Þjóðviljinn - 20.06.1967, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.06.1967, Blaðsíða 9
(r Þriðjudagur 20. JúrJ 1967 — ÞJÓÐVTL.TTNN — SlDA 0 Minningarorð um ísleif Framhald af 7. síðu. Hér stóð Isleifur að vísu ekki einn því eiginkona hans, hin landskunna baróttuhetja Helga Rafnsdóttir, lét hvergi sinn|ilut eftir liggja- I verkaiýðsbaráttunni í Eyj- um á árunum frá 1920 og fram á fimmta tug aldarinnar stóðu þessi hjón óumdeilanlega í far- arbroddi þó þar væru sannar- lega margir traustir liðsmenn. Og þar spillti ekki heldur lið- sinni Jóns Rafnssonar, hins þekkta hugsjónamanns. Það var gaman að eiga þetta fólk að samherjum. Á þessum árum hinnar hörðu lífsbaráttu tapaðist að sjálf- sögðu stundum orusta, en þær unnust mi'kiu fleiri. Seint mun ég gleyma þeirri stund, er við samiherjar Isleifs biðum í ofvæni úrslitanna í al- þin.giskosningunum 19. júní 1937 þegiar loks útvarpsiþulurinn kom og tiikynnti, að fulltrúi Komm- únistafllokks Islands Einar Ol- geirsson hefði náð kjöri í Reykjavik og þar með Brynj- ólfur Bjamason, en auk þeirra einn utan af landsbyggðinni — ísleifur Högnasion. Þetta var okkur mikil gleðistund, enda urðu hér greinileg þáttaskil í íslenzkum stjómmálum. Mikill fjöldi þess fólks, sem í dag skipar sér undir merki verkailýðshreyfingarinnar, veit h’tið um það fómfreka starf — æfinlega án nokkurra launa — sem brautryðjendurnir inntu af hendi. Það væri lærdómsríkt fyrir það hið saipa fólk, að fá að skyggnast inn í söguna. og sjá nokkrar svipmyndir úr bar- áttusögu IsOeifs Högnasonar, svo sem þá er hann í broddi fylk- ingar beitti sér fyrir einhverj- um umbótum á óþolandi kjör-i um erfiðismanna eða fylkti um sig atvinnuleysingjum kreppu- áranna til þess að knýja fram ,.^ýrþ til. h.anda einhver handtök í 'awinnubotaskyni. En í þá tíð gat barátta fátæks fólks fyrir hinum frumstæðu réttindum 1 orðið öllu líkari fólksorustum fomaldar en baráttu verkalýðs- hreyfingar nýtímans. Aldrei varð ég þess var að lsleifur missti stjóm á skaps- munum sínum á hverju sem gekk eða bæri hatur í brjóst.i til nokkurs manns. Hann hataði aðeins óréttlætið. Á þessum árum var verka- lýðsbaráttunni ekki stjómað frá neinum skrifstofum, heldur stóðu þar foringjar í fyflkingar- brjósti hvenær sem þörfin kall-' aði. Það kom að vísu stundum fyrir, að einn og einn, sem í upphafi ætlaði að vera með til átakanna skauzt úr hópnum þar sem minnst bar á, af hræðslu við að verða sviptur náð at- vinnurekenda, þvi í þá tíð.var ekki hikað við að beita atvinnu- kúgun, bæði leynt og Ijóst, gagnvart þeim, sem gerðust svo forhertir að vilja stofna til sam- taka um hagsmunamál sín, enaa vorum við þá ekki komin lengra á menningarbrautinni en það, að á svo róttækar hugmyndir sem stofnun barna- og elliheim- ila var litið sem hroðalegasta mannúðarleysi og tillraun til upplausnar fjölskyldulífsins. Fljótt kom Isleifur auga á það, að ekki var nóg að berj- ast fyrir basttum launakjörum fólks og einhverri atvinnu þvi til handa, heldur varð einnig að gera ráðstafanir til þess að halda verðlagi á nauðsynjavör- um þess í skefjum. Þess vegna geikkst hann fyrir stofnun sam- vinnusamtaka á verzlunarsvið- inu, fyrst yneð stofnun kaup- félagsins Drífanda, en síðar Kjaupfélags verkamanna, sem hann veitti forstöðu frá upp- hafi, eða árinu 1931 þar til hann hvarf til Reykjavíkur ár- ið 1943 til þess að taka þar við forstjórastörfum við Kron. Kaupfélag verkamanna í Vestmannaeyjum var rekið með það fyrir augum að því mætti auðnast að sinna tvenns- konar hlutverki, að halda niðri vöruverði í bænum og verða stoð verkafólks þegar mest á reyndi. Var rekstur þessa fyr- irtækis í höndum ísleifs til mikillar fyrirmyndar, end? naut þar og við fleiri góðra manna svo sem Guðmundar Gíslasonar þess óhlífna og trú- verðuga reglumanns, sem nú starfar hjá Kron. Mér þykir líklegt að Isleifur hafi ætlað Kron, undir sinni forustú, samskonar hlutverk og Kaupfélagi verkamanna, enda varð ekki annað séð en að til- boð það sem félagið gerði verií- fallsmönnum í Reykjavík árið 1947 um stórfeilld vörulán yrði til þess að binda skjótan og hagkvæman endi á deiluna. Það sem síðar gerðist í þessu félagi, virðist þó benda til þess, að hugmyndir Isleifs um hlut- verk sllíkrar samvinnuverzlunar hafi verið metnar nokkuð á annan veg en ýmsum þótti þær eiga skilið. Á þeim tíma mun mörgum af vinum Isleifs hlafa flogið í hug ,.þau bláköldu sann- indi, að allt, sem innt er af hendi í öfugu hlutfalli borgast við gildi þess.'1 Þessum manni voru að sjálf- sögðu falin ótal trúnaðarstörf á lífsleiðinni. Hann var verkalýðs- foringi, kaupfélagsstjóri, rit- stjóri, bæjarfúllltrúi og alþingis- maður, en fyrst og fremst bar- áttumaður fyrir því er hann vissi sannast og réttast. Þegar ég hitti Isleif daginn eftir að brezki innrásarherihn hafði tekið hús á ritstjórum Þjóðviljans og flutt úr landi þá Einar ..Olgeirsson, Sigfús Sigur- hjartarson og Sigurð Guðmunds- son, þá var það fyrsta sem hann sagði: „Nú fer að verða skömm að því að ganga laus.“ Verði einhverntíma skrifuð saga íslenzkrar verkalýðshreyf- ingar, af sanngirni og þekkingu, þá verður ekki hjá því komizt að ætla þar slfkum manni veg- legt rúm. i Isíleifur 'fæddist að Seljalandi undir Eyjafjöllum 30. nóvember 1895, en fluttist snemma með foreldrum sínum ti(l Vestmanna- eyja. Þrjátíu og sjö árum áður fæddist á sömu slóðum 'annar maður, sem gaf ungu fólki þetta heilræði: Ef byggirðu vinur, • og vogar þér hátt, og vilt, að það skuli ekki hrapa: Þá legðu þar dýrustu eign, sem þú átt og allt sem þú hefur að tapa. Og Isleifur byggði og vpgaði í anda skáldsins góða og lagði fram dýrustu eign, sem nokkur maður á — sitt eigið lífsstarf, — til þess að við mættum þok- ast nær framtíðarlandinu, sem Þorsteini Erlingssyni virtist þá svo fjarri. En nú er hann horfinn þessi einstæði maður og í dag býr fósturjörðin sig undir að breiða sína mjúku, grænu ábreiðu yfir hinn góða dreng etftir langan starfsdag — drenginn, sem alldr- ei brást hvorki henni né böm- unum hennar, sem höfð voru útundan. Um leið og ég þakka ham- ingjunni fyrir þau kynni, or ég hafði af þessum manni send- um við hjónin konu ísleifs og bömum þeirra okfcar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sigurður Guttormsson. Bífaþ/ónusta Höfðatúni 8. — Sími 17184. Auglýsinciasími Þjóðviljans 17 500 17. júní-hátíðar- höld í Reykjavík Framhald af 2. síðu, ágætum, þrátt fyrir gustinn og naut þá enn sólar og nokkuð var þá farið að bera á regn- slitri. Undir lokin var þó komið ó- fært veður og missti þá marg- ur lítill snáði blöðruna sína fyrir lítið, — voru þær gas- fylltar og seldar með óhemju- legu okji af smábisnessmönn- um í sölutjöldunum, — kostuðu þetta frá fimmtíu krónum til áttatíu krónur og mætti minna duga. Þá sleppti þjóðhátíðarnefnd hálfu þúsundi af litfögrum blöðrum. — einn metra í þver- mál hver blaðra og átti að þjóna blessuðum bömunum í lok dagskrárinnar, — hvass- viðrið gleypti þær eins og hendi væri veifað og hvarf all- ur flotinn á nokkrum sekúnd- um á haf út og fór þessi til- raun fullkomlega út um þúfur. Þær áttu nefnilega að stíga ' hægt og tígulega til himins í öllum regnbogans litum. Er þetta önnur tilraun Þjóð- hátíðamefndar með svona blöðrur en þeir hitta alltaf á hvassviðri. Geithafur illur viður- eiírnar Klukkan hálf fimm var kom- ið foráttuveður og fór þá fram viðamikið hestaprógramm. — er boðað hafði verið fyrir utan í- þróttaleikvanginn og skiluðu hestamepn ákaflega skemmti- legu og fjölbreyttu prógrammi eins og þeirra er von og vísa, — einn hængur var á því dag- skráratriði, — ensinn treystist til þess að líta þetta prógramm augum af því að illa stætt var þama úti á berangrinum i verstu regnhryðjunum oghvass- viðrinu. Sömu sögu er að segia af húsdýrasýningunni, — beljurn- ar létu illa í veðurólátunum, unga hænan kúrði með hópinn sinn undir væng og sýndi aldrei afkvæmi, geithafurinn var illur viðureignar og folaldsmerin stóð í höm með afkvæmi sitt. Bifreiðasýningin þótti takast allvel og var fjölsóttust af öll- um sýningum enda mátti siá þarna elzt.a bíl 'á Islandi, — fordara 1917 í gangfæm standí. Okur á veitingnm Veitingar í íþróttahöllinm voru á óheyrílega háu verði og var lítið slakað á prísum, — þannig kostaði kökuskammtur og pappabox með kók áttatíu og fimm krónur og lítil pepsi- flaska þrjátíu krónur- Sömuleiðis vom sölutjöldin með allskonar kamivalglingur af bandarískum uppmna á ó- heyrilega háu verði og brutu þar flestir sölureglur, — er Þjóðhátíðamefnd hafði sett um æskhegan vaming til sölu. Ösköp voru pylsumar ólysti- legar í þessu veðurfari og fuku kámug sinnepsblöðin út um v£ð- an völl. Unglingnm er hrósað Unglingadansleikur var f í- þróttahöllinni um kvöldið og dönsuðu þar nær fimm þúsund unglingar eftir bítlamúsik með tilheyrandi hávaða. Er ástæða til þess að hrósa unglingunum yfirleitt fyrir góða framkomu og tæmdist húsið á sjö mínútum í lokin klukkan eitt. Þama biðu þá fyrir utan þrjátiu strætisvagnar til þess að aka fólki heim í viðkomandi hverfi, — var sú þjónusta held- ur ónóg yfir daginn eins og áð- ur hefur viljað bregða við. En þrátt fyrir veðrið, þá sýndist mörgum hér vera æski- legur framtiðarstaður fyrir Þjóðhátíð Reykvíkinga og má finna þarna margan fallegan reit fyrir þúsundir Reykvíkinga til þess að una við í íramtíð- inni. Presiastefnan Framhald af 4. síðu. Kl. 16.15 á þriðjudag flytur séra Gunnar Östenstad fyrirlest- ur, sem nefnist Vitnisburður kristins safnaðar. Á þriðjudagskvöldið, kl. 19.35 fllytur svo frú Dónhildur Jóns- dóttir frá Höfðakaupstað syno- duserindi í útvarp: Prestskonan í dag. Prestastefnunni lýkur á miðvikudaginn kl. 18.30 með bænagjörð í kapedlu Háskplans. Um kvöldið verða prestar i boði heima hjá biskupi. Þegar að lokinni prestastefnu hefst svo guðfræðiráðstefna á vegum Þjóðkirkjunnar og L,út- erska heimssamibandsins. Stend- ur hún yfir frá 22. júní til 24. júní. Viðfangsefni ráðstefnunnor er Ráðsmenn Guðs. Fyrirlesar- ar verða dr. Helge Brattgárd og séra Gunnar östenstad. (Frá skrifstofu biskups). Grikkland Framhald af 6. síðu. ingu andspymuhreyfingar og baráttu gegn einræðisstjóminni og endurreisn lýðræðis í land- inu. Það er stefna fllokks okkar, að vinna að því að innan slilcr- ar hreyfingar séu tmdantekn- ingarlaust öll þau öfl sem berj- ast gegn valdbeitingu og ein- ræði. Þessi víðtaaka hreyfing nýtur stuðnings allra lýðræðissinnaðra Grikkja, ekki aðeins í heima- landinu heldur og í öðrum löndum, í austri og vestri, í Evrópu og Ameríku. ,Það er augljóst að nú bpr nauðsyn til að sameina öll öfl svo að hreyf- ing þessi verði sem víðtækust. Því aðeins verður baráttan ár- angursrík. Jafnframt þvi sem unnið er að framangreindu verkefni — að skipuleggja viðtæka and- spyrnuhreyfingu — er ljóst að nauðsynlegt er að hefja öfluga upplýsingastarfsemi á hugsjóna- fræðilegum grundvelii heima 'fyrir, svo og kynna sem bezt erlendis baráttuna gegn einræð- isstjóminni. — Hversu margir Iýðræðis- sinnar hafa verið fangelsaðir? — Það vitum við ekki. Og má vera að samsærisforingjarn- ir viti heldur ekki nákvæma tölu þeima handteknu. Það eru lög frumskógarins sem nú gilda í Grikfclandi. öll þau yfirvöid sem eru undir einræðisstjóm seld framkvæma handtökur manna. Og þau þurfa ekki að standa einum né neinum redkn- ingsskap gerða sinna. Þegar þannig er í pottinn bú- ið getur maður aðeins fullyrt, að fjöldi hinna fangelsuðu er mi'kiil, miklu meiri en þær töl- ur gefa til kynna, sem herfor- ingjastjómin hefur birt opin- berlega. Og sú hætta er alltaf fyrir hendi, að margir af and- stæðingum einræðisstjómarinn- ar hveríi hreint og beint spor- laust — fasistísk stjómarvöld eru vön að beita þvílílkum starfsaðferðum. Ég vil bæta því við, að í hópi þeirra þúsunda, sem ein- rasðisstjómin hefur sent f fangabúðir, eru margir and- steeðingar hennar sem gisthafa 15—20 ár í fangelsum og aldr- ei hafa átt kost á að lifa eðTi- legu fjölskyldulífi. Ég héld að það eitt út af fyrir sig lýsi bet- ur en annað ólbilgimi þeirra, sem komið hafa einræðisstjóm- inni á fót í Grifcklandi. (Framanskráð er meginhluti viðtals sem Kaupmannahafnar- - blaðið EAND OG FOUK birtl fyrir sfcömmu). Smurt brauð Snittur — við Óðinstorg — Sími 20-4-90. Sjónvarpstæki Til sölu, sem nýtt sjón- varpstæki, 23 tommu, ásamt netum. — Selst á aðeins 15.000 kr. Uppl. í síma 15435. VIÐGERÐIR ÚRVALSRÉTTIR á virkum dögum oghátiöum Á matseðli vikunnar: STEKKT LIFUR BÆJARABJÚGU KINDAKJÖT KAUTASMÁSTEIK LIFRARKÆFA Á hverri dós er tillaga um framreiðslu , KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ, á skinn- og rúskinnsfatnaði. Góð þjónusta. Leðurverkstæði Úlfars Atlasonar, Bröttugötu 3 B. Sími 24-678. Jón Finnsson hæstaréttarlögmaður Sölvhólsgötu 4. (Sambandshúsinu III. hæð) símar 23338 og 12343. 8TEIHPÚI i BRIDGESTON E H J Ó L BARÐAR Síaukin sala sannargæðin. B:RIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstri. BRIDGESTONE ávallt fyrirliggjandi. ' GÖÐ ÞJÓNUSTA Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 Sængurfatnaður — Hvítur og mislitur — ÆÐARDÚNSSÆNGUR GÆSADÚNSSÆNGUR , DRALONSÆNGUR ★ SÆNGURVER LÖK KODDAVER Skólavörðustíg 21. Laugavegi 38 '10765 Skólavörðustíg 13 Póstsendum um allt Iand. V E N P I L mjög vönduð falleg vara. H Ul NCi I R/€ Halldór Kristinsson cullsmíður. Oðlnsgöto * Síml 16979. INNHEIMTA lÖOFKÆQtSTðnK VB [R 'V&uu+TCHt óezt 1 KHflKt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.