Þjóðviljinn - 22.01.1967, Side 3
Sunnudagur 22. janúar 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J
Á
HVÍLDAR-
DACINN
Má ég kaupa bíl?
Vísir birti á miðvikudaginn var
íorustugrein sem nefndist „Gæti
ég fengið leyfi fyrir bíl?“ og
þar var fjallað um hið marg-
rómaða frelsi af mikilli sjálf-
umgleði: „Má ég kaupa bíl, fæ
ég leyfi, eða fæ ég ekki leyfi?
Á ég að tala við þessa nefnd
eða hina? Hvað ætli þetta vafst-
ur taki allt langan tíma? Skyldi
ég fá gjaldeyri til að skreppa
út í sumar — eða ætli ég verði
bara að kaupa hann á svörtum
markaði? Skyldi ég fá leyfi
fyrir jeppa eða landbúnaðarvél,
eða skyldi ég þurfa að kaupa
bílleyfið af einhverjum öðrum,
sem hefur verið í náðinni? SIík-
ar spurningar sóttu á menn áð-
ur í þessu þjóðfélagi. Þær
sækja ekki á menn í dag.“
Þannig er bíllinn einskonar
tákn fyrir dýrð viðreisnarinnar.
Hver sem er getur nú geng’.ð
inn í verzlun og keypt sér bíl,
— ef hann hefur peninga —
valið um fjölmargar tegundir
frá flestum löndum heims. Og
þetta frelsi var notað af miklu
kappi á síðasta éri; yfir fimm
þúsund bílar voru fluttir inn;
fyrir þá voru greiddar yfirþús-
und miljónir króna — sú upp-
hæð slagar hátt upp í kostnað-
inn af Búrfellsvirkjun. Hvílík
dýrð, hvílík dásemd.
Get ég
fengið lán?
Síðastliðið haust voru á ann-
að þúsund fjölskyldur komnar
vel á rekspöl með að koma
sér upp nýjum íbúðum; vist-
arverurnar vonj fokheldar og
þannig vonandi komnar yfir
örðugasta hjallann. Samkvæmt
lögum áttu húsbyggjendur
þessir rétt á þjóðfélagslegri
fyrirgreiðslu, láni sem nam að
vísu aðeins litlum hluta kostn-
aðarins en var þó mörgum sá
herzlumunur sem dugði. En
þessi lán lágu ekki á lausu eins
og innfluttir bílar í verzlunum;
þeim er úthlutað af nefnd. Og
á annað þúsund manns spurði:
Fæ ég lán eða fæ ég ekkilán?
Á ég að tala við þennan nefnd-
armann eða hinn? Hvað ætli
þetta vafstur taki allt langan
tíma? En menn voru vongóðir;
lánunum átti að úthluta sam-
kvæmt ákveðnum reglum og
umsóknirnar uppfylltu skilyrð-
in; tvívegis áður hafði ver.ð
hægt að fullnægja öllum um-
sóknum, og valdhafarnir höfðu
hælt sjálfum sér ósköpin öll í
ræðu og riti. En skömmu fyrir
jól birtúst efndirnar, um það
bil helmingur umsækjenda, 650
fjölskyldur. um 3.000 manns,
fengu engin lán þótt umsókn-
irnar unpfylltu öll skilyrði, ekki
einn einastá eyri. Húsnæðís-
málastjórn kvað sig skorta yfir
hundrað miljónir króna til þess
að geta staðið við lögákveðnar
skuldbindingar sínar — svosem
tíunda hlutahn af þeirri upp-
hæð sem notuð hafði verið í
nýia bíla í fyrra.
A svörtum
markaði
En fólkið sem var að basla
við að koma sér upp íbúð þurfti
að gera fleira en að sendaum-
sókn til húsnæðismálastjómar
og bíða á skrifstofum hennar
eftir viðtali við nefndarmenn
og fá svo neitun að lokum- Þau
lán sem þar eru veitt vega ekki
einusinni upp þá aukningu á
byggingarkostnaði sem viðreisn-
in hefur skipulagt á sex árum.
Langflestir þurfa að komast
yfir miklu meira fjármagn. Til
þess eru bankar og lánastofn-
anir sem hafa sprottið upp eins
og gorkúlur á haug á þessum
viðreisnarárum, ein vistarver-
an annarri glæsilegri til þess
að sjá bágstöddum fyrir láns-
fé. En peningarnir liggja ekki
á lausu eins og innfluttir bílar
í verzlunum, enda þótt trygg-
ingar séu nægar í bak og fyrir;
þeim er úthlutað af banka-
stjórum. Á hverjum morgni
myndast biðraðir fyrir framan
peningamusterin, menn híma
þar og hanga, fyrst utan dyra
og síðan innan dyra og spyrja
sjálfa sig: Fæ ég lán eða fæ
ég ekki lán? Á ég að tala við
þennan bankastjóra eða hinn
(þeir verða víst allir í fram-
boði í sumar)? Hvað ætli þetta
vafstur taki allt langan tíma?
Skyldi ég fá lánið eða skyldi
ég þurfa að kaupa lánsféð af
einhverjum öðrum sem hefur
verið í náðinni?
Þeir sem biðja banka um
lánsfé til íbúðarbygginga fá
flestir neitun. Þeir verða þá
ýmsir að leita til hinna fram-
takssömu einstaklinga sem hafa
til umráða hluta af lánsfé
bankanna. Sú starfsemi er iðk-
uð á virðulegum lögfræðiskrif-
stofum og á öðrum skrifstofum
miður virðulegum, sem auglýsa
iðju sína daglega í Morgunblað-
inu og minna á guð annað kast-
ið. Bílar og gjaldeyrir eru ekki
á svörtum markaði á Islandi
um þessar mundir; hins vegar
láns.fé handa bágstöddu fólki,
sem hyggur á þann munað að
búa í húsum.
Fæ ég lóð?
Raunar þurfti að glíma við
eina torfæru áður en kom að
öllu þessu peningavafstri. Til
þess að byggja hús þarf lóð,
og þótt undarlegt megi virðast
hjá þjóð sem hefur rýmra um
sig en flestar aðrar þjóðir
hnattarins, er framboð á lóð-
um engan veginn frjálst í höf-
uðborginni. Það er skammtað;
því er úthlutað af nefnd. Og
fólk sendir umsóknir, talar við
nefndarmenn, hagnýtir öll
,.sambönd“ og spyr: Fæ ég lóð
eða fæ ég ekki lóð? Á ég að
tala við þennan úthlutunarstjór-
ann eða hinn? Hvað ætli betta
vafstur taki allt langan tíma?
Skyldi ég fá lóðina eða skyldi
ég þurfa að kaupa hana af ein-
hverjum öðrum, sem hefur ver-
ið í náðinni?
. Og þegar úrslitin liggja fyrir
kasta þúsundir manna sér yfir
blöðin, hrósa sigri eða formæta,
bera sig saman við aðra. Og
kaupahéðnar kunna ráð til þess
að koma leyfum sínum i verð,
þrátt fyrir allar takmarkanir
og hömlur sem úthlutunarstjór-
arnir reyna að búa til; einnig
þar blómgast svartur markaður
þótt bílar séu frjálsir.
Einkennileg
velferð
Það ei einkennilegt velferð-
arrfki sem skammtar húsnæðið
ákaflega naumt, hleður einni
torfærunni ofan á aðra, lætur
eina úthlutunarnefndina taka
við af annarri til þess að tor-
velda fólki þá lífsnauðsyn að
búa í sæmilegum vistarverum
— en hælir sér jafnframt af þvi
að fólki sé frjálst að kaupa
eins og það lystir af dönskum
tertubotnum, smákökum, vínar-
brauðum og rúgbrauði, norskri
síld og portúgölskum sardínum.
Hvers vegna er ekki frjálst
framboð á húsnæði í samræmi
við þarfir manna, á sama há<t
og ílöngun manna í allar kex-
tegundir veraldar er fullnægtai
mikilli eljusemi? Hvers vegna
eru ekki tiltækar lóðir handa
öllum sem vilja byggja? Hvers
vegna eru félagsleg lán til i't
búðarhúsabygginga ekki sjálf-
sagður réttur, sem menn fá
H1 útauOTiíiIíi
IttMHiy
Bílar eru örðnir svo márgir hér að stundum er þess naumast nokkur kostur aðJ géýma
gangstétt.‘‘
.Hvers vegna félagsleg lán til íbúðarhúsabygginga ekki sjálfsagður réttur?
umyrðalaust ef þeir uppfylla
sett skilyrði, í stað þess að
þurfa að leita á náðir úthlut-
unamefndar? Hvers vegna fá
menn ekki fyrirhafnarlaust hóf-
leg lán í bönkum gegn nauð-
synlegum tryggingum, eins ng
tíðkast í nágrannalöndum okk-
ar, í stað þesf að þurfa að
leita á náðir bankastjóra sem
virðast líta á aðstöðu sína sem
þrep í pólitískum metorðastiga?
Hvers vegna er húsnæðið, ein-
hver brýnasta lífsnauðsyn manna
á köldu og harðbýlu landi, t.il
sölu á svörtum markaði?
Þessum spurningum ættu
postular hins óhefta frelsis að
svara? Eða er frelsið aðeins
æskilegt ef innflytjendur geta
hagnazt á því? Er það miður
eftirsóknarvert ef það skerðir
gróða fasteigna- og lóðaspek-
úlanta og fjármálabraskara?
Er þetta
sjónarmið rétt?
En bílarnir eru tákn frelsis-
ins að sögn Vísis. Þeir eru i-
mynd þess stjómarfars að ein-
staklingurinn geti ráðstafað
fjármunum, sér til gagns og
skemmtunar, óháður boðum og
bönnum og félagslegum sjónar-
miðum. En er þetta sjónarmið
rétt?
Sagt er að Akureyringur hafi
keypt eitt fyrsta sjónvarpstæk-
ið sem kom til landsins og
væntanlega hefur hann þaðenn
standandi í stofunni sinni fyrir
norðan. Hann hagnýtti sér frelsi
einstaklingsins, en það kemur
honum ekki að gagni fyrr en
félagslegar ráðstafanir hafa ver-
ið gerðar til bess að hann geti
notað tækið sitt. Sama máli
gegnir um bílana. Einstakling-
ur hefur ekkert gagn af bif-
reið nema þjóðfélagið geri hön-
um kleift að nota hana með
því að leggja vegi. En seinustu
árin hefur komið mjög greini-
lega í ljós að vegakerfi lands-
manna stendur engan veginn
undir hinum miklu bílakaup-
um. Lélegir þjóðvegirnir þola
ekki hina stórauknu umferð,
viðhaldskostnaður verður svo
mikill að vegagerðin fær ekki
við neitt ráðið, og bílarnir end-
ast verr en í nokkru öðru landi.
Kostnaðurinn við Reykjanes-
brautina sýnir hins vegar hversu
risavaxið verkefni hér er fram-
undan. Sama málj gegnir um
vegakerfi sjálfrar höfuðborgar-
innar; bílakosturinn er orðinn
svo mikill hér að stundum er
þess naumast nokkur kostur að
geyma bíl við gangstétt, og
menn eru stundum ólíkt fljótari
fótgangandi en að silast í bif-
reiðum um miðborgina. Álagið
á vegina innanborgar hefur
verið slikt í vetur að þeir eru
margir naumast akfærir um
þessar mundir. Við slíkar að-
stæður fer frelsið til bílakaupa
að takmarkast mjög verulega
af félagslegum vanrækslum, og
haldi slík þróun áfram enn um
sinn fer frelsið að verða hé-
góminn einber, líkt og sjón-
varpstækið á Akureyri.
Gervifrelsi
Að sjálfsögðu bar stjómar-
völdunum að gera sér grein
fyrir því um leið og þau
beittu sér fyrir stórauknum
einkabílakosti, að jafnhliða
þurfti að gera félagslegar ráð-
stafanir til þess að bílarnir
kæmu að gagni; ráðstafanir l'l
þess að gera bílunum kleift að
aka á skaplegan hátt þurftu að
haldast í hendur við innflutn-
inginn. Til þess þurfti ekkert
flókna áætlunargerð að reikna
út hvað óhjákvæmilega þyrfti
að gera í vegamálum — og í
samgöngumáluni í höfuðborg-
inni — rniðað við tiltekna fjölg-
un á bílum, og síðan bar stjórn-
Framhald á 13. sí#u.