Þjóðviljinn - 22.01.1967, Side 8
g SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 22. janúar 1967.
oKmennnr
Það hefur tæpast farið fram-
hjá neinum, að Isafoldarútgáfan
hefur nýlega tekið upp þann
hátt að gefa út bókaflokk, sem
néfrtist „Menn í öndvegi". Fyrstu
tvser bækurnar eru nú komnar
út, Og önnur þeirra hefur þeg-
ar valdið nokkrum deilum.
Baskumar nefnast Gissur jarl
(eftir Ólaf Hansson) og Skú!i
fógéti (höfundur Lýður Björns-
sórt).
Það er aðallega bók Ölafs
Hanssonar um Gissur Þorvalds-
són, sem deilunum hefur valdið.
Björn Þorsteinsson hefur í rit-
dómi gert harða hríð að höf-
urtdi og útgefanda, mest fyrir
þáð, að ekki eru í bókinni
raeddar vangaveltur sagnfræð-
inga á síðari árum um jaris-
dáémi Gissurar. Ritstjóri bóka-
flokksins, sem er Egill J. Star-
dal, hefur brugðið við hart til
várnar Ölafi og sér. Egill hefur
það tii síns máls, að bóka-
flokknum er ekki ætlað neitt
frmðáhlutverk. Hlutverki hans
er bezt lýzt með orðum Egils
sjálfs í formála fyrir Gissur
jarl: „Þessar bækur eru ekki
ætlaðar fræðimönnum til þess
að finna þar ný sannindi eða
kenníngar, heldur æskufólki,
sem vildí kynnast fleiru en
skyldunám skólanna leggur
þeim á herðar og einnig þeim
meðai híns almenna lesandái
er auka vildi þekkingu sínaum
þvilík efni“.
Af þessu ieiðir aftur, að sá
einrt mælikvarði verður á bók-
ina lagður, hvern veg henni
tekst að leysa þetta verkefni,
Annað mál er það, að tii þess
að geta sinnt því verkefni að
vera alþýðlegur inngangur ein-
hvers fræðilegs verkefnis, þarf
viðkomandi bók að standa ú
traustum fræðilegum gtunni.
Að mínum dómi er ekki til
þéSS ætlandi, að Ölafur táki til
meðférðar í riti sem þessu
nýjustu kenningarum jarlsdæm-
ið, svo margflókið sem það
vartdamál er. Það hefur eng-
inn frýð Ölafi Hanssyni þekk-
ingar fyrr en Bjöm Þorsteina-
son nú. Reynist réttar skoðanir
Jóns Samsonarsonar um þetta
efni, svo og hugmyndir Björns
um þátt Snorra Sturlusonar í
þvf, að Island komst undir
Norégskonung, — þá mun Öi-
afur vafalaust enn sem fyrr
hafa það heldur, er sannara
reyníst.
Ólafur Hansson velur sér með
öðrum orðum það verkefni eitt
að segja persónusögu Gissurar
Þorvaldssonar, þótt að sjálf-
sögðu verði ekki hjá því kom-
izt að segja að nokkru al-
menna Islandssögu þessa tíma-
bils. Þeir Egili og Björn hafa
leitt saman um það hesta sína,
hvort Gissur megi teljast „ór-
lagasmiður" þjóðarinnar. Hér
cr drepið á citt helzta vanda-
mál allrar sagnfræði. nefnilega
það, hvert sé hlutverk einstak-
lingsins í framvindu sögunnar.
Það er á allra vitorðl, sem U1
þekkja, að pcrsónusaga hefur
til skamms tíma helriðið allri
íslenzkri sagnfræði. Á þossu
hefur á síðari árum orðíð gleði-
leg breyting. Við skulum bó,
góðir drengir, forðast það að
fara út í hinar öfgarnar og
neita einstakling'num um sér-
hver áhrif á söguþróunina hvort
heldur þessi einstnklingur heit-
ir Gissur Þorvaldsson eða eitt-
hvað annað. Svo mikið er víst,
að hafi einstaklingur nokkurn-
tíma haft megináhrif á sögu
þjóðar sinnar, virðist Gissur
Þorvaldsson vera sá maður.
Hvort rétt reynist skal ósagt
látið, undirritaður hefur enga
þá þekkingu til að bera, sem
gcri honum kleift að kveða hér
upp dóm.
En Ólafur Hansson er sem
sagt ekki að skrifa iandsögu
hcldur persónusögu Gissurar
Þorvaldssonar. Það er þarft
verk að létta byrjendum göng-
una um myrkviðl sérnafnabók-
arinnar Sturlungu. Eins og fyrr
segir á þó slík endursögn að-
eins rétt á sér, aö hún standi
traustum fræöilegum grunni,
Meginaðfinnsla mín gagnvart
þossari bók er sú, að endur-
sögnin sé á köflum heldur bók-
stafleg.
Þetta skal slutt dæmum.
„Ekki er mér um ygglibrún þá“
á Sighvatur Sturluson að hafa
sagt, er Þorvaldur Gissurarson
„kallaði fram fyrir þá Sighvut
börn sín“. „Satt að segja er
þessi saga öll dálítið tortryggi-
Ieg“, segir Ólafur. Hversvegna
ekki að taka a£ skarið eins og
Jón heitinn Jóhannesson gerir:
„öll þessi saga um börn Þor-
valds er staðleysa ein, þvi hiif-
undur hugsar sérbörnin í æsku,
þegar hér er komið sögu, 1223.
Börn Þorvalds og Jóru voru
fimm synir, og að minnsta
atvinnurekendur
ÁBYRGDARTRYGGING
ER NAUDSYNLEG
ÖLLUM ATVINNUREKSTRI
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf
LINDARGÖTU 9 REYKJAVÍK • S IM I 22122 — 21260
kosti tveir dánir, Klængur og
BjÖrn, sá er féll á Breiðaból-
stað árið 1221. Einar og Teitur,
sem víst er, að voru á lífi,
voru báðir á fertugsaldrí. Börn
Þorvalds og Þóru voru Halldóra,
gift Katli Þorlákssyni i Hítar-
dal, Gissur, 14 óra, er hafði
tveim árUm áður sótt mann tJI
sektar á alþingi, og Koifinna
yngst. Þetta voru „börnin“,
sem Þorvaldur á að hafa sýnt
Sighvati. Pétur Sigurðsson hef-
ur sýnt frám á, að saga þessi
hafi ekki verið í bók Sturlu,
enda engum samtímamanni
ætlandi að vilíast svo hroðalega
i tímatali. Telur Pétur sög-
una ættarmunnmæli á borð við
söguna um Þórurnar á Þing-
velli i Haukadalsþætti, enda sé
hvoru tveggja skotið inn af
Sturlungusafnandanum". (Sturl-
unga saga, fyrra bindi. Rvík,
1946. Bls. 562—63).
Á bls, 43 segir Óiafur, að
Sturla Sighvatsson hafi „fengið
þeirrar konu, sem Snorri
(Sturluson) lagði hug á, Sól-
veígar hinnar fögru“. Gunnar
Benediktsson hefur fært að því
rök, sem tæpast vcrða vefengd.
að hér sé um að ræða ómerki-
legustu slúðursögu Sturlu Þórð-
arsonar. Að minnsta kosti er
vart verjandi að skrifa slíkt
eftir Sturlungu, gagnrýnisJnusi.
Flcira má telja. Á blaðsíðu
45 segir, að Gissur hafi „feng-
ið bréf frá Hókoni konungi, er
þeir Eyvindur brattur og Árni <$■
óreiða höfðu haft með sér til
Islands. í þessu bréfi bað kon-
ungur Gissur að lóta Snorrá
fara utan, hvort sem honum
væri það ljúft eða leitt, eða
drepa. hann aö öðrum kosti“.
Hér mætti að skaðlausu geta
þess, að einn sagnfræð-
ingur að rúinnsta kosti,'
Gunnar Benediktsson, hefur
látiö uppi efasemdir um sann-
indi þessa konungsbréfs, enda
telur hann mikil ólíkindi þess.
Björn Þorsteinsson lcggur áþað
áherzlu (Mbl. 7. jan. sl.) að líf-
lát og eignamissir hafi legið
við eiðrofum lends manns, og
leyfislaus fjaiyera hans fró hirð-
inni eða brottferð ón konungs-
snmþykkis hafi talizt jafngilda
drottinsvikum. Gunnar segir
hinsvegar í bókinni ísland hef-
ur jarl, bls. 66: „I Hákonar
sögu er hvergi gefið í skyn, að
Hókon konungur hafi verið ráð-
bani Snorra. Til þess stóðu eng-
in lög, að handgenginn maður
konungi yæri réttdrœpur fyrir
sakir sem þær að fara úrlandi
f konungsbanni. Engum hefur
einu sinni þótt ómaksins vert
að renn f það rökstuddan grun,
hvernig það bréf mundi hafa
getað hljóðað, scm Gissur gat.
lagað sVo í hendi sér, að út úr
því fengi hann þráða fyrirskip-
un, sem ekki á sér neina hlið-
stæðu frá hendi Noregs kon-
unga".
Þó segir Ólafur Ilansson, að
Sturla Þórðarson hafi verið
„manna trúaðastur á spásagnir
og fyrirboða". Ég er ekki viss
um að þctta sé rétt, það skipt-
ir kannski cngu meglnmáli en
þó nokkru til rétts skilnings á
sagnnritun Sturlu. Sntt er þnö,
að Sturla skrifnr gjnrnan slíknr
sögur. En hann cr hvergi nærri
hlutlaus sngnaritari cins og menn
héldu áður, og grípur til ým-
issa brngðn. „Mnrgir voru þá
stórdrnumar á landinu víðn“,
segir hnnn einhversstnðar. Ég
held að á slíkar sögur beri
fyrst og fremst að líta sem
stflbragð mikils rithöfundar:
Sturla þarf ekki nð hnfa trúað
einu orði af beim sjálfur.
Að lokum skal hér minnzt ó
eitt atriði, sem orðið hefur
þeim Birni Þorsteinssyni ogAgii
Stardal að áereiningsefni. Biörn
segir í ritdómi: „Þá segir í
bóklnni um Gissur jarl, að
drengskaparhugsjón heiðin-
dóms hafi fokið út f veður og
vínd hér á landi á 13. öld, en
í staðinn komið svik og prettir".
Þetta þykir Birni ljótt, ef satt
væri. Eglll hefur aftur vitnað 1
Sigurð Nordal máli Ólafs 1i1
staðfestingar, en Björn svarar
því til, einkar smekklega, að
það sem leyfist Júpítér leyfist
ekki nautinu. Héfur Ólafur
Hansson mér vitanlega ekki
fengið slíkan vitnisburð fyrr.
Hitt getur þó ekki farið milli
mála, að Björn hefur hér á réttu
að standa, og ölafur geríst ó-
þarflega rómantískur þá hann
ræðir um það. sem hann nefn-
ir „drengskaparhugsjón heiðins
dóms“ og hnignun slíkra hug-
sjóna á 13. öld. Mannlegt eðli.
eða óeðli, hefur víst ekki tekið
siáanlegum breytingum fráþvf
sögur hófust, og hefur vafalaust
verið eins á Sturlungaöld og
endranær. Hitt er aftur rétt, að
vissar félagslegar aðstæður
koma á stundum því verstaunn
í hverjum beim, er með völd-
'in fer. Það er meðal annars
hlutverk sagnfræðingsins sð
meta og vega þær aðstæður.
Hitt er f bezta falli vafasamt að
ræða um einhverjar mannlegar
eðlisbreytingar, eins og Ólafur
Virðist hér gera ráð fyrir.
Lokaniðurstaðan af bessu
verður bá sú, að þessi bók
Ólafs Hanssonar sé hvergi nærri
eins vond og Björn Þorsteins-
son vill vera Iáta, mest fyrir
það, að Ölafur ætlar sér ekki
annað en segja persónusögu
Gissurar Þorvaldssonar og útfrá
bví verður að dæma bókina,
Hún getur bannig orðið góður
leiðarvísir beim, cr fræðastvill
um Gissur jarl, bótt aðeins sé
um að ræða endursögn Sturl-
ungu og hana á stundum ó-
þarflega gagnrýnislausa, eins
og hér hefur verið rakið að
nokkru. Ólafur ræðir um Giss-
ur öfgalaust, það á við um
aðrar persónur sögunnar, en
ekki veit ég hvernig Skagfirð-
ingar kunna því, að í hvert
skipti sem Ólafur talar um ein-
hvern fdjót segir hann, að hon-
um hafi kippt í kyrtiö til Ás-
hirninga, sé ættartengsl á ann-
að horð að finna. Stíll Ölafs
er heldur hversdngslegur eins
og jafnan þá er hann skrífar.
Stöku sinnum leyfir hann sér
bann munað að skrifa eins og
bann talar, og bá er hann
skemmtilegur. Ég læt hér tíl
gamans fljóta með lýsinguhans
á Kolbéini unga, hún stend-
ur á blaðsíðu 63:
„Kolbeinn virðist hafa verið
undarléga samsettur maður.
Það er eins og eitthvað hafi
Hfað af sál barnsins í þessum
harða hermanni og stjórnmála-
manni langt. fram á fullorðins-
ár. Um þrítugsaldur er hann að
skemmta sér við að stökkva
yfir garða. Sem fulltfða maður
er hann að fara heim að Hólum
til að leika sér að kírkju-
klukkunum. Og það getur verið,
að þessir eiginleikar bamsins,
sem alltaf hafa lifað í Koibéini,
séu lykillinn að mörgu í farí
hans. Börn geta oft verið
grimm, miskunnarlaus og hefni-
gjöm, en einnig vinföst og
trölltrygg með sterka tilfinn-
ingu fyrir samheldni innan
síns hóps. Og slíkur var Kol-
beinn ungi.“
Bók Lýðs Björnssonar um
Skúla fógeta hefur illa orðið
útundan í þessum ritdómi, og
er þó flest vel um hana; Lýður
segir sögu Skúla á látlausan
hátt og greinargóðan. Bjöm
Þorsteinsson hefur í áðurnefnd-
um ritdómi dróttað því að Lýð
að hann skrifi vont mál. Þetta
er rangt. Ég hnaut um fáeinar
dönskuslettur og aðra hnökra,
en yfirleitt skrlfar Lýður gótt
mál, enda kasti hér sá hinn
syndlausi fyrsta steininum.
Lýður er eins og segir á kápu-
síðu manna fróöastur um
Skúla fógeta, og vafalaust á
hann eftir að gera honum ftar-
legri skil en í þessari bók, sem
aðeins er hugsuð sem yfirlit,.
Má ég þó að lokum bera fram
eina fyrirspurn: Hvaða álfur er
það, sem ber ábyrgðina á þvf,
að á kápusíðu þessarar bókar
skuli vera farið rangt með
kvæði Grfms um Skúla fógeta:
Skreiðist þið fram úr hólunum,
heitt er f víti þó hér sé kalt,
og hættið hið öllum skælum“.
segir þar.
Jón Thór HaraltlSsnn.
Opii bréf til hræsnara
I VERKAMANNINUM, viku-
hlaOf Alþýðuhandal. í NorÖ-
urlandskjördæmi eystra, hirtist
fyrir skömmu eftirfarandi grein,
sem Þjóðviljanum þykir rétt aö
enclurprenta:
Þar sem bréf þelta er ætlað
allstórum og sundurleitum hópi
manna sleppi ég ávarpi og
formalitetum.
Utvarpsþættir þeir, sem Árni
Gunnarsson hefur flutt. frá Suð-
ur-Vietnnm, eru ó margan hátt
athyglisverðir, þó að það sé i
sjálfu sér óhrein iðja að koma
á framfæri tilburðum Banda-
ríkjamanna tll að réttlæta
framferði sitt í þessu landi, svo
slæmur sem hiutur þeirra þar
er.
Andstætt málgögnum ríkia-
stjórnarinnar og bandarískum
erindrekum (eíns og þeim, sem
Stúdcntafólag Reykjavíkur bauð
til sín nýverið), sýnir Árni á-
heyrendum sínum þá kurteisi að
ræðn við þó sem skyni bornar
verur og draga fram þau atriði
úr viðtölum sfnum við banda-
rískar málpípur, sem sögð eru
í hreinskilni við vinveitta gesti
eins og hann.
Vandvirkni Árna sem frétta-
manns veldur því að erindi hans
hafa verið fengur fyrir fslenzka
hlustendur, ekki sfzt af því að
fréttaflutningur stærsta dag-
blaðsins f landinu, svo og
margrn vestrænna fréttamið-
stöðva, sem útvarpiö notar, virð-
ist hafa þann tilgang fyrst og
fremst að hylja og rangfæra
það sem þarna er að gerast, Og
slæva samvizku fólks vegna
þess.
Hér skal ekki reynt að eltast
við þær léttlætingartilrauhir,
beinar og óbeinar, á strfðs-
rekstrinum í Vietnam, sem
Bandaríkjamenn koma ó fram-
færi í gegnum Árna, en aðeins
minnzt á lítið atriði úr þeim,
sem alveg sérstakt erindi á tii
viss hóps manna, boðbera upp-
gerðarmannúðar. Það var eitt-
hvað ó þessa leið: Hvað ferst
Rússum að setja upp vandlæt-
ingarsvip vegna stríðs okkar 1
Vietnam, þeir bældu sjálfirnið-
ur þjóðfrelsishreyfingu í Ung-
verjalandi 1956.
Nú er það ekki ætlunin að
bera f bætifláka fyrir Rússa
vegna atburðanna í Ungverja-
lanji 1956. (Þihgflokkamir á
Alþingi íslendinga fordæmdu
allir íhlutun Rússa þá).
Hins vegar er ekki úr vegi
að bera þetta saman fyrst
bandarískir framámenn í Viet-
nam tæpa á þvi við gistivini
sína.
Það er öllum oröið ljóst, að
stríðlð í Vietnam var frá upp-
hafi borgarastríð, uppreisn gegn
gerspilltri og duglausri yfirstétt,
sem st.uddist við Bandaríkja-
menn og svéikst um að láta fara
fram kosningar. Það er nú við-
urkennt, jafnvel í Bandaríkjun-
um, að hefðu kosningar verið
haldnar á umsömdum tíma,
hefði það þýtt stórsigur fyrir
kommúnista. (Þeir hefðu jafn-
vel átt fylgi yfir 80% af þjóð-
inni),
Þessi staðreynd var þá vand-
lega falin og öilum slíkum full-
yrðingum kyrfilega andmælt
sem ósannindum, er kommúnist-
ar hefðu spunnið upp.
Liggur þvi nærri að spyrja,
hvert marksénú takandi á fuli-
yrðingum Bandaríkjamanna um
húgarfarsbreytingu íbúanna í
Suður-Vietnam síðan þá.
Baráttuþrek þjóðfrelsishreyf-
ingarinnar þrótt fyrir hinn Pá-
tæklega útbúnað, er haldbezta
svarið. sem völ er á, og ekki er
hægt að draga miklar ólyktamr
af því, þótt þessi þrekraun
reynist sumum um megn (og þá
auðvitað þvi flelrum þvf harð-
ara serh að liðssveitum þjóð-
frelsishreyfingarinnar sverfur).
Nú er svo komið, að Banda-
ríkjamenn hafa að mestu tekið
styrjaidarreksturinn að sérfyrir
leppstjóm sfna (fjárhagslega
hafa þeir alltaf séð um hann)
og landher þeirra hefur barizt.
þar í 2 ár.
Uppreisnin í Ungverjaiandi
stóð í ca. 3 vikur, og eftir að
rússnéski herinn skarst í leik-
inn var henni lokið innan viku.
1 Um styrkleikahlutfall rússneska
hersins í Ungverjalandi 1956 og
bandaríska hersins í Vietnam
1966 skal ég ekki fjölyrða, hanrt
ér án efa þeim síðaméfnda í
hag.
Hafi uppreisnin í Ungverja-
landi verið þjóðarupþreisn,
hvað er þá uppreisn þjóðfrels-
ishreyfingarinnar í Suður-Viet-
nam? (Ég vil hér benda á fróð-
lega grein um uppreisnina ' f
Ungverjalandi f Verkamannin-
um 27. okt. 1961 eftir Hjalta
Kristgeirsson, sem dvaldi (
Budapest þegar atburðirhir
gérðust),
Ekki skal ég fiölyrða um sarrt-
anburðinn á blóðfórnunum. að-
eins upplýsa, að í Ungveriaiandi
féliu samtals um 2000 msnns,
þar með taldir þeir, sem uhp-
reisnarmenn tóku af lífi meðart
þeir höfðu aðstöðu til þess. én
aftökuáformunum var auffvit-'
að ekki lokið er uþpreisnirt var
bæld niður.
Framferði Rússa var íbá daea
af sumum kaliað þjóðarmorð,
Hvaða nafn vilja : beir himr
sömu, sem þá notuðu þétta St.óra
orð, gefa framferði Bandaríkja-
manna í Vietnam?
Þetta bréfkorn er; ætlað béim,
sem 1956 kenptusl víð að afla
sér þess álits. að þeír hefðu
meira af sannrí mannúð og rétt-
sýni til að bera en aðrirmenn
og notuðu til þess þá aðferð að
slá öll met í notkun stóryrða
um athæfi Rússa, en sýna nú
engin merki vandlætingar.
Þessir „mannúðarpostular“
reyndu síðan allir :að nota at-
burðina til hatursherferðar gegn
sósíalistum og málstað heirra
yfirleitt,
Til sannindamerkis um hið
göfuga innræti sitt voru sumin
ykkar reiðubúnir tii að gráta
oplnberlega, en aðrlr, sem erf-
iðara áttu með að kreista út á
Framhaldf á 13. síðll.
I
»
V
V