Þjóðviljinn - 04.04.1967, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 04.04.1967, Qupperneq 9
Þriðjudagur 4. aprfl 1067 — ÞJÖÐVTLJTNN — SÍDA 0 Fiskinál EYamhald af 4. síðu. um í Nexö var samþykkt á- skorun á danska fiskifélagið um að hafa milligöngu um það hvort hsegt mundi að kippa þessum mélum í lag í Noregi og jafnframt hvort þeir mundu mega leggja aflann á land i Færeyjum. Þá var innt eftir fyrirgreiðslu fiskifélagsins um útvegun á móðurskipi handa hinum borgundarhólmska lax- veiðiflota þar sem hægt væri að hraðfrysta laxinn um borð. Flýgur fiskisagan Mörg erlend blöð sem skrifa um sjávarútvegsmál birtu ag hafa verið að birta fréttina um sölumet togarans Maí frá Hafn- arfirði í Þýzkalandi nýlega,, þegar hann seldi þar ísvarinn karfa sem veiddur var á Græn- landsmiðum. Norska blaðið Fiskaren telur að hér muni vera um algjört heimsmet að ræða í sölu á óunnum karfa. Eyðilegging fiskimiða Útgerðarsamtök í Bretlandi, Svfþjóð og víðar í vestur Evr- ópu hafa nú af þvi miklar á- hyggjur, að góð fiskimið i Norðursjó verði eyðilögð vegna þess að netaflækjum og öðru drasli hefur verið kastað þar fyrir borð í stórum stíl á síð- ustu árum. Sérstaklega er talið að net eða netahlutar úr gervi- þræði sem ekki fúna og liggia því iangtímum saman á hafs- botninum fæli fiskinn burt af slíkum miðum. Þetta þykir hafa sannazt á þeim fiskimið- um þar sem mikið hefur orðið vart við slíkt drasl úr gervi- þræði á botninum. Skora því þessar þjóðir á sína sjómenn að hætta algjör- lega að kasta slíkum netadræs- um fyrir borð, en skipa þeim heldur á iand, þegar komið er til hafnar úr veiðiferð. Þegar ég las um þetta, þá varð mér hugsað til miðanna hér • við Suður og Vesturlandið, þar sem margar heilar þorskanetatross- ur úr gerviþræði tapast og verða eftir á botni árlega, án þess nokkuð sé gert til þess að hreinsa botninn að aflokinni vertíð, eða kanna ástandið. Á- standið á þessu sviði er áreið- anlega hættulegast i þessu efni innan landhelginnar hér á okk- ar miðum. Utan landhelginnar er al- gengt að togarar fái slíka netahnúta í vörpur sínar og þarf nú að brýna fyrir togveiði- skipstjórum að kasta ekki slík- um netadræsum aftur í hafið komi þær í vörpuna heldur flytja allt slíkt drasl til hafn- ar. Sjómenn hér hafa gert sér vonir um, að netin yrðu óskað- leg ef þau legðust á botninn og því var það ráð upptekið að hafa ekki kúluhankana úr gerviþræði, heldur „sísalþræði“ sem fúnar í sundur að ákveðn- um tíma liðnum. En eftir þeim rannsóknum sem menn hafa gert í Norðursjónum, þá er ekki nóg að netin hætti að veiða þegar þau leggjast á botninn, heldur er sjálft efmð i þeim þess valdandi að fiskur fælist miðin séu þau þar liggj- andi. Framhald af 12. síðu. í öðrum löndum og að senda fulltrúa á ráðstefnu norrænna prentara, sem haldin verður í Danmörku í sumar. Hagur félagsins má teljastgóð- ur. Eignir þess eru bókfærðar á kr. 4.163.229,52, og eru þó fast- eignir félagsins aðeins taldar á kaupverði. Félagið á húseign að Hverfisgötu 21 í Reykjavík og jörðina Miðdal í Daugardal þar sem reist var orlofsheimili árið 1960. Auk þess hafa verið reisc- ir þar 28 sumarbústaðir í eigu prentara. Styrkir til félagsmanna og að- standenda þeirra námu á árinu kr. 219.502,25. Félagið var stofnað 4. april 1897 og heldur uppá 70 ára af- mælið með hófi að Hótel Borg laugardaginn 8. apríl. Stjóm félagsins verður stödd í félagsheimilinu eftir kL 3 í dag. Mörg innbrot Framhald af 1. síðu. izt til skila, skjöl og bækur fé- lagsins. Að Tryggvagötu 4 brut- ust þeir einnig inn í fleiri skrif- stofur, en fundu fátt fémætt, ut- an háglabýssu, sem þeir hirtu. Þá var einnig um helgina brot- izt inn í Kennaraskólann nýja, en litlu stolið, í söluturninn í Austurstræti þar sem teknar voru tóbaksvörur og í geymslu- skúr Vöruflutningamiðstöðvar- innar, en ekki hefur komið í ljós hvort einhverju hefur verið stol- ið þar. Maðurinn minn, faðir okkar og afi BJÖRN JÓNSSON prentari Hliðarvegi 147, andaðist í Landspítalanum 3. apríl Anna Einarsdóttir Long Guðbjörg Björnsdóttir Gunnar Björnsson Anna Birna Watts. Móðir mín, tengdamóðir og amma GUÐNV GÍSLADÓTTIR, Hlíðargerði 15, Reykjavík, lézt í sjúkrahúsi Hvítabandsins 2. apríl. Agnete Simson. Magnús Guðmundsson. Guðný Magnúsdóttir. Guðmundur Magnússon. Una Þóra Magnúsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi BENEDIKT JAKOBSSON, íþróttakennari, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 6. þ.m. kl. 13,39. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Minningarsjóð Erlendar Ó. Péturssonar. Gyða Erlendsdóttir. Börn, tengda- og bamabörn. Síminn Framhald af 1. síðu. tími, með aðeins 2 símstöðvar en nú eru þær 5. Og næsta „työfalda tímabil‘‘ Bæjarsímans má lauslega áætla, samkvæmt fyrri áratuga reynslu, að sé um 15—18 ár, þ.e-a.s. að númera- fjöldinn verði þá kominn upp í 60000, eða um tvöfalt fleiri símanúmer en eru í dag, eða tvöfalt meira en, frá upphafi Bæjarsímans rétt eftir s.l. alda- mót. Eftirspurnin eftir nýjum símum minnkar ekki þó síma- hörgull sé, en kemur í þess stærri stökkum, þegar stækkun á sér stað. Þess skal getið að afgreiðslu- tími á sjálfvirkum stöðvum er- lendis er um 14 til 16 mán- uðir og eru nú í undirbúningi kaup á allt að 3000 símanúm- erum til viðbótar fyrir næstu árin. Ætti því að vera hægt að fujlnægja eftirspurn eftir nýj- um símum í framtíðinni. Þó gæti verið um tímabimdnar tafir að ræða vegna línuskorts í ein- stökum bæjarhverfum. Til fróðleiks má geta þess að ísland er númer 4 í röðinni af Evrópuþjóðum um fjölda síma á hvern íbúa næst á eft- ir Svíþjóð, Sviss og Danmörku, en Noregur er/nr. 5. Ef númera- fjöldínn væfi tekinri sem mæli- kvarði væri Island enn hærra í röðinni. Á árinu 1966 voru töluð um 120 miljón samtalaskref um all- ar sjálfvirkar stöðvair á Islandi. Það eru fáir, sem gera sér ljóst, að það tæki einn mann með sólarhringsvinnu, 900—1000 ár að anna slíkri afgreiðslu. Síminn er orðinn ómissandi tæki í okkar þjóðfélagi og senni- lega eiga íslendingar heimsmet í notkun hans. Að lokum skal þess getið að við umræddar stækkanir hefur verkfræðingur og tæknimenn á vegum L. M. Ericsson auk ís- lenzkra tæknimanna unnið. Iþrótiir Framhald af 5. síðu. Bezti maður þeirra var Egon Juul Andersen, Emst Jensen og Ame Petersen. Þeir sem skoruðu stigin fynr Island voru: Þórir Magnússon 14, Kristinn Stefánsson 10, Birgir Jakobsson og Gunnar Gunnarsson 8 hvor, Jón Jón- asson og Hjörtur Hansson 6 hvor, Agnar Friðriksson 3, Birgir Ö. Birgis, Guttormur Öl- afsson og Kolbeinn Pálsson 2 hver. Fyrir Danmörku skoruðu Eg- on Juul Andersen 16, Ame Pet- ersen 14, Emst Jensen 13, Birg- er Fiala 5, Flemming Wich 3 og Trolle Staun 2. Dómarar voru Dan Christen- sen frá Danmörku og Guðm. Þorsteinsson frá Islandi. Dæmdu þeir yfirleitt vel, og voru þeir sannarlega ekki öf- undsverðir að dæma eigin lið, en það er mikill spamaður að því að fá ekki menn frá öðrum löndum. Frímann. Grein Kára B. Framhald af 2. síðu. með mér til að fletta ofan af þessari svívirðingu. Ég hef orðið að þola að sjá þennan mann sundurtæta efna- hag minn án þess að ég fái rönd við reist og því miður hef ég ekki getað fengið þá hjálp sem skyldi hjá þeim sem ég hef leitað aðstoðar hjá til að ná rétti mínum, vegna hræðslu þeirra við að komast í ónáð hjá fógeta. Er ég sá eini, sem orðið hef fyrir rangri málsmeðferð? — eða eru það ekki fleiri einstak- lingar eða fyrirtæki sem hafa svipaða sögu að segja og ég? Það er sárt til þess að vita, að einstaklingar og fyrirtæki sem eiga eignir langt fram- yfir skuldir en eiga í tíma- bundnum greiðsluvandræðum og lenda í höndum lögfræðinga sem reka menn til borgar- fógetaembættisins þar sem allt er tætt af þeim og þeir standa eftir öreigar. 2. apríl 1967, Kári B. Helgason. AB-bækur Framhald af 7. síðu. breytingum, sem koma heyrn ekkert við“. Þannig getur lang- varandi og óslitinn hávaði af miðlungshljóðstyrk á breiðu tíðnisviði valdið sjóntruflunum og jafnvel raski á efnaskiptum líkamaris. í þessu efni standa frumstæðar þjóðir betur að vígi. Sérfræðileg rannsókn á Mabaanmönnum, sem lifa kyrr- látu steinaldarlífi við landa- mæn Súdans og Eþíópíu, leiddi í ljós, að heyrn þeirra dofnar ekki með aldrinum, og svo til hver maður „gat heyrt lágt muldur þvert yfir rjóður á stærð við knattspyrnuvöll". Um allt þetta er Hljóð og heyrn náma af fróðleik, og eins og Örnólfur Thorlacius tekur fram er þar að finna „athygl- isvert yfirlit um helztu gerðir heyrnarkvilla, orsakir þeirra og afleiðingar. og aðferðir til lækningar, ef þekktar eru. Einnig er greint frá uppeldis- aðferðum, sem beitt er við heyrnarlaus börn til að minnka það bil sem óhjákvæmilega skilur þau frá heyrandi jafn- öldrum sínum“. Skipin eru tólfta bók Al- fræðasafnsins og eru höfund- ar hennar þeir próf. Edward V. Lewis og Robert O’Brien, sem einnig var annar aðalhöf- undur að Veðrinu, en hún var sjötta Alfræðasafnsbókin. Segja má, að þessi bók hafi að geyma í máli og myndum áhrifamik- inn þverskurð af þróunarferli alls mannkyns frá fyrstu tíð og fram á vora daga. Skip hafa frá öndverðu leyst hina djúp- stæðu útþrá einstaklinga og þjóða úr læðingi, þau hafa staðið undir landafundum og viðskiptum og komið stórveld- um á legg á sama tíma og aðr- ar þjóðir glötuðu frelsi sínu fyrir vanrækslu eigin skipa- stóls. Fyrir því ætti hverjum manni að þykja slík bók sem þessi harla forvitnileg og þá ekki hvað sízt íslendingum, sem á öllum öldum hafa átt sjóinn að meginfarleið og forðabúri. Pétur Sigurðsson kveðst í formála „treysta því, að þéssi bók, sem fjallar um skipið og sögu þess, allt frá frumstæðustu eintrjáningum grárrar forneskju til risastórra hafskipa nútímans, þar sem allt stórt og smátt, hlýðir hnit- miðun vísindalegrar nákvæmni, muni verða mörgum fróðleiks- fúsum löndum mínum til yndis og ánægju, og það því fremur sem hinir kunnáttusömu höf- undar hennar hafa einstakt lag á að miðla mikilli þekkingu í óvenjuskýrri og skemmtilegri frásögn“. S Æ N G U R Endurnýjum gömlu sæng- urnar, eigum dún- og fið- urheld ver og gæsadúns- sængur og kodda af ýms- um stærðuro Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig 3. Simi 18740 (örfá skref frá Laugavegi) Viðgerðir á skinn- og rúskinnsfatnaði. Góð þjónusta Leðurverkstæði Úlfars Atlasonar. Bröttugötu 3 B Sími 24-6-78. Gerið við bílana ykkar sjálf — Við sköpum aðstöðuna Bílaþjónustan Auðbrek' 53. Simi 40145. Kópavogi Hamborgarar Franskar kartöflur Bacon og egg Smurt brauð og snittur SMÁRAKAFFI Laugavegi 178. Sími 34780. tsulofunap HRINGIR Halldór Kristinsson gullsmiður. Óðinsgötu 4 Simi 16979. Nýja þvottahúsið Sími: 22916. Ránargötu 50. 20% afsláttur af öllu taui — miðast við 30 stykki. Smurt brauð Snittur brauð bcer við Óðinstorg. Sími 20-4-90. HÖGNI JÓNSSON Lögfræði- og fasteignastofa Skólavörðustig 16. Sími 13036. heima 17739. Sængrurfatnaður — Hvítur og mislitur — ÆÐARDUNSSÆNGUR GÆSADÚNSSÆNGUR DRALONSÆNGUR •* SÆNGURVER LÖK KODDAVER txiðU fur Laugavegi 38. Skólavörðustíg 13 Snorrabraut 38. KÆRKOMIN FERMINGARGJÖF Skólavörðustíg 21. BRl DGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannargæðin. B: R I DGESTONE veitir aukið öryggi í akstri. BRIDGESTONE ávallt fyrirliggiandi’. GÓÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 :',}■« 4\fþör 6ut%wmso>, Skólavar&ustíg 36 Símí 23970. INNHESMTA CÖOPXMGfiSTðfíF SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. V ’d [R oez? —J-J- Ll— khrkj

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.