna- ráðuneytinu, eins og sumir sögðu. Það er hart að verða aö segja það, en það var eins og fagnaðarsvipur náttúrunnar hafði færzt yfir á líkfylgdina! Ekki sást framan í hinn amd- aða, því hjá okkur tíðkast ekki sá siður sem sunnar er hafður, að bera lík til graíar í opinni kistu, svo að sólin megi verma þau f síðasta sinn áður en þau hyljast mold. En sannleikurinn er raunar sá, óskertur og blá- kaldur, að fagnaðansvipur var á líkfylgdinni, allri nema þeim sem borinn var. Svo ómót- stæðilegt vair vald þeirrar sælu, sem umlukti allt, að enginn komst hjá því að hrífast af henni. Víst var það þó að enginn var ánægðari en hinir lægra settu skrifarar á skrifstofu þeirri, þar sem sá hafði verið að&lritari, sem þeir báru nú til grafar. Þessa skyldu höfðu þeir tekið á sig með ljúfu geði, og tvo síðustu daga höfðu þeir verið ákaflega eirðarlaus og á sífelldu flökti milli skrifstofanna, en nú gengu þeir prúðir og virðuleg- ir og stífir eins og pinnar und- ir byrði sinni hver um sig sannfærður um að aillir væru að horfa á sig, og að fólk væri að hvísla hvað að öðru: ,,Þetto ei-u skrifararnir í fasteigna- ráðuneytinu“. Álíka ánægju- legur var doktor Link, sem fengið hafði að launum hjá ekkju hins burtsofnaða, sárt syrgða embættismanns, tuttugu dúkata fyrir að stunda hann sjúkan í viku og vissu þetta allir í Litlahvei-fi. Hann gekk nú beygöu höfði eins og við átti og virtist vei-a djúpt hugsandi. Annar maður engu ó- ánægðai-i var aktygjasmiðurinn, nágranni hins látna, Ostro- hx-adsky að nafni, og nánasti ættingi herra Schepelers. Raun- ar var það sannast sagna að frændi hans hafði verið heldur fálátur við hann meðan hann lifði, en Ostrohradský vissi það stonda í erfðaskránni, að hann ætti að fá fimm þúsund zlat- kas, og í nokkur skipti hafði hann sagt við bruggarann Kej- rek, sem gekk við hlið hans í líkfylgdinni. ,,Hann hafði gott hjarta!“ Þeir gengu saman næst á eftir kistunni, Kejrek og hann, og andlitið á hinum fyrrnefnda glóði atf hreysti og ánægju, og þó hafði hann ver- ið nánasti og bezti vinur hins látna. Næst á eftir komu þeir Ldojek, Mizik og Homann. sem líka voru skrifai-ar í ráðuneyt- inu, en yngri og lægra settir en herra Schepeler, og ekki voru þeir síður ánægðir að sjá. Því miður hlýt ég að kannast við að frú María Schepeler sjálf, sem sat í fremsto vagnin- um, hafði, að því er séð varð, ekki getað staðizt þessa alls- herjar ánægju, og það sem verra var, að því er hana snerti, stafaði þetto alls ekki af unaðsleik þessa Ijómandi dags. Þessi unga kona var dálítið breysk, og síðustu þrjá dagana hafði henni verið sýnd svo mikil samúð og svo margir orðið til þess að gera það, að hún komst ekki hjá því að finna til þakklátssemi- Auk þess fór hinn svarti sorgar- búningur þessari grannvöxnu konu einkar vel, og andlitið, seni ætíð var fölt. var óvenju fagurt undir svörtu slæðunni. Hinn eini, sem tekið hatfði nærri sér fráfall herra Schep- elers, og ekki gat hrundið frá sér djúpri eftirsjá og söknuði, var bruggarinn, herra Kejrik, maður sem enn var ógiftur og eins og ég hef áður sagt. hinn bezti og tryggasti af vinum hins látna- Daginn áður hafði ekkjan sagt honum með skýr- um orðum að nú mætti hún búast við að hljóta umbun fyr- ir að hafa reynzt eiginmanni sínum trú meðan hann lifði. Og þegar herra Ostrahradský sagði í fyrsta sinn við hann: „Hann hafði gott hjarta“. svar- aði Kejrek bessu: ..Það hefur hann ekki haft því annars hefði það enzt honum lengur“ Og eftir það svaraði hann engu. Líkfylgdin silaðist gegnum Oujezd-hlið. en sú gata var ekki jafn auðveld umferðar og nú er. Leiðin lá um tæpar brúnir, gegn um tvenn göng sem bæði voru krókótt og dimm, og þótti þetta vera hæfi- leg aðkoma að kirkjugarði Litlahverfis. Líkvagninn var nú kominn að hliðinu en líkfylgdin hafði dregizt aftur úr. Prestarnir báru saman ráð sín, líkmfenn- irnir settu niiíur börurnar. fólkið fór að tínast að- Öku- maöurinn dró út undirstöðum- Framhald á 11. síðu HORNID Hundur ur pappír Mynd no- 1 sýnir lítinn hund, sem þú getur búið til úr pappa, eða stífum pappír. — Fyrst teiknar þú útlínur skrokksins (mynd 2) og klipp- ir út og brýtur saman um punktalínuna. Rófuna getur þú beygt hvort sem er, upp eða niður. Eyrunum (mynd 3), stingurðu í gegnum höfuðið við B og títuprjóni stingurðu í gegn um A, C, A og beygir. — Þá er hundurinn tilbúinn og þú getur málað hann. — Dýr klippt úr pappír Eigið þið stínnan, hvítan pappír? þá getið þið klippt út ýmis dýr og fleira. Fappírinn er brotinn tvöfaldur. Teiknið dýramyndir á hann Pg hafið þær sem allra mest í beinum línum (sjá mynd). Ekki skul- uð þið hafa dýrin mjög stór, ef þetta tekst vel gætum við seinnai búið til „örkina hans Nóa“ og sett þá dýrin í hana. — En snúum okkur aftur að klippingunni. Ef þið þurfið að sveigja hálsana á dýrunum eitthvað, þá lítið á mynd A á teikningunni, þar sézt hvernig það er gert. Oflast eru eyru og halar klippt út sér og síðan límd á dýrin. — Sjá no- 4 á myndinni- — Þeg- sr klippingu er lokið og þið orðin ánægð með dýrin, mætti mála þau með vatnslitum. Hafið þó ekki litina mjög bunna. Látið svo „gaminn geysa“ og klippið og klippið. — Skoðið myndir f Náttúru- fræðinni og reynið að ein- falda þær. svt> að þægilegra sé að klippa. — Ef til vill mistefest eitthvað hjá ykkur f fyrstu, en látið þá ekki hug- fr'llast, heldur reynið aftur og aftur þar tll gotft dýr fæðlst. >. K

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.