Þjóðviljinn - 22.01.1967, Page 16
'
:
•SS5898Í •8885888 «8888855 «585588 «888558« 58895815
'... .,
IWWWSWSf'
Menntaskólinn á Laugarvatni
FRÓÐLEGAR TILRAUNIR
Á SVIDI KENNSLUMÁLA
■ Það hefur lengi verið ljóst að fræðslu-
kerfi landsins er orðið staðnað, svo ekki
sé meira sagt, samræmist ekki lengur kröf-
um tímans og er þungt í vöfum.
■ Mikill tími fer til spillis með úreltum
kennsluaðferðum frá upphafi, skortur er á
sérskólum fyrir tornæm eða afbrigðileg
börn, of lengi er staglað í því sama með
meðalgreindum og vel gefnum börnum á
skyldustiginu, unglingar hafa úr of litlu
að velja er skyldunámi lýkur og stúdentar
verða menn hér einu til tveim árum seinna
en í öðrum löndum svo eitthvað sé nefnt.
■ Framámenn á sviði skólamála hafa
margbent á að hér sé lagfæringa þörf, en
það er ekki fyrr en á allra seinustu árum
að eitthvað er farið að gerast í þessum
málum, t.d. hefur orðið þó nokkur breyt-
ing til batnaðar á tungumálakennslu og
sömuleiðis á kennslu í stærðfræði, a.m.k.
í menntaskólunum.
■ Þá tók til starfa á sl. ári nefnd til að
gera tillögur um end-ur&kipulagningu
fræðslukerfisins í heild og er þess vænzt
að hún skili áliti sínu síðari hluta þessa
árs, en úr því má fara að búast við róttæk-
um breytingum svo framarlega sem fram-
kvæmdir dragast þá ekki á langinn.
■ Á meðan beðið er eftir tillögum nefnd-
arinnar og væntanlegum breytingum er
verið að gera ýmsar fróðlegar tilraunir í
sambandi við kennslu í nokkrum skólum
landsins, allt frá 7 ára bekkjum barnaskól-
anna upp í menntaskóla, og segir hér á
síðunni frá nokkrum þeirra. en í næstu
viku verður sagt frá fleiri athugunum á
þessu sviði
TEXTI: VILBORG HARÐARDÓTTIR.
Sentfíng um hvað gera þarf í framtíðinni
— segir Jóhann Hannesson sköiameistari
í Menntaskólanum á Laugar-
vatni hafa verið gerðar tilraunir
með breytta niðurröðun náms-
efnis á þann veg að færri fög
eru kennd samtímis og í þess
stað hafðir flciri timar á viku í
hverri námsgrein, áfanga vetrar-
i”s lokið af í einu faginu áður
en byrjað er á því næsta. Byr.i-
að var á þessari nýskipan strax
i fyrravetur, svo að þárna hefur
h°.gar fengizt nokkur reynsla og
sneri Þjóðviljinn sér nýlega ii'
Jóhanns S. Hannessonar, skóla-
meistara á Laugárvatni og fékk
hann til að lýsa þessari tilraun
í aðaldráttum í stuttu viðtali.
— Þetta er hagræðing fyrst og
fremst, sagði Jóhann, og ekki
eins róttækt og sýnist. Við höfum
skipt árinu í þrennt, fækkað
pminum á hverjum þriðjungi og
fíölgað tímum í hverju fagi.
Þessi þrjú semester á vetri,
þriðjungana, köllum við annir,
og er haustönn lokið fyrir jól. Á
hverjum þriðjungi eru nú kennd-
ar sex greinar í stað átta áður,
en viss fög verður alltaf að
kenna eins og t.d. staerðfræðina
í stærðfræðideild og málin hjá
byrjendum, það er ekki hægt
að slíta fög í sundur þar sem
um áframhaldandi æfingu er að
ræða eins og í tungumálum.
Hins vegar er auðvelt að skipta
í áfanga efnisgreinum eins og
sögu, náttúrufræði og fleiru, og
jafnvel megninu af íslenzkunn1.,
hún skiptist í þætti sem ekki
eru endilega áframhald hver a.
öðrum.
__ Hver er ykkar reyrrsra af
þéssari nýbreytni?
— Kostimir eru augtjósrr, en
það er nokkuð erfitt að fram-
kvæma þetta vegna þess að
námsskipumnn' hefur ekki verið
Jóhann S. Hannesson
skólamcistari
ýmislegt við þetta, fyrst og fremst
það að nemendur tvístrast ekki
eins milli námsgreina, en allir
kostir slíks kerfis koma ekki
fram fyrr en búið er að breyta
námsefni skólans. Það má taka
fram, að bæði kennarar og nem-
endur eru ánægðir með þessa
breytingu og ætti það óneitan-
lega að benda til þess að hún
sé til góðs.
Það er álit margra að
tungumálakennsla geti hafizt
hér rniklu fyrr en raun er
á ef notaðar vœru þœr að-
ferðir véð kennsluna sem
betur eiga við börn og ekki
hyrjað á að láta nemendurna
•imla í málfrœðireglum og
oiða að sér miklum orða-
Það hefur reyndar verið bent
á ágæti þessa kerfis fyrir löngu
hér á landi af prófessor Matthf-
asi Jónassyni og það er fjarri
því að við förum eins langt og
hann leggur til í sínum bókum,
en það er þó í þá átt að kenr.a
sem fæstar greinar í einu.
— Stendur ekki til að ganga
enn lengra í þessari skiptingu
fyrst reynslan hefur verið þetta
góð?
— Við höfum ekki skilyrði t:l
að ganga lengra og breytameiru
upp á eigin spýtur, þar sem við
erum bundnir af þeim ramma
sem reglugerð og venjur setja
og getum ekki einir horfið frá
því. Við verðum að stefna að sama
stúdentsprófi og aðrir mennta-
skólar, það er sama háskólainn-
tökupróf fyrir alla, en þessar
breytingar hjá okkur eru gerðar
eftir því sem stúdentsprófskröf-
urnar leyfa.
Við vitum ekki fyrirfram hvem-
ig það færi ef enn lengra væri
gengið, en teljum að talsvert
hafi á unnizt og þetta sé bending
um hvað gera þurfi í framtíðinni.
að tungumálákennslan í skól-
unum hefur mikið batnað
frá því sem áður var og mið-
ar að því að fólk geti að
loknu námi notaS þekkingu
sína, en áður var algengt að
fólk útskrifaðist úr gagn-
frœðaskólunum kannski
nokkurnveginn lœst, en
hvorki skrifandi né talandi
ytt. Við höfum enn samaefni
sðma magn og áður, en röð-
öðru vísi niður. Það vinrwt
ú. 3a Reyndar verður að
mka það fram sem rétt er,
Er hægt hefja tungumála-
kennslu strax í barnaskóla?
á þau mál erlend, sem það
hafði lagt stund á í skóla.
Um þessar^ mundir fara
fram athuganir á því í nokkr-
um barnaskólum borgarinn-
ar hvort mögulegt sé að hefja
tungumálakennslu fyrr og þá
um leið hvernig aðferðir séu
heppilegastar. Eru hafnar
tilraunir í dönskukennslu í
nokkrum 12 ára bekkjanna
oq nú eftir áramótin hófust
tilraunir með enskukennslu
alveg frá 10 ára bekk í Lang-
holtsskóla.
Enska í10
ára bekk
Er Þjóðviljinn átti tal við
Kristján J. Gunnarsson skóla-
stjóra Lanpholtsskólans sagði
hann að fjögur ár væru síðan
fyrst var farið að kenna ensku í
tíu ára bekk í skólanum, en
breytingin sem hefði orðið nú
cftir áramótin væri sú, að héð-
an í frá yrði kcnnd cnska í
öllum 10 ára bekkjardeildunum.
Hingað til hefur enska að-
eins verið kennd í einni bekkjar-
deild í hverjum aldursflokki, þ.e.
þeim börnum sem eru fremur
vel fallin til bóknáms. Þau
börn sem búin eru að læra ensku
lengst hjá okkur eru nú í 1. bekk
gagnfræðadeildar og eru þau
komin það langt í málinu aðþau
skilja talaða ensku og geta tjáð
sig sjálf. auk þess sem þau lesa
barnabækur og annað lesefni á
léttu máli. Það er því sýnilegt
að þessi kennsla hefur borið ár-
angur.
Bömin hafa tekið þessa ensku
alveg sem aukaverkefni til við-
bótar við venjulega stundaskrá,
cn þau hafa ekki haft nein
heimaverkefni.
— Hvaða aðferð hefur verið
beitt við kennsluna?
— Það hefur verið notuð svo-
kölluð bein aðferð, svipað og
Berlitzaðferðin sem notuð er i
Málaskólanum Mími og víðar.
Þessi tiiraun sem byrjað var á
fyrir fjórum árum var gerð með
aðstoð Fulbright-stofnunarlnnar
bandarisku og bandarísku sendi-
kennararnir sem hér hafa verið
við háskólann hafa haft kennsi-
una með höndum, en þeir hafa
ekki kunnað neina íslenzku og
aðeins talað ensku í kennslu-
stundunum.
Það er á grundveili þeirrar
i'eynslu sem við höfum þegar
fengið af þessari kennslu að nú
er ákveðið að hefja enskukennslu
i öllum 10 ára bekkjardeildum
og svo auðvitað áfram. Viðmun-
um nú nota eigin kennara, við
höfum bæði reynsluna að styðjast
við og auk þess hefur ensku-
kennari gagnfræðadeildar skól-
ans, Haukur Ágústsson, verið ár
i Englandi til að kynna sér nýj-
unear í enskukennslu.
Hver bekkur mun fá þrjá
tíma í ensku á viku og verða
þeir að nokkru leyti felldir inn
í stundaskrá og að nokkru leyti
aukatímar, en í framtíðinni mun
enskukennslan verða felld inn
í venjulega stundaskrá.
— Búizt þið við að nemendum
lélegri bekkjanna takist þetta
eins og hinum?
— Við getum reiknað með að
betri hlutinn nái sama árangri
og verið hefur hingað til en
fróðlegast verður að sjá hvernig
þeim ncmendum sem erfitt eiga
með bóknám reiðir af. Ég held
að þessi beina aðferð sé eina
aðferðin sem getur borið árang-
ur hjá þeim.
Tilraun í
dönskukennslu
1 sambandi við dönskukennslu
fer nú fram tilraun í nokkrum
12 ára bekkjum í Melaskóla,
Vogaskóla og Hlíðaskóla á veg-
um Ágústs Sigurðssonar náms-
stjóra og eru þar gerðar athug-
anir á námsefni og því hvernig
það gengur í nemendur. f við-
tali við Þjóðviljann sagði Ag-
úst Sigurðsson að tilraun þessi
væri enn á byrjunarstigi og ekk-
ert hægt að álykta um árangur
að svo stöddu.
— Þetta er þannig, sagði hann,
að kennd er danska í tíu 12 ára
bekkjum í Reykjavík með dálít-
ið mismunandi aðferðum og ekki
liggur fyrir nein raun á þvf
hvernig þetta gefst, en þessi til-
raun er liður í athugun á bvi
hvort unnt sé að færa kennslu í
tungumálum niður um aldurs-
flokk.
I vor verður athugað hvaða ár-
angur kennslan hefur borið í
mismunandi bekkjardeildum og
því síðan fyigt eftir næsta ár
með samanburði við bekki senl
ekki hafa haft dönsku í 12 ára
deild. _
— Er valið mismunandi efni í
hinum ýmsu deildum?
— Nei, efnið er að grundveiii
til það sama eða líkt og dálítið
notaðar kennslumyndir í öllum
bekkjunum, en mismunurinn
liggur í því hve hratt er farið
yfir.
— Eru það beztu 12 ára bekk-
irnir í hverjum skóla sem fA
þessa dönskukennslu?
— Nei, ekki endilega. 1 einum
skólanum eru það allar 12 ára
deildimar og ætti þar að fást
alger þverskurður, í hinum skól-
unum tveimur eru það mismun-
andi deildir.
ÚTSALA
Á KARLMANNASKÓM
ÚTSALA
'Á KULDASKÓM KARLMANNA
Karlmannaskór úr leðri, stærðir 37 til 46. — Verð frá kr. 198.
Kuldaskór lágir, stærðir 38 til 42. — .Verð kr. 295.
Kuldaskór úr leðri fyrir drengi og kvenfólk. stærðir 35 til 40.
Verð kr. 150.
Inniskór karlmanna. - Verð kr. 100.
Notið þetia einstœða tœkifceri
SKÓBÚfy AUSTURBÆJAR
Laugavegi 100
f