Þjóðviljinn - 22.03.1967, Page 1
Miðvikudagur 22. marz 1967 — 32. árgangur — 68. tölublað.
Leikfimikennsla er algeriega vanrœkf hér
n 37% nemenda í barna- og gagnfræða-
skólum í Reykjavík njóta engrar eða ónógr-
ar leikfimi'kennslu vegna þess að ekki er
húsnæði fyrir hendi, og ástandið í þessum
efnum er sízt betra hér í nágrenni; í Kópa-
vogi, Garðahreppi og Hafnarfirði. Fjarri
fer því að skólabörn njóti lögboðinnar
kennslu í leikfimi, en hún skal vera 3 klst.
á viku hjá 11 ára börnum og eldri og tvær
stundir hjá yngri börnum.
□ Leikfimikennsla skólabarna er því al-
gerlega vanrækt hér á landi, þótt viður-
kennt sé að kerfisbundin leikfimikennsla sé
nauðsynleg heilbrigði barna og unglinga
og ekkert getur komið í þess stað.
□ Þ'essar staðreyndir komu fram hjá
íþróttafulltrúa ríkisins, Þorsteini Einars-
syni, á fundi með fréttamönnum í gær, þar
sem rætt var um þríþraut FRÍ og Æskunn-
ar og sagt er frá á íþróttasíðu blaðsins í dag.
Frumvarp Gils Guðmundssonar og Björns Jónssonar um togarakaup ríkisins rætt á Aiþingi
Togaraútgerð á að verða gildur
atvinnulífi hér á landi
Skotlands?
Hinn 17. marz sl. birtist i
Dagbladet í Noregi eftirfar-
andi frétt: Sovézka skáksam-
bandið gengst fyrir skákmóti
dagana 20. maí til 16. júní í
tilefni 50 ára afmælis októ-
berbyltingarinnar 1917. 18
stórmeisturum er boðið til
mótsins og þegar hafa eftir-
taldir þeirra ákveðið þátttöku
i mótinu: Petrosjan, Smysloff
og Tal frá Sovétríkjunum,
Fischer (Bandar.), Larsen
Danm.), Ólafsson (íslandi),
Najdorf (Argent.), Uhlmann
(A-Þýzkal.), Portisch (Ungv.),
Pachman (Tékkósl.), Bobot-
zoff (Búlg.)), Unzicker (V-
Þýzkal), Georghiu (Rúm.), og
fimm stórmeistarar til við-
bótar. — Verðlaun í mót-
inu eru frá 1000 rúblum og
niður í 200“
Þjóðviljinn bar þessa frétt
undir Friðrik Ólafsson stór-
meistara, og sagðist hann ekki
hafa fengið boð um þátttöku
í mótinu, enda mundi hann
ekki geta tekið því þótt það
baerist, þar sem hann væri á
síðasta ári í lögfræðinámi
sínu og gæti ekki fórnað tíma
í svo lang^ og strangt mót.
Hann hefði hins vegar feng-
ið boð um þátttöku í skák-
móti í Ungverjalandi en færi
þangað ekki heldur. Helzt
væri hann að hugsa um að
taka boði um þátttöku í skák-
móti í Skotlandi í júlí-mán-
uði, það væri stutt mót og
stutt að fara og gæti verið
ems konar sumarfrí. Kepp-
endur þar hafði hann heyrt
nefnda þá Botvinnik, Keres,
Gligoric og Zabo, en kepp-
éndur yrðu þar 10—12 tals-
ins.
Ég vil leggja á það á-
herzlu að hér er um stór-
mál að ræða sem ekki
þolir neina bið. Við höí-
um raunar beðið of lengi
að hefjast handa um
þessa endurnýjun togara-
flotans okkar til skaða og
vanza, sagði Gils Guð-
mundsson á Alþingi í
gær er hann lauk ítar-
legri framsöguræðu fyr-
ir frumvarpi sínu og
Björns Jónssonar um tog-
arakaup ríkisins.
„Áhugi framsækinna
útgerðarmanna og skip-
stjóra er þegar fyrir
hendi. Til eru beir aðilar
sem þegar vilja glíma við
að leysa þennan vanda,
svo framarlega sem þeim
verður gert það fjárhags-
lega kleift. Alþingi og
ríkisstjórn á að koma til
móts við bessa aðila. Ao
því ber að stefna að tog-
araútgerð geti á ný orðið
gildur þáttur í íslenzku
atvinnulífi”.
Gils rafeti í ræðu sinni hvern-
ig togaraútgerð hefði hnignað í
tíð „viðreisnarstjórnarinnar.“
Hann vitnaði í umsagnir hinna
færustu skipstjóra um gildi tog-
araútgerðar og möguleika, og
um nauðsyn á endurnýjun flc+-
ans með nýtízku skipum.
Frumvarp okkar gerir ráð fyr-
ir því að keyptir verði til
reynslu skuttogarar af a.m.k.
tveim stærðum, sagði Gils m.a.
Ef til vill ættu stærðir og gerð-
ir þessará nýju tilraunaskipa að
vera fleiri, til þess að sem fyrst
fáist æskilegur samanburður er
miðast við íslenzkar aðstæður.
En á slíku tilraunastarfi verð-
um við að byggja frekari end-
urnýjun togaraflotans.
* Rikið annist skipakaupin
í frumvarpinu er gert ráð fyr-
ir því að 'ríkið hafi með hönd-
um skipakaupin og útvegun
nauðsynlegs lánsfjár, á svipað-
an hátt og gert var við kaup á
nýsköpuhartogurunum svo-
nefndu eftir síðustu heimsstyrj-
öld. Jafnframt yrði bæjarútgerð-
um og áhugasömum einstakling-
um gert kleift að eignast þessi
skip, og er ekkert því til fyrir-
stöðu að væntanlegir kaupendur
hafi áhrif á gerð og stærð skip-
anna, eftir þvi sem hverjum
þykir henta og telur vænlegast
ail árangurs.
Þar eð fiér verður í upphafi
um tilraunastarfsemi að ræða
sem á að geta orðið þýðingar-
Framhald á 9. síðu.
1967
Aldarafmæli Borgarness
■ I dag eru liðin 100 ár frá því Borgarnes hlaut verzl-
unarstaðarréttindi og er þess minnzt með hátíðahöldum í
Borgarnesi í dag eins og áður hefur verið skýrt frá hér í
blaðinu. Verður m.a. haldinn hátíðafundur í hreþpsnefnd-
inni, síðan hefur hreppsnefndin gestamóttöku í tilefni dags-
ins, opnuð verður sögusýning og í kvöld verður skemmt-
un með fjölbreyttum dagskráratriðum. Verður nánar sagt
frá hátíðahöldunum hér í blaðinu á morgun. Þá hefur Jón
Helgason ritstjóri samið sögu Borgarness og á hún að koma
út í dag í bókarformi. — Myndin fcr af merki sem gert
var í tilefni af afmælinu.
I
Nýjasta styrkjakerfi rfkisstjórnarinnar?
Uppbætur á rafmagnsverð!
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar leitar efíir því við ríkisst|órnina að hækkun raf-
magnsverðs verði bætt úr ríkissjóði vegna verðstöðvunarinnar
Um síðustu áramót hækkaði
rafmagnsverð til þeirra sem
kaupa rafmagn af Landsvirkj-
un, en stjórn Landsvirkjunar
samþykkti þessa hækkun me,ð
sérstakri heimild ríkisstjórn-
arinnar þar sem lög um
verðstöðvun eru I gildi. Raf-
veitunum er aftur á móti ó-
heimilt að hækka verð til al-
Bílum hér á landi f jölgahi
um heíming á einum áratug
□ Samkvæmt nýútkominni bilreiðaskýrsloi frá Vega-
málaskrifstofunni var tala bifreiða á ölTu landinu 39278
og tala bifhjóla á sama tíma 309, þannig að bifreiðar og bif-
hjól voru samtals 39587 talsins. Fólksbifreiðar með sæti
fyrir allt að 8 farþega voru 32515, stærri fólksbifreiðir 466,
vörubifreiðir alls 6297.
Reykjavík var bílaflesta um-
dæmi landsins eins og nærri má
geta með 17105 bíla og bifhjól
Næst í röðinni er Gullbringu- og
Kjósarsýsla með 3790, næst er
svo Akureyri og Eyjafjarðar-
sýsla með 2597, þá Ámessýsla
með 1873, Kópavogur með 1793,
Þingeyjarsýsla með 1271 og Suð-
ur-Múlasýda með 1042 bíla og
bifhjól.
Af fólksbílum eru 138 tegund-
ir í landinu. Ford er í fyrsta
sæti með 3908, Volkswagen í
öðru sæti með 3849, Moskwitch
í fjórða með 2867, Willys jepp-
ar eru 2604, Skóda 2046, Opel
1981, Landrover 1934, Chevrolet
1545, Volvo 1034 og Mercedes
Beriz 1022. Af vörubílum er mest
af Ford, eða 1261 og Chevrolet
1069.
Af hinum einstöku árgerðum
eru flestir frá 1966, eða 5654, þá
1963 með 4069, 1965 með 3680 og
1964 með 3505 bíla. Enn eru í
gangi 1832 bílar frá árimi 1946
og elztu bílamir á skrá erti frá
1927, 1 bíll, 1926 2 bílar og 1923
1 bíll.
Saankvæmt skýrslunni hefur
bílaeign landsmanna 'rúmlega
tvöfaldazt á 10 árum. Var 18123
bílar árið 1957. en 39587 í árs-
lok 1966.
mennra notenda, og getur þvi
svo farið að ríkisstjórnin verði
aó taka upp nýtt uppbótakerfi
enda hefur komið fram um
það áskorun frá flokksbræðr-
um ráðherranna i Bæjar-
stjóm Hafnarfjarðar.
Það var eitt mcginstefmimið
„viðreisnarstjórnarinnar,, að
afnoma allt styrkja- og upp-
bótakerfi, en hún hefur orðið að
éta þessi Ioforð öll ofan í sig og
hefur styrkjakerfið aldrei
blómgazt betur en nú. Kæmi
því engum á óvart þótt rík-
Isstjómin endaði sinn feril í
þessmn efnum með þvi að
taka upp uppbætur á raf-
magnsverð og koma upp
styrkjakerfi (il rafveitna.
Sem kunnugt cr selur Lands-
virkjun fjórum aðilum raf-
magn: Áburðarverksmiðjunni,
Rafmagnsveitu Reykjavíkur,
Rafveitu Hafnarfjarðar og
Rafveitum ríkisins, sem end-
urseljasvo rafmagnið til ým-
issa aðila. Stjórn Landsvirkj-
unar ákvað sl. haust að hækka
aflverðið á rafmagní úr 850 —
860 kr. KW. og mun hækk-
ttn þessi gerð vegna fram-
kvæmdanna við Búrfell. Þrír
þeirra aðila sem kaupa raf-
magnið af landsvirkjun eiga
óbeint í virkjuninni og gætu
því tekið á sig byrðar tri að
byggja þá stofnun npp.
★ Gagnvart Kalveitu Hafnar-
fjarffar er hér hins vegar um
að ræða hreina útgjaldaaukn-
ingu, því að miðað við notk-
un sem er á svæði rafveitunn-
ar hækkar kílóvattstundin
úr 8 aurum í 10,75 aura, og
er það 12,40/n hækkun. Þyrfti
rafveitan því að taka á sig
vegna þessarar hækkunar um
900 þús. kr. kostnað á ári, ef
ekkert kemur í staðinn. Ljóst
er aff þessi kostnaður kemur
niður á notendum rafmagns-
ins fyrr eða síðar og sam-
þykkti rafveitunefnd því á
fundi sínum, hinn 6. marz sl.
að hækka verð á rafmagnitil
notenda.
★ Er málið koni fyrir bæjar-
stjóm, þar sem Sjálfstæðis-
menn eru mestu ráðandi, var
hins vegar samþykkt eftirfar-
andi: „Bæjarstjórn telur eigi
rétt, að svo stöddu, að sam-
býkkja hækkun rafmagns-
verðs til notenda áf framan-
greindum ástæðum, en sam-
þykkir aff fela bæjarstjóra að
leita eftir því við ríkisstjórn-
ina að Rafveitu Hafnarfjarðar
verði bætt úr ríkissjóði út-
gjaldaaukning sú, er hér um
ræðir“.
★ Ástæða er til að ætla að Bæj-
arstjóm Hafnarfjarðar gcri
ekki slíka samþykkt algerlega
Framhald á 9. síðu.
>■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■!
Æ.F.
Æ.F.
KÓPAVOGUR HAFNARFJÖRÐUR
REYKJAVÍK
Viðreisnarfagnaður
er í kvöld og hefst kl. 9
í Félagsheimilinu í Kópavogi v/Neðstutröð.
SIGURÐUR RÚNAR leikur á fiðlu og fleiri
hljóðfæri.
FJÖLMENNIÐ.