Þjóðviljinn - 16.03.1967, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. marz 1967 — ÞJÖÐVILJXNTST — SlÐA 7
A« undanfömu hafa verið haldnir alimargir fundir á vinnustöðum í Svíþjóð um Víetnam
— þar hefur m.a. verið safnað fé til Þjóðfrelsishreyfingarinnar. Einkum hafa byggingaverka-
menm látið að sér kveða. — Á myndinni er höfundur þessarar greinar, Sara Lidman, að taia
á fundi á vinnustað í Stokkhólmi.
Eg átti að fá að sjá Ham-
Rong brúna, hitta loftvarnar-
liðið þar, uppskerufólkið og sjá
þorpið, þar sem það þreskir
hrísgrjónin. Og einkum aetlaði
ég að sjá heilsuhælið mikla,
sem var gersemi Thanhóa-hér-
aðsins í heilbrigðismálum. En
þgtta var óróadagur og aðvör-
unarmerki tið, svo að vinir
mínir vöruðu mig við að fara,
þó að ég möglaði. „Reyndar
hafa þeir bara verið á flugi
hérna síðustu vikurnar. En
enginn veit, hvenær þeir demba
einhverju niður‘‘.
Það var fyrst undir kvöld,
að ég fékk að fara þangað, sem
heilsuhælið var. Yfirlæknir-
inn, Nguyen Duc Khoan, sem
ekki var neinn yfirlæknir leng-
ur, hitti mig á litla gistihúsinu
við fjallið og ságði mér frá
heilsuvernd í Vietnam á tímum
friðar og styrjaldar.
Hann er grannvaxinn og ung-
legur maður og ber það ekki
með sér, að hann sé yfirmað-
ur Þessi glaðlega hlýja, sem
einkennir fólkið í Vietnam, vek-
ur þá hugmynd hjá Norður-
landabúa, að við séum gömul
og leið á vonzku heimsins. En
hvernig getur fólkið hérna ver-
ið glaðlegt? Rétt eins og það
viti ekki af neinu stríði!
★
Eg spurði um uppruna hans.
Og hann sagði mér í fáum
orðum frá námi sínu: „Það var
svo sem ekkert sögulegt við
það. Ég er fæddur 1925. Faðir
minn var embættismaður. og
þess vegna voru ráð á að láta
mig ganga skólaveginn. Ég fór
að lesa læknisfræði við háskól-
ann í Hanoi 1945. En strax ár-
ið eftir. gekk ég í herinn gegn
Frökkum. Vígvöllurinn varð
háskólanám okkar i læknis-
fræði. Og alltaf kom það verk-
lega til sögunnar, áður en bú-
ið var að lesa um það. Stundum
þurfti fæðingarhjálp. Aldrei
gleymi ég þeirri fyrstu. Konan
var í Ninhbinh-þorpinu. Það
er umflotið vötnum. Ég var 22
ára og hafði aldrei á ævi minni
verið við fæðingu og ekki far-
inn að lesa neitt slíkt. Ég reri
bátnum með annarri hendi, en
hélt á bók með hinni, og las
um fæðingar. Til allrar ham-
mgju var tunglsljós. Ég gekk
skjálfhentur að verki, en konan
taldi í mig kjark milli hríð-
anna. Og allt heppnaðist.
Öðru hverju fór ég í háskól-
ann og las eins og óður mað-
ur nokkrar vikur. Og árið 1953
tók ég próf að naíninu til. Það
hefði ekki víða verið tekið gilt.
Ég kunni samt sitt af hverju
og varð aðstoðarlæknir við
sjúkrahúsið Sjötíu og eitt. Það
var þá lítið almennt sjúkra-
hús. En érið eftir var því
breýtt í berklahæli. Þá varð
ég að kynna mér berkialækn-
ingar jafnframt því, sem ég
vann hérna. Og tveimur árum
seinna fór ég til Hanoi og lærði
berklalækningar við Pasteur-
stofnunina. Þá var hún enn í
höndum Frakka. Margir vís-
indamannanna þar voru á okk-
ar bandi, og við höfðum góð
kynni af mörgum Frökkum,
sem voru á móti nýlenduvaldi.
Ég lærði meðferð röntgentækja
af ungverskum prófessor. Síð-
an vann ég við ýmis sjúkra-
hús, þar til ég kom aftur hing-
að til Sjötíu og eitt árið 1964.
Þá var komið hér stórt heilsu-
hæli, 50 hús alls, með rann-
sóknastofum og öllu, sem
þurfti. Við höfðum 500 sjúkra-
rúm. Og í ráði var að fjölga
þeim upp í 750. En þegar loft-
árásirnar byrjuðu var úti um
það — eins og fleira í Viet-
nam.
★
að var í september 1964, sem
ég kom hingað aftur. Og
þá var nú gaman að lifa. Ég
ætlaði að gera þetta fullkom-
ið sjúkrahús, Við vorum þrír
lséknar og tveir vísindamenn.
sem unnum saman að rann-
sóknum. Við hugsuðum ekki
eingöngu um berkla. Til dæm-
is var okkur annt um meiðsli,
sem af styrjöld leiða, bruna-
sár og slíkt“. (Sjálfur .hefur
hann ör eftir brunasár við
vinstra gagnauga.)
„------Við erum fátækir. En
á síðustu árum hefur ekki ver-
ið matarskortur, og hreinlæti
hefur batnað. Þetta hefur dreg-
ið mjög úr berklum'og vaneldT
issjúkdómum. Árið 1954 — það
er að segja sjálft Friðarárið,
hófum við baráttu gegn berkl-
„Trú er ég eins og gull-
ift, traustur eins og bjarg-
ift. Meft þér stenzt ég alla
storma. Þannig bunðust
þau tryggftum og sóru vift
himin og haf"
NGUYEN DU,
vietnamskt skáld.
Þessi glaðlcga hlýja,
sem cinkennir fólkið í Vi-
etnam vekur þá hugmynd
hjá Norðurlandabúa, aft
vift séum gömul og Ieið á
vonzku heimsins. En
hvemig getur fólkift hérna
verift glaðlegt? Rétt eins
og það viti ekki af neinu
stríði.
SARA LIDMAN
unum. Fimm af hundraði voru
berkláveikir. En í fyrra var tal-
an komin niður í tæplega einn
af hundraði. í þessu héraði,
Quang Yen, er kolanámubyggð
með 3000 íbúum. Af þessu fólki
fundum við aðeins einn berkla-
veikan síðast. Kolanámumenn
hafa líka hærri laun en há-
skólamenntaðir menn núorðið.
Við höfum heilsuverndar-
samband, sem starfar um allt
land og sendir tíu manna hópa
í allar áttir með röntgentæki,
bóluefni og fræðslukvikmyndir.
1 sumum hreppum er ekkert
rafmagn og þar veíða heilsu-
gæzlumennirnir að hafa með
sér lítinn mótor. Eitt lærðum
við nytsamlegt af Frökkum í
stríðinu. Það var að skrúfa
sundur allavega tæki og flytja
á reiðhjólum í mörgu lagi“.
(Þetta sá ég með eigin aug-
um á vegunum: ótrúlega lang-
ar lestir hjólreiðarmanna með
hergögn, matföng, fatnað og
sjúkragögn).
„Síðan 1954 er bólusetning-
arskylda gegn gömlu landplág-
unum: bólusótt, kóleru og
taugaveiki. Síðustu árin hafa
bóla og kólera ekki gert vart
við^ sig. Taugaveiki er í rénun.
Kynsjúkdómar, sem nýlendu-
valdið færði okkur, eru líka
horfnir. Nú er syfilis ekki til
hér“.
★
Um fimmleytið fara Kanarn-
ir heim i matinn til Saigon,
eins og það er orðað. Og þá
gefst tækifæri til að aka út
að sjúkrahúsinu Sjötíu og eitt.
Yfirlæknirinn sýnir mér
nokkrar ljósmyndir af sjúkra-
húsinu eins og það var: Hvít,
snotur hús, opnir skálar, sjúk-
lingar við föndur og dægra-
dvöl, pálmar! Sjúkrahúsið er
skammt frá næsta þorpi, á
miðri sléttu, með hrísgrjóna-
akra á alla vegu. Þar standa
nú leifar tuttugu húsa. En af
hinum þrjátíu sést ekkert uppi
standandi. Miklar moldardyngj-
ur og djúpar gryfjur eru komn-
ar í staðinn. Laeknirinn stað-
næmdist hjá 'einni gryfjunni og
segir „Þarna var húsið mitt“
Glerbrot, hrákakönnur, keng-
bogin standvog, ræksni af rit-
vél og lítill bíll á hvolfi eru
í gryfju. sem vatn hefur sigið
í. Og hér getur að lita 500 kílóa
sprengju, sem ekki hefur
sprungið, pappírsrusl, sjúkra-
skýrslur, sundurtætt rúmstæði,
náttborð, vatnskrana, búta úr
vatnspípum og múrsteinshröngl.
Og þetta er samkomusalur-
inn.
Vicj göngum inn í eitt „hús-
ið“. Þak og gluggar eru komn-
ir víðs vegar. En nokkrar stoð-
ir standa, og sumsstaðar sést
fallegt, ljósleitt mósaikgólf. Og
þarna er stafli af rúmstæðum,
sem ekki hafa eyðilagzt. Lækn-
irinn tínir nokkra taflmenn upp
úr ruslinu, litla, hvíta, aust-
urlenzka taflmenn, litkrítar-
kassa og blað úr bók. Hann
þýðir nokkrar linur á frönsku:
„Trúr er ég eins og gullið,
traustur eins og bjargið. Með
þér stenzt ég alla störma.
Þannig bundust þau tryggðum
og sóru við himin og haf“.
Þetta er úr eftirlætisljóðmæl-
um Vietnama, ástaróði skálds-
ins Nguyen Du frá öndverðri
siðustu öld. Ber oft á góma
eins og Hamlet í Evrópu.
Sjúkrahússvæðið er hér um
bil hálfur ferkílómetri, en við
hvert fótmál stígum við á eit.t-
hvað brotið. Við erum feimin
við að sjá einstöku óskemmdán
hlut. ísskápshurð blasir við,
frekjulega hvít og . skínandi.
Dýrabúr er óskemmt.
„Tilraunamýsnar okkar“.
Þarna stendur reyndar heill
veggur. Hvaða ástæðu sem
hann hefur til þess. Og þarna
er letrað: Þolinmæðin bjarg-
ar heilsu þinni. Og á skökkum
stólpa við íþróttavöll starfs-
manna steridur: Sjúklingar,
varið ykkur, og gangið ekki
út á völlinn. Þar fljúga knett-
irnir. Og þarna er sundurtætt-
ur stofn af pálma.
★
Læknirinn er hættur að brosa.
En hanri talar alúðlega, lág-
um rómi: „Hálfum mánuði áð-
ur en þeir réðust á okkur,
gerðu þeir loftárás á holds-
Þann 22. þ.m. frumsýnir
Þjóðleikhúsið fjóra balletta í
Lindarbæ undir stjórn Fay
Werner ballettmeistara Þjóð-
leikhússins og hefur hún sam-
ið og æft alla ballettana.
Dansarar eru sjö nemendur
úr Listdansskóla Þjóðleikhúss-
ins og þeir eru: Ingunn Jens-
dóttir, Ingibjörg Björnsdóttir,
Guðbjörg Björgvinsdóttir,
Kristín Bjarnadóttir, Sigríður
Sigurðardóttir, Helga Magnús-
dóttir og Einar Þorbergsson.
Allir þessir nemendur hafa ver-
veikrahælm á ströndinni. Þar
voru allir holdsveikrasjúkling-
ar landsins, um 2009. Þeir réð-
ust tíu sinnum á hælið, og eftir
það á þorpin, þar sem sjúk-
lingarnir leituðu hælis.
Þegar við heyrðum þetta,
skildum við, að berklahælið
gat líka talizt hernaðarlega
mikilvægt, svo að við fórum
að flytja burt sjúklingana.
Sjúklinga frá öðrum landshlut-
um létum við fara heim, og
aðra, sem voru sæmilega hress-
ir, sendum við á sjúkraskýli,
sem berklavörnin hefur kom-
ið upp hér og þar.
Þegar fyrsta* árásin var gerð
8. júlí, voru um 50 sjúklingar
eftir og álíka margt starfsfólk.
Fjandmennirnir komu á 40
sprengjuflugvélum. — — Hver
flugvél flytur 6 sprengjur, 500
kíló hver þeirra. Þeir gátu flog-
ið lágt og hitt þökin, því að
hér voru engar loftvarnir.
Fyrsta árásin tók .klukkutíma.
Þá eyðilögðust öll húsin.
Við mótmæltum opinberlega
frammi fyrir þjóðum heimsins.
Bandaríkjamenn sögðu víst, að
þeir hefðu álitið þetta herstöð.
Jafnframt raupar Johnson af
því, að hver gómstór blettur i
Vietnam hafi verið .ljósmynd-
aður. Og það vitum við, að
Leyniþjónustan er ekki svo
bjálfaleg, að hún viti ekki hvað
er á hverjum stað“.
„En höfðuð þið Rauðakross-
merki á þakinu?" spurði ég.
„Auðvitað".
„En kannski sést það ó-
greinilega á tígulsteinsþaki?“
„Við hvítmáluðum öH þök,
áður en við settum Rauðakross-
merkið þar, svo að það skyldi
sjást sem bezt“.
★
Hann þegir um stund, en
heldur svo frásögninni á-
fram: „í fyrstu árásinni drápu
þeir 5 hjúkrrfnarkonur. Fjórtán
sjúklingar biðu bána eða fengu
andþrengsli, svo að við urð-
Framhald á 9. síðu
ið í 5—10 ár í Listdansskóla
Þjóðleikhússins.
Nemendur í Listdansskólan-
um eru nú um 140, en skólinn
hefur verið starfræktur á veg-
um Þjóðleikhússins í sl. 16 ár.
Fay Werner hefur verið baH-
ettnieistari hjá Þjóðleikhúsinu
s.l. 3 ár og stjórnaði hún sjálf-
stæðri ballettsýningu fyrir
tveimui árum með nokkrum
nemendum úr Listdansskólan-
um í Lindarbæ. Auk.þess hef-
ur hún samið og æft dansa í
mörgum leiksýningum hji
Framhald á 9. síðu-
«>-
Fay ffemer ballotmeistari.
4 ballettar verða
sýndir í Lindarbæ