Þjóðviljinn - 17.03.1967, Page 9

Þjóðviljinn - 17.03.1967, Page 9
Föstudagur 17. marz 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA 9 r \ Röng stjómarstefna orsök erfiðleika Framháld af 6. síöu. Hér hefur því ekki verið um það að ræða að fiskverðið á undanfömum árum hafi hækk- að of mikið.- Það hefur alltaf legið afturúr. Að þessari niður- stöðu komst m.a. milliþinga- nefndin, sem athugaði sérstak- lega um afkomu hinna miiini fiskibáta. Hún tók strax eftir þvi, að á undanfömum ámm hefur fiskverðið til bátanna alltaf verið ákveðið of lágt með tilliti til hins almenna verðlags í landinu, og í raun- inni lækkandi. Ástæðumar til þéss að af- koma þessa hluta sjávarútvegs- ins hefur farið versnandi, liggja fyrst og fremst í þeirri stefnu sem ríkisstjðmin hefur haft í efnahagsmálum. Ríkisstjórnin hefur. gert hvað eftir annað ráðstafanir, sem hafa orðið til þess, að íþyngja þessum þætti framleiðslunnar. Ég hefi áður bent á t.d. ráð- stöfun eins og þá að stórhækka vextina, allar vaxtagreiðslur þessarar útgerðar. Fiskveiða- sjóður íslands, einn af stærstu stofnlánasjóðum sem starfa í okkar landi, er fyrst og fremst byggður upp af fjármagni, sem sjávarútvegurinn hefur lagt honúni til sjálfur. Fiskveiða- sjóður gat því lánað stofnlán til sjávarútvegsins með hagstaeðum kjörum og hann gerði það um langan tíma, en þegar viðreisn- arstefnan var tekin upp, var á- kveðið með beinni fyrirskipun, gegnum Alþingi, að það skyldi hækka stofnlánavexti hjá Fisk- veiðasjóði um 2% til bátanna, algjörlega án þess að nokkur þörf væri á slíkri ráðstöfun. Hér var bara um aukabaggaað ræða, sem var verið að leggja á útgerðina. Þá var einnig á- 'kveðið að stytta stofnlán bát- 'anna, frá því sem áður hafði verið, en' það þýddi auðvitað í framkvæmd aukin útgjöld, :aúkiri ’árlég útgjold. Þessi pólitík hefur verið fram- kvæmd alveg þvert í gegn, eng- ínri 'þáftúr hefur þarna mátt liggja eftir. Þegar t.d. dráttar- vextir hjá Fiskveiðasjóði voru nokkru Iægri, þó þeir væru mjög háir, en dráttarvextir á ýmsum öðrum lánum veittum í landinu, m.a. á víxlum og öðru slíku, var það rekið i gégnum Alþingi með ofsa, að það skyldi hækka dráttarvext- ina líka á þessum lánum og auka enn álögumar á bátaút- vegi landsrnanna. Það var hryggilégt til þess að vita að þeir menn sem sátu hér á Al- þingi 'og töldu sig vera for- svarsmenn sjávarútvegsins, skyldu vera látnir greiða gt- kvæði með því eins og hinir. Þannig hefur stjórnarstefnan í efriahagsmálum verið, hún hefur hreinlega miðað að þvi að auk.a álögumar á sjávarút- véginn, að‘ íþyngja honum, og stefnan hefur því í vaxandi mæif leitt til þess, að slík vandamál koma upp eins og við stöndum frammi fyrir nú. Og hin almenna verðbólgu- stefna, sem hér hefur veriðríkj- andi um margra ára skeið, hef- ur leitt til þess að fiskverðið til bátapna hefur alltaf verið lækk- andi í hlutfalli við annað verð- lag í landinu, en það þýddi auðvitað í framkvæmd versn- andi afkomu þessarar atvinnu- greinar. Milliþinganefnd sem ég hefi' hér minnzt á og í áttu sæ’i menn úr Öllum þingflokkum komst að þeirri niðurstöðu, að árið 1955 hefði fiskverðið þurft að vera 18% hærra til bátanna heldur en það yar, til þess nð bátarnir héldú jafnræði við það, sem það var á árinu 1962. Það er mjöíf sennilegt að þetta of lága fiskvcrð þýði fyrirbáta- flotann í landinu upp undir200 milj. kr. þetta ár. Hvar var sjávarútvegsmálaráðherra með- an þessu fóri fram? Tók hann eftir þessu? : Gerði hanri sér grein fyrir þessu? Gerði hann einhverjar athugasemdir við þetta? Nei, hann virtist ‘ hvorki sjá né heyra. Hann lét þetta allt yfir ganga og síðan hefur tilhneigingin verið sú að reyna að skýra þetta á eftir með því, að hér væri um óviðráðanlegar ástæður að ræðá. Það er rétt að gera sér alveg fulla grein fyrir þvf að það er stefna ríkisstjórn- arinnar á undanfömum ámm í efnahagsmáliun, sem hefur leitt af sér þennan vanda. Það hafa svo komið hér fram á Alþingi ýmsar tillögur um það, hvað gera mætti m.a. tO þess að bæta nokkuð hag þessa bátaflota og m.a. komu fram allmargar tillögur frá milli- þinganefndinni, sem athugaði um afkomu bátanna, en reynsl- an hefur orðið sú, að ríkis- stjómin tekur ekki undir neina af þessum tillögum; gerir blátt áfram ekkert í þá átt að reyna að leysa vanda bátanna á þann hátt, ’ sem gæti orðið eitthvað til ffambúðar. Eitt af því sem milliþinga- riefndin benti ó var það, að bátar undir 120 rúmlestum að stærð ættu í nokkrum erfið- leikum, margir hverjir, vegna breytinganna sem orðið hafa á síldveiðum landsmanna undan- farin ár. Það liggur fyrir, að margir bátar af stærðinni 70 — 120 rúmlestir höfðu keypt sér alldýr tæki til þess að taka þátt í síldveiðum, höfðu útbúið sig með hinni nýju kraftblökk og þeir höfðu keypt dýr síldar- leitartæki og ráðizt í ýmis kon- ar annan útbúnað og keypt sér veiðarfæri til þess að taka þátt í síldveiðum. En svo hafa málin þróazt þannig, að þessi tæki notast ekki þessari útgerð, en útgerðin situr uppi með tæk- in og að sjálfsögðu með þau lán sem stofnað var til vegna kaupa á þessum tækjum. Eins og komið er, er vitanléga nauð- syrilegt að gera sérstakar ráð- stafanir til þess að létta þessum bagga af bátaútgerðinni með alveg sérstökum ráðstöfunum. En þó að milliþinganefndin gerði tillögur í þessa átt, hefur enn ékkert verið .aðhafzt af hálfu ríkisstjóiTiarinnar til þess að leysa þennan Vanda, ekkert! Mér sýnist því, að ríkt hafi á undanförnum árum sama sinnuleysið, sami sljóleikinn varðandi hagsmunamál þessa hluta sjávarútvegsins, bátanna, eins pg varðandi togaraútgerð- ina. Þar hefur allt verið látið dankast. Og ’meira að segja á- lögur, sem lagðar hafa verið á bátana á óréttmætan hátt +il þess að standa undir vanda- málum togaranna hafa ekki einu sinni fengizt af teknar. Enn eru bátamir látnir standa undir þeim álögum. Nú, við .skulum svo víkja imeð nokkrum orðum að ástand- inu hjá frystiiðnaðinum. Hvem- ig er ástandið þar? Jú, það liggur alveg óumdeilanlega fyr- ir, sem oft hefur verið sagt hér í þessum umræðum ogöð;’- um, að verðlag á útfluttum fiskafurðum hefur farið mjög hækkandi á undanfömum ár- um, allt fram á síðari hluta s.I. árs. Og verðhækkanimar voru eiginlega ótrúlega miklar í mörgum greinum. Þetta hefði auðvitað átt að leiða til þess, að fiskiðnaður okkar hefði búið við tiltölulega góða afkomu. En reynslan sýn- ir allt annað. Reynslan sýnir að afleiðingarnar af stefnu rík- isstjómarinnar í efnahagsmál- um hafa orðið fiskiðnaði lands- manna svo dýrkeyptar, að nú verður að hlaupa undir bagga með þýðingarmestu grein fisk- iðnaðarins, til þess að sú grein leggist ekki alveg út af. Það mun láta nærri, aðverð- lag t.d. á frosnum fiski haíi hækkað á. liðnum 4 árum um um það bil 40%. Nú er hins vegar talað um verðlækkun. sem gæti numið 10—20 prós. Það sjá því allir, að verðlags- þróunin, þegar litið er yfir 4—5 ára tímabil, hefur í rauninni ekki verið óhagstæð, ekki held- ur fyrir frysta fiskinn, en á þvi sviði eru nú erfiðleikarnir mest- ir. En þá verðlækkun, sem nú ® er um að ræða, getur þessi iðn- aður ekki tekið á sig vegna þess, að útgjaldaaukningin hef- ur verið svo gífurlega mikil í þessari atvinnugrein á undan- fömum árum, að þúið er að eyða öllum tekjuaukanum, sem kom frá. hækkandi afurðaverði á erlendum mörkuðum, það er búið að eyða þeim tekjuaukat.il þess að standa undir síhækk- andi útgjöldum, yfirleitt inn- lendum útgjöldum. Það fer ekkert ó milli mála, að það er hægt að rekja þessí hækkandi útgjöld t.d. frystihús- anna, alveg beint til þeirrar stefnu, sem ríkisstjórnin hefur rekið í efnahagsmálum. Og ríkisstjómin hefur haldið sig við þessa stefnu alveg fram á þessa stund. Ég minnist þess t.d., að þegar fyrir rúmlega án var verið að afgreiða fjár- lög, þá kom fjármálaráðherra og gerði kröfur um það, að ýmsir tekjustofnar ríkisins yrðu gerðjir drýgri fyrir ríkissjóð en þeir höfðu verið áður og ýms- um útgjöldum yrði létt af rík- issjóði. af þvf að ríkissjóður þyrfti á þvi að halda. 1 þess- um efnum krafðist ráðherrann þess m.a., að létt yrði af 'rík- inu greiðslum, sem nema í kringum 40 milj. kr. á ári, vegna halla, sem verið hafði á rafmagnsveitum ríkisins og rík- issjóður hafði fengið tekjur til þess að standa undir, því hann var búinn að standa undir slfk- um greiðslum í rnörg ár. En fjármálaráðherra sagði: — Ég vil losna við þessi út- gjöld og það verða aðrir að borga þau, af því að það þarf að bæta hag ríkissjóðs. — Og hann fékk sitt mál fram ogstóð fyrir því að hækka allt raf- magnsverð í landinu, sem þessu nam. Afleiðingin varð svo sú, að rafmagnsverð stórhækkaði m.a. hjá frystiiðnaði lands- manna, stórhækkaði! Hækkunin var mjög misjöfn á hinum ýmsu stöðum, en mjög víða var hér um tilfinnanlega hækk- un a$ ráeða. Ég minnist þess, að ég benti hér á við umræð- ur um þetta mál, að þessar ráðstafanir af hálfu ríkisstjórn- arinnar hlytu að leiða til þess að íþyng.ia enn meir en þá var orðið útflutningsatvinnu- vegum landsmanna, því að þótt þetta bætti í svipfnn hag rík- issjóðs, hlyti þetta að þýða, að útgjöld annarra í landinu hlutu að hækka sem þessu næmi. Og það er enginn vafi á því, að þær ráðstafanir, sem voru gerðar um þetta leyti, munu hafa hækkað tekjur ríkissjóðs á milli 200 og 300 milj. kr. En þær hafa líka aukið útgjöld annarra aðila í landinu um sömu upphæð. Og einn er sá aðili, sem yfirleitt getur ekki velt slikum hækkunum af sér, en það er útflutningsfram- leiðslan. Hún sat eftir með baggann að langmestu leyti. En fjármálaráðherra fékk sitt fram og ríkisstjómin, tekjur ríkissjóðs voru auknar og í árslokin gat hann svo auðvitað státað af þvf og ríkisstjómin öll, að tekjur ríkissjóðs hefðu reynzt miklar. Þær munuhafa farið 800 eða 900 milj. kr. fram úr áætlun. Og þó að útgjöld ríkissjóðs hafi líka farið 300 — 400 milj. kr.: fram úr áætlun, voru eigi að síður eftir í kass- anum, þegar upp var staðið, 400 — 500 miljónir króna. Kaupið Minningarkort Slysavarnafélag's tslands Skólavörðustícf 36 Símí 23970. INNHEIMTA LÖOTRÆOI^TÖnr Jón Finnsson Uæstaréttarlögmaður Sölvhólsgötu 4. (Sambandshúsinu XIX. hæð) símar 23338 og 12343 S Æ N G U R Endurnýjum gömlu sæng- urnar, eigum dún- og fið- urheld ver og gæsadúns- sængur og kodda af ýms- um stærðum Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstíg 3. Simi 18740. (örfá skref frá Éaugavegi) SMTJRST.ÖÐXN Kópavogshálsi Rími 41991 Opin frá kl. 8—18. A föstudögum kl. 8—30. ☆ ír ☆ . HEJFUR' ALLAR algengustu smurolíuteg- undir fyrir diesel- og benzínvélar. HamborgaTar Franskar kartöflur Bacon og egg Smurt brauð og snittur SMÁRAKAFFI Laugavegi 178. Sími 34780. Grillsteiktir KJÚKLINGAR SMÁRAKAFFI Laugavegl 178. Sími 34780. Gerið við bílana ykkar sjálf — Við sköpum aðstöðuna Bílaþjónifstan Auðbrek'- 53. Sími 40145. (Cópavogi. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. Halldór Kristinsson gullsmiður. Óðinsgötu 4 Sími 16979. Nýja þvottahúsið Sími: 22916. Ránargötu; 50. 20% afsláttur af öllu taui — miðast við -30 stykki. Viðgerðir Laugavegi 38. Skólavörðustíg 13 Snorrabraut °a * Mjög vönduð og falleg vara. * Þýzku kven- og unglingabuxurnar marg eftirspurðu eru komnar. BRlDGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannar-gæðin. BiRIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstri. á skinn- og rúskinnsfatnaði. BRIDGESTONE ávallt fyrirliggjandi. Góð biónusta. Leðurverkstæði Úlfars Atlasonar. Bröttugötu 3 B. Sími 24-6-78. Sængurfatnaður — Hvítur oe mislitur — * ★ ÆÐARÐÚNSSÆNGUR GÆSADÚNSSÆNGUR DRALONSÆNGUR ★ GÓÐ ÞJÓNUSTA Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 FRAMLEIÐUM ÁKLÆÐI a allar tegundir bfla. OTUR SÆNGURVEh LÖK KODDAVER Hringbraut 121. Sími 10659 Skólavörðustig 21. 4 ,VB óezt man

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.