Þjóðviljinn - 07.06.1967, Síða 4
4 SÍDA ÞJÓÐVTLJiNN — Miðvllkudagiur 7. jdní 1967.
Otgefanii: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivai H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Siguröur Ouðmu ndsson.
Fréttaritstjóri: Siguröui V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurðux T. Sigurðsson.
Framkvstj.; Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólaivörðust. 19.
Sími 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr. 105.00 á mánuðl. —
Lausasöluverð lcr. 7.00.
Gætu unnið óbætunlegt tjón
jyokkra atíhygli hefur það vakið hversu ákaft
íhaldið og Alþýðuflokkurinn afneita því nú rétt
fyrir kosningamar að þeir flokkar muni fitja upp
á inngöngu íslands í Efnahagsbandalag Evrópu á
næsta kjörtímabili ef þeir haldi völdum. Fáir
munu efast um að Sjálfstæðisflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn hefðu nú þegar unnið það óhappa-
verk að þvæla íslandi inn í Efnahagsbandalagið,
,ef de Gaulle hefði ekki afstýrt því að Bretland
fengi þar inngöngu. Afneitanir stjómarflokkannd
nú sýna einungis að þeim er ljóst, að íslendingar
v ' ekki afsala efnahagslegu sjálfstæði sínu með
L ,jngu í Efnahagsbandalagið, gera ísland' að
valdalausuim hreppi í risastórri heild. Það er ekki
gott fyrir stjómarflokkana nú rétt fyrir kosning-
ar að fólki sé það ljóst að þessir flokkar myndu
hiklaust í nafni „vestrænnar samvinnu“ fórna
hagsmunum íslenzku þjóðarinnar svo, að ákvæði
Rómarsáttmálans um frjálsan innflutning erlends
auðmagns og erlends verkafólks yrði. hlutskipti
hiklaust í nafni „vestrænnar samvinnu“ fóima
íslendinga. .
þa5 kostar ekki mikið að neita þessu fyrir kosn-
ingarnar; þá hefur ekki munað um svardagana
þessa flokka í hemámsmálunum þegar svo stend-
ur á. En jafnframt hfósa ráðherrarnir sér af því
sem einu mesta afreki stjórnartíima síns að hafa
hleypt erlendum auðhringum inn í landið til þess
að arðnýta íslenzkar auðlindir og vinnuafl.
Stjórmálaforingjarnir hafa ekki farið dult með
að það vseri eindregin ætlun flokkanna að
halda áfram á þeirri braut að opna landið fyrir
erlendum auðhringum, og enginn mun efast um
að það verði gert í ríkum mæli ef stjórnarflokk-
arnir halda aneirihluta í kosningunúm. Það er
framkvæmd á hugmyndum afturhaldsins um
framfarir, íslenzkar auðlindir og íslenzkt verka-
fólk í klóm erlendra auðhringa, íslenzkir leppar í
vellystingum praktuglega og stanzlaus straumur
gulls í herkostnað gegn verkalýðshreyfingunni á
íslandi, eins og þegar er fram komið með samn-
ingum alúmínauðhringsins og hins svonefnda
Vinnuveitendasambands íslands.
Jnnganga íslands í Efnahagsbandalag Evrópu er
rökrétt fraimhald af þessari stefnu, af stjórn-
arstefnu íhaldsins og Alþýðuflokksins. Stefna
þeirra öll og stjómarframkvæmd, dýrkun þeirra
á erlendum auðhringum sem bjarghringum át-
vinnulífs á Íslandi, rótgróin vantrú þeirra á ís-
lenzkum atvinnuvegum og vanmat á mætti þeirra
atvinnuvega til að standa undir blómlegu þjóð-
lífi og framförum á íslandi eru undirbúningur að
því verki að varpa frá íslendingum valdinu yfir
atvinnuvegum á íslandi og farga svo efnahagslegu
sjálfstæði þjóðarinnar.'Næsta kjörtímabil er úr-
slitatími uim þetta mál, kosningarnar á sunnudag-
inn geta verið síðasta tækifærið sem þjóðinni gefst
til að afstýra því að ný ríkisstjón^ íhaldsins og
Alþýðuflokksins vinni frjálsu íslandi óbætanlegt
tjón. — s.
Elías Mar:
Þingkosningarnar
— og örlög okkar allra
ísland eV hersetið land. Það
eru engar fréttir, við vitum
það allir, og allur heimurinn
veit það. Það er síður en svo
leyndarmál, að við erum í
hémaðarbandalagi við stór-
veldi, sem einhliða fer sínu
fram og að eigin geðþótta,
hvað sem okkur kann að finn-
ast, hverjir sem hagsmunir
okkar eru.
Löngum hafa hernámssinnar
hamrað á því, að bandaríska
hersetan hér væri svo óþæg-
indalaus fyrir okkur að við
vissum náumast af henni. Og
það er mikið til í því. Ef her-
námið hefði enga aðra hættu
í sér fólgna en stöku árekstra
milli setuliðsmanna og lands-
manna, þá væri málið hvergi
nærri eins alvarlegt og það er.
En hernám stórveldis er miklu
alvarlegri staðreynd, hættu-
legri og tímabærari einmitt nú
til endurmats en endranær,
sökujn þess hve uggvænlega
horfir í heiminum í dag. Má
vera að dögum, vikum, mán-
uðum, jafnvel árum saman
finnum við landsmenn ekkert
tiltakanlega fyrir því, að við
höfum tengzt hernaðarstór-
veldi og ofurselt okkur örlög-
um þess. En sú stund er. þegar
runnin upp, á þeim mínútum
sem ég er að skrifa þessi orð,
að fleiri en nokkru sinni um
langt árabil hugsa með alvöru-
þunga'um stöðu okkar í heim-
inum, — hvort dvöl erlends
liðs á íslandi, samflot með
hernaðarstórveldi, veiti okkur
einhverja „vérnd“ ef til stór-
styrjaldar dregur. Og æ fleiri
en nokkru sinni efast um, að
slík ,,vemd“ sé fyrir hendi.
Hersetan er nefnilega í eðli
sínu ærið öþægileg, svo ekki
sé fastar að orði kveðið, hún
býður hverskyns hættu heim,
hún dregur okkur í dilk nauð-
uga viljuga, hún bjargar engu,
verndar ekkert, kemur ekki í
veg fyrir neina vá, — hún er
ógnun við lif okkar, annað
ekki.
Þegar um er að ræða ekki
ómerkilegri hlut en líf og
dauða, geta menn stundumtek-
ið höndum saman til bjargar,
hversu svo sem ágreiningur
kann að hafa verið áður og um
aðra hluti. Ef þjóðaratkvæða-
greiðsla færi fram um það* á
íslandi í dag, hvort við vildum
verða skotspónn í hugsanlegri
heimsstyrjöld, þá efast ég ekki
um það að þjóðin myndi frá-
biðja sér slík örlög. Lífið sjálft
£r hafið yfir flokkadrætti,
dægurpólitík, leiðsögn foringja
eða stefnur stórvelda. Smárri
þjóð er bezt vöm í því að á-
netjast ekki grimmum striðs-
öflum. En þegar það er einu
sinni skeð, — hvað má þi til
varnar verða?
Það er fátt sem óbreyttir
borgarar geta gert til þess að
hafa áhrif á landsmál, hvaðþá
heimspólitík. En valdalausir
em óbreyttir borgarar engan-
veginn með öllu. Fyrir dyrum
standa kosningar til Alþingis,
gullvægasta tækifæri sem ó-
breyttum borgara býðst til
þess að hafa áhrif á stefnuna
sem tekin er innávið og útávið.
Slíkt . tækifæri kemur ekki
strax aftur, það geta liðið fjög-
ur ár — ef við þá fáum að lifa
svo lengi að þörf sé að hugsa
það langt fram í tímann.
En hversu svo sem áhrif
okkar virðast dagsdaglega smá,
aðstaða okkar hæpih, útlitið
uggvænlegt og örlög okkar
mjög undir grályndum her-
veldum' komin, þá megurh við
ekki gleyma því, að þótt seint
sé er betra að spyrna við fót-
um, reyna þótt á hinztu stund
kunni að vera að kjósa okkur
líf en ekki dauða, hugsa með
það fyrir augum að mannkyn
beri gæfu til að forðast sjálfs-
morð, — en hlutur hvers og
eins okkar í þeim örlagaríku
átökum má ekki verða sá að
fljóta sofandi að feigðarósi,
sætta okkur við orðinn hlut,
loka augunum og ímynda okk-
ur að hernám landsins sé „ekki
óþægilegt", fylgispekt við
hernaðarstórveldi sé þáttur í
„baráttu fyrir lýðræði", eðatil-
vist hers og hemaðarmann-
virkja í landinu veiti okkur
„vemd“.
Þótt ekkert annað kæmi til
en það eitt, að hernámsflokk-
arnir hafa stuðlað að því að
leiða yfir okkur þá lifshættu
’sem aldrei hefur verið meiri
en þessa undanfarna sólar-
hringa, þá ætti það að vera
nóg tii þess að engum heil-
brigðum manni ætti að koma
til hugar að efla þá til áhrifa
um stjórn lands okkar í fram-
tíðinni. Það eitt að hafa leitt
okkur á barm glötunar er nógu
hrollvekjandi staðreynd til
þess að menn láti sig minna
skipta ýmis önnur ágrelnings-
atriði, þegar kjósa skal til
þings þá menn sem eiga að
vera forsjármenn okkar og
fulltrúar næstu árin.
Alþýðubandalagið er engan-
veginn eitt um það að hafa
innan sinna vébanda hemáms-
andstæðinga; hernámsandstæð-
ingar eru fjölmennir í öllum
stjórnmálaflokkunum, það er
mjög gleðileg staðreynd. Hitt
hefur verið öllu erfiðara hing-
aðtil að sameina þetta sterka
afl í svo ríkum mæli, að það
Elías Mai
geti komið því fram sem það
þó vill ofar öllu. En nú er
tækifærið íil þess. Af öllum
ísienzkum stjórnmálasamtökum
er Alþýðubandalagið eitt sá
aðili, sem hefur yfirlýst í
stefnuskrá sinni það megin-
atriði að losa okkur við alia
erlenda hersetu og þátttöku í
hernaðarbandalögum. Samtök
hernámsandstæðinga, sem sam-
an standa af mönnum úr ýms-
um flokkum, eru ekki og géta
aldrei orðið það áhrifaafl til
að koma í framkvæmd þeim
hugsjónum sem þau berjast
fyrir eins og sterkur þing-
flokkur Alþýðubandalagsins
hlyti að verða. Þess vegna er
eina, aieinasta tækifæri allra
hernámsandstæðinga í landinu
að efla þingflokk Alþýðu-
bandalagsins. Það eitt er fyrir-
fram ákveðið í afstöðu sinni til
hemámsmálanna. Engum
myndi koma til hugar að væna
það um, að afstaða þess til
hersetunnar sé kosningabeita
ein. Þeim mun öflugra sem Al-
þýðubandalagið verður innan
fæggja þingsalanna að loknum
kosningum, þeim mun líklegri
verða aðrir flokkar til að end-
urskoða afstöðu sína.
Hér er um að tefla meira
en nokkru sinni fyrr. Hér er
um að tefla líf þjóðar okkar,
sæmd hennar líka, ef henni
auðnast að halda lífinu og
reyndar heimsbyggð allri.
Elías Mar.
SJÓNVARPIÐ I SÍÐUSTU VIKU
Veigamesta atriðið á dag-
skrá sjónvarpsins á sunnudag-
inn var Grikklandsþáttur, sem
var að mínu viti skemmtilega
gerður. Við nutum leiðsögu
hinnar fögru og fjallmyndar-
legu grísku leikkonu Melínu
Mercouri (Aldrei á sunnudög-
um). Myndin er eftir sömu
höfúnda og „Soffía Loren i
Róm“, eða „Soffía með lærin
í Róm.“, eins og gárungarnir
sögðu, og sjónvarpið sýndi fyr-
ir allnokkru. Mér fannst
gríska myndin skemmtilegri, ef
til vill vegna þess að frá henni
geislaði einhverjum frumkrafti,
sem var víðsfjarri í Rómar-
myndinni. Það var sannarlega
vel til fallið hjá sjónvarpinu,
að sýna okkur Grikkland ein-
mitt nú, þegar þetta fagra og
forna menningarríki synur
undir fasísku fargi og situr
uppi með kóng, sem stendur í
þeirri bjargföstu trú að hann
sé allt í senn, arftaki Habs-
borgaranna, einvaldskóngur á
miðöldum og Júlíus Cesar með
kastskeyti.
Það fór eins og ég spáði i
síðasta pistli, að stjómmála-
garparnir okkar stálu senunni í
vikgnni. Þeir byrjuðu á mánu-
daginn, þegar kynntir voru
Óháði. lýðræðisflokkurinn (H-
listinn í Reykjavík og Reykja-
neskjördæmi) og Sjálfstæðis-
flokkurinp. Ég gat því miður
ekki horft á þessa frumraun
pólitíkurinnar í íslenzku sjón-
varpi, en það segja mér glögg-
ir og gegnir menn, að innan
kynningarhóps þeirra óháðu,
hafi ekki náðst fullkomin ein-
ing um nafnið á flokknum.
Sjálfstæðisflokkinn hélt ég
að væri óþarft að kynna.
Hann brennur á baki hvers
einasta vinnandi manns á
landinu.
Annað efni á mánudaginn
var erlent, þ.á.m. Harðjaxlinn
margbölvaður.
Svo brá sjónvarpið fyrir sig
betri fætinum og kynnti það,
sem eftir var af flokkum á
þriðjudagskvöldið ásamt venju-
legu miðvikudagsprógrammi.
Það var bara þó nokkuð
gaman. Framsóknarflokkurinn
var fyrstur. Hann hafði á að
skipa fríðu liði og föngulegu.
Þátturinn var greinilega þaul-
æfður, enda dundi framan i
mann stórskotahríðin, með
snaggaralegum skiptingum, en
það fór eins og venjulega, þeg-
ar maður fær framan í sig
meirá af áróðri, en hægt er að
melta jafnóðum, að hafi ein-
hverntiman veríð í mér dropi
aí Framsóknarblóði (Drottinn
forláti mér orðbragðið), þá er
ég áreiðanlega laus við hann
nú.
Alþýðubandalagið notaði
sinn tíma með skynsamlegri og
áhrifaríkari hætti. Jónas Áma-
son var léttur í máli að vanda
og er trúa mín sú, að hann
hafi vakið þeim kjósendum i
Vesturlandskjördæmi, sem að-
stöðu höfðu til að horfa á tisn"
nokkurt traust.
Ég held ég sé ekkert að
smjaðra fyrir ritstjóra mínum
og æðsta yfirboðara, Magnúsi
Kjartanssyni, efsta manni á
G-listanum í Reykjavík, þó að
ég fullyrði að hann hafi slopp-
ið langbezt frá sínum þætti.
Ekki varð á honum merkt,
að kvikmyndatökuvélum væri
beint að honum. Hai^n var
fullkomlega eðlilegur og svar-
aði spumingum Ingu Huldar
Hákonardóttur, sem einnig er
á listanúm, af fullkomnu jafn-
vægi og blaðalaust.
Alþýðuflokkurinn var aftast
á merinni og tjaldaði því sem
til var, þremur ráðherrum og
einum spyrli. Mest .þeirra hjal
hneig að því, hvað Alþýðu-
flokkurinn hefði,, verið góður
flokkur í gamla daga og vonzku
þeirra*. manna, sem þrívegis
hafa höggvið úr honum dávæn-
ar snéiðar.
Svo komu hinir steinaldar-
mennirnir og voru skemmti-
legri.
Jakob Hafstein átti að gefa
leiðbeiningar um stangaveiði.
Hann beindi þó máli sínu ein-
vörðungu til þeirra tiltölulega
fáu manna, sem hafa efni á
að stunda laxveiðar. Hann
tíndi fram rokdýrar og hágöf-
ugar flugustengur, hjól, spóna
og flugur, eri sagði ljótt um
ánamaðkinn. Vildi helzt af-
nema ánamaðkinn. Ekki vék
hahn einu aukateknu orði að
þeim veiðiskap, sem allur al-
ménningur stundar sér til
skemmtunar og heilsubótar,
silungsveiðunum. Ég ætla rétt
að vona, að sjónvarpið sjái
aumur á oss og fái einhvern
góðan og gegnan mann til að
leiðbeina okkur um það efni.
Gög og Gokke stóðu fyrir
sínu.
Þá erum við komin að þeim
stóra degi, föstudeginum, þeg-
ar þingmannaefni flokkanna
leiddu saman hesta sína í
beinni útsendingu úr sjón-
varpssal. Tímanum var skipt
á þann veg, að hver flokkúr
hafði 20 mínútur til umráða.
10 mínútur í fyrstu lotu og
fimm mínútur í annarri og
þriðju lotu hvorri fyrir sig.
Vilhjálmur Þ. Gíslason út-
varpsstjfíri var fundarstjóri og
þó ekki fundarstjóri, allt eft-
ir því hvernig á málið er litið.
Óháði lýðræðisflokkurinn
reið á vaðið. Áki Jakobsson
var hreint ekki ánægður með
Sjálfstæðisflokkinn og þó eink-
um og sér í lagi ekki með
Bjarna Ben., sem hann sagði
einþykkan, ráðríkari og mein-
gallaðan á skapsmunum. Ég
þekki Bjarna ekki persónulega,
en samt hef ég tilhneigingu til
að trúa Áka.
Framsóknarmennimir buðu
af sér góðan þokka, nema Jón
Skaftason. Mér hefur aldrei
litizt á andlitið á þéim manni.
Annars voru þeir allir í sínu
bezta pússi, snurfusaðir og
höfðu áreiðanlega ekki gleymt
að þvo sér bak við eyrun, en
svarti ljóti bletturinn var á
sínum stað á tungurini á þeim.
Alþýðubandalagsriiennimir
Framhald á 9. síðu.
4