Þjóðviljinn - 20.06.1967, Síða 4

Þjóðviljinn - 20.06.1967, Síða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðj udagur 20. júní 1967. Otgefandi: Sósialistaflokk- Saimelningarflokkur alþýðt urinn. Ritstjórar: Ivar H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður &uðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson- Auglýsingastj.: Sigurður' T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiðttr Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðust 19. Simi 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- Samningsrétturmn pyrir kosningar sagði Þjóðviljinn í grein uim verk- fall yfirmanna á farskipumum að eflaust yrði' það eitt fyrsta verk stjórnarflokkanna,. ef þeir héldu meirihluta sínum eftir kosningar, að bánna verkfallið og skipa kjaramálum farmanna með valdboði. Þessi 'spádómur hefur nú rætzt, og raun- ar þurfti enga sérstaka glöggskyggni til þess að sjá þá atburði fyrir. Viðreisnarstjómin hefur gefið út fleiri bráðabirgðalög en nokkur önnur íslenzk ríkisstjóm, og tilgangurinn með flestum þeim til- skipunum hefur verið sá að binda endi á verkföll. íhlutunin hefur ævinlega verið á eina lund; hún hefur beinzt gegn launamönnum og ráðið málum til lykta í samræmi við afstöðu atvinnurekenda. Með þessum síendurteknu íhlutunum er ríkis- stjórnin smátt og smátt að grafa undan raun- verulegum samningsrétti launamanna á íslandi. Því aðeins er um að ræða frjálsa samninga launa- manna og atvinnurekenda, að báðir aðilar séu jafnréttháir, beri hliðstæða ábyrgð og verði báðir að leggja sig í framkróka til að leysa vandann. Ef vitað er fyrirfram að ríkisstjórnin muni leysa kjara- deilu með valdboði eru frjálsir samningar úr sög- unni í verki, þótt öll form séu haldin; sáaðili sem hefur hag áf valdboðinu bíður aðeins átekta og legg- ur ekkert af mörkum. OgvaldboðríkisstjórnarSjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins hafa ævinlega verið atvinnurekendum í hag. Þess vegna eru þeir gersamlega hættir að skeyta um aðstæður og rök- semdir og sanngirni — þeir bíða aðeins eftir lögun- um. Jafnvel einföld vandamál sem lausn hefði fundizt á án verkfalla við venjulegar aðstæður reyrast nú í harðan hnút, vegna þess að atvinnu- rekendur vita að þeir þurfa ekkert að leggja af mörkum. Þessi afstaða ríkisstjórnarinnar leiöir því sjálfkrafa til þess að ágreiningur um deilumál breytist í vinnustöðvun, en síðan er tjónið af vinnu- stöðvuninni notað sem röksemd fyrir íhlutuninni. ^lþýðusamtökin hljóta að líta þessa þróun m'jög alvarlegum augum, og það er raunar fyrir löngu orðið óhjákvæmilegt að heildarsamtökin leggi á ráðin um aðgerðir til þess að tryggja raunveruleg- an samningsrétt. Þar er ekki aðeins um að ræða þá launamenn sem fylgt hafa stjórnarandstöðunni að málum, heldur alla verklýðssinna hvar í flokki sem þeir standa. Það hlýtur að vera sérstakt um- hugsunarefni fyrir Alþýðuflokksmenn í samtök- um launafólks að ríkisvaldið er þannig notað í sí- vaxandi mæli til að grafa undan samningsréttin- um og að ráðherrar Alþýðuflokksins skuli æ o’fán í æ taka á sig ábyrgð af þvílíkri valdbeitingu, nú síðast Eggert G. Þorsteinsson sem áður var for- ustumaður í verklýðssamtökunum. Það er raunar til marks um vamlíðan, að fyrirsögn Alþýðublaðs- ins á fréttinni uim nauðungarlögin hljóðaði svo: „Verkfallinu er lokið“! En vanlíðan hrekkur skammt; hú þurfa allir þeir sem annt er um sam- tök launamanna og réttindi þeirra að taka höndum saman. — m. Kosnlngasvikum var mótmælt SEOUL 15/6 — Lögreglan hand- tók í Seoul í dag 525 stúdenta af um 15.000 sem fóru í kröfu- göngu í höfuöborg Suður-Kóreu í dag til að mótmaala kosninga- svikium sem þeir teilja að hafi verið beitt í bingkosningum í landinu í síðustu viku. Merrén-ferða- styrkurinn er en n í linskólinn fær kennslutæki að gjöf frá Trabantumbúðinu Iðnskólinn í Reykjavík fékk nýlega að gjöf góðan grip frá Trabantverksmiðjunum í Aust- ur-Þýzkalandi og umboði þeirra hér á landi. Er þetta Trabant- vél ásamt gírkassa og drifi. var gripur þessi til sýnis á vöru- sýningunni í sýningarhöllinni í Laugardal fyrir skeipmstu x og vakti þar mikla athygli. Vélin og drifkerfið er allt sundur- skorið og er hægt að sjá ná- kvæmlega hvernig tvígengisvél vinnur og færir aflið út í hjól- in. Er þetta fyrsta sýnishomið af þessu tagi sem Trabantverk-, smiðjurnar hafa smíðað. Giinter .-Schneider, sölustjóri Trabantverksmiðjarjna, afhenti gjöfina, en. Þór Sandholt skóla- Stjóri veitti henni viðtöku fyr- ir. hönd . Iðnskólans. Einnig • voru þar viðstaddir W. Baumann, verzlunarfulltrúi Þýzka alþýðu- lýðveldisins á íslandi, Ingvar Helgason, umþoðsmaður Trab- antverksmiðjhnna, og Jón Sæ- tran, yfirkennari við Iðnskólann. Þór Sandholt færði gefendum þakkir og kvað gjöfina kær- komna, mundi hún koma að góðum notum sem kennslutæki og kæmi sér einkar vel fyrir skólann að eignást slíkan grip nú á þessum tímamótum þegar verið er að auka verulega verk- lega kennslu í skólanum. Þjóðviljinn náði tali af Gún- ter Schneider sölustjóra og sagðist hann hafa gott samband við umboðsmanninn hér á landi, Ingvar Helgason, og væri mjög Samningur við Kana Hinn 5. júní sl. var gerð"jr samningur miili ríkisstjórna Bandaríkjanna og Islands um kaup á bandarískum landbún- aðarvörum með Ipnskjörum. Samninginn undirrituðu Karl P. Rolvaag, sendiherra Banda- ríkjanna,.og Emil Jónsson, ut- anríkis ráðherra. Samningar um kaup á banda- rískum landibúnaðarvörum hafa verið gerðir árlega við Banda- ríkjastjóm síðan 1957. 1 nýja samningnum, sem gildir fyrir árið 1967, er gert ráð fyrir kaupum á hveiti og tóbaki. Samningurinn er að fjárhæð 1.252.000 dollarar, sem er jaf.n- virði um 54 miljón króna. Vöru-' kaupin eru með beim kjörum, að 30 prósent greiðist fljótlega í dollurum en 70 prósent er lán til 10 ára með 41/, prósent vöxtum. I ár er samningsupp- hæðin mikilu lægri en í fyrra, þar sem maís er ekki lengur keyptur frá Bandarikjunum með slíkurn lánskjörum. Lánsfé, sem fengizt hefur mcð þessum hætti, hefur undanfar- ín ár verið til varið til ýmissa innlendra framlkivæmda. ánægður með þau samskipti. Hér væru nú um 600 Trabant- bílar á götunum, og hefði hann sjálfur fengið staðfest meðan hann hefði dvalizt hér að Trab- ant væri þekkt bílategund á ís- landi og væri stöðugt að vinna sér álit hér sem annars staðar. Trabant væri einn ódýrasti bíll- inn á markaðnum og væri þó fyllilega samkeppnisfær við aðr- ar gerðir minni bíla hvað snerti útlit og vélaútbúnað, enda myndi hann henta sérlega vel við allar aðstæður á fslandi. Trabantverksmiðjurnar flytja nú út til 15 landa og er Trab- antinn víðast hvar ódýrasti bíll- inn á markaðnum og vinnur sér stöðugt betra orð. Myndin er tekin í sýningar- höllinni í Laugardal við afhend- ingu á gjöfinni til Iðnskólans. Vinstra megin við vélina eru G. Schneider og W. Baumann en gegnt þeim eru: Jón Sætran (talið frá hægri), Þór Sandholt og Ingvar Helgason. — (Ljósm. Þjóðv. Hj. G.). Dr. Bo Ákerrén, læknir Svíþjóð, og kona hans, r kynntu íslenzkum stjórnvöld- um á sínum tíma, að þau hefðu í hyggju að bjóða árlega frám nokkra fjárhæð sem ferða- styrk handa íslendingi, er ósk- aði að fara til náms á Norður- löndum. Hefur styrkurinn ver- ið veitur fimm sinnum, í fyrsta skipti vorið 1962. Ákerrén-ferðastyrkurinn nem- ur að þessu sinni eitt þúsund •sænskum krónum. Þeir, sem kynnu að vilja sækja um hann, skulu senda umsókn til mennta- málaráðuneytisins, stjómar- ráðshúsinu við Lækjartorg, fyrir 10. júlí n.k. í umsókn skal greina, hvaða nám um- sækjandi hyggst stunda og hvar á Norðurlöndum. Upplýs- ingar um náms- og starfsferil fylgi, svo og staðfest aifrit prófskírteina og meðmæli. Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. /Frá menntamála- ráðuneytinu). Islands í mal og júní 1967 í maí og júní hafa eftirtaldir stúdentar lokið prófum við Háskóla íslands: Embættispróf í guðfræði: Halldór Gunnarsson. Embættispróf í læknisfræði: Ásgeir Jónsson Einar H. Jónmundsson Eyjólfur Þ. Haraldsson Eyþór H. Stefánsson Guðmundur Elíasson Guðmundur Sigurðsson Guðný Daníelsdóttir Gunnlaugur B. Geirsson Gunnsteinn Gunnarsson Hlöður Freyr Bjamason Kristján A. Eyjólfsson Magnús Skúlason Þórður Harðarson Þorvarður Brynjólfsson. Kandídatspróf í tannlækn- ingum: Egill Jacobsen Guðni M. Óskarsson Gunnar Benediktsson Ingjaldur Bogason Pétur H. Ólafsson Ragnheiður Hansdóttir Sigurður Bjamason Sigurður L. Viggósson . ■/ , Embættispróf í lögfræði: Ásgeir Thoroddsen Björn Pálsson Garðar Gíslason Gísli Sigurkarlsson Hrafnhildur Gunnarsdóttir • Jakob Ragnar Möller Jakob Þórir Möller Kristján Torfason Ólafur B. Árnason Ólafur H. Ragnarsson Þorv. Reinhold Kristjánsson Sigurður Hafsteiii. Kandídatspróf í viðskipta- fræðum: Árni Ágúst Gunnarsson Baldur Árnason Guðmundur Guðbjarnason Hálfdán O. Guðmundsson Kristján Össur Jónasson Pétur Jónsson Pétur H. Snæland Steinar Höskuldsson Sveinn Gústafsson Þorbjörn R. Guðjónsson Kandídatspróf í isienzkum fræðum: Eysteinn Sigurðsson Páll Bjamason. B. A.-próf: Anna Kristjánsdóttir Björn Þorsteinsson Eiður S. Guðnason Einar Hjaltested Elín Norðdahl Banine Elísabet S. Guttormsdóttir Guðmundur M. Oddsson Guðni Þór Stefánsson Hrafnhildur K. Jónsdóttir Jón Ágústsson Kristrún Eymundsdóttir Óskar Ingimarsson Pálína Jónsdóttir Páll Ingólfsson Sigrún Klara Hannesdóttir Snorri Þór Jóhannesson Sverrir Hólmarsson Valdimar Valdimarsson Þór Valtýsson Þorsteinn M. Marínósson. Fyrrj hluti verkfræði: Gísli Viggósson Guðbrandur Steinþórsson Gunnar H. Jóbannesson Halldór Friðgeirssoii Hreinn Frímannsson Níels Indriðason Ólafur Erlingsson Ragnar Ragnarsson Sveinn Snæland Tómas Tómasson Þóra R. Ásgeirsdóttír Þórður Ó. Búason. í Reykjavík í gær Hin árlega prestastefna er haldin hér í Reykjavik dag- ana 19.-21. júní. Hún hófst með messu í Dóm- kirkjunni kl. 10,30 í gær. Dr Helge Brattgárd dómprófastur í Linköping, prédikaði, en alt- arisþjónustu annaðist séra Síg- urður Torfason prófastur á Skeggjastöðum og séra Árni Pálsson í Söðulholti. KI. 14 sama dag var prestastefnan sett í kapeilu Há- skólans og flutti þá biskupinn ávarp og yfirditsskýrslu. KI. 15 þann dag voru prestkonur í boði biskupsfrúarinnar á Tóm- asarhaga 15. Kl. 16 voru t* ið fyrir aðalmál Prestaste: unnar: Endurskoðun Helgisii bókarinnar. Framsögu ha biskupinn, herra ' Sigurbjé Einarsson. Þetta mál veri síðan rætt í umræðuhópi næstu daga. KI. 17.15 flutti Helge Brattgárd, dómprófesr fyrirlestur, sem nefndist Rái menn Guðs gjafa. Hvað se Biblían um það. Um kvöldið 19.30 flutti séra M'agnús Gi mundsson Grundarfirði syi duserindi í útvarp, Kirkjan bömin. Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.