Þjóðviljinn - 20.06.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.06.1967, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 20. júní 1967 — 32. árgangur — 134. tölublað. Kosygin ítrekar á þingi SÞ kröfur á hendur ísraei Síða Q Afkomuhorfur hænda ískyggi- legar eftir harðindin í vetur Vorverk sein — mikill fóðurbætiskostnaður 3 ískyggilega horfir til um afkomu bænda þetta árið, hvíla á þeim miklar skuldir eftir harðindin í vetur og vor og alls óvíst hvernig reiðir af í sumar, sagði Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri í gær í viðtali við Þjóðviljann um ástand og horf- ur í landbúnaðinum. — Aillt heíur verio mik.lu seinna á ferðinni nú en á með- alári, sagði búnaðarmálast.ión, sauðburður var víðast hvar inn- an húss og vorverk hófust með allra síðasta móti, en hafa geng- ið vel seinustu daga meðan gott veður hefur verið um land alllt. Þetta hefur verið bændum með dýrari vorum sem komið hafa, beit hefur verið léleg og féð við fulia gjöf fram í maílok og víða lengur. Hey eru mikils til gefin upp um land allt og hafa harð- indin kostað mikla fóðurbætis- gjöf. Taldi Halldór Pálsson varia von tiil að diikar í haust borguðu upp útgjöld bænda í vetur og vor, en síðasta ár var bændum 'einnig heldur óhagstaett, klaki í jörðu fram eftir sumri, heyfeng- ur rýr og meðaifaliþungi dilka mun minni en undanfarin ár. — Annað'hvort verður afurða- verðið að hæikka eða bændur að minnka tekjur sínar, sagði Hall- dór. Viðri vel héðan af í sumar, sagði hann, getur sprettan bjarg- azt. Það er ekiki mjög mikill kiaki í jörðu nú, hinsvegar er kal í túnum til stórskaða víða á Norðurlandi, einkum í Þingeyja- sýslunum. Ohætt er að segja, sagði bún- aðarmóilastjóri að lokum, að horfúr eru ískyggiiegar fyrir bændur. Þeir eru skuldunum vafnir eftir erfiðan vetur og al- veg óvíst hvemig sumrinu reiðir af. 17. júflí-hátíoar- höld í Reykjavík ILLT VEÐUR spállti dagskrá þjóðhátíðardagsins í Reykja- vík, — var þó bjart veður framan af eins og myndin til vinstri ber með sér og sat sumt litla fólkið á öxl föður eða afa undir dagskrá barn- anna. ÞEGAR LEIÐ á daginn hvessti að suðvestan með regnhryðj- um og varð þá mörg reykvisk fjölskylda hrakin i Laugardal. A MVNDINNI til hægri er kuldalega búin fjölskylda á á- horfendahekk að horfa á sund- keppni enda naut sú íþrótta- grein sín bezt með tilliti til veðurs. Á 2. síðu er fréttafrá- sögn af hátíðahöldunum í Reykjavík. (Ljósmyndir: Þjóð- viljinn G. M.). Fjölmenni við upp- sögn MA 17. júní — reist verður viðbygging fyrir raunvísindi Menntaskólanum á Akureyri var slitið á laugardaginn, 17. júní í kirkju bæjarins. Þaðan útskrifuðust 104 stúdentar og var mikið fjölmenni við skóla- uppsögnina. Hæstu einkurm á stúdents- prófi í MA hlaut Guðmundur Pétursson sem var í stærðfraeði- deild, hann hlaut einkurinina 8,91. Önnur varð Margrét Skúla- Mústafa Barzani — leiðtogi Kúrda í írak, þjóðar sem hefur í mörg ár barizt hetjubaráttu við ofurefli liðs, baráttu sem fáir þekkja til — Sjá viðtal við sendifulltrúa Kiirda erlendis á baksíðu. Bílvelta við Gunnarshélma 1 gærmorgun um klukkan hállf- ellefu varðslys á Suðurlandsvegi. við Gunnarshólma. Þar var kona ein síns liðs í bifreið og ætlaði að aka austur í Hveragerði. Mun hún hafa misst stjóm á bifreið- inni með þeim afleiðingum að bílilinn lenti út af vegarbrúninni og fór tvær eða fleiri veltur. Hlaut konan áverka á höfði og var flutt á Landakotsspítala. Bifreiðin skemmdist mikið. Bát hvolfdi Seint á föstudagskvöldjð barst lögreglunni í Reykjaví'k tilkynn- ing um að litlum báti hefði hvolft framan við Loftsbryggju. I bátnum voru tveir drengir, 15 og 16 ára gamlir. Bátnum hvolfdi sa 50 metra frá landi og var drengjunum bjargað'og þeirfiutt- ir í Slysavarðstofuna. Þeir voru talsvert þjakaðir eftir volkið. Kvöldskemmtun G-listans Kosningastjórn Alþýðubandalagsins í Reykja- vík efnir til kvöldskemmtunar fyrir starfsfólk G-listans við alþingiskosningamar 11. júní sl. Skemmtunin verður haldin í Sigtúni. Nánar auglýst í blaðinu á morgun. dóttir í máladeild með 8,76. Þau eru þæði frá Akureyri. Hæstu einkunn yfir skólann hlaut Alda Möller frá Siglufirði, hún fékk 9,53 upp úr 5. bekk stærðfræðideildar. Samkvæmt upplýsingum Stein- dórs Steindórssonar, setts skóla- meistara, var óvenju margt við skólaslitin svo að varla var nóg rúm í kirkjunni sem er þó stærsti samkomustaður bæj ar- ins, 25 ára og 10 ára stúdentar færðu skólanum gjafir og fluttu ávörp. Fyrirhugað er að hefja á næstunni byggingu húss fyrir ravmvisindi við MA og er nú leitað tilboða í verkið. Viðbygg- ingin verður i svipuðum stíl og nýbygging MR við Lækjar- götu og álíka stór. Er gert ráð fyrir að þar verði 8 kennslustof- ur með öllum búnaði og að í kjallara verði samkomusalur, fundaherbergi og fleira. 14 bráðubirgðalög á 8 árum \ gegn hagsmunum launþega Eins og Þjóðviljinn var bú- inn að benda á lét ríikisstjóm- . in það akki dragast lengi fram yfir kosningar að banna verk- fail farmanna með bráða- birgðalögum og eru það önn- ur bráðaþirgðalögin á þessu vori og hin 14. í röðinni, að þvi er Þjóðviljanum telst til, sem riikisstjóm núverandi stjórnarflokkar setja frá þvi þeir toku völdin í landinu 1959 til þess að banna ■ verk- föOl eða á annan hátt að hafa bein éhrif á kjör launastétt- anna í landinu og bænda. Afrekaskrá ríkisstj. Sjálf- stæðisf'lofeksins og Alþýðu- flokiksins á þessu sviði sl. tæplega |8 ár lítur þannig út: 1959: 15. desember: Bráða- birgðalög um Framleiðslu- ráð landbúnhðarins. verð- sikráningu og fleira. 1960: 5. júll: Bráðabirgðalög vegna vinnustöðvunar flug- manna. 1961: 6. júní: Bráðabirgðaiög vegna stöðvunar millilanda- flugs. 1961: 4. ágúst: Bráðabirgðalög um nýtt gengi íslenzku krónunnar. 1961: 30. september: Bráða- vbirgðalög urn framlenginigu samninga lækna og sjúkra- samlaga. 1962: 2. maí: Bráðabirgðalög um hámarksþóikmm fyrir verkfræðistörf. 1962: 24. júní: Bráðaibirgðalög til „lausnar" sfldveiðideMu. 1963: 17. ágúst: Bráðabirgða- lög um „lausn“ á kjaradeilu verkfræðinga. 1964: 10. september: Bráða- birgðalög um Framleiðslu- ráð landbúnaðarins o.fl. 1965: 24. júní: Bráðabirgðalög um verðjöfnunar- og flutn- ingasjóð sildveiða 1965. — Komu ekki til framkvæmda. 1965: 11. september: Bráða- birgðalög um verðlagningu landbúnaðarvara. 1966: 15. júlí: Bráðabirgðalög um „lausn“ þjónadeilunnar. 1967: 10. maí: Bráðabirgðalög um að banna verkfalil lyfja- fræðinga. 1967: 16. júní: Bráðabirgðalög um „lausn“ farmannadeil- unner. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.