Þjóðviljinn - 16.03.1967, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.03.1967, Blaðsíða 12
 Sigurjón Bjömsson segir um uppsögn sína á starfi: Kýs að hafa frjálsar hendur til að gagnrýna og gera ■ Sigurjón Björnsson, borgarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins, hefur sagt lausri stöðu sinni sem forstöðumað- ur Geðverndardeildar barna við Heilsuverndarstöðina en þar hefur hann starfað síðan 1960,- ■ Að undangehgnum þeim umræðum um barna- heimili sem átt hafa sér stað í borgarstjóm nýverið mun uppsögn Sigurjóns að öllum líkindum vekja all- mikla athygli. Hafði Þjóðviljinn samband við hann í - gær og spurðist fyrir um fer svar hans hér á eftir. — Það gæti litið svo út, sagði Sigurjón, að ég hafi sagt iupp eingöngu vegna þess fjaðrafoks sem ummæli mín um vöggustofuna að Hlíðar- enda hafa valdið, en svo er ekki, heldur á uppsögnin sár lengri aðdraganda. Geðverndardeild bama hef- ur starfað síðan 1960 og starfsmennimir hafa verið nokrir sáilfræðingar, læknar og félagsráðgjafar, sem hafá haft- margvísleg afskipti af fjölskyldum í Reykjavík. Þar eð þetta er stærsta stofnun af þessu tagi og þar sem flestir þeir, sem hafa sérþekkingu á þesstim málum, hafa unnið, hefði verið eðlilegt að borg- aryfirvöldin hefðu séð sér hag í því að leita til starfsmanna stofnunarinnar um ýmis úr- ræði í málefnum bama og unglinga. orsakir uppsagnarinnar og En það undariega hefur gerzt að á þessum árum sem deiidin hefur starfað heiur aldrei verið talin ástæða til að spyrja starfsmenn hennar um ýmis mál sem hefði mátt búast við að við hefðum þekkingu á, samanber áætlun um bamaheimili í Reykjavik, sem kom fram 1963. Fólk með sérþekkingu á bamavemdarmálum hefur beinh'nis verið lokað inni í nokkurs konar búri — og f sömu andrá er talað um að það vanti fólk í þessi störf. Aðeins einu sinni hefur Geðverndardeildin átt fulitrúa í nefnd sem vann að sam- ræmingu barnaverndarmála í Reykjavík. Þá stóðu fulltrúar Geðverndardeildar og Bama- verndamefndar saman að áliti sem ekki sá náð fyrir augum meirihlutans. — Slíkar staðreyndir sem við kynntumst á þessum ár- um sýndu fram á að það var ekki ætlun ráðamanna að Geðverndardeildin kæmi neitt nálægt þessum málum í Rvík. Auk þess varð okkur smátt og smátt ljóst að framkvæmd mála þessara var fléttuð inn í pólitík borgarinnar og það virtist ekki nokkur leið að smeygja fingri inn fyrir þann sem stóð fyrir utan og vildi styðjast við fagmannssjónar- mið. — En þar sem mörg brýn verkefni iágu fyrir ákvað ég að gefast ekki upp heldur fylgja þessum málum eftir á þeim eina vettvangi sem virt- ist fær þ.e. innan borgar- stjómar. Þetta hefur nú verið reynt í smátíma með þeim árangri að borgarstjórnar- meirihlutinn hefur vítt það harðlega að þessi' mál væru borin fram á pólitiskúm vett- vangi! — Ég komst að því þegar ég var að reyna að fara þessa Sigurjón Björnsson leið að fagmannssjónarmiðin eru látin víkja þegar út i pólitíkina er komið og segja má að rangt sé að blanda þessum málum saman við pól- itík og flokkadrætti, en önn- um leið virtist ekki fær. En þegar því er haldið fram að borgarstarfsmenn megi ekki ræða þessi málefni innan borgarstjórnar og þeir hafa enga aðra möguleika til þess, er óneitanlega komið í eins- konar sjálfheldu. Þá er aðeins um tvennt að ræða: annaðhvort að draga sig út úr stjórnmálunum og sætta sig við seinaganginn og aðgerðarleysið, eða að velja þá leið að hafa frjálsar hend- ur til að gagnrýna það sem miður fer og koma með til- lögur sem eru taldar vera til úrbóta. Og ég vil táka það fram að það er mikill misskilningur að halda að verið sé að deila : á stofnanirnar sjálfar og starfsfólk þess þegar gagn- j rýni á borð við þá á vöggu- stofuna kemur fram. Hér er verið að deila á fyrirkomulag- j ið og þá sem stjóma þessum málum, það dylst engum sem þekkja inn á þau mál og þar • er mörgu verulega ábótavant. ■ Barnaverndarmál háfa ekki j verið skipulögð en það verður • að vinda bráðan bug að þvi að það verði gert, ekki sízt • þar sem Reykjavík er vax- j andi borg. — Þetta voru lokaorð Sig- urjóns en Þjóðviljinn vill • bæta því við að erfitt verður : að fylla upp í það skarð sem j uppsögn Sigurjóns og konu • hans, Margrétar Margeirsdótt- • ur, félagsráðgjafa, hefur ski-1- ■ ið eftir á Geðvemdardeild j bama. Þau eyddu bæði 5-6 j árufn í það að mennta sig og undirbúa undir þessi störf, í • Danmörku, og má segja að j þau hafi byggt deildina upp. Hitt liggur svo Ijóst fyrir að uppsögnin og gagnrýni ■ Sigurjóns á sleifarlagið hefur : greinilega komið við einhvem j því að íhaldið í borgarstjóm hefur nú rókið til og samið •- tillögur þar sem þetta kemur ■ m.a. fram: „Jafnframt sameiningu fé- lagsmálastofnana (sbr. 3. gr. ■ hér að framan), skal efla samstarf við aðrar stofnanir Réykjavíkurborgar, sem vinna j skyld störf, t.d. lögreglu, j æskulýðsráð, skólaeftirlit, sál- ■ fræðideild skóla, ungbarnaeft- irlit, geðverndardeild Heilsu- : verndarstöðvar og geðdeild j Borgarsjúkrahússins. Bkal j leita til ofangreindra stofnana ■ til ráðuneytis og aðstoðar um úrræði FélagsmáIaskrifsto£u.“ j Verða þessar tillögur sem j Sjálfstæðismenn hafa gert að j sínum lagðar fyrir á borgar- ■ stjómarfundi í dag. — R.H. ■ »■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! !■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■•■■■■«■■■! Islandsþing í skák hefst á sunnudag Arinbjöm og Lárus í landsliðsflokki □ Skáfaþing íslands 1967 verður að venju haldið um páskana og hefst það n.k. sunnudag. Teflt verður í Domus Medica og hefst setningarathöfnin kl. 11 f.ih. en strax að henni lokinni verður tefld 1. umferð. Tefldar verða tvær umferðir á dag en mótinu lýkur með hraðskákkeppni síð- degis á annan í páskum. Á skákþinginu verður keppt í landsliðsflokki, meistaraflokki, I. og II. flokki hér í Reykjavík en keppni í unglingaflokki fer að þessu sinni fram á Akranesi og býður Taflfélag Akraness keppendum ókeypis uppihald á meðan á mótinu stendur. Þátt- töku í unglingaflokki ber að til- kynna til Óla E. Björnssonar eða Guðjóns Guðmundssonar Akranesi eða í síma 931778. í aðra flokka skákþingsins verð- ur tekið á móti þátttökutilkynn- íngum í skrifstofu Skáksam- bands íslands, Hverfisgötu 76, n.k. laugardag eftir kl. 2 síð- degis. í landsliðsflokki eru keppend- ur að venju 12 og eru það flest ungir meistarar, þó eru þar meistarar sem ekki hafa tekið þátt í íslandsþingi um árabil. Keppendur i landsliðsflokki eru annars þessir: Gunnar Gunn- arsson, núverandi íslandsmeist- ari í skák, Benóný Benedikts- son, skákmeistari Reykjavíkur, Björn Þorsteinsson, haustmeist- ari Taflfélags Reykjavíkur, Hall- dór Jónsson, Akureyri, Arin- björn Guðmundsson, Ingvar Ás- mundsson, Jónas Þorvaldsson, Lárus Johnsen, Haukur Angan- týsson, Bragi Kristjánsson, Jón Þ. Þór og Bragi Björnsson. Ætti keppnin á milli þessara kappa \ að verða tvisýn og skemmtileg. Eins og áður segir verða flesta daga mótsins tefldar tvær umferðir eða 1 umferð og bið- skákir. Hefur verið tekin upp Framhald á 9. síðu. Listi Sjálfstæðis- flokksins í Rvík í Morgunblaðinu í gær var birtur framboðslisti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Sú eina breyting er a efstu sætum list- ans frá síðustu þingkosningum, að Davík Ólafsson alþm. er ekki í kjöri en Birgir Kjaran kémur í hans stað, en Birgir var þing- maður Sjálfstæðisflokksins á næstsíðasta kjörtímabili. — Tólf efstu sæti listans eru þarmig skipuð: 1. Bjarní Benediktsson, 2. Auður Auðuns, 3. Jóhann Hafstein, 4. Birgir Kjaran,- 5. Pétur Sigurðsson, 6. Ólafur Björnsson, 7. Sveinn Guðmundsson, 8. Geir Hallgrímsson, 9. Þorsteinn Gíslason, 10. Guðmundur H. Garðgrsson, 11. Guðrún P. Helgadóttir, 12. Þór Vilhjálmsson. 100 ára afmæli verzlunar í Borgarnesi n.k. miðvikudag Afmælisins minnztmeð hátíðahöldum er hefjast þann dag BORGARNESI 15/3 — í tilefni af 100 ára afmæli verzlun- arstaðar hér í Borgarnesi 22. marz n.k. hefur hreppsnefnd Borgarness ákveðið að minnast þessa merkisafmaelis með eftirfarandi: Rögnvaldur fer hljómleika- fár til Sovétríkjanna i vor I næsta mánuði fér Rögnvald- ur Sigurjónsson, pianóleikari, í hljómleikaferð til Sovétrikjanna. Heldur hann a.m.k. 6 hljómlcika í fjórum stórborgum, m.a. við Kaspíahaf. N ÞjóðvKjinn náði tali af Rögn- valdi í gær og spurði hann um fyrirhugaða hljómleikaferð. Þetta er í annað skipti sem ég fer til Sovétríkjanna, sagði Rögnvaldur, í fyrra skiptið lék ég á hljómleikum í Leningrad, það var í desember 1958. Nú fer ég á aðrar slóðir, spíla í Káka- sus og nágrenni. — Þegar hefur verið ákveð- ið að ég spili í fjórum borgum þ-á.m. Astrakhan. Verða hljóm- leikaroir alls 6 eða 7, ýmist ein- leikstónleikar eða með hljóm- sveit. — Á prógramminu er meðal Rögnvaldur Sigurjónsson annars 1. konsert í E-moll op. 11 eftir Chopin. Auk þess leik ég Variationir eftir Pá!l ísólfs- son sem hann samdi sem tilbrigði við tema eftir föður sinn, ísólf Framhald á 9. siðu. Skráð hefur verið sagai Borg- arness og var Jón Helgason rit- stjóri ráðinn til að skrifa hana. Útgáfuna annast útgáfufélagið Iðunn en prentsmiðjan Oddi sér um prentunina. Hefst salai bók- arinnar á afmælisdaginn. Þá verður afmælisins minnzt í Borgamesi á éftirfarandi hátt: 1 tilefni afmælisins munu verzlanir og þjónustufyrirtæki loka á hádegi á afmælisdaginn 22. mairz. Klukkan tvö síðdegis verður haldinn hreppsnefndar- fundur í bamaskólanum Dg er fundurinn opinn öllum til á- heyrnar- Klukkan þrjú verður opnuð sögusýning í myndum sem sýnir þróun byggðariagsins og sitthvað fleira. Þar verða einnig sýnd tvö líkan af Borg- airnesi, annað af staðnum eins og hann var árið 1920 og hitt eins og Borgames lítur út í dag. Þessi sýning er einnig í barnaskólan- um. Klukkan 4—6 síðdegis hefur hreppsnefndin svo gestaboð að Hótel Borgamesi. Klukkan 8.30 um kvöldið vérð- ur síðan kvöldvaka í saimkomu- húsinu og frá henni verður út- varpað á miðbylgjum þannig að aKir heimamenn í Bprgarnesi geti fylgzt með því sem þar fer fram, en það verður í stórum dráttum þetta: Fluttur verður annáK úr sögu staiðarkis í umsjá Sigurþórs HaM- Loftmynd af Borgarnesi. Myndin var tekin á síðasta sumri. dórssonar skólastjóra. Þá syngur Karlakór Borgarness. Næst kem- ur fram gamall brottfluttur snillingur Guðmundur Sigurðs- son vísna- og revíuhöfundur, og mun hann fara með skemmti- þátt. Fleiri atriði munu verða á daigskránni en frá henni hefur énn ekki verið endanlega gengið. Á skírdag verður flutt hátíða- messa í Borgarneskirkju, prest- ur verður séra Leó Júlíusson prófastur á Borg. Klukkan fjög- ur síðdegis verður efnt til barna- skemmtunar í samkomwhúsinu en um kvöldið verður Deleríum búbonis eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni sýnt unclir stjórn Jón- asar. Sýndi ungmennafélagið leikinn í vetnr við mjög mikla aðsókn og góðar undirtektir. í sambandi við afmælishátíða- höldin mun ms. Akraborg fará frá Reykjavík á árdegisflæðinu á miðvikudaginn beint til Borg- arness og sennilega fer hún aðra ferð til Borgamess á annan £ páskum. Hátíðadagskrá verður gefin út og borm í hvert hús í Borgar- nési og einnig afhent gestum. Þá hefur Henrik Aunio gert sér- stakt hátíðamerki í tilefni af af- mælinu. — S-B.G. Jón Kristinsson keppir í Halle 1 fyrradag hélt Jón Kristinsson skákmeistari utan til þátttöku fyrir íslands hönd í svæðamóti sem haldið verður í Halle í Aust- ur-Þýzkalandi og hefst n.k. laug- ardag, 18. þ.m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.