Þjóðviljinn - 22.01.1967, Side 9
Sunnudagur 22. janúar 1967 — ÞJÓÐVIL.TINN — SÍÐA 9
• ■: ■
* v* «.
Hann er að uppgötva land sitt í fyrsta sinn, fertugur að aldri.
tilraun mcð kommúnisma í einu þorpi...?
Fidcl á mcðal stúdcnta: Ég hef
Fólkið getur mætt leiðtogum sinum daglcga á götum borga og bæja
gengið í t vo hásltóla
KYNNI MIN AF
FIDEL CASTRO
□ Kúba, sem áður lét nærri daglega að sér
kveða í dagblöðum heimsins, hefur nú um skeið
þokað fyrir ýmsum tíðindum öðrum: menn
virðast hafa takmarkaðan áhuga á því hljóðláta
starfi sem vinna þarf eftir að bylting hefur
sigrað og fest sig í sessi í einhverju landi. Því
er mjög fróðlegt að heyra hinn heimskunna rit-
höfund, Graham Greene, segja frá heimsókn
sinni til Kúbu og samræðum við Fidel: hon-
um finnst sem Kúba sé einhver markverðasti
vettvangur tilrauna í þjóðfélagsmálum sem nú
er að finna.
Graham Green
EFTIR GRAHAM GREENE
Síðan Rauðu Akurlil.juna leið
hefur ekki verið jafn fjandi
erfitt að hafa upp á einum
manni og Fidél (á Kúbu eru
það aðeins óvinir hans sem not.a
nafnið Castro). Það er hægt að
hittá hann ef hann langar tli
þess sjélfan, á þeim stað og
tíma sem honum bezt líkar —
én það er alveg vfst að aldrei
verður ákveðið stefnumót við
hann kl. 11,30 t.d. á tilteknum
Stað í Havana. Sú er ein á-
Stseðna, að hann er sjaldan f
Havana. Kúba er land núna
en ekki höfuðborg skemmtana-
lífs éins og á dögum Batista,
íbúðin, sem hefur verið inn-
réttuð . fyrir Fidel i Byltingat-
höllinni, er honum smá freist-
ing, ef undan er skilið stórt
leikfang, sem þar er: kort af
Kúbu é stærð við biljarðborð,
méð rofaborði svo hann gel.l
lýst upp beitilönd, sykurhcruð,
kaffihéruð, tóbakshéruð. Hér
á hann einmítt heima,
Einu sinni höfðum við næst,-
um því rekizt á hann á Isia
Turigano, fyrirmyndar rikisbúi
í Las \ illas, . fullu með verð-
launagrísi og verðlaunakýr. Við
komum þanggð degi eftír áBetl-
un og Fidél var farinn. Til
Moron komum vlð um miðjao
dag og fréttum að þar hefði
hann gist og.haldið áfram síð-
an. Svo msetti lengi telja —
F'dél var ýmist é undan okkur
eða á eftir, iþegar við ókum til
Santiago og Guantanamo.
Ræða í tveim
þáttum
Annað kvöld mitt á Kúbu sá
ég hann flytja eina af mara-
þonræðum sinum (fjórar klukku-
stuhdir, blaðalaust) á þingi
Vérklýðsfélaga. Ég kann ekki
spænsku og lagði mig meir eft-
ir framkomu hans en að ég
hlustaði á orðin. Ég gæti skipt
ræðunni eins og leikriti — í
tvo þætti. í fyrsta þætti var
hann alvarlegur og ógnvekj-
andi, varla að hann hreyíði
sig á ræðustólnum, í setning-
unum var lögð þung áherzla á
orðið conciencia. Síðan breytt-
ist allt í skoplcik, hann líkti
eftir fáráðum manni úr hinu
pólitíska forustuliði: „no sé, no
sé“. Hann tók að leika sér að
sex hátölurum, kom við þá,
færði þá til, raðaði þeim upp
eins og blómum, hann vissi
hver þeirra myndi bezt koma t'i
skila hlátri, stælingu, háði,
nöldri. Hendur hans vom á
stöðugrl hreyfingu meðan hann
hermdi eftir, lck, vakti kátínu
áheyrenda sinna. Hann réðst á
herra Frei í Chile: það var setn
maður sæi lik þessa veslings
manns dingla yfir öxl hans. Að
ræðu lokinni hvarf hann upp í
sveit jafnskjótt og hann stakk
af hersveitir Batista og inn i
skógana á Sierra Maestre fyrir
tíu árum.
Tilræðismenn
Að sjálfsögðu er það meðal
annars af öryggisástæðum að
svo erfitt er að ná fundi hans.
Tilreeðismaður á erfitt með að
íinna hann á tilteknum stað og
líma — en það var einmitt það
sem menn reyndu aðgera í ný-
legu samsæri gegn honum. Þeir
sem ætluðu að myrða hann
höfðu gert sér kaldrifjaða á-
ætlun til að tryggja að að hon-
um mætti ganga á vissum stað
og tíma. Þeir byrjuðu á að
veita bifreið Haydée Santamar-
ia eftirför er hún var á heim-
leið úr vinnu frá Casa Amer-
ica, en þar ber hún ábyrgð á
samskiptum við kommúnista-
flokka í Rómönsku Ameriku.
Þeir töldu að dauði hennar
mundi senda Fidel í greipar
þeirra.
Byltingin átti sér þrjármikl-
ar kvenhetjur: Celia Sanchez,
sem tók á móti Fiedel i Sierra
Maestra 1956, Vilma Espin, sem
barðist með Raul Castro í Ori-
ente og giftist honum síðar <>g
Haydée Santamaria. Haydée
tók þátt í misheppnuðu áhlaupi
á Moncada-virkið í Santiago
1953. Þar var bróðir hennar
drepinn og augun stungin úr
honum, unnusti hennar var og
drepinn og eistun skorin af
honum — síðan voru henni
sýnd líkin. Fjórum árum síðar
barðist hún í Sierra Maestra.
Ef tilræðismönnum hefði tekizt
að myi-ða hana, hefði hún vafa-
laust verið grafin í grafhýsi
fallinna hetja, og Fiedel hefði
án efa verið viðstaddur. En
hún tók eftir grunsamlegum bíl-
ljósum á eftir sér og komst
undan.
Tveir háskólar
Fidels
Fidel hefur þvf nægar ástæð-
ur til að forðast stefnumót á á-
kveðnum t.ima og cinnig t.il
þess að vera óstundvís þegar
hann ætlar að koma fram opin-
berlega.'-En óvinir hans koma
aðeins utanað. Hann hefurekki
ástæðu til að óttast árás sem
ekki hefur verið skipulögð
fyrirfram. Það er fullt af vopn-
um í landinu og harðstjóri gæii
ekki lengi haldið lífi á stöðugu
ferðalagi um landbúnaðarhéruð-
in. En persónulegt öryggi er
ekki aðalforsenda þessara ferða-
. laga; liann er að uppgötva
land sitt í fyrsta sinn og hon-
um finnst gaman að hverju
• smáatviki. í ræðunni á verk*
lýðsþinginu sagði hann. „Ég
hef ekki lært jaf n mikið af neinu
og að tala við verkamenn, stúd-
enta og bændur. Ég hef gengið
í tvo háskóla á ævinni:í öðr-
um lærði ég ekkert, í hinum
allt það sem ég veit nú“.
Ég var heppnari en flestir
aðrir. Síðasta dag mlnn á Kúbu
kom sendiboði að sækja mig
og ég varði með honum nokkr-
um morgunstundum í litlu hú.si
í útjaðri Havana. Um leið og
við höfðum sezt byrjaði Fidel
að lýsa fyrir mér hvernighann
í síðustu hcimsókn sinni kom
í lítið sveitaþorp eftir að dimmt
var orðið: hann tók eftir því
að það var myrkur á götunum,
aðeins flokkshúsið var raflýst.
Við bar einn sátu tveir menn
og spiluðu domínó, settist hann
hjá þeim og tók að spila við þá.
Orðrómur um komu hans
breiddist út og þorpsbúar
komu og vildu fá ræðu. Hann
sagði þeim að hann mundi koma
aftur og halda þá ræðu, en nú
vildi hann sjáálfur bera fram
spurningar — skörp og hýrleg
Sókratesaraugu hans litu snögg-
lega til mín — hann fékk aö
vita af hverju ekki væri ljós
á götunum, hve langt menn
þyrftu að fara til að fá gert
við skó, hve háðir þeir væru
öðru þorpi i 15 km. fjarlægð...
ýmisleg smáatriði, sem allir
sem búa uppi í sveit þekkja
líklcga, en hann hafði barizt,
verið í fangelsi eða útlegð flest
ár eftir að hann náði fullorð-
insaldri. Fyrst nú, er hann
stendur á fertugu, byrjar hann
að lifa í raun og veru. Ég
hef undrað mig á frammistöðu
hans á tímum hetjulegrar bar-
áttu í Sierra Maestra, ef til vill
eru dagar hans hetjuskapar
fyrst nú upp runnir.
Kommúnismi í
einu þorpi
Hann talaði um þetta bú í
hálftíma, ég gat skotið inn
spurningum sem hann svaraði
hiklaust og hélt svo áfram
Við hálfsagða setningu. Hann
gat á svipstundu breytzt úr
kappsömum áhugamanni í slótt-
ugan, spaugsaman áhoffanda
viðburða. iíefði ég hitt hann í
Isla Turiguano, hefði ég ferð-
azt með honum um sveitaiþorp-
in, þá hefði ég séð það sama
ög hann. Ég hefði verið við-
staddur þegar hann fékk hug-
myndina. Þetta hafði allfíeinu
komið yfir hann þar sem hann
sat yfir dómínóinu.
Hann lét í ljós ósk um að
gera tilraun með þetta af-
skekkta bú. Ifaúarnir skyldu
ekki lengi vera háð’ir nágranna-
bænum. Þeir skyldu fá allt ó-
kcypis. Ökeypis húsnæði, barna-
skóla höfðu þeir þegar fengið
og nú skyldi byggja framhalds-
skóla, vélar eiga þeir að fá til
að verða sjálfum sér nógir um
rafmagn, dagheimili á að reisa
fyrir börn og almenningsveit-
ingahús sem losaði konurnarvið
mestöll heimilisstörf, ókeypis
kvikmyndasýningar eiga að
vera tvisvar í viku; þá
fá þeir og ókeypis þjón-
ustu skósmiðs. Það á ekki
að afnema peninga en í reynd
mundi þörfin fyrir peninga
hverfa. Annarsstaðar hefur ver-
ið gerð tilraun með sósíalisma í
einu landi. Þetta skyldi verða
kommúnismi í einni svcit. Fé-
lagsfræðingar og sálfræðing-
ar munu fylgjast af gaum-
gæfni með tilrauninni. Hermg
munu menn verja auknum fri-
stundum? Mun framieiðni auk-
ast éða mínnka? Og hvað ger-
ist ef tilraunin tekst ekki? „Þá
verðum við að hugsa okkur
um aftur".. . Hvenær hefur
nokkur kommúnistaleiðtogi leyft
sér svo miklar efasemdir utn
einhverja áætlun?
Við erum villu-
trúarmenn
Fidcl er marxisti, en hann
notar eyrun meir en bókina.
íhugun er honum meira virði
en kredda og honum finnst
gaman að vera xallaður ,,villu-
trúarmaður“. Við erum ekki i
■sértrúarflokki, við rekum ekki
alþjóðlega frímúrarareglu, heyr-
um engri kirkju til, Við erurn
.villutrúarmenn, já, einmitt
viliutrúarmenn, gott, látu'tn
ntenn kalla okkltr svo“. t sömu
ræðu sagðí hann einnig: „Ef tii
er marx-leninískur flokkur
sem kann allt um díalektíska
efnishyggju utanað, og allt sem
Framhald á 11. síðu.