Þjóðviljinn - 04.02.1967, Síða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 4. febrúar 1967.
Otgefandi: Sameiningarflokkur aiþýdu — Sóslalistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigurdur Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj.; Eiður Bergmann.
Ritstjórn, aígreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðust- 19.
Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. —
Lausasöluverð kr. 7.00-
Flótti frá veruleikanum
j^Jorgunblaðið birtir í gær einkar heimóttarlega
forustugrein um þá ákvörðun íhaldsmanna í
Hafnarfirði að leggja bæjarútgerðina niður. Segir
blaðið að skuldir þessa fyrirtækis séu nú milli 150
og 160 miljónir króna; hafi bæjarfélagið þegar
tekið á sig 40 miljónir af þeirri upphæð en sé að
sjálfsögðu ábyrgt fyrir skuldunum öllum. Augljóst
sé að áframhaldandi hallarekstur mundi binda
bæjarfélaginu þvílíka skuldafjötra að allar fraim-
kvæmdir og framfarir í bænum stöðvuðust af
þeiim sökum. Því sé það rökrétt niðurstaða að bæj-
arfélagið losi sig við þennan rekstur og beiti sér í
staðinn fyrir því að stofnað verði almenningshluta-
félag til þess að standa undir hallanum.
^lyktun Morgunblaðsins og íhaldsmannanna í
Hafnarfirði er að sjálfsögðu einber lokleysa. Það
verður aldrei stofnað neitt almenningshlutafélag
í þeim tilgangi að tapa peningum. Eigi að vera um
áframhaldandi hallarekstur að ræða skiptir rekstr-
arformið ekki máli, einkareksturinn sligast auð-
vitað ekki síður en bæjarrekstur eins og dæmin
sanna. Meginatriðið er hitt að stjórnarstefnan
hefur grafið gersamlega undan togaraútgerð á ís-
landi, jafnt í einkaeign sem opinberri eign, þrátt
fyrir miljónatuga styrki á ári. Haldi það ástand
áfram hlýtur togaraútgerð á íslandi að leggjast
niður mjög fljótlega.
^stæðan fyrir þessum ófarnaði er ekki sú að tog-
arar séu orðnir úrelt framleiðslutæki; í ná-
grannalöndum okkar, Færeyjum, Bretlandi og Nor-
egi, er togaraútgerð talin mjög arðvænleg og
tækniþróun á því sviði er afar ör. Togarahringur-
inn Ross í Bretlandi hefur boðizt til að kaupa Maí,
hið mikla aflaskip Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar,
og ástæðan er sannarlega ekki sú að brezkir auð-
menn hafi sérstaka löngun til að tapa fjármunum
sínum. Norskir útgerðarmenn hafa einnig keypt
togara af íslendingum vegna þess að þeir treysta
sér til að hagnast á útgerð sem hér skilar stór-
felldu tapi. Samt eru helztu umsvif keppinauta
okkar auðvitað bundin við ný skip; Morgunblaðið
greindi nýlega frá því hversu ágæta reynslu Norð-
menn hefðu af stórum skuttogurum, sem í senn
afla hráefnis og vinna það að fullu. Ömurlegt er
til þess að vita að íslendingar, fiskveiðiþjóð í imiðju
Atlanzhafi, skuli þurfa að spyrja þvílík tíðindi frá
öðrum löndum líkt og próventufólk sem lokið hef-
ur lífsbaráttu sinni. En ástæðan er sú að óðaverð-
bólga ríkisstjórnarinnar hefur gert allt bókhald
þjóðarbúsins að endileysu, svo að athafnir þær sem
standa undir íslenzku þjóðfélagi eru taldar von-
laus hallarekstur.
'J'illögur um að breyta bæjarútgerð í almennings-
hlutafélag eru fáránlegur flótti frá veruleikan-
um. Það er sjálft efnahagskerfið en engin rekstr-
arform sem sker úr um það hvort við íslendingar
getum stundað togaraútgerð eins og aðrar þjóðir
við Atlanzhaf. — m.
BARDAGINN við Selferino á Ítalíu
hófst að morgni 24. júní 1659. Svo
var haldið áfram að drepa allan
daginn, og um kvöldið lágu 40.000
manns í valnum, dauðir og deyj-
andi, og ekkert hjúkrunarlið sem
talizt gæti. Ungur Svisslendingur.
Henri Dunant, fór um orustuvöllinn
þegar er skothríðinni linnti. og varð
aldrei samur maður eftir það, og
heimurinn ekki heldur. Dunant
skipulagði þegar í stað hjálparsveit-
ir sjálfboðaliða þarna á staðnum,
og gekk sjálfur manna bezt fram
í að biarga þeim sem bjargað varð
en líkna hinum, og bremur árum
síðar gaf hann svo út bók um bessa
atburði. og gerði þar jafnframt
grein fyrir tillögum sinum um
hjúkrun sjúkra og særðra í styrj-
öldum. Þetta bar tilætlaðan árang-
ur, og 1864 var haldin ráðstefna 16
Evrópuþjóða í Genf og samþykkt að
stofna hlutlaus albióðleg líknar-
samtök. Til heiðurs Svisslendingn-
um unga var ákveðið að tákn þeirra
og skjaldarmerki skyldi verða rauð-
ur kross á hvítum grunni, en þjóð-
fáni hans er hvítur kross á rauðum
um grunni. Og á bessum rúmu
hundrað árum sem liðin eru síðan
hefur Rauði Krossinn sífellt hald-
ið áfram að færa út kvíarnar, enda
haft nóg að gera eins og kuhnugt
er i tilefni af æ fullkomnafi tækni
í manndrápum og limlestingum, og
linnulausum djöfulskap.
EN RAUÐI KROSSINN heldur líka
áfram starfi sínu á friðartímum, —
éða réttara sagt: þar sem friður rík-
ir þá stundina, — og nú sténdur
hér yfir blóðsöfnunar-vika, þar sem
öllum sem eru við sæmilega heilsu
veitist tækifæri til að gefa gjöf
Sem kostar þá ekki neitt, en gæti
orðið öðrum ómetanleg. Og bað
var vel til fundið að láta forráða-
ménn Reykjavíkur bvrja í þetta
sinn, og óvenju gaman af myndun-
um af þeim i blöðum og sjónvarpi.
Það er mál manna að þeir taki sig
ólíkt betur út láréttir á skvrtunni
en lóðréttir i ræðustól, — og svo
hefur líka sannazt að þeir eru bún-
ir til úr sömu efnum og við hin.
með blóðrás og öllu saman, og kom
mörgum skemmtilega á óvart, —
sérstakiega heita blóðið.
ANNARS FERST undirrituðum
ekki að tala, — hefur aðeins gért
tvær tilraunir að sýna rausnarskap
í þessa átt. Hin fyrri tókst vel, svo-
leiðis, það fannst í honum töluvért
blóð. en steinleið svo yfir kappann
-að lokinni aðgerð. Svo liðu mörg ár.
Þá var aftur tekið til við heilsu-
samlegt líferni. sem byggðist á
löngum gönguferðum, öndunaræf-
ingum, vítamínáti, sundiðkunum og
leikfimi. nægum svefni og ávöxt-
um, en þó einkum og sér í lagi fjöl-
breytilegum kjötréttum og átveizl-
um undir nóttina. Og eftir nokkrar
vikur var svo barið að dyrum blóð-
bankans Þar var mér tekið vel,
lagður varlega upp á bekk, hand-
leggurinn rannsakaður af vísindá-
legri nákvæmni, og hjartað titraði
sama og ekki neitt. Síðan leit
hjúkrunarkonan alvarlega í augu
mér og sagði: Ég held það væri
betra að þér kæmuð einhverntíma
seinna. — þegar þér eruð orðinn
hressari. Nú er einmitt að líða að
því, og ef blóðbíllinn pípar ekki fyr-
ir utan á næstunni er ekki útilokað
að maður rölti fyrir Öskudaginn
upp á Barónsstíg og taki sér stöðu
í biðröðinni við blóðbankann. ef
hún verður ekki allt of löng.
OG VEL Á MINNZT, — í frétta-
bréfi úr Austurbænum segir frá
öðrum varðstöðvum líknarmálanna,
sem ekki eru kenndar við rauða lit-
inn, heldur þann bláa — Hælið
var lamið utan með tilhevrandi
sönglist árla morguns ekki alls fyr-
ir löngu, og þegar vökukonan opn-
aði útidyrnar var þar kominn vist-
maðurinn sem saknað hafði verið
um nóttina. Hann hafði feneið bíó-
leyfi kvöldið áður, og notað tæki-
færið til að skemmta sér. eins og
það er kallað, í leiðinni. En þegar
konan ætlaði að skella hurðinni á
söngvarann sá hún að hann var
með svöðusár á hendi og blæddi
mjög, — kippti honum því innfyr-
ir og hringdi á lögregluhiálo, því
sárabindi voru ekki á staðnum en
tenórinn vanstilltur. Lögreglan
kom ekki fyrr en eftir 45 mínútur.
— þá var pilturinn orðinn næsta
raddlaus af blóðmissi. en vökukon-
an öskureið og spurði hvern sjálfan
þeir hefðu verið að drolla. Lög-
regluforinginn gerði honnör og
sagði: Máttum ekki vera að því fyrr,
— erum búnir að eltast í alla nótt,
við mann sem hefur skorið sig á
hendi!
KRUMMI.
Á síðasta ári nam vöxtur innlána í
Búnaiarbankanum nær 230 milj. kr.
Nýtt útibú bankans verður opnað í Hveragerði á næstunni
■ Á fundi bankaráðs Búnaðarbanka íslands þriðjudag-
inn 17. janúar sl. lögðu bankastjórar fram reikninga bank-
ans og allra útibúa hans fyrir árið 1966 Kom þar m.a.
fram að starfsemi allra deilda bankans jókst mjög mikið
á árinu. Þá opnaði bankinn eitt nýtt útibú á árinu og tveir
sparisjóðir voru sameinaðir útibúum hans. Þá var unn-
ið að endurbótum á húsi aðalbankans og tekið var upp
vélabókhald fyrir sumar deildir hans. í fréttatilkynningu
sem Þjóðviljanum hefur borizt frá bankanum segir m.a.
svo um starfsemina á sl. ári:
Rekstrarhagnaður sparisjóðs-
deildarinnar í Reykjavik varð
kr. 3.039.862.56 á móti 5,1 miljón
1965 og 3,2 milj. 1964.
Rekstnarhagnaður sparisjóðs-
deildar með útibúum varð 8,7
miljónir króna, á móti 9,1 milj-
ón 1965 Og 4,4 milj. 1964.
Hrein eign sparisjóðsdeildar
með útibúum varð 45 miljónir
króna, en hrein eign allra
deilda bankans með útibúum
varð 176,1 miljón krónur.
Eignaaukning bankans án úti-
búa úti á landi varð 33,5 milj-
ónir króna, þar af eignaaukning
Stofnlánadeildar landbúnaðar-
ins 29,7 miljónir króna.
Starfsemi allra deilda bank-
ans jókst mjög mikið á árinu
og varð heildarvelta sparisjóðs-
deildarinnar i Reykjavík 45,S>
miljarðar króna eða 30% meiri
en árið áður, en þá jókst heild-
arveltan um 23%.
Vöxtur sparisjóðsdeildar
með útibúum:
Heildaraukning innlána í
bankanum með útibúum varð
samtals 227,4 miljónir króna
eða um 19% hækkun. Heildar-
aukning sparifjár varð 191,3
mdjónir eða 18,4% haekkun, en
veltiinnlán 36,1 miljón eða
22,9% hækkun.
Heildarinnstæður í Búnaðar-
bankanum með útibúum námu
í árslok 1425,2 miljónum króna,
en 1197,8 miljónum króna í árs-
lok 1965 og 912 miljónum í árs-
lok 1964.
Ný útibú:
Búnaðarbankinn setti á stofn
eitt útibú á árinu að Ármúla 3
í Reykjavík. Á árinu fékk
bankinn auk þess leyfi til að
starfrækja útibú i Árnessýslu
og verður það staðsett í Kvera-
gerði, og tekur væntanlega tii
starfa á næstunni. Bankinn
starfrækir nú fimm útibú í R-
vík og sjö úti á landi. Vöxtur
útibúanna hefur verið mikill og
ör og rekstrarafkoma ’ góð.
Sameining tvegga sparisjóða
við útibú bankans:
í desembermánuði s.l. var
gengið frá samningum við
Sparisjóð Fljótsdalshéraðs um
sameiningu við útibú Búnaðar-
bankans á Egilsstöðum. og tók
sá samningur gildi i. janúar
1967. Þá var Sparisjóður Flat-
eyjar sameinaður útibúi bank-
ans í Stykkishólmi.
Halldór Ásgrímsson útibús-
stjóri á Egilsstöðum lét af
störfum fyrir aldurs sakir um
síðustu áramót, en við tók Þórð-
■ur Bénediktsson, skólastjóri og
sparisjóðsstjóri þar.
Veðdeild Búnaðarbankans:
Veðdeild Búnaðarbankans
veitti 40 lán á árinu að fjár-
hæð 3,1 miljón króna á móti
6,5 miljónum króna og 83 lán-
um 1965. Rekstrarhalli Veð-
deiidar var 1,4 miljónir krónur.
Stofnlánadeild landbún-
ararlns:
Stofnlánadeild landbúnaðar-
ins afgreiddi á árinu samtals
1530 lán að fjárhæð kr. 146,7
miljónir eða 18,9 miljónum
meira en nokkurt annað ár.
Samþykkt en óafgréidd lán
um áramót námu samtals að
fjárhæð kr. 7,4 miljónum.
Hrein eign Stofnlánadéildar
um áramót var 122,1 milj.
króna. Eignaaukning Stofnlána-
deildar á árinu var 29,7 milj.
kr.
Staðan gagnvart Seðla-
bankanum:
Staðan gagnvart Seðlabank-
anum var góð á árinu. InnStæða
á bundnum reikningi var í árs-
lok 267,3 miljónir króna og
hafði hækkað um 63 miljónir
króna á árinu. Innstæða á við-
viðskiptareikningi var í árslok
39,5 miljónir króna.
Heildarinnstæða Búnaðar-
bankans í Séðlabankanum var
því í árslok 306,8 miljónir kr.
Afurðalánavíxlar:
Endurseldir afurðalánavíxlar
bankans með útibúum námu í
árslok 205,2 miljónum króna og
hækkuðu á árinu um 105,6 milj.
eða 106% en árið áður höfðu
afurðalánin hækkað um 33,1
milj. eða 49,8%.
Hlutur Búnaðarbankans með
útibúum í heildarfjárhæð end-
urkeyptra víxla Seðlabankans
út á birgðir landbúnaðarafurða
nam í árslok 35,02% af heild-
arfjárhæð afurðalána Seðla-
bankans til Iandbúnaðarins.
Framhald á 3. síðu.
»
%