Þjóðviljinn - 22.03.1967, Page 3
Miðvikudagur 22. marz 1967 — ÞJÓÐVTLJINN — SÍÐA J
f----------------------------r-------------
Fréttaritari ,L'Expressy:
Búast má við borgarastríði
á næsta leiti í Indónesíu
— Nú viðurkenna allir, að heita má, segir hann, að
kommúnistar hafi ekki átt upptök að uppreisninni
PARÍS — Fréttaritari franska vikublaðsins „L’Express“,
Jean-Francois Kahn, sem að undanförnu hefur ferðazt um
lönd Suðaustur-Asíu, skrifar frá I5jakarta, að búast megi
við borgarastríði í Indónesíu á næsta leiti. fíann segir að
nú viðurkenni allir að heita má að kommúnistar hafi hvergi
komið nærri þegar uppreisnin var gerð haustið 1965, en
hana notuðu herforingjarnir sem skálkaskjól þegar þeir
gengu milli bols og höfuðs á kommúnistum og flokki þeirra.
Hermennska ,bandamanna okkar'í Vietnam
Mynöin hér að ofan er tekin úr vikublaðinu „Der Stern“ sem gefið er út í Hamborg og er út-
breiddasta vikublað í Vestur-Þýzkalandi. í skýringartexta með myndinni segir „Stern“ að þessir
kampakátu hermenn sem halda á afskornum höfðum af „vietcong-föngum“ séu í „einni úrvals-
sveit Kys hershöfðingja, forsætisráðherra stjórnar Suður-Vietnams. Þeir eru bandamenn Banda-
rikjanna og því einnig bandamenn okkar“. Blaðið segir að myndin sé tekin í þorpinu Pa Keien.
Ú Þant gerír enn eina tilraun
tíi að nsiðia máium í Vietnam
Orðsendingar hafa farið á milli forsetanna Johnsons
og Ho Chi Minhs um viðraeður - Birtar í Hanoi ígær
HANOI, SAIGON og WASHINGTON 21/3 — í dag var
það haft eftir áreiðanlegum heimildum í Saigon að Ú Þant,
framkvæmdastjóri SÞ, hefði sent stjórnunum í Saigon og
Hanoi nýjar tillögur í þeirri von að þær gætu leitt til vopna-
hlés og samningaviðræðna. Samtímis voru birt í Hanoi
bréf sem þeim forsetunum Johnson og Ho Chi Minh hafa
farið á milli.
Kahn segir að ástæðan fyrir
því að herforingjarnir sem hafa
öll ráð Súkarnos í höndum sér
hafa kosið að taka hann vett-
lingatökum sé sú að þeir viti
að landið sé á barmi borgara-
stríðs og að íniljónir Indónesa
telji Súkarno dýrling og ást-
mög þjóðarinnar. Þeir geri sér
vel ljóst hvað gerast muni ef
bræðravíg hefjist meðal hundr-
að miljóna Indónesa. Stríðið í
Vietnam myndi verða bamaleik-
ur hjá því.
Hann segir að herforingjamir
hafi að vísu völdin i sínum
höndum. Hins vegar hafi fram-
koma þeirra verið slík, fégræðgi
þeirra og harðneskja við almúg-
an, að þeir hafi engan bakhjarl
meðal alþýðu manna. Hersveit-
imar á Mið-Jövu séu þeim ó-
þægar, landgöngulið flotans og
lögreglan séu holl hinum afsetta
forseta, flugherinn sé á báðum
Snjófíóð í
V-Evrópu
OSLÓ 21 3 — Snjóflóð urðu
víða í Vestur-Evrópu í dag og
ollu slysum. Tveir sænskir
ferðamenn fórust þegar snjó-
flóð féll á þá á Rundhögda, fyr-
ir norðaustan Engerdal. Einn
maður va'rð undir snjóflóði og
beið bana skammt frá ferða-
mannahóteli við Abisko í Norð-
ur-Svíþjóð. Tveir menn létu líf-
ið þegar snjóflóð féll á hús í
fjallaþorpi einu í Sviss og á öðr-
um stað grófust níu manns und-
ir snjóflóði og var ekki vitað
hvernig þeim reiddj af.
Sprenging varð í
„TorreyCanyon“
LAND’S END 21/3 — Gífurleg
sprenging varð í dag í vélar-
rúmi olíuflutningaskipsins „Tor-
rey Canýon“ sem strandaði á
skeri rétt undan suðvesturströnd
Englands á laugardaginn. Skipið
klofnaði næstum í tvennt við
sprenginguna. Fjórir menn af
áhöfn skipsins og nokkrir björg-
unarsveitarmenn sem voru um
borð meiddust og einn þeirra
svo mikið að hann lézt skömmu
síðar. Skipið er 61.000 lestir
og' var fu'llfermt með 120.000
lestir af olíu. Unnið hefur verið
að því af kappi að koma í veg
fyrir að hin mikla olíubrák frá
skipinu berist upp í fjörur.
áttum. Ef „Bung“ Kamo væri
beittur hörku, myndi herim
klofna í tvennt.
Hann lýsir agaleysinu í hern-
um. Hermenn fari sínu fram,
þeir hafi vanizt við það eftir
uppreisnina 1965 þegar 700.000
manfls voru myrt undir yfirskyni
baráttunnar gegn kommúnisman-
um. Enginn sé óhultur fyrir of-
ríki þessa hermannalýðs, þeir
taki hús á mönnum, slái eign
sinni á það sem þeim lízt’ á.
Grein Kahns er reyndar kölluð:
„Indónesía: Hermenn að degi til.
Stigamenn á nótt,inni“
Uppreisnin 1965.
„Þetta ofríki kom í kjölfar
þess sem enn er opinberlega
kallað „uppreisn kommúnista'*.
Reyndar er það nú viðurkennt
af öllum að heita má að Komm-
únistaflokkur Indónesíu kom þar
hvergi nærri“. segir fréttamaður
„L'Express". Hann gefur þessa
skýringu á atburðunum haustið
1965: Súbandrio, utanríkisráð-
herra og yfirmaður leyniþjónust-
unnar, skýrði Súkarno frá því í
september að herforingjarnjr
hefðu undirbúið valdarán og
ætluðu þeir að taka völdin um
leið og Súkarno vrði ófærumað
gegna stjómarstörfum, en hann
hafði átt við vanheilsu að stríða.
Það yrði því að taka fram fyrir
hendur á herforingjunum. Sú-
karno hafi bá fallizt á að gerð
yrði „uppreisn", án þess þó að
hann kæmi þar sjálfur nærri.
Uppreisnarmenn áttu vísan stuðn-
ing víða í hernum og stjórnar-
kerfinu, en þeir höfðu engi.i
fjöldasamtök að baki.
,,Þeir vissu vel“. segir Kahn
„að Aidit, leiðtogi kommúnista.
sem var að vísu hliðhollur Kín-
verjum í orði, en varkár í verki.
myndi vera andvígur slfku æv,-
intýri. Þess vegna ákváðu þeir
að fara af stað án hans. Kommún-
istar myndu ekki eiga nema einn
kost, þegar annars vegar vævi
uppreisn „vinstrimanna“ oghins
vegar viðbrögð hinna íhalds-
sömu herforingja“. Hins vegar.
segir Kahn, gafst kommúnistum
enginn tíma tii að velja. Herfor-
ingjarnir, undir forustu Súhartos,
voru beim of snarir í snúning-
um. og fyrr en varði höfðu beir
gengið milli bols og höfuðs á
kommúnistum og flokki beirra.
Eins og í Kína.
„Herforingjarnir báru óneit-
anlegan sigur úr býtum. En aðeins
um stundarsakir“. heldur Kahn
áfram. „Ástandið líkist mjög bví
sem ríkti f Kfna 1927 þegarSjang
Kajsék hófst til valda með þvf
að stráfella kommúnista. Þá hefði
mátt ætla að flokkur kommúnisra
væri úr sögunni í Kína En af
þessu leiddi Mao og Gönguna
löngu“.
— Hálfu öðru ári eftir upp-
reisnartilraunina í sept. berast
fréttir um að andspymuhóp-
ar hafi verið myndaðir á mið-
og austurhluta Jövu, umhverfis
Djokjakarta og Semarang.
— Fram til þessa var Komm-
únistaflokkur Indónesíu ekki frá-
brugðinn öðrum kommúnista-
flokkum. Nú má þúast við að
hann breytist í herskara hinna
óánægðu, sem færa sér í nyt
ýmugust almúgans á herforingj-
unum, vildarhug þann sem marg-
ir smábændur bera í brjósti til
Súkarnos, þjóðernishugsjónina og
þrá þeirra eftir skiptingu stór-
jarða, sem er enn heitari fyrir
þá sök að þeir jarðnæðislausu
bændur sem höfðu tekið sér
jarðskika eigendunum að for-
spurðum voru fyrstu fórnar-
lömbin í blóðbaðinu mikla.
Þannig hófst líka Þjóðfrelsis-
fylkingin í Suður-Vietnam til á-
hrifa, segir Kahn.
Flestir V-Þjóðverjar:
Viðurkennum
A-Þýikalund
STUTTGART 21/3 / Nið-
urstöður skoðanakönnunar
sem birtar hafa verið f
Vestur-Þýzkalandi sýna að
48 prósent allra Vestur-
Þjóðverja 18 ára og eldri
vilja að Bonnstjórnin við-
urkenni stjórn Austur-
Þýzkalands. Aðeins fjórð-
ungur aðspurðra var and-
vígur viðurkenningu, en 27
prósent höfðu enga á-
kveðna skoðun á málinu.
Sjú Enlæ hélt ræðu á fundi
bænda úr nógrenni Pekingborg-
ar á sunnudag og lagði þá á-
herzlu á hve mikil þörf væri
fyrir aukna framleiðslu búsaf-
urða. — Við viljum að á þess-
um fundi verði skorin upp. her-
ör í því skyni að auka landbún-
aðarframleiðsluna. sagði Sjú En-
læ.
„Alþýðudagblaðið" segir að
Johnson átti upptökin að þess-
um bréfaskiptum þegar hann
hann hafi þar talað af hálfu
Mao Tsetungs og „síns nána
vopnabróður“ Lin Piaos. Þetta
leggja fréttaritarar út á þá leið
að Lin Piao sé enn fastur í
sessi sem annar æðsti valda-
maður Kína.
Sjú Enlæ skýrði frá því í ræöu
sinni á sunnudaginn að margar
hersveitir hefðu verið sendar út
á landsbyggðina til þess að
hjálpa bændum við vorannirnar.
Herinn héldi hátt á loft merki
hugsunar Maos og lyti stjórn Lin
Piaos. Hann hvatti bændur til
að halda áfram pólitisku og hug-
myndafræðilegu starfi jafnframt
framleiðslustörfunum svo að
þeir gætu lagt meira af mörk-
um til hinnar miklu menning-
arbyltingar öreiganna.
Á fundinum voru auk Sjú En-
læs og meðal annarra þau Sjang
Sjing, eiginkona Maos, og Sén
Pota, ritari hans, sem verið hafa
fremst í flokki í forystu menn-
ingarbyltingarinnar.
sendi Ho Chi Minh bréf í byrj-
un síðasta mánaðar. í bréfi þessu
gaf hann til kynna' að Banda-
ríkjastjórn myndi fús að hefja
viðræður við fulltrúa stjórnar
Norður-Vietnams í því skyni að
greiða fyrir samningaviðræðum
um frið í Vietnam. Bréf þetta
var afhent fulltrúa stjórnar
Norður-Vietnams í Moskvu.
Bréfin voru lesin í Hanoiút-
varpið í dag. Fréttastofa Norð-
ur-Vietnams segir að Ho Chi
Minh hafi 1 svari sínu ítrekað
að það sé algert skilyrði fyrir
viðræðum að Bandaríkin hætti
loftárásum sínum og öllum hern-
aðaraðgerðum gegn Norður-Vi-
etnam.
— Johnson forseti Jágði til
að stjórnir Bandaríkjanna og
Norður-Vietnams tækju upp
beint samband sín á milli með
viðræðum ábyrgra fulltrúa sinna.
Slíkar viðræður ættu að eiga
sér stað í kyrrþey. Það ætti
ekki að nota þær i áróðursskyni,
heldur ættu þær að vera vott-
ur um einlæga viðleitni í því
skyni að komast að viðunandi
lausn. Johnson kvaðst reiðubú-
inn til að fyrirskipa að loftárás-
unum og frekari útfærslu stríðs-
ins i Suður-Vietnam væri hætt
um leið og hann væri sannfærð-
ur um að liðsflutningar úr norðri
til Suður-Vietnams hefðu verið
stöðvaðir.
Svar Ho Chi Minhs.
í svarbréfi Ho Chi Minhs,
sem afheni var 15. febrúar, seg-
ir að Bandaríkjamenn verði að
hætta árásarstriði sínu í Viet-
nam. Friði verði aðeins komið
á með því móti. Vilji Banda-
ríkjastjórn í rauninni taka upp
beint samband við stjórn Norð-
ur-Vietnams verða Bandaríkin
fyrst að hætta lofthernaðinum
og öllum öðrum hernaðaraðgerð-
um gegn Norður-Vietnam, sagði
Ho Chi Minh.
Marklaust boð
Það er nú ljóst að það voru
þessi bréfaskipti, eða öllu held-
ur bréf Johnsons, sem varð til
að vekja nokkrar vonir um það
fyrrihluta síðasta mánaðar að
samningaviðræður gætu tekizt í
Vietnam. Bréf Johnsons var sent
þegar vopnahléið vegna viet-
namska nýársins var að hefj-
ast og meðan þeir Wilson og
Kosygin ræddust við í Lijndon.
Lítill vafi er á því að Wilson
hafði bréf Johnsons í huiga
þegar hann sagði að meðan þeir
Kosygin ræddust við hefði
vaknað örlítil von um samnings-
lausn.
Hins vegar verður það líka
ljóst af birtingu bréfanna, að
ekkert mark hefur verið tak-
andi á því boði sem Johnson
gerði stjórn Norður-Vietnams,
því að Bandaríkjamenn hófu
aftur loftárásirnar á Norður-Vi-
etnam og rufu þahnig vopnahléið
áður en Ho Cbi Minh hafði svar-
að.
Engar viðrædur
í Washington þar sem frásögn
Hanoiútvarpsins af bréfaskipt-
unum var staðfest i dag eru menn
sagðir þeirrar skoðunar að eng-
ar horfur séu á samningavið-
ræðum. Sagt er að flestir
öldungadeildarmenn Demókrata
telji að ekkert geti orðið úr
viðræðum á þessu ári og jafn-
vel heldur ekki næsta. Hin her-
skáa og einstrengingslega af-
s.taða Kys hershöfðingja á fund-
inum á Guam um helgina hefur
ekki glætt friðarvonir manna.
Mark Hatfield'. öldungadeildar-
maður Repúblikana frá Oregon,
sagði að afstaða Kys myndi tor-
velda viðræður milli * Saigon-
stjórnarinnar og Þjóðfrelsisfylk-
ingarinnar í Suður-Vietnam.
„New York Times“ segir í dag
að fulltrúar Saigonstjórnarinnar
hafi þótzt sannfaerðir um að þeir
hafi farið með sigur af hólmi
frá Guam
RAFViLAVIRKI EÐA RAFVIRKI
vanur véla- og háspennutengingu óskast. Upplýsingar gefa Jón
Helgason, Egilsstöðum og Erling Garðar Jónsson.
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Laugavegi 116 — Sími 17400.
Bodskapur frá Sjú Enlæ:
Ekki skipt um menn
s mestu vorönnunum
PEKING 21/3 — Sjú Enlæ forsætisráðherra. heiur sagt
kínverskum bændum að þeir eigi ekki að leyfa fjölda-
samtökum Maosinna að taka völdin — jafnvel ekki þar
sem slík stjórnarskipti kynnu að vera nauðsynleg — með-
an vorannir enu í sveitunum. Frá þessu skýrðu kvöldblöð-
in í Peking í dag.