Þjóðviljinn - 20.06.1967, Síða 7

Þjóðviljinn - 20.06.1967, Síða 7
I Þriðjudagur 20. júní 1967 — ÞJÓÐVTLkTI N-N — SÍÐA J Isleifur Högnason Minning ísleifur Hðgnason er látinn. Sósíalistísk verkalýðshreyf- ing íslands á í honum á bak að sjá einum hugrakkasta brautryðjanda sínum, dreng- skaparmanni, er til hinztu stundar hélt tryggð .við þá hugsjón, er hann ungur helgaði líf sitt. Það var þegar á ondverðum þriðja áratug þessarar aldar að ísleifur Högnason — ásamt þeim Jóni Rafnssyni. Hauki Bjömssyni o.fl. að ógleymdri þeirri kvenhetju er við hlið hans stóð allt lífið, konu hans Helgu Rafnsdóttur — tók að gera verkalýðshreyfjngu Vest- mannaeyja að þeirri rauðu há- borg, sem hún síðan hefur lengst af verið. Það verður mikil saga og tíðindarík, þeg- ar öll sú harða barátta, er þar var þá háð, verður endan- lega skráð, — annarsstaðar en í hjörtum og hugum þeirrar al- þýðu, er þá fylkti sér um ts- leif, en hennar hugljúfi varð hann alla tíð. Öll svið stétta- baráttunnar lét hann til sín taka: f hörðum átökum káup- gjaldsbaráttunnar stóð hann i broddi fylkingar, í samvinnu- hreyfingunni varð hann íröm- uður og foringi og í stjómmála- baráttunni varð hann hinn sjálfkjömi leiðtogi. Það var þennan dag fyrir þrjátíu árum, — 20. júní 1937, — að ísleifur Högnason varð fulltrúi verkalýðsins í Vest- mannaeyjum á Alþingi íslend- inga, kjörinn sem þingmaður Kommúnistaflokks íslands á- samt okkur Brynjólfi Bjarna- syni. Þá fékk alþjóð að kynn- ast mannkostum hans — og ætíð bezt er mest lá við. TCigi mun gleymast það hugrekki hans að taka að sér ábyrgð þeirra Þingtíðinda Sósíalista- flokksins, er hafin var útgáfa á 1941, er Þjóðviljinn var bann- aður. Vissi þá enginn hverju við mátti búast, er hann bauð þannjg banni þeirra Bretanna byrginn. Meðan barátta alþýðunnar var hörðust og neyðin sárust, var ísleifur meðal beztu braut- ryðjendanna, er ísinn brutu og brautina mddu til betrí tíma. Flokkur hans, Sósíalistaflokk- urinn, og íslenzk verkalýðs- hreyfing standa í þakkarskuld við hann fyrir allt sem hann vann þeim um asvin'a, skuld, sem sldrei verður goldin. Sósí- alistísk alþýða fslands mun geyma minningu hans, sem eins hugrakkasta drengskapar- manns, sem í röðum hennar hefur barizt. Einar Olgeirsson. Þeim fækkar nú óðum gömhi vinunum og samherjunum, sem áttu mestan hlut að því að skapa sögu þessa lands á fyrri hluta aldarinnar. Það er eins og vera hlýtur, enda þótt við hefðum kosið, að hinir beztu meðal þeirra hefðu átt sér lengri starfsdag. íslenzkur sósí- alismi og íslenzk verkalýðs- hreyfjng hafa aldrei risið eins hátt hér á landi og á því tíma- bili, sem nafn ísleifs Högna- sonar bar hæst. Hann var einn áf fremstu öndvegismönnun- um sem áttu hlut að því, að sú alda reis. Fyrir starf hans og nánustu samverkamanna hans urðu Vestmannaeyjar eitt allra sterkasta vígi hins rfs- andi, róttæka sósíalisma á ís- landi. Svo vel knnwa andstæð- ingarnir að meta bátt tsieifs í baráttunni, »ð einu sinni, þeg- ar átökjn voru hörðust, gerðu þeir tilraun til að ráða hann af dögum. Það er mikil saga tengd við nafn ísleifs og ég ætla mér ekki að rekja hana í einstök- um atriðum í þessum fáu lín- um. Ég get aðeins minnzt á það, sem hæst ber: Hin miklu og harðsóttu verkföll í Vest- mannaeyjum, er lesa má um í bók Jóns Rafnssonar „Vor í verum“, frábæra stjóm hans á kaupfélaginu í Vestmanna- eyjutn, forustu hans og þrot- laust starf í samtökum sósfal- ista þar og framkvæmdastjóra- starf hans í Kron, en til þess var hann kvaddur þegar mest á rejð og tókst að ná þeim árangri, sem ég býst við að fáum öðrum hefði tekizt eins og þá var ástatt. En þó er 6- talið, það sem oftast mun nefnt í sögunni, kosningasigurinn mikli 1937, þegar hann var kosinn á þing fyrir Kommún- istaflokkinn ásamt Einari Ol- geirssynj og undirrituðurri. Sá sigur var upphaf mikillar sókn- ar íslenzkra sósíalista, til hans má rekja alla þá stórsigra, sem síðan hafa unnizt. Það var þessi sigur, sem varð til þess, að Sameiningarflokkur alþýðu —, Sósíalistaflokkurinn var stoínaður. Hann var forsenda kosningasigursins 1942 og þess árangurs, sem náðist með ný- sköpunarstjórninni. Til þessaí sigurs og baráttunnar, sem á undan fór og til hans leiddu, má raunar rekja hinar sögu- legu rætur að öllum sigrum flokksins og samherja hans allt fram til þessa dags. ísleif- ur var eirin þeirra manna, sem áttu mestan þátt í pð leggja grunninn að öllu þessu. Af starfi hans í Vestmannaeyj- um er sprottin mikil saga, sem er ekki aðeins saga Vestmanna- eyja heldur alls fslands. Það verður verkefní nýrrar kynslóðar að lyfta merki sósí- aljsmans enn hærra og bera það að lokum fram til sigurs. En ég held, að eitt af skilyrð- utium fyrir því, að það megi takast, sé að hin nýja kynslóð skilji sögulegan uppruna sinn, læri af þeirri sögu, árangri hennar og mistökum og kunni rétt skil á tengslum nútíðar og fortíðar. Það væri því ekki aðeins ræktarsemj við fallinn forustumann að skrifa vandað verk um sögu þess tímabils, þegar ísleifur Högnason var í fararbroddi, heldur líka mik- ið þarfaverk fyrir framvind- una og þá baráttú. sem nú er háð. ísleifur var ákaflega skemmti- legur og viðfeldinn baráttufé- lagi, gamansemi hans oghjarta- hlýja yljaði upp umhverfið þegar mest syrti í álinn. Ég minnjst margra ánægjustunda, sem ég átti með honum, bæði í Vestmannaeyjum og eftir að hann kom á Alþing. Síðustu árin átti hann við mikla van- heilsu að striða og það sem homum þótti miður fara í ■ hreyíingu okkar gekk honum hjarta nær vegna þess hve ó- venjulega hjartahreinn hann var. Allt þetta bar hann þó með mikilli karlmennskií. Hitt duldist engum, að hinum gunn- rejfa baráttumanni var það mikil raun, þegar máttur hans til stórra verka tók að þverra. Tveimur dögum áður en hann lézt hitti ég hann á Landspít- alanum. Hann vissi sjálfur að hann var á förum, en nú var hann glaður og reifur og lék Hrynja höfug tár, hrynur sviti og blóð yfir öld og lýð, yfir jörð' og sæ. Ein í gegnum ym eilífs dauðastríðs hringir klukka hrein: hjarta göfugs manns. Hringir hjarta þitt hljóimi’sínum enn inn í okkar hug, eins þótt brostið sé. Loga vonaljós lífsins kringum þig, eins þótt augu þín eigi skíni meir. við hvern sinn fingur eins og forðum daga á beztu stundum lífs síns, sem ég minnist með söknuði. Ég held að hann hafi hugsað gott til þess að fá hvíld- ina. Slíkir menn deyja sáttjr við lífið. Ég vona líka að hann haíi órað fyrir þvi, að nú færi aftur að glaðna til í heimi okk- ar hinna, sem eftir liíum. Hjónaband þeirra ísleifs og Helgu Rafnsdóttur konu hans var með miklum ágætum og Jiað voru ekki einungis ástar- bönd sem tengdu þau saman, heldur líka sameigin- legar hugsjónir og traust sam- staða í baráttu fyrir góðum málstað. Missir hennar er mik- ill og við félagar og vinir þeirra hjóna vottum henni inni- lega samúð okkar. Fyrst í stað er söknuðurinn oft því sárari, sem fleiri hamingjustunda er að minnast. En það er Ííka gott að eig'a ævikvöld með slíkar hamingjustundir að baki. Dýpsta hamingjan felst í vitundinni um það að hafa til einhvers lifað. Brynjólfur Bjarnason. Þótt við mennirnir vitum harla lítið fyrirfram_ hver ör- lög bíða okkar á langri eða skammri lífsleið, þá er okkur öllum ljóst, að dauðinn er í raun og veru sá eini þáttur í tilveru okkar, sem er örugg- ur og viss. Samt kemur það okkur oftast á óvart þegar sam- ferðamenn hverfa skyndilega á bak við „jámtjaldið" eilífa. Þannig fór einnig mér, er ég las í Þjóðviljanum, að fsleiíur Högnason væri látinn. Það munu vera ura það bil 23 ár síðan ég kynntist ísleifi fyrst, og sú kynning takmark- aðist lengi vel við samskipti Borin vorsins væng vakir hugsjón þín eins og eldlegt tákn ofar dægursmæð, bendir fagurfleyg fram á sigurleið, bregður æskuást yfir þína mynd. Hiklaus hyggjan var, heit í sókn og vöm, yljað sérhvert orð einlægninnar glóð — imnsta eðlið tært eins og svalalind, þar sem brjóstsins blóm bikar fylltu sinn. Megi minning þín miðla dýpri sjón, hefja markið hátt, heimta stærri fórn, slíta banvæn bönd — bera Etla þjóð með sinn aldna arf inn í betri heim. Biður brúður þín, barna og vina fjöld, að hin sæla sól signi hvert þitt spor, að þín stóra ósk ilmi í vorsins dýrið ung og ódauðleg yfír þinni gröf. — fóUi. okkar í - félagsmálum, en var ekki náin eða persónuleg. Mér var þó kunnugt um, að hann átti þegar að baki mikið og gott starf í þágu alþýðufólks í Vestmannaeyjum og hafði m.a. verið skeleggur forystumaður í verkalýðs- og samvinnumálum þar um langt árabil. Þáð var ekki fyrr en alllöngu síðar, að ég kynntist ísleifi nánar og lærði að meta trú- mennsku hans, heiðarleik og drengskap. Ég sannfærðist einnig um það, að hann var vel að sér í marxiskum fræðum, og líísskoðun hans var byggð á traustum grunni. Stundum hefur það valdið mér nokkrum sársauka, þegar meðbræður mínir, sem ég hefi borið traust til, hafa fórnað hugsjónum sínum fyrir misskil- inn metnað eða stundarhags- muni, en þrátt fyrir slíka „lífsreynslu" trúi ég ennþá á batnandi kynslóð og betri heim. Sú bjartsýni hefur m.a. aukizt við kynni min af ísleifj Högna- syni. Hann var alla tíð hollur og trúr þeirri mannbætandi hugsjón, sem hann tileinkaði sér ungur og ég hygg að ha..n hafi aldrei unnið það „fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans". Ég vil með þessum örfáu orð- um votta konu, börnum og öll- um aðstandendum ísleifs sarnúð mína, og vænti þess, að vit- undin um mikjlsverð störf hans í þágu íslenzkrar alþýðu og minningin um góðan og þjóðhollan dreng megi verða þeim huggun harmi gegn. Jón Grímsson. Ég vissi eins og fleiri sem voru kunnugir ísleifi Högna- syni, að hann gekk ekki hejll 1jl skógar. En svo undarlegt sem það er, kemur dauðinn samt alltaf ög ævinlega sem óvæntur gestur, kaldur og miskunnarlaus. Ég mun ekki í þessum kveðjuörðum ræða nema lítillega um þau störf sem ísleifur helgaði líf sitt: samvinnu og sósíalisma. Það gera eflaust aðrir sem til þess eru betur hæfir. En manninn sjálían þekkti ég vel. Betri og elskulegri félaga get ég varla hugsað mér, hvort heldur setið var á heimilum hvor hjá öðr- um eða verið saman á ferða- lögum. Alltaf var hann jafn prúður skemmtilegur og sam- vinnuþýður. Þegar ísleifur var ungur að árum, þá voru hér aðrir tímar en í dag. Atvinnuleysi og fá- tækt gistu þá heimili hins vinn- andi manns, kom þá oft tíl á- taka milli atvinnurekenda og verkamannsins. Mannkostir ís- leifs birtust þá fljótt í því, að hann tók sér stöðu £ sveit verkamanna, barðist fyrir. þeirra málstað og tók forystu fyrir þeim í sínar hendur í Vestmannaeyjum. Hann varð eldheitur sósíalisti, óeigingjam hugsjónamaður, hugsaði aldrei um eigin hag, Iét aldrei að sér hvarfla neina umbun fyrir sín störf, svo sjálfsögð og eiginleg voru þau manninum sjálfum, að það hljómaði sem fjarstæða í eyrum hans að ætlast til ein- hvers í staðinn. Hans hlutverk var ekki hlutverk trúðarins. Og þó að hann vegna heilsu sinn- ar og fleiri ástæðna bæri ekki eins hátt og áður í íslenzkri pólitík síðustu árin, var hann hugsjón sinni alla tíð jafn trúr. Hann dó jafn sannfærður um sigur sósíalismans og hann var á yngri árum, engin stundar- fyrirbrigði gátu blekkt hann. Eðli kapítalismans hafði ekk- ert breytzt. Ég kveð þig, kæri vinur, með bezta þakklæti fyrir óteljandi ánægjustundir. Þrátt fyrir txpa heilsu síðustu árin, lifðir þú margar skemmtilegar stundir, og var það ekki sízt að þakka þinni elskulegu konu og börn- um ykkar, sem vöktu yfir heilsu þinni, ef svo mætti að orði komast, og í björtum aug- um bamabarnanna þinna birt- ist þér sú fegurð og góðvild, sem þú helgaðjr starf þitt til hinztu stundar. Ég endurtek þakklaeti til þín frá mér og konu minni og sam- úð okkar til konu þinnar, bama og nánustu vandamanna. Einar Andrésson. Með Isileitfi Högnasyni er fall- in fré ein a£ stæltustn hetjum og brautryðjendum íslenzkrar vcrk aiýdshreyf i ngar. Uppvaxtárár fsleifs bar upp á þá tíma er þjóSin var aðlosa sig undan erlendum yfirráðum, þegar ungmennafélagshreyfing- in lifði og starfaði, í fullri al- vöru, undir kjörorðinu „Islandi allt“, og hin unga íslenzka verkalýðshreyfing var að stíga sín fyrstu hikandi spor. Saga þessa manns varð eng- in venjuleg æfisaga held- ur fyrst og fremst baráttusaga, ekki til þess að öðlast gull og græna skóga sjalfum sér tíl handa heddur til að berjast 'yr- ir réttl og mannsæmandi til- veruskilyrðum handa þeim, er höllustum fæti stóðu í lífsibar- áttunni. Liðlega tvítíigur að áldri tek- ur hann að sér forusitu í baráttu verkafóllks f Vestmannaeyjum. Kcamhqlri á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.