Þjóðviljinn - 27.04.1967, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 27.04.1967, Qupperneq 12
Greinargerð frá AAálm- og skipasmiðasambandi íslands: i Rangfærslur forstjóra Landssmiðjunnar am kaup járniBnaðarmanna hraktar □ í gær barst Þjóðviljan- um eftirfarandi greinargerð frá Málm- og skipasmiðasam- bandi íslands þar sem leið- réttar eru rangfærslur varð- andi samanburð á kaupi ís- lenzkra og erlendra jámiðn- aðarmanna, sem forstjóri Landssmiðjunnar fór með í blaðaviðtölum við Þjóðvilj- ann og Morgunblaðið. Var þegar á það bent af hálfu Þjóðviljans í viðtalinu að upplýsingar forstjórans um kaup vesturþýzk'ra jámiðn- aðarmanna gætu ekki stað- izt, en engu að síður lét hann, Morgunblaðið hafa eft- ir sér sömu tölur athuga- semdalaust daginn eftir. „Vegna' blaðaviðtala við hr. Gunnlaug Hjörleifsson, forstjóra —"í--------------------- Alþýðubandalags- fólk í Hafnarfirði Rabbfundur verður í Góð- templarahúsinu (uppi) í kvöld kl. 20.30. — Fjölmennið. STJÓRNIN. Askenazi kemur um Askenazi Aðfaranótt laugardagsins kem- ur sovézki píanóleikarinn Asken- azi til Reykjavikur frá Mexíkó. Kemur hann hingað á vegum Péturs Péturssonar og mun halda eina tónleika í Þjóðleikhúsinu — og hefjast þeir klukkan 8.30 á þriðjudagskvöldið. Undanfarið héfur Askenazi verið í hljómleikaferð um Banda- ríkin og birtust ummseli nokk- urra gagnrýnenda þar vestra um píanóleik hans í Þjóðviljanum fyrir skömmu. Á tónleikunum á þriðjudaginn leikur Askenazi sónötu í B-dúr K-576 eftir Mozart, sónötu eftir Prokofieff op. 84 og 4 scherzi eft- ir Chopin. Uppselt er á tónleik- ana. Blaðskák TR:TA SVART: TA: Jón Björgvinsson Þorrgeir Steingrímsson. a b c d e t g n Landssmiðjunnar og formann Meistarafél. járniðnaðarmanna, sem birtust í Þjóðviljanum og Morgunblaðinu varðandi saman- burð á kaupi íslenzkra og er- lendra jámiðnaðarmanna vill Málm- og skipasmiðasamband ís- lands upplýsa eftirfarandi: Samningsbundið kaup ís- lenzkra jámiðnaðarmanna er nú lægst kr. 2.410,00 á viku eða kr. 54,76 á klst. og hæst kr. 2792,00 á viku eða kr. 63,48 á klst. Það er því ekki rétt sem forstjóri Landssmiðjunnar segir í nefndum viðtölum að kaup ís- lenzkra járniðnaðarmanna sé tæpar kr. 70,00 á klst. Samkvæmt upplýsingum, sem M.S.Í fékk frá höfuðstöðyum vestur-þýzka málmiðnaðarsam- bandsins í Frankfurt í dag (26/4) var meðalkaup starfsmanna í vestur-þýzkum skipasmíðastöðv- um í október s.l. 4,70 v-þýzk mörk á klst. eða ísl. kr. 50,76, en ekki 4,00 mörk eins og for- stjórinn lét hafa eftir sér: Þessi mismunur á kaupi islenzkra og vestur-þýzkra jámiðnaðarmanna (fagmanna) er þó mun minni, þar sem í meðalkaupinu 4,70 v- þýzk mörk er tekið með kaup ófaglærðra manna og lærlinga í vestur-þýzkum skipasmíða- stöðvum. Af þessu má sjá að kaup ís- lenzkra járniðnaðarmanna getur ekki verið ástæðan fyrir þeim mismuri, sem var á tilboðum ís- lenzkra jámiðnaðarfjfrirtækja og þess tilboðs, sem vestur-þýzka fyrirtækið gerði í viðgerð á Bjarma II. Þá má og bæta því við að megnið af þeim viðgerðum á ís- lenzkum skipúm, sem fram- Framhald á 3. síðu. abcdef gh HVÍTT: TR: Arinbjörn Guðmundsson Guðjón Jóhannsson Sl. Dg4 • Nato bannar landsleikinn gegn A-Þýzkalandi Form. KSÍ segir keppni við A-Þjóðverja vera hneyksli □ „Tugþrautarkeppni íslendinga og Austur-Þjóð- ver'ja sem fram fór á Laugardalsvellinum í fyrrasum- ar, var hneyksli og vandræðamál, og þeir sem báru á því ábyrgð fengu vítur fyrir“. — Þetta voru ummæli Björgvins Schram, formanns Knattspymusambands ís- lands, á fundi með blaðamönnum í gær. Eins og áður hefur verið sagt frá í Þjóðviljanum verður ekkert af fyrirhuguð- um landsleik fslendinga og Austur-Þjóðverja í knatt- spymu, sem fram átti að fara hér í Reykjavík í sumar. Á- stæðá fyrir þessu er fyrst og fremst undirlægjuháttur is- lenzkra stjórnarvaída gagn- vart NATO, sem hefur skip- að svo fyrir að aðildarríki bandalagsins megi ekki leyfa -Austur-Þj óðverjum að koma inn í landið nema til komi sérstök áritun frá yfirvöldun- um í Vestur-Berlín. Einnig bannar NATO að þjóðsöngur Austúr-Þjóðverja sé leikinn eða fáni þeirra dreginn að hún. Að sjálfsögðu hafa Aust- ur-Þjóðverjar ekki gengizt undir að hlíta þessum afar- kostum, og hlýðni íslenzkra stjómarvalda gagnvart þess- um fyrirskipunum frá hern- aðarbandalaginu NATO jafn- gildir neituri á öllum sam- skiptum við Austur-Þj óðverj a, en áður hafði komizt á mjög ánægjulegt samstarf við þá i íþróttum sérstaklega. Mál þetta bar á góma á fundi sem stjórn Knatt- spyrnusambands íslands boð- aði með blaðamönnum í gær til að skýra frá fyrirhugúð- um landsleikjum í sumar. Björgvin Schram, form. KSÍ, skýrði frá því að ekkert yrði úr því að þessi landsleikur færi fram vegna óvæntrar kröfu Austur-Þjóðverja um að fá að koma hingað til lands- ins án þess að þurfa að hlíta þessum skilyrðum NATO. Blaðamaður Þjóðviljans spurði Björgvin hvort þeir forráðamenn KSÍ, sem staðið hefðu í samningum við Aust- ur-Þjóðverja um landsleik- inn, hefðu- ekki strax gert sér grein fyrir afstöðu þeirra í þessu máli, að ekki yrði af þessari heimsókn ef þeir fengju ekki að koma hingað eins og hver önnur fullvalda þjóð. Einnig var minnt á að Frjálsíþróttasamband íslands hefði ekki anzað þessum ó- svífnu og niðurlægjandi fyr- irskipunum hernaðarbanda- lagsins NATO í fyrrasumar, er austur-þýzku tugþrautar- mennimir komu hingað til keppni, og þjóðsöngur þeirra var leikinn og fáni þeirra blakti við hún á Laugardals- vellinum Björgvin Schram svaraði þá, að sú heimsókn hefði ver- ið hneyksli og vandræðamál og þeir sem á því bæru á- byrgð hefðu hlotið vítur. Einn stjómarmanna í FRÍ sem þama var viðstaddur mót- mælti þessum ummælum for- manns KSÍ og sagði FRÍ eng- ar vítur hafa fengið. Baðst þá Björgvin eindregið undan því að mál þetta yrði frekar rætt á fundinum. Stjórn KSÍ er að vísu nokkur vorkuun í þessu máli vegna undirlægjuháttar ís- lenzkra stjórnarvalda gagn- vart hernaðarbandalaginu NATO, en þó hefði hún get- að sýnt meiri reisn í þessu máli eins og FRÍ gerði í fyrrasumar, og það er Iág- markskrafa að stjórn KSÍ geri nánari grein fyrir þessu máli opinberlega. Nýtt kvennablað að hefja göngu sína Nýtt íslenzkt kvennablað, HRUND, kemur út í dag, stórt og vandað að öllum frágangi. Ctgefandi er Handbækur h.f., framkvæmdastjóri Einar Sveins- son, en ritstjóri Margrét Bjama- son blaðamaður á Morgunblað- inu. Er ætlunin að blaðið komi út mánaðarlega í stóm upplagi. Þetta fyrsta tölublað Hrundar er óvenju glæsilegt útlits miðað við íslenzk blöð almennt, enda notaðar við gerð þess nýstárleg- ar vinnuaðferðir í prentun: það er filmusett og offsetprentað, en sú aðferð gefur rnikla möguleika hvað snertir uppsetningu og út- lit. Það er Lithopren'; h.f. sem prentar blaðið úg er þetta fyrsta íslenzka blaðið sem þannig er unnið. Efni blaðsins er ekki óáþekkt því sem gerist í er’endum kvennablöðum, en þó að sjálf- sögðu sniðið við íslenzkar að- stæður og skiptist á íslenzkt efni og erlent og myndir eru margar og vel prentaðar, m.a. 6 mynda- síður frá Pressuballinu 1967- Af efni má annars nefna viðtal við Kristínu Bjömsdóttur sem var í fangabúðum fasista á Italíu á stríðsárunum, greinar um Viktor- j íu Englandsdrottningu, Rodolf Nureyev og Francoise Hardy, smásögur, stjömuspá, tízkumynd- ir og fleira. Auk ritstjóra munu skrifa reglulega í blaðið Vigdís Jóns- dóttir skólastjóri, sem sér um fræðsluþátt um heimilishald og Bára Magnúsdóttir sem skrifar um líkamsrækt. Tvær aðrar kon- ur hafa unnið við fyrsta blað- ið: Silja Aðalsteinsdóttir og Ás- laug Ragnars bg útliti blaðsins hefur Peter Behrens hjá Aug- lýsingaþjónustun ni róðið. Fimmtudagur 27. apríl 1967 — 32. árgangur — 94. tölúblað. Þakplötur fuku af skála vð Búrfell Um helgina vildi það til að þak fauk af skrifstofubyggingu Landsvirkjunar við Búrfell. Þjóð- viljinn náði tali af Jóhanni Má Maríussyni, en hann er einn af eftirlitsmönnununi hjá Lands- virkjun. Jóhann sagði svo frá að undir Sámsstaðamúla væru tvær skrif- stofubyggingar; Landsvirkjunar og Fosskraft. 1 rokinu á sunnu- daginn fauk rúða inn £ fyrr- nefnda skrifstofuhúsið og þá myndaðist yfirþrýstingur svo að þakplötur fuku af húsinu. Einn maður var inni í húsinu, sem er ein hæð og ris, þegar þetta gerðist og leit hann á vind- mæli sem þar var og sá þar mældust 13-14 vindstig! Hér er um sænskt bráðabirgða- hús að ræða og er nú verið að gera við þakið af miklum krafti en eftirlitsmennirnir 12 sem unnu í húsinu hafa fengið inni í skrifstofúbyggingu Fosskraft á meðan'. Maðurinn sem var inni í húsinu þegar þakplöturnar fuku, náði strax í fólk sem aðstoðaði hann við að breiða segl yfir hús- ið og björguðust þannig verð- mæt skjöl og ótal margt annað. — Við sluppum vel, miðað við aðstæður, sagði Jóhann að end- ingu. Landsleikur í Rvík 31 maí við Spán Forsíðumynd Hrundar er af Kol- brúnu Einarsdóttur, feguröar- drottningu 1966, — í kjól frá Parísartízkunni. Nýjung í dreifingu í sambandi við útkomu þessa blaðs hefur vakið nokkra athygli, en útgef- endur hafa hringt í rúmlega tíu þúsund konur í Reykjavík og víðar og boðið þeim, fyrsta blað- ið ókeypis til kynningar, en ætl- unin er svo að hringja aftur í þessar konur til að fá álit þeirra á blaðinu, hvað snertir efnisval og annað, — og væntanlega einn- ig áskriftir ef þeim hefur líkað blaðið, því eftir því sem útgef- andi sagði blaðamönnum í gær, vei'ður blaðið fyrst og fremst selt áskrifendum en lítið í lausa- söbi. Fyrsti landsleikur íslendinga í sumar verður gegn Spánverjum hér á Laugardalsvellinum 31. maí. Er þetta leikur í undan- keppni Olympíuleikanna. Nú hefur rætzt úr með samn- inga við Spánverja um leikina í undankeppni fyrir Olympíu- leikina, og verður fyrri leikur- inn hér í Reykjavík 31. maí en síðari leikurinn í Madrid 22. júní. Spænska landsliðið sem hingað kemur hefur nýlega unn- ið bæði ítali og Frakka í keppni landsliða í Evrópu. Stjórn KSÍ skýrði frá þessu á fundi með blaðamönnum í gær, en nú hefur endanlega verið á- kveðið um landsleiki í sumar. Dagana 3., 4. og 5. júlí fer fram hér í Reykjavík þriggja landa keppni unglinga undir 24 ára aldri, og eru þátttakendur Svíar, Norðmenn og fslendingar. Ung- lingalandsliðið fer til Finnlands og tefeun þátt í móti Norður- landa og Pólverja fyrir unglinga 18 ára og yngri, dagana 8. til 16. júlí. B-landslið okkar leikur gegn Færeyingum hér í Reykjavík 20. júlí, og 14. ágúst kemur hingað enskt landslið áhúgamanna. — Seinasti landsleikur okkar á sumrinu verður svo gegn Dön- um í Kaupmannahöfn 23. ágúst. Reynir Karlsson þjálfari og Sæmundur Gíslason form. lands- liðsnefndar hafa annazt undir- búning fyrir landsleikina, og Alfreð Þorsteinsson og Guðmund- ur Jónsson þjálfari hafa annazt undirbúning * unglingalandsliðs- ins. A þessum sama furidi með fréttamönnum afhenti Björgvin Schram form. KSÍ Hannesi Sig- urðssyni dómara viðurkenning- armerki frá Alþjóðaknattspyrnu- sambandinu fyrir að hafa dæmt tvo landsleiki A-liða, en Hánn- es dæmdi nýlega landsleik Aust- ur-Þjóðverja og Hollendinga, sem fram fór í Leipzig. Sagði Hannes frá leiknum, sem lauk með sigri V-Þjóðverja 4:3, og kvað hann bæði liðin hafa sýnt mjög góða knattspymu, og rómaði mjög móttökur og alla fyrirgreiðslu Austur-Þjóðverj a. Hannes hefur verið knattspyrnudómari hér í 20 ár og er óefað einn af okk- ar allrabeztu dómurum og sá sem hlotið hefur mesta viður- kenningu erlendis. Ferðaráðstefna Ferðamálaráðstefnan 1967 verður haldin að Hótel Borg, fimmtudaginn 27. og föstudag- inn 28. þ.m. Ráðstefnan hefst kl. 10. f.h. Á ráðstefnunni verða ræddir ýmsir málaflokkar, sem fjalla um ferðamál og skyld efni, t.d. náttúruvernd, móttöku er- lendra ferðamanna, samgöngu- mál og möguleika íslands sem ferðamannalands. FRÉTTIR FRÁ BORGARRÁÐI Brunatjónið met- ið nær 19 milj. Á borgarráðsfundi í fyrna- dag var lögð fram matsgerð dómkivaddra matsimanna, þeirra Gunnars Magnússonar húsgagnaarkitekts og Þor- steins Hjáilmarssonar hús- gagnasmídameistara, yfir brunatjón Iðnaðarbankahúss- ins. Matsgerðin hljóðaði upp á 18 miljónir 996 þúsund krón- ur. Heildar brunabótamat hússins nam hins vegar 27 miljónum króna þannig að tjónið er metið um 68% ef brunabótamati hússins. Borg- arráð ákvað að. skjótfe maits- gerðinni til yfirmats. Samíð við Stang- veiðifélagið Á sama fundi samiþyktoti borgarráð að heimila samn- inga við Stangveiðifélag Rivík- ur um rekstur kiliak- og eldis- stöðvar við EMiðaár. Raf- magnsveita Reykjavikur hef- ur rekið eldisstöðina fram að þessu og mieð miMum árleg- um rekstrarhalla. Leyfð afnot af skólauppdrætti Þá var á fundinum lögð fram beiðni fræðsluráðs Hafn- arfjarðar um að mega nota uppdrætti þeirra arkitektenna Sigurjóns Sveinssonar og Þor- valdar Kristmundssonar að barnaskóla í Árbæjarhverfi við byggingu skólahúss í Hafnarfirði. Samþykkti borg- amáð fyrir sitt leyti að verða vrið þessai'i ósk

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.