Þjóðviljinn - 19.04.1967, Page 4

Þjóðviljinn - 19.04.1967, Page 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVTLJINN — MiOvifeudagur 19. apríl 1987. DIOOVIUINN Otgefandi: Samemingarflokiíur alþýdt — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivai H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson- Augiýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson Framkvstj-: Eiður Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðust 19. Sími 17500 (5 iínur) — Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- Fjaðrafok og flaustursmál jpjaðrafok og flaustursmál stjómarliðsins þessa síð- ustu daga Alþingis vitna um óvenjulega kosn- ingahræðslu Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins. Bent hefur verið á hvernig þingmenn stjórn- arflokkanna hafa síðustu vikurnar fleygt inn í þingið frumvörpum og tillögum um sjávarútvegs- mál, enda mun gengi stjómarinnar hvergi lægra en meðal sjómanna og annarra starfandi manna í hinum íslenzku framleiðsluatvinnuvegum. Og sjálf ríkisstjómin segist í ofboði ætla að fara að endurnýja togaraflotann á síðustu átta vikunum af átta ára valdaferli íhaldsins og Alþýðuflokksins! JJíkisstjómin hefur hent inn á þingið stórum laga- bálkum, nú síðast um æskulýðsmál í þessari viku, en gert er ráð fyrir að þinginu ljúki í dag, miðvikudag! Suma þessara lagabálka hyggst stjórn- arliðið afgreiða í flaustri og athugaleysi svo stór- tjón getur af hlotizt. Svo er t.d. um „orkulögin“ þar sem að verulegu leyti er horfið frá þeirri stefnu að ríkið hafi forystu um orkumál lands- ins, og sundrað einni hinni merkustu opinberri stofnun, Raforkumálaskrifstofu ríkisins. Annað daamið er frumvarp um skólakostnað, flókinn lagabálkur, sem skellt er á borð þingmanna síð- ustu daga þingsins í hinum mestu starfsönnum, og heimtað að það sé gert að lögum án þess að nokkurt tóm vinnist til að kynnast málinu til fullnustu, hvað þá að tími sé til að leita álits trúnaðarmanna fólksins sem búa á við löggjöfina og fraimkvæma hana. JJíkisstjóminni var þegar bent á mörg atriði þessa skólakostnaðarfrumvarps sem ósanngjöm eru og líkleg til að vekja almenna óánægju fólks víða um land svo aem þau álkrvæði laganna að ieggja auknar byrðar á sveitarfélög vegna héraðsskól- anna, og heimasveitarfélög nemenda í þeim skól- um. Virðast ráðherramir hafa haft þá einkenni- legu skoðun, að það sé „forréttindafólk“ sem þarf að senda böm sín í önnur héruð til fyrsta fram- haldsnámsins, þó það kosti heimilin tugi þúsunda á ári fyrir hvert barn. Breytingatillögur þing- manna um að fella þessi atriði varðandi héraðs- skólana niður felldu þingmenn stjórnarliðsins. Þegar svo andstaðan magnaðist innan þings og ut- an gegn þessu flaustursfrumvarpi ríkisstjórnar- innar, varð stjómarþingmönnum ýmsum að hugsa til nálægðar kosninganna, og var þá sjálfur aðal- hvatamaður frumvarpsins, Gylfi Þ. Gíslason, knú- inn til að flytja skriflega breytingatillögu um að ákvæðin um héraðsskólana skuli samt tekin út! Og um 20 aðrar breytingar töldu stjórnarmenn sjálfir að gera yrði á þessu hrákasmíðafrumvarpi, og er þó ærið eftir til óþurftar. þannig er viðskilnaður ríkiss'tjórnar íhaldsins og Alþýðuflokksins við Alþingi, engu líkara en ráðherrar og stjómarþingmenn viti ekki sitt rjúk- andi ráð. Það eru reyndar ráðvilltir menn og eitt- hvað sinnulitlir orðnir af kosningaskjálfta. Væri meira en gustuk að gefa þeim lausn frá stjórnar- störfum. — s. Björn Einarsson og Gyöa Thorsteinsson i hlutverkum smum. LEIKFELAG KÖPAVOGS: Lénharður fógeti eftir EINAR H. KVARAN Leikstjóri: Baldvin Halldórsson Það var á skammvinnri en minnisverðri gullöld íslenzkrar leikritunar að „Lénharður fó- geti“ varð til, Leikfélag Reykja- víkur frumsýndi hinn vinsæla og hugtæka sjónleik Einars H. Kvarans á jólum árið 1913. Leikritið hlaut mikla aðsókn og almannahylli þegar í stað, og ástsældir þess hafa ekki blikn- að á löngum árum, „Lénharð- ur‘‘ hefur oft verið eýndur í höfuðstaðnum o. við hann mörg afrek bundin: Stefanía Guðmundsdóttir lék Guðnýju á frumsýningu og hlaut fyrír mikið lof, Haraldur Bjömsson fór með hið vandasama hlut- verk Lénharðs iöngu síðar og og ágæta vel að allra dómi; Freysteini á Kotströnd hefur verið vel borgið í höndum snjallra skopleikara, Friðfinns Guðjónssonar og Lárusar Páls- sonar, og eru þá fáir einir nefndir. Um efni leiksins, mikla verðleika og nokkra annmarka verður ekki rætt að þessu sinni, enda er verkið gagnkunnugt öllum sem ís- lenzkum leikmenntum unna. „Lénharður fógeti" er vel sam- ið verk, þótt ekki sé verulega stórt í sniðum, alþýðlegt, auð- skilið og rammþjóðlegt sem bezt má verða; í því logar heitur og einlægur eldur sjálf- stasðisbaráttu íslenzkrar þjóðar á örlagatímum, boðskaipur þess um ski.lyrðislausa og djarflega andstöðu gegn erlendri ásælni og kúgun er tímabær og lif- andi enn í dag, holl hugvekja hverjum manni á landi hér. „Lénharður" á áreiðanlega langt líf fyrir höndum, en eftir fullgildri túlkun hans þurfum við enn að bíða. Hið góðkunna verk Einars H. Kvarans hefur notið mikillar hylli tómstundaleikara um land allt, verkin sýna merkin. Sú staðreynd er raunar auð- skilin — áhugamönnum lætur bezt að túlka íslenzka sjónleiki, viðfangsefni sem þeir s'kynja og skilja, en efnisval, atburð- arás og fjölbreyttar, skýrar og minnisverðar mannlýsingar skáldsins þakklát verkefni at- orkusömum leikendum, þó ekki séu allir vigi vanir. Ég fæ etoki betur séð en leikrit þetta sé Leikfélagi Kópavogs mjög hæfi- legt og heppilegt á tímamótum, en félagið hefur starfað í tíu ár og aldrei látið sitt eftir liggja. Sýningunni er að vísu á- fátt á ýmsa lund, en hún er sómasamleg og heiðarleg þegar miðað er við allar aðstæður, en félagið á við marga og stóra erfiðleika að etja og fóm- fúst og ötult starf þess sannar-^ lega enginn dans á rósum. Baldvin Halldórsson er leik- stjóri og hefur ekki áður stýrt sýningum í Kópavogi, en vinn- ur verk sitt af alkunnri stjóm- lagni, alúð og vandvirkni. En við mikla örðugleika er að etjai, og ber sýningin þess auðvitað Ijós merki; sviðið er allt of þröngt á alla vegu, leikendum- ir flestir viðvaningar og ný- liðar og svo mætti lengur telja. Ég tek af heilum hug undir þá ósk Axels Jónssonar í leik- skránni að Leikfélag Kópa- vogs megi sem fyrst öðlast nýtt og betra húsnæði. Sviðsetning Baldvine Hailldórssonar er hefðbundin á flesta lund, og tel ég það heppilegt og skyn- samlegt eins og háttað er mál- um; við hlið sér hefur hann komungan og óþekktan sviðs- málara, Hallgrím Helgason, vel menntan mann í sinni grein. Hann varpair fallegum ljós- myndum á baktjaldið, og sýna ýmist Ingólfsfjall eða Hekhr, í eitt skipti voru þær ekki í samræmi við textann, en úr þvi er auðvelt að bæta. Bæjar- hús Hallgríms og stofa em vel unnin verk, þótt af þeim megi raunar ekki kveða upp neinn dóm um framtíð hins unga listamanns, en ánægjulegt er þegar nýr leikmyndateiknari bætist í hópinn. Ég hlaut að sakna ýmissa hinna þekktustu og reyndustu leikenda Kópavogs, en þeir munu bundnir öðru leikriti sem sýnt verður áður en á löngu líður. Bjöm Einarsson leikur Lénhairð fógeta og er vel til þess fallinn á ýmsa lund: glæsilegur og gerviíegur maður, öruggur í framkomu og vel máli farinn. 1 annan stað er túlkun hans ekki nógu svipmikil eða rík að blæbrigð- um, og hann er helzti góð- mannlegur, þó að um það megi reyndar vísa til skáldsins sjálfs hins milda mannvinar sem allt kunni að fyrirgefa. En hvað um það — Lénharður er sá er- lendi harðstjóri sem Ingólfur bóndi lýsir svo skýrt og skor- inort í fyrsta þætti:’ „En veiztu þá ekki barn að Lénharður er voðamaður? Að hann fer með eignir manna eins og honum sýnist?. Að engri konu er óhætt fyrir honum? Að það er svi- virðing Islands að hann skuli vera settur yfir þessa þjóð?“ Þessa höfuðatriðis gætir óneit- anlega ekki nægilega í geðfelld- um og vönduðum leik Bjöms Einarssonar. Mikla athygli vakti Gyða Thorsteinsson, en hún er Guð- ný, mesta kvenhlutverkið í lejknum. Gyða er nýliði að því ég bezt veit, ung og fríð og sköruleg stúlka og tekst furðu- vel að túlka skaphita og örlaga- ríka baráttu hinnar gjörvilegu stúlku; söng hennar kunni ég að vísu ekki að meta. Aðrir nýliðar koma mjög við sögu, þeir Bergsteinn Auðunsson sem leikur Eys-tein úr Mörk, þann s-kapstóra kappa, og Jón Bragi Bjamason, en hann er Magn- ús. hinn geðfelldi fóstursonur biskupsins í Skálholti; báðir biðlar hinnar gimilegu stúlku. Bergsteinn er laglegur og geð- felldur piltur, en viðvaningsleg- ur og hikandi á flesta lund; um Jón Braga er svipað að segja. Ari Kárason hefur jafnan reynzt félaginu hinn nýtasti liðsmaður, þótt oftast hafi farið með smá hlutverk; að þessu sinni er hann sjálfur Torfi í Klofa, hinn mikilhæfi og duli höfðingi. Ari flytur orðræður sínar skýrt og skilmerkilega, en nær aldrei verulegum tök- um á hinu stórbrotna hlutverki, virðist til annars betur fall- inn en standa í spomm hins merka sýslumanns. Brynhildi Ingjaldsdóttir hef ég ekki áður séð á sviði, en hún sómir sér mætavel sem Helga kona hans, gervileg, aðsópsmikil og föst fyrir. Loftur Ámundason fer vel með hlutverk Ingólfs á Selfossi, og hefur ekki á-ður leikið jafnvel svo ég viti. Fram- sögnin er nokkuð einhæf eins og flestra hinna, og þó til- þrifamikil og kröftug þegar svo fber undir; hann er ósvikinn íslenzkur bóndi, seigur og traustur og mannska-psmaður í —öllu, svik verða ekki fundin £ munni hans. Freysteinn á Kot- strönd er falinn Gesti Gísla- syni sem ef til vill er mestur skopleikari í Kópavogi, en öll túlkun hans er undarlega hóg- vær og næsta hversdagsleg, og er þó um athyglisverða mann- lýsingu að ræða. Freysteinn á að vera mjög skoplegur, en leikstjórinn tekur sýnilega aðra s-tefnu; og nýjungum er jafn- an forvitnilegt að kynnast. Aukahlutverk eru mörg, og úr þeim má allmikið gera eins og dæmi eru til; hér urðu þau ekki minnisverð að ráði. Eirík- ur Jóhannesson er Jón á Leiru- bakka, Sveinn Halldórsson Ól- afur í Vatnagarði, Guðlaugur Eiríksson Bjarni á Hellum, María Vilhjálmsdóttir Ingirí-ður í Hvammi og Líney Bents- dóttir Snjólaug á Galtalæk. Við framkomu þeirra mátti una-, en enginn vakti sérstaka athygli núna nema Sveinn Halldórsson, hinn aldni og svipmikli leikari sem aldrei bregzt skyldu sinni. Statistar eru margir og fóru yfirleitt vel með sín pund, reyndust engu síðri starfsbræðrum sínum í höfuðstaðnum; þar mátti kenna vandvirkni leikstjórans. Sýningunni var hlýlega og hjartanlega tekið, eins og vænta mátti. Ég óska „Lén- harði fógeta“ langra lífdaga og Leikfélagi Kópavogs allra heilla á tímamótum A. Hj. ATHUGIÐ Getum bætt við okkur klæðningum og við- gerðum á bólstruðum húsgögnum. — Góðir og vanir fagmenn. Húsgagnav. Þorsteins Sigurðss. Grettisgötu 13. — Sími 14-0-99.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.