Þjóðviljinn - 22.03.1967, Page 7
I
Miðvikudagur 22. marz 1967 — ÞJÓÐVTLJTNN — SÍÐA 'J
\ SARTRE
□ Innan skamms kemur saman til starfa stríðsglæpadómstóll sá sem
myndaður hefur verið að frumkvæði brezka heimspekingsins Bertrands
Russells til að rannsaka hvort og með hverjum, hætti hernaðaraðgerðir
Bandaríkjamanna' í Vietnam brjóti í bága við ríkjandi alþjóðalög. Russ-
ell verður sjálfur heiðursforseti dómsins, en franski rithöfundurinn
Jean-Paul Sartre verður starfandi forseti hans. — í eftirfarandi grein
svamr hann ýmislegri gagnrýni sem aðstandendur dómstólsins hafa orð-
ið fyrir og skýrir frá því, hvers vegna hann tsekur þátt í störfum hans.
Verður stríðsglæpadómstóll-
inn skopstæling á réttarfari?
Mepn segja að stríðsglæpa-
dómstöll Bertrands Russells
verði skopstæling á réttlæti. I
honum verða menn sem haía
haft afskipti af stjórnmálum og
eru andstæðingar stefnu Banda-
ríkjanna. Það er hægt að vita
það fyrirfram, segja menn,
hvaða dóm þeir muni fella.
Leyfið mér því að gera grein
fyrir því hver er tilgangur
þessara stríðsglæparéttarhalda
og hverjum takmörkunum þau
eru háð.
Það verður ekki í verkahring
dómstólsins að kveða á um það,
hve ill stefna Bandaríkjanna í
Vietriam er. Flestir okkar eru
varla í miklum vafa um það.
Verkefni hans ei? að kveða á
um hvort hægt sé samkvæmt
alþjóða-lögum að lita á þessa
stefnu sem vopnaða árás, cg
hvort stríðsglæpir hafi verið
framdir.
í þessu samhengi skiptir ekki .
míklu máli siðferðileg fordæm-
ing á árásum bandarískrar
heimsvaldastefnu á land í hin-
um svonefnda þriðja heimi,
sem vill vera laus við banda-
rísk yfirráð. Heimsvaldastefna
er söguleg staðreynd. Hún er
utan þess sviðs sem siðferðileg
fordæming nær til. Það, sem
menn geta gert, er að berjast
við hana: menn geta beitt
greind sinni til að skilgreina
hvemig hún vinnur, menn geta
tekið upp pólitíska baráttu
gegn ýmsum talsmönnum henn-
ar og birtingarformum — með
vopn í hönd ef þörf krefur.
Eins og allir aðrir meðlimir
dófnstólsins er ég yfirlýst-
ur andstæðingur heimsvalda-
stefnu; ég tek mér stöðu við
hlið alira þeirra, sem berjast
gegn henni. Á slíkum forsend-
um geta menn að sjálfsögðu
hatað stéttaróvininn, en það er
ekki þar með sagt að menn
dæmi hann samkvæmt venju-
legum réttaraðferðum.
Við viljum aðcins benda á hugsanlegt brot á gildandi alþjóðalögum, skcra úr um það, hver beri
ábyrgð á þessum brotum og hafl þar með gcrt slg seka um stríðsglæpi............
I einum formála að „Kapital"
skrifar Karl Marx, að við verð-
um sízt allra sakaðir fyrir að
fordæma borgarastéttina, þar
eð við lítum svo á að fram-
koma hennar eigi sér forsendur
í þróun auðmagnsins og stétta-
baráttu og sé því eðlilegur á-
vöxtur þessarar baráttu.
En það kemur einnig fyrir
að borgarastéttin brýtur lög
sem hún hefur sjálf sett.
•
Og í dag mætum við þeim
vanda að gera okkur ljóst í
hverjum mæli heimsvaldastefn-
an hefur farið yfir takmörkin.
brotið leikreglumar.
Þegar Talleyrand sagði:
Russellnefnd var
stofnuð í Noregi
I Noregi hefur verið mynd- grundvelli — og e.t.v. að til-
að ráð til stuðnings við stríðs- nefna einnig áheymarfulltrúa
giæparéttarhöld Russells. f fyrir Norðurlönd á fundi dóm-
bréfi sem meðlimir þess hafa stólsins.
sent frá sér segir m.a. á þessa Norska Russell-ráðið er ó-
leið: háð ölkim opinberum eða
Undirritaðir hafa, þrátt fyr- hálfopinberum samtökum og
ir ólíkar stjórnmálaskoðanir, cr stofnað í því skyni að
tekið sig saman um að mynda koma staðreyndum um stríðið
norskt Bertrand Russcll-ráð. í Vietnam á framfæri við sem
Tilgangur þess skal vera að allra flesta.
koma á samvinnu við hlið- Alls undirrita 22 þetta á-
stæðar nefndir í öðrum Norð- varp. Þeirra meðal eru rit-
urlöndum um að dreifa vitn- höfundarnir Jens Bjömeboe,
eskju um starf dómstólsins, Johan Borgen og Siguvd Ev-
koma greinargerðum hans á ensmo og formaður norska
framfæri og meta niðurstöður sósialíska þjóðflokksins, Finn
hans á frjálsum og óháðum Gustavsen.
I
„Þetta er glappaskot og þvi
verra en glæpur“ afhjúpaði
hann það, hvemig menn hafa
litíð á pólitískar aðgerðir lengst
af — þær var hægt að fram-
kværna á klaufalegan hátt eða
með góðum árangri, en þær
sluppu alltaf við réttarmeðferð.
Pólitíkin varð aldrei saknæm.
Hugtakið „pólitískur glæpur"
varð síðan fypst til í Núrn-
berg árið 1945. Að sjálfsögðu
skaut upp þeim grun að mcð
málaferlunum væri áformað að
þröngva lögum sigurvegaranna
upp á hinn sigraða. Réttarhöld-
in f Núrnberg gátu því aðeins
haft þýðingu, að með þeim
væri slegið föstu að hver sú
stjórn sem bryti þær grundvall-
arreglur sem dregnar vom upp
í Núrnberg, mætti draga fyrir
svipaðan dómstól.
Dómstóll okkar mun aðeins
stilla kapítalistísku þjóðfélagi
upp andspænis þeim lögum sem
það hefur sjáft sett.. Og auk
Númberglaga eru til sem
kunnugt er Briand-Kellogsátt-
málinn, Genfarsamþykktin og
aðrir alþjóðlegir samningar.
Því er það ekki mest atriða
í þeim réttarhöldum sem nú
eru í vændum að dæma stjórn-
málastefnu í nafni sögunnar né
heldur að ganga úr skugga um
það, að hve miklu leyti hún
sé andstæð eða ekki andstæð
hagsmunum mannkynsins.
Höfuðatriðið er miklu frem-
ur fólgið í því að benda á það
að hve miklu leyti þessi stefna
þessi pólitik, kemur f bága vi(T
gildandi lög.
Menn geta til dæmis gagn-
rýnt þá stefnu sem frönsk yfir-
völd fylgja um þessar mundir,
geta verið f fullkominni and-
stöðu við hana eins og til að
mynda ég sjálfur; en menn geta
ekki kallað hana glæpsamlega.
Sú staðhæfing gat aftur á móti
staðizt á tfmum Alsírstríðsins.
Pyntingar, fangabúðir, hefndar- 4>
aðgerðir gegn óbreyttum borg-
urum, aftökur án dóms og laga
— allt voru þetta ótíðindi sem
mátti líkja við ' ýmsan þann
verknað sem íordæmdur var i
Númberg.
Hefðu einhverjir menn tekið
sig saman um það að koma upp
hliðstæðum dómstóli þá, hefði
ég að sjálfsögðu einnig viljað
vera með. Og sú staðreynd að
slfkum dómstóli var þá ekki
stefnt gégn frönskum stjórn-
völdum er ekki röksemd gegn
þvf að þeim bandarísku verði
stefnt fyrir rétt nú.
Með því að það eru lögin sem
við byggjum á verðum við
vafalaust spurðir að þvf, með
hvaða lögfræðilegum rétti við
dubbum okkur til dómara, sem
við erum reyndar ekki. Menn
munu segja, að eftir grundvall-
arreglum Bertrands Russells
geti hver sem er sett sig í
dómarasæti yfir hverjum sem
er.
En mai-kmið okkar er ekki
að fella dóm. Og ég á reyndar
erfitt með að ímynda mér sjálf-
an mig dæma Jöhnson forseta
til dauða.
Tilgangur okkar er annar.
Hann er sá að rannsaka það
efni sem rannsóknarnefndin
hefur safnað saman, hlýða á
öll vitni t hvort sem þau eru
vietnömsk eða bandarísk, til
þess að kveða síðan á um það,
hvort vissar aðgerðir falli inn
í ramma þeirra laga sem ég hef
nefnt.
Við ætlum heldur ekki að
reyna að setja ný lög eða regl-
ur í formúlu. Við viljum aðeins
benda á hugsanleg brot á gild-
andi alþjóðalögum og sam-
þykktum, skera úr um það,
hver beri ábyrgð á þéssum
bixítum og hafi þar með gert
sig sekan um stríðsglæpi. Hér
er því ekki um heiðarlega reiði
nokkurra manna aT> ræða, held-
ur um lögfræðilegan mæli-
kvarða á pólitískar aðgerðir.
Menn geta að sjálfsögðu bor-
ið fram þá spumingú hvort
það sé yfirleitt hægt að heyja
heimsvaldastyrjöld án þess að
brjóta alþjóðalög. En það er
ekki okkar höfuðverkur. Sem
venjulegur borgari, sem heim-
spekingur og marxisti hef ég að
sjálfsögðu rétt.tiil að halda, ttð
þess háttar stríð hafi alltaf f
för með sér pyntingar, fanga-
búðir o.s.frv. En sem meðlimur
í dómstóli Bertrands Russells
hef ég ekki áhuga á slíku. Mitt
verkefni er að komast að því
hvort lög séu brotin.
Það er rétt að taka það fram,
að þótt við sem einstaklingar
tökum þátt í baráttunni gegn
heimsvaldastefnunni er ekki •
þar þar með sagt að við höf-
um fyrirfram fellt úrskurðokk-
ar. Ég endurtek: með því að
greiða atkvæði vinn ég gegn
stjóm de Gaulles án þess að
halda því fram um leið að
stefna gaullista sé glæpsamleg.
Það er annað sem um er að
ræða þegar dæma skal vissar
hernaðaraðgerðir Bandaríkja-
manna í Vietnam — tiltekna
loftárás. ákveðna aðgerð sam-
kvæmt skipunum frá æðstu
mönnum. Við mundum haga
okkur sem skýjaglópar ef við
vildum koma á fót raunveru-
legum dómstól, sem sendi frá
sér raunverulega dóma. En við
höfum rétt til að koma saman
sem borgarar í þvf skyni að
gefa hugtakinu stríðsglæpir
nýjan þrótt og tiil að sýna fram
á það, að ynnt sé og nauðsyn-
legt að dæma um alla pólitík
innan ramma þeirra lögfræði-
legu matsreglna sem til eru.
Sumir ásaka okkúr fyrir að
hafa ekki ákært Vietnama
einnig og halda þvf fram að
allt bendi til þess að báðir hafi
framið stríðsglæpi.
Ég fæst ekki til þess að telja
aðgerðir fátækra og ofsóttra
bænda, sem neyddir eru til að
halda uppi jámaga í sínum
röðum, sama eðlis og aðgerðir
sem framdar ei-u af gríðar-
miklum her með háþróað iðn-
aðarveldi að baki.
Auk þess eru það ekki Viet-
namar sem hafa ráðizt inn í
RUSSELL
Bandaríkin og spýtt eldhafi yf-
ir framandi þjóð. Meðan á Al-
sírstríðinu stóð neitaði ég jafn-
an að bera saman hermdarverk
þjóðfrelsishreyfingarinnar og
fjöldamorð þau, sem ríkur
hálfrar miljónar manna inn-
rásarher framdi. Það sama á
við um Vietnam.
Að líkindum munu málaferl-
in verða ,til þess að efla
andstöðuna gegn stefnu Banda-
rikjamanna í Vietnam. En það
verður aðeins ein af afleiðing-
um þeirra. Á grundvelli þess
grangurs sem rannsókn okkar
mun leiða til — ef henni lýk-
ur með fordæmingu á aðgerð-
um Bandaríkjamanna — mun
verða unnt að skipuleggja
kröfugöngur, fundi, mótmæla- '
göngur og undirskriftasafnanir.
Fyrsta verkefni okkar verð-
ur því uppeldislegs eðlis og svo
að veita upplýsingar, því allir
fundir og yfirheyrslúr verða að
sjálfsögðu öllum opin.
Við höfum einnig verið sak-
aðir um smáborgaralega
trú á lagabókstaf, satt er það.
Ég . viðurkenni að hér hafa
menri nokkuð til síns máls. Eri
hverjir eru það, sem við reyn-
um að fá.til að skipta um skoð-
un? Þeir sem hafa tekið upp
baráttu við kapítalisma og eru
nú þegar sannfærðir um nauð-
synina á að berjast við heims-
valdastefnu þar til yfir lýkur
— hvort sem stríðsglæpir verða
sannaðir eða ekki? Eða hinar
fjölmennu millistgttir, sem enn
vita ekki í hvom fótinn þær
eiga að stíga?
Það eru einmitt smáborgar-
amir sem þarf að ýta við £ dag,
vekja af værum blundi. Og það
er einmitt með slíkum trúnaði
við laganna bókstaf að augu
þeirra verða opnuð.
Sjóstangaveiðifélagið hefur
nú mörg járn í eldinum
Aðalfundur félagsins var
haldinn 3. des- sl. Fóru fram
venjuleg aðalfundarstörf og
stjómin gaf skýrslu um starfið
á hinu liðna ári. Eftirtaldir
menn voru kjörnir í stjórn:
Magnús Valdimarsson, for-
maður, Hákon Jóhannsson,
varaform., Bolli Gunnarsson,
ritari, Jón B. Þórðarson, gjald-
keri og Egill Snprrason, með-
stjórnandi.
Stjómin hefur að undanfömu
unnið að undirbúningi á sum-
arstarfinu, og hafa eftirtalin mót
verið ákveðin:
Alþjóðamót í Vestmanna-
eyjum 13.-15. maí.
Flogið verður til Vestmanna-
eyja 13. maí og mótið sett um
kvöldið. 14. maí — sunnudag-
inn — verður fiskað við Surts-
ey frá klukkan 9 til 6 e.h. 15.
maí — mánudaginn — verður
fiskað frá klukkan 9 til klukk-
an 5. Um kvöldið verður loka-
hóf og verðlaunaafhending.
Gist verður á Hótel H. B- og
mun Ferðaskrifstofan Saga sjá
um undirbúning og taka á móti
þátttökutilkynningum.
Bæjarkeppni í Keflavík
10.-11. júnl.
Helgina 10. og 11- júní fer
fram bæjar- og firmakeppni frá
Keflavík. Verður mót þettai
nánar auglýst síðar.
Hákarlaveiði við Gíbraltar
21.-24. apríl. "*
Ef einhverjir félagsmenn hafa
áhuga fyrir þessu móti, getur
stjómin gefið nánari upplýs-
ingar.
V erzlunarmannahelgin
6. ágúst.
Eins og undanfarin ár hefur
félagið tryggt sér allt hótelið
í Grundarfirði þessa helgi og
verður fiskað í hinum fengsæla
Breiðafirði.
Evrópumeistaramótið á Ir-
Iandi 9.-16- september.
1 þetta sinn verður Evrópu-
meistaramótið haddið í Oobh á
suðurströnd Irlands. Ef þátt-
taka reynist nægileg mun
Ferðaskrifstofan Saga geta út-
búið hópferð. með lægri gjöld-
um. Verður það auglýst nánar
siðar.
Akurcyri 2.-3- september.
Sjóstangaveiðifélag Akureyr-
ar hefur ákveðið mót í haust
eins og undanfarin ár og mun
Framhald á 9. síðu.