Þjóðviljinn - 04.06.1967, Qupperneq 5
SunwujctegiiU’ 4. júní 1967 — J»JÓÐVILJINN — SlÐA J
alþýðuheimilanna þvi verið meiri, ekki sízt vegna þess að all-
ir vinnufærir menn í fjölskyldunni, fjölskyldufaðir, kona hans
og börn, gátu haft vinnu. Vegna þessa góða atvinnuástands hef-
ur einnig vígstaða verkalýðshreyfingarinnar verið betri.
Nú er þetta að breytast. Samdráttareinkenni eru víða eins og
margrakið hefur verið og erfiðleikar með atvinnu hafa í vetur
og vor verið meiri en við höfum þekkt í mörg ár. Eins og Þjóð-
viljinn hefur skýrt frá er enginn efi á að skólafólk mun eiga
í miklum erfiðleikum að komast í vinnu í sumar og örlað hef-
ur á atvinnuleysi hjá mönnum í ýmsum greinum.
★
Við sjáum fyrir okkur nú — fyrir kosningar — ýmsa kreppu-
boða. Hvað mim þá verða eftir kosningar ef sömu menn verða
við völd?
Allir vita að hin svokallaða verðstöðvun var aðeins frestur
á miklum vandamálum. Til þess að halda henni áfram þarf
gífurlegt fjármagn. Verðstöðvunin sjálf gildir ekki nema til 1.
október. Margir telja að við blasi eitt af tvennu: Enn ein geng-
isfellingin eða ný fjáröflun með gífurlegum skattaálögum á
þjóðina.
Hver verður látinn borga?
Verður enn reynt að láta launþegana taka á sig alla byrði
nýrrar gengisfellingar eða nýjar skattaálögur sem nema myndu
hundruðum miljóna?
Svar við þeim spurningum fæst við úrslit kosninganna.
★
í þessum kosningum þarf fólkið í launþegasamtökunum að
efla stjórnmálasamtök sín — Alþýðubandalagið. Það þarf að
efla samstöðu sína í stjórnmálum eins og samstöðuna í verka-
lýðsfélögunum.
Ein meginkrafa verkalýðshreyfingarinnar nú er að hér verði
næg atvinna.
Við kjósum nú mennina sem ráða fjárveitingavaldinu, pen-
ingamálunum og innflutningnum, en með stjóm á þessum þáttum
er ákveðið hvort hér er næg atvinna eða atvinnuleysi.
Launþegasamtökin þurfa að verja það sem áunnizt hefur í
kjaramálunum og bæta kjörin stig af stigi og þá fyrst með
því að hækka dagvinnukaupið svo sæmilegum tekjum verði náð
án hins langa vinnudags og vinnuþrælkunar.
★
Með kjörseðilinn að vopni geta launþegar tryggt stöðu sína
í hagsmunabaráttunni.
Þennan einfalda sannleika þurfum við að túlka fyrir öllu
launafólki fram að kosningunum.
Stjórnmálasamstaða um Alþýðubandalagið, um G-listann, er
launafólki nú hin mesta nauðsyn, hagsmunaleg nauðsyn.
Jafnframt verðum við að gera fólki ljóst, að fylgi við klofn-
ingslistann hér í Reykjavík þýðir ekki einungis pólitíska sundr-
ungu heldur sennilega einnig hættulegri sundrungu verkalýðs-
hreyfingarinnar en okkur getur nú órað fyrir.
Notum því tímann vel og vinnum ötullega að sigrl G-Iistans.
Dagsbrúnarfundur í verkfallinu 1961. — Ríkisstjórn Sjálfstæðisflo kksins og Alþýðuflokksins svaraði því verkfalli með tilefnislausri
og ósvífinni gengislækkun til að ræna verkamenn ávinningnum.
Austur-Evrópa og Alþýöubandalagiö
í grein sem Jón Baldvin
Hannibalsson skrifar í þriðja
tölublað „Nýja Alþýðubanda-
Iagsblaðsins“ og nefnist „Menn
eða málefni", er m.a. spurt á þá
leið hvort enginn pólitískur á-
greiningur sé fyrir hendi inn-
an Alþýðubandalagsins, sem
geti verið raunhæf réttlæting
sérstaks framboðs Hannibals
í Reykjavík. Svarað er með
svofelldum orðum: „Sá ágrein-
ingur er lýðum ljós. Og það er
djúpstæður pólitískur skoðana-
ágreiningur um sjálft eðli,
hlutverk og starfsaðferðir Al-
þýðubandalagsins, um framtíð-
armarkmið þess og leiðir í
þjóðfélagsmálum: um afstöð-
una til Sovétríkjanna og A-
Evrópu og þar með um stjórn-
arhætti í sósíalísku þjóðfélagi“.
Ég ætla mér ekki þá dul að
ræða hér um „sjálft eðli, hlut-
verk“ Alþýðubandalagsins; mér
finnst hinsvegar ástæða til að
nema staðar við síðari orð
setningarinnar, sem lúta að því
að sá klofningur sem nú hefur
orðið meðal þeirra sem að Al-
þýðubandalaginu hafa staðið
eigi að verulegu leyti rætur í
ágreiningi um Sovétríkin,
stjórnarhætti í Austur-Evrópu.
Þetta er stórmerkileg full-
yrðing. Bæði skal ég játa að
ég hef ekki haft miklar frétt-
ir af slíkum ágreiningi á síð-
ari misserum, og svo ekki hvað
sízt verður hún merkileg i
ljósi greinar sem sami höf-
undur, Jón Baldvin Hannibals-
son, skrifaði í Alþýðuband«-
lagsblaðið i fyrra, fyrir borg-
arstjórnarkosningarnar. Þar
segir meðal annars:
Heimskulegt og
Ábyrgðarlaust
„Og þá er komið að loka-
spurningunni: Er þessi póli-
tíska sundrung verkalýðshreyf-
ingarinnar og annarra laun-
þega óumflýj anleg, varanleg
eða réttlætanleg?
Svarið er stútt og laggott:
Nei. Það sem olli flokkadrátt-
um í verkalýðshreyfingunni
hér á landi sem annars staðar,
og lamaði baráttuþrek henn-
ar um langt skeið, var einkum
afstaðan til Sovétríkjanna og
stalínismans á 3. og 4. tug
aldarinnar. Sú þræta áttj sér
sínar sögulegu forsendur. En
þessar forsendur eru löngu úr
gildi fallnar. Þrætubók kreppu-
áranna í þessu efni á ekkert
erindi til svokallaðra nútíma-
manna. Afstaðan til Sovétríkj-
anna er eins steindautt póli-
tískt vandamál og nokkuð get-
ur verið. . .. Mönnum er þess
vegna ekki láandi þótt þeim
gangi illa að skilja nauðsyn
þess að verkalýðshreyfing og
vinstrimenn uppi á íslandi
þurfi að standa uppi marg-
klofnir og pólitískt vanmegna út
af nákvæmlega ekki nokkrum
sköpuðum hlut, sem hægt er að
koma auga á. Það virðist ekki
einasta vera óréttlætanlegt,
heldur frámunalega heimskulegt
og ábyrgðarlaust".
Sem sagt: það vandamál sem
i fyrra var „ekki hægt að koma
auga á“ og var „frámunalega
heimskulegt og ábyrgðarlaust“
að gera að klofningsatriði, það
er í ár orðið að þeim stóratrið-
um sem falla undir grundvall-
aratriði.
Uppvakningur
Ekki treysti ég mér til að
skýra þessa fróðlegu stökk-
breytingu í pólitiskri vitund
greinarhöfundar eða til að gefa
henni þær einkunnir, sem hann
leggur sjálfur til. Hitt er jafn-
víst, að sá Jón Baldvin sem
skrifaði grein í fyrra, var í
jafnmiklu samræmi við þróun
mála í sósíalískri hreyfingu í
okkar heimshluta sem hann er
í reynd andstæður henni nú.
Því það er ekki nema satt og
rétt, að þeim hefur nú fækkað
stórlega á vinsfra armi stjórn-
mála í Vestur-Evrópu sem hafa
nokkra löngun til að klofna i
hópa eða flokka um afstöðu
til sósíalískra landa. Það mál
er sannarlega að hverfa af
dagskrá og þar með glósur
kalda stríðsins um „fjarstýrð"
öfl og „óþjóðleg" ellegar þá
„svikara" og þar fram eftir
götum; þeirra í stað hafa
smátt og smátt komið frjórri
umræður um sósíalískar úr-
lausnir á grundvelli aðstæðna
á hverjum stað. .Kommúnista-
grýla kalda stríðsins virðist svo
óralangt í burtu að meira að
segja íslenzkir borgaraflokkar
hafa ekki beitt kellu fyrir sig
um alllangt skeið. Þeim mun
furðulegra er að sjá hana
spóka sig á siðum Nýja Al-
þýðubandalagsblaðsins og
skyldra málgagna eins og ekk-
ert hefði í skorizt — og þá
að því er bezt verður séð í
þeim gamalkunna tilgangi að
gera þá menn tortryggilega til
pólitísks samstarfs sem ekki
hafa „sveiað Rússum“ með fyr-
irgangi, fordæmt stjórnarfar í
A-Evrópu — þaðan er jafnan
stutt í staðhæfingar um að
sósíalistar, sem það ekki for-
dæma eindregið, breyti svo af
þeim sökum að þeir vilji sjálf-
ir koma á svipuðum stjómar-
háttum hér o.s.frv. o.s.frv....
Samskipti
En með þvi þetta mál þer á
góma væri ekki úr vegi að
nefna nokkrar ástæður sem
valda því að afstaða til stjórn-
arhátta í sósíalískum ríkjum er
í reynd ekki það vandamál sem
áður var — hvorki sósíalistum
né öðrum, og svo því að kraf-
an um fordæmingu (eða bless-
un) virðist æ meir út í hött.
1). — Álfa okkar er ekki
klofin í tvennt af allþéttu
járntjaldi sem fyrr, margföld-
uð samskipti austurs og vest-
urs hafa eytt mörgum for-
dómum. afstaða manna í Vest-
ur-Evrópu til sósíalískra ríkja
er ekki jafnhlaðin tilfinninga-
legum ofstopa og fyrr, þau eru
miklu síður en áður fagurt
fordæmi eða holdtekja hins illa
í vitund manna, áhugi á þeim
er hlutlægari.
Stækkun heimsins
2) . — Mönnum hefur skil-
izt að einhliða fordæming á
Austur-Evrópuríkjum sakir
þess að þar sé ekki vestrænt
lýðræði, þingræði, er að veru-
legu leyti reist á hæpnum for-
sendum. Vandamál nýfrjálsra
ríkja hafa eflt skilning á því
að það lýðræði, sem við búum
við í litlum hluta heims, er
ekki sjálfsagður hlutur, heldur
ávöxtur langrar þróunar. Þau
ríki standa andspænis vanda
— sem sósíalísk ríki Evrópu
hafa flest glímt við — að hefj-
ast úr fullkominni fátækt og
menntunarskorti á sem stytzt-
um tíma. Þessi ríki fara ýms-
ar leiðir, mörg reyna sósíal-
ísk úrræði. og það dettur æ
færri í hug að dæma þessa við-
leitni eftir því fyrst og fremst
hvort byrjað var á því að koma
þar á þingræði og margra
flokka kerfi með vesturevr-
ópsku sniði: evrópusentrísk
hugsun er á undanhaldi um
leið og menn kynnast vanda-
málum þjóða sem byggja á
'annarri fortíð en við.
3) — Um leið hefur sjálf
þróun þjóðfélagsins opnað
augu róttækra manna fyrir
því, að þótt vestrænt lýðræði
og þingræði hafi marga góða
kosti þá felur það ekki í sér
endanleg svör við öllum vanda.
Mörgum hefur skilizt að það
hefur ákveðnar hættur í för
með sér að einblína á þing-
ræðisformið eitt og vanrækja
vandamál eins og lýðræði á
vinnustöðum, alþýðustjóm á
fyrirtækjum. Með tilraunum
og umræðum um þessa hluti
sem eiga sér stað í ríkjum sem
byggj a á ólíkum grundvelli ■—
eins og t.d. Svíþjóð annarsveg-
ar og Júgóslavíu hinsvegar, er
ef til vill að skapast nýr grund-
völlur fyrir samskipti milli
sósíalískra afla, sem gætu haft
góð áhrif á þróun og útfærslu
lýðræðisforma.
Heimurinn breytist
4) . — Sósíalísk ríki Evrópu
hafa á skömmum tíma iðn-
væðzt og komið sér upp virku
fræðslukerfi; efnahagslegar og
félagslegar framfarir þeirra
hafa hlotið verðskuldaða við-
urkenningu. Um leið verða
færð sterk rök að því að þró-
un lýðræðis í þessum löndum
hafi haltrað á eftir menning-
ar- og efnahagsþróun, enn vant-
ar mikið á að stjórnarhættir
séu í samræmi við sósíalískar
hugsjónir um jafnrétti og þátt-
töku almennings í hverskyns
stjómarstörfum. En á hitt er
og að líta, að þróunin er já-
kvæð í þessum löndum: um
leið og við höfum rétt til að
ávarpa forystulið þeirra með
orðum Schillers: Gefið þér
orðið frjálst! — megum við vita
að raunhæft frelsi hefur eflzt
þar að miklum mun á undan-
fömum árum. Vilji einhverjir
menn leyfa sér þann munað
að slíta pólitískum samskipt-
um vegna tiltekins ástands í
Austur-Evrópu í dag getur rás
viðburða gert þeim þann grikk
að gjörbreyta ástandinu, sjálfri
forsendu ágreiningsins, á til-
tölulega skammri stundu —
gott ef ekki útrýma henni með
öllu.
Margbreytileiki
5) . — Kommúnistagrýlan
sótti allmikinn styrk í það á
Framhald á 7. síðu.