Þjóðviljinn - 16.03.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.03.1967, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 16. marz 1967 — ÞJÓÐVXUTXNN — SlDA 3 Flugskeytum skotið í gær á1 Enn handtaka í sambandí vii samsærí um m@rð á Kennedy Maður sakaður um að hafa haft í hótunum við menn sem vinna að eftirgrennslun málsins í New Orleans herstöðína miklu í Daitang I annað sinn sem skæruliðar beita flugskeytum af einfaldri sovézkri gerð til árásar á herstöðina SAIGON 15/3 — Skæruliðar Þjóðfrelsishersins í Suður- Vietnam skutu í dag öðru sinni sprengjum með flugskeyt- um á hina mikilvægu herstöð Bandaríkjamanna við Dan- ang. Þetta var skyndiárás sem stóð aðeins í um eina mín- útu en þó olli hún talsverðu tjóni í herstöðinni. Bandarískur talsmaður í Sai- gon sagði að 19 bandarískir her- menn hefðu særzt, sumir þeirra hættulega. Þrjár flugvélar hefðu lsskazt, ein þeirra var að hefja flugtak. Flugskeyti þau sem skæruliðaf notuðu nú öðru sinni. gegn her- stöðinni við Danang eru sovézk að uppruna og sögð mjög einföld að allri gerð, en þó áhrifamikil. Skeytunum er skotið úr röri sem fast er við timburplanka. Þau dragai 'um 7 km vegalengd. Um leið og árásin var gerð var sent út lið frá herstöðinni til að hafa upp á skæruliðum og segjast Bandaríkjamenn hafa fundið 11 skeyti og 42 skotrör á austurbakka Yen-fljóts, 7 km fyrir suðaustan herstöðina. Fyrra skiptið sem árás var gerð á her- stöðina við Danang með þessum vopnum var 27. febrúar, en þá biðu 47 bandarískir og Saigon- hermenn bana. Ky til Guam Cao Ky, forsætisráðherra Sai- gonstjórnarinnar, sagði í dag að hann myndi fara til eyjarinnar Guam um helgina til að hitta Lögreglu siguð é stúdentu við hugfræðiskólu Lundúnu LONDON 15/3 — Mikil ólga hefur verið síðustu daga í hag- fræðideild Lundúnaháskóla, London School of Economics, og voru lögreglumenn sendir á vetfc- vang í dag til að reka út stúd- enta sem setzt höfðu að í skrif- stofubyggingu deildarinnar. Upptök þessara óeirða voru þau að í vetur var skipaður nýr rektor deildarinnar og varð fyr- ir- valinu maður sem verið hafði rektor háskólans í Salisbury í Ródesiu. Stúdentar mótmæltu þá á ýmsan hátt skipun hans í emb- ættið þar sem þeir töldu hann hafa verið vikapilt Ians Smiths og félaga. Fyrir þau mótmæli var nokkrum leiðtogum stúdenta vikið úr skólanum nú fyrir nokkrum dögum. Félagar þeirra hafa mótmælt brottrekstrinum og hafa búið um sig í húsakynnum skólans í „sit-in“-verkfalli. Þrettán þeirra hafa auk þess hafið hungurverk- fall. Heita má að kennsla hafi fallið niður í skólanum. þar Johnson fofseta. Fundurinn á Guam á að fjalla um hemað Bandaríkjanna í Víetnam og er búizt við að ákveðið verði að herða enn aðgerðir þeirra, bæði í Norður- og Suður-Víetnam. Johnson sa'gði í ræðu sem hann flutti í Nashville í Tenn- essee í dag að Bandaríkjastjórn væri staðráðin í að halda áfram loftárásunum á Norður-Vúetnam. NEW ORLEANS 15/3 — Lögreglan í New Orleans hand- tók í dag þrítugan mann* að nafni James Liscombe sem sakaður er um að hafa haft í hótunum við þá sem vinna að eftirgrennslun í sambandi við það samsæri sem Garrison saksóknari heldur fram að hafi verið um að ráða Kennedy forseta af dögum. Sagt var sð Liscombe þessi hefði hringt til starfsmanna fangelsa í New Orleans og sagt þeim að hann ætlaði að sjá til þess að blöðin fengju efni í Quuttistur æt/u uð tryggjú sér þingforsetu með brugði PARÍS 15/3 — Þegar áður en hið nýýcjörna þjóðþing Frakk- lands kemur saman, en búizt er við að það verði 2. apríl, virðist aUgljóst að gaullistar ætli að beita öllum tiltækum ráðum til að halda þeirri valdaaðstöðu sem þeir glötuðu í rauninni í kosn- ingunum- Það þykir þannig víst að þeir ætli sér að beita brögðum til að forseti þingsins verði áfram úr þeirra flokki. Þeir hafa naum- an meirihluta á þingi, 244 þing- menn af 286, en þar sem stjórn- arskráin kveður svo á að ráð- herrar megi ekki sitja á þingi verða þeir 22 ráðherrar sem náðu kosningu að segja af sér og því leit út fyrir að gaullistar myndu verða í minnihluta þegar þingforseti væri kjörinn. Hjá þessu ætla þeir nú að komast með því að láta ríkisstjómina segja af sér rétt fyrir þingsetn- ingu og láta kjósa forseta áður H El MILISTRYGGING ER - BETRI... Innbúsbrunotrygging er talin sjólfsögð og fóir eru þeir einstaklingar eða heimitisfeður. sem ekki hafa heimiii sitt brunatryggt í dag. Reynzlansýnir, að með breyttum lífsháttum.fara vatnstjón, reyk- skemmdir. innbrot. ábyrgðartjón o. fl. slík tjón mjög vaxandi. Hin nýja HEIMILISTRYGGING er sérstaklega sniðin við þessar breyttu aðstæður Hún tryggir innbúið m.a. fyrir tjónum af völdum bruna, vatns, innbrota og þjófnaðar. Húsmóðirin og börnin eru slysatryggð gegn varanlegri örorku og ábyrgðartrygging fyrir alla fjölskylduna er innifalin. HEIMILISTRYGGING ER ÓDÝR, KOSTAR FRÁ KR. 300.00 Á ÁRI Með einu samtali er hægt að breyta innbústryggingu l HEIMILISTRYGGINGU hvenær semerá tryggingarárinu SÍMI 38500 • ÁRMÚLA 3 Umboð okkar um allt land munu breyta tryggingu yðar í' HEIMILISTRYGGINGU SAMVIIVIMJTRYGCIIXGAR en ný ríkisstjórn hefur verið skipuð. Ráðherraamir 22 ættu þannig að geta tekið þátt í for- setakjörinu. Búizt er við að hin nýja rík- isstjórn verði að mestu eða jafn- vel að öllu leyti skipuð sömu mönnum og hin fráfarandi. Sagt er að leiðtogi hægrimannai sem v.inna með gaullistum, Giscard d’Estaing, fyrrv. fjármálaráð- herra, hafi hafnað ráðherra- stöðu. Þingmönnum hans fjölgaði í kosningunum úr 35 í 46 eg hann er sagður gera sér vonir um að fá í lið með sér einhverja hinna „óháðu“ íhaldsmanna og jafnvel einhverja úr Miðbanda- lagi Lecanuets. Skýrt hefur verið frá því í París að ákveðið hafi verið að de Gaulle forseti fari á þessu ári í ferðalög til fimm landa, Póllands, Rúmeníu, Kanada, V- Þýzkalands. en í næsta mánuði mun hann sitja fund forystu- rnanna ríkja Efnahagsbandalags Evrópu Róm. sem haldinn verður í j CubotLodge ■ ■ ! ferfrúHunoi WASHINGTON 15/3 — Það var staðfest í Washingt- ton í dag að Henry Cabot Lodge hefði sagt af sér • embætti sem sendiherra ■ Bandaríkjanna í Saigon, | og myndi Ellsworth Bun- ker taká við því. Bunker hefurverið sérstakur r :ndi- j ráðunautur Bandaríkjafor- j seta síðustu árin og kom þannig mikið við sögu í Dóminíkanska lýðveldinu. ■ ................... Vináttusáttmáli A-Þýzkalamis og Pálverja í 20 ár VARSJÁ 15/3 — 1 dag var und- irritaður í Varsjá tuttugu ára vináttusáttmáli Póllands ogAust- ur-Þýzkalands, en Ulbricht for- seti og Stoph forsætisráðherra Austur-Þýzkalands komu þangað í gær. Á morgun munu þeir fara til Tékkóslóvakíu til að gera annan slikan samning þar. Víkingur vann FH Þau óvæntu úrslit urðu í fs- landsmótinu í handknattleik í gærkvöld, að Víkingur vann FH með 16:14. Fram vann Hauka með 24:19 og eru því FH og Fram efst í mótinu með 12 stig og tvo leiki eftir hvort. Nánar verður sagt frá leikjunum í gærkvöld í Þjóðviljanum ámorg- un. „rosafyrirsagnir". Lögreglustjór- inn í New Orleans fyrirskipaði þá að auknar yrðu varúðarráð- stafanir í réttarsalnum og við dómshúsið þar sem Garrison saksóknari leiðir nú vitni að því að ákvörðun um að myrða Kennedy hafi verið tekin afsam- særismönnum í New Orleans- Eitt vitnanna, tryggingasali að nafni Perry Russo, skýrði réttin- um svo frá í gær að hann hefði verið viðstaddur þegar þeir Lee Harvey Oswald, David Ferrie og Clay Shaw, lögðu í september 1963 á ráðin um það í íbúð Ferries í New Orleans hvernig ráða ætti Kennedy af dögum. Lögmenn Shaws þaulspurðu Russo í dag og bentu m.a. á að hann hefði áður sagt að hann hefði aldrei Oswald augum litið. Hann mun hafa sagt þetta í við- tali við sjónvarpsstöð í Baton Rouge í Louisiana, en hann var þá spurður um David Ferrie ?em hann var kunnugur. 1 Það varð brátt um Ferrie 22. janúar 6-1. rétt eftir að Garrison hafði gefið í skyn að hann hefði verið viðriðinn morðið á Kennedy. Clay Shaw var handtekinn 1. marz og sakaður um þátttöku f samsærinu, en hann var látinn laus gegn 10.000 dollara trj’-gg- ingu. Dómstóllinn í New Orleans á að skera úr um það hvort grundvöllur sé til málshöfðunar á hendur honum. Lík Kennedys flutt Jarðneskar leifar Kennedys forseta voru í dag fluttar í var- anlegan grafreit skammt frá bráðabirgðagröfinni í Arlington- kirkjugarði í Washington. Hann hvílir þar við hlið bama sinna tveggja sem létust á undan hon- um. Johnson forseti og Jacque- line, ekkja Kennedys, vóru við- stödd athöfnina. Verkfall 350.000 RÓM 15/3 — Meira en 350.000 verkamenn í ítalska vefnaðariðn- aðinum lögðu niður vinnu í dág til að fylgja eftir kröfum sín- um um kauphækkanir. Þeir benda á að framleiðsluaukning iðnaðarins hafi í fyrra numið 27 prósentum og krefjast hluta af andvirði hennar. Nýjur tilSögur um /ækkun ú tollum EBE ú sjúvurufurðum BRUSSEL 15/3 — Sendiherrar EBE-ríkjanná hjá framkvæmda-' nefndinni í Brússel tóku í dag endanlega ákvörðun um nýtt til- boð sem gera á í Kennedyvið- ræðunum um lækkun tolla á inn- flutningi sjávarafurða til EBE- landanna. Fyrra tilboðinu höfn- uðu fulltrúar Norðurlanda. Fulltrúar vesturþýzku sendi- nefndarinnar í Brússel sagði að Norðurlönd myndu vafalaust sætta sig við þetta nýja tilboð. Það hefur enn ekki verið birt en sagt er að ekki hafi verið fallizt á málamiðlunarboð fram- kvæmdastjórnar EBE, en hún lagði m.a. til að felldur yrði nið- ur tollur á sild, söltuðum þorski og túnfiski. Sagt er að í hinum nýju tillögum sé gert ráð fyrir að síldartollurinn verði lækkaður úr 20 í 10% og tollfrjálsi kvót- inn aukinn úr 32.000 í 46 000 lest- ir. Sanis konar boð sé gert varð- andi þorsk og túnfisk. ' Vietnammál á Aljbingi Framhald af 1. síðu. drög og gang innrásarstríðs Bandaríkjanna. Hann sýndi fram á Hversu gífurlegum fjárhæðum Bandaríkjamenn verja nú til Víetnamstríðsins og hversu djúp- tæk áhrif stríðið hefur nú þeg- ar fyrir efnahagslíf Bandaríkj- anna, þar sem það sé orðið gróðamesti atvinnuvegurinn að framleiða hergögn. Vitnaði Einar mjög í banda- rískar heimildir máli sínu til stuðnings, og minnti á að reikn- að hefði verið að það kostaði Bandarikin um 175 þúsund doll- ara eða um 7% miljón íslenzkra króna að drepa hvern hermann í Víetnam. Ef slík upphæð væri veitt til að hjálpa víetnömsku þjóðinni til að byggja upp land sitt væri þar eitt mesta velferð- arríki heims. Haldlitlar afsakanir Af hálfu Bandaríkjamanna sjálfra ' hefði það verið fært Sem röksemd fyrir íhlutun Bandaríkjanna i Víetnam að þeir ættu mikið í húfi að geta átt aðgang að hráefnalindum landanna í Suðaustur-Asíu. Bandaríkj aþjóðin væri aðeins 6% af íbúum heimsins en talið væri að hún ætti um 60% af öllum auðæfum heims. Svo ætti það að vera afsökun cinu hrylli- legasta stríði sem háð hefur ver- ið að Bandaríkin teldu sig þurfa á að halda náttúruauðæfum þessarar fjarlægu. fátæku þjóð- ar. Röksemdir Bandaríkjanna um „baráttu gegn kommúnismanum" væru ékki einu sinni sannfær- andi fyrir Bandaríkjamenn sjálfa, sú afstaða og afsökun ætti að mæta sívaxandi gagn- rýni á þjóðþingi og í blöðum Bandaríkjanna, hvað þá annars staðar í heiminum. Ákveðið hefur verið að um tillögu Alþýðubandalagsþing- mannanna fari fram ein um- ræða og lagði Einar til að um- ræðunni yrði frestað og málinu vísað til utanríkismálanefndar. Frestaði forseti . umræðunni að lokinni ræðu Einars, en Emil Jónsson utanríkismálaráðherra mun hafa kvatt sér hljóðs. Blaðskák TR:TA SVART: TA: Jón Björgvinsson Þorgeir Steingrímsson. HVITT: TR: Arinbjörn Guðmundsson Guðjón Jóhannsson 14. Rxg5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.