Þjóðviljinn - 01.07.1967, Side 3
Laugardagur 1. júlí 1967 — WÓÐVILJTNN — SlöA 3
-g-
Bandaríkjamenn eru að undirbúa enn
nýja útfærslu á stríðinu í Yietnam
Þrálátur orðrómur vestanhafs um að undirbúin hafi verið innrás í
N-Vietnam bráðlega — í ráði að senda 100.000 manna liðsauka
■ Þrélátur orðrómur hefur gengið að uudanförnu um að
Bandaríkin imdirbúi ijú innrás í Nörður-Vietnam, segir
norsika „Dagbladet“. Það fer að vísu ekki mikið fyrir hon-
um í blöðum í Bandaríkjunum sjálfum, en í alíþjóðaútgáfu
„New York Herald Triibune“ var fyrir nokkrum dögum
sagt svo frá fundi í samtökum „Americans for Democratic
Kosygin og de Gaulle í Elysée-höll.
Mýr hndur Kosygíns
§g de Gaulle s dug
HAVANA 30/8 — Alexei Kosygin, forsætisráðherra Sov-
étríkjanna, sem í dag hélt heimleiðis frá Kúbu, mun á
morgun, laugardag, ræða við de Gaulle Frakklandsforseta
í Elysée-höllinni í París.
Action“:
„Goodwin og Schlesinger skýrðu
frá því á fundinum sem halld-
inn var fyrir luktum dyrum að
þeir hefðu spumir af þvi að inn-
rós í Norður-Vietnam stæði fyrir
dyrum, en hún myndi líklega
leiða til kínverskrar íhlutunar“.
Samtökin „Americans forDem-
ocratic Action“ hafa lönigum
verið áhrifamikil í Demókrata-
flokknum og þar hafa hinfrjáls-
lyndari öfl flokiksins haft sama-
stað. Þeir Goodwin og Sdhlesing-
er vom báðir meðal nánustu
samstarfsmanna Kennedys heit-
ins forseta og hafa enn náið sam-
band við Kobert Kennedy, bróð-
ur hans.
1 frásögn „Dagbladets" erþess
ennfremur getið að Kanadamað-
urinn Gerry Hunnius, sem er
framikvæmdastj'óri samtakanna
„International Confederation for
Disarmament and Peace“, hafi í
samtali við blaðið skýrt svo frá:
— 26. maí var ég staddur í
Ottawa. Þá var hringt til mín
frá heimildarmanni í Bandaríkj-
unum sem ég get ekki nafngreint'
nú. Hann. sagði að einn þeirra
fréttamanna sem h<#ur náiðsam-
band við bandarísku herstjóm-
ina í Washington hefði fengiðað
Tollasáttmálmn
nú undirritaður
GENF 30/6 — I dag undirrituðu
fulltrúar ríkja sem annast fjóra
fimmtu af heimsviðskiptunum
samning þann um gagnkvæmar
tollalæ'kkanir sem var niðurstaða
hinna svonefndu Kennedy-við-
ræðna.
SAIGON 30/6 — Nýrri vallda-
streitu herforingjanna í Saigon
lauk svo í dag að Ky hershöfð-
ingi og „forsætisráðherra" varð
að láta í minni poikann fyrir
Thieu hershöfðingja og „forseta"
Sai gonst j órnarinnar.
1 septemiber eiga að fara fram
forsetakosningar í hinum her-
numdu héruðum Suður-Vietnams
samkvæmt hinni nýju stjómar-
skrá, sem felur forsetanum öll
völd í leppstjórninni. Ky hafði
fyrir löngu tilkynnt framboð sitt
og þótti víst að hann yrði „kos-
inn“. Fyrir nokkru boðaði Thieu
að hann myndi einnig gefa kost
á sér og leit út fyrir að þeir
vita hjá háttsettum bandarískum
stjórnaraðila að Bandaríkjastjórn
hefði ákveðið að hefja innrás í
Norður-Vietnam á næstunni og
myndi hún leita til þiugsins eft-
ir heimild til stríðsyfirlýsingar.
Fréttamaður sá sem um ræðir
hefur síðar, eftir að þetta spurð-
ist, hvorki viljað staðfesta það
né bera til baka.
í grein „Dagbladets“ er á það
bent að Ky herslhöfðingi hafi
farið fram á að fjölgað yrði í
bandaríska hernum í Suður-Viet-
nam upp í 600.000, en hann hafi
hvað eftir annað lýst þeirri skoð-
Dayan landvarnaráðherra sem
eftir sigur ísraels í stríðinu er
tvímælalaust áhrifamesti maður-
inn í ísraelsku stjórninni sagði
að ísraelsmenn yrðu að leggja
sig alla fram til að halda þeim
arabísku hémðum sem þeir her-
numdu þar til friður væri
tryggður.
myndu bítast um forsetaembætt-
ið.
1 gær kom svo herfbríngja-
klíkan saman á fund, sennilega
að undirílagi bandaríska sendi-
herrans, EHsworth Bunker, til
þess að reyna að fá annanhvorn
til að faila frá framlboðinu. Kllík-
an sat á fundi í 20 kilukikustundir
og að honum loknum var til-
kynnt að þeir hefðu orðið á eitt
séttir um að Thieu yrði forseta-
efni en Ky varaforseti. Þeirborg-
arar sem til málamynda eiga sæti
i klíkunni eru sagðir hafa setið
hjá. en ^llir herforingjamir hafa
stutt Thieu, sem mun þá einnig
njóta stuðnings Bandaríkjanna.
un sinni að gera ætti innrós í
Norður-Vietnam. Ákveðið hefði
verið að McNamara landvama-
ráðlherra og formaður bandaríska
herráðsins, Earle G. Wlheeler,
fæm til Suður-Vietnams snemma
í júnímánuði, en slíkar ferðir
hafa venjulega boðað nýja stig-
mögnun stríðsins. Ferðinni var
frestað vegna stríðs ísraéls og
araibarikjanna, og „DagMadet"
Caravelle-þota
fórst í Hongkong
HONGKONG 30/6 — Óttazt erað
24 menn hafi látið lífið þegar
farþegaþota af gerðinni Caravelle
hrapaði niður í Kowloonflóa í
Hongkong. 73 farþegar vora með
fiugvélinni, en flestir þeirra
komust lífs 'af, svo og öfll á-
höfnin.
Búizt hafði verið við því að
Bandaríkin og önnur vestur-
veldi myndu í dag bera fram
nýja ályktunartillögu á allsherj-
arþingi SÞ í því skyni að koma
í veg fyrir samþykkt tillögu
Júgóslava, Indverja og þrettán
annarra hlutlausra þjóða sem
krefst þess að ísraelsmenn hverfi
þegar í stað með allt sitt her-
lið úr hinum hernumdu arab-
ísku héruðum. Tillaga vestur-
veldanna var þó ekki borin fram
í dag en búizt er við að í henni
sé gert ráð fyrir að ísraelski her-
inn verði ekki fluttur heim fyrr
en endanlega hafi verið tryggð-
ur friður í löndunum fyrir botni
Miðjarðarhafs.
Mosikvuútvarpið skýrði frá því
í morgun að bandarískar flug-
vélar hefðu ráðizt á sovézkt kaup-
far „Mihail Frunze" 1 höfninni í
Haiphqpg í gær. Sagt var að
sovétstjórn hefði mótmæflt árás-
inni við bandarísku stjórnina.
Krafizt var að veitt yrði full-
komin trygging fyrir því að slik
árás yrði ekki gerð aftur á so'/-
ézkt skip og að hinum seku fflug-
mönnum yrði refsað. Moskvuút-
varpið sagði ekkert um hvort
manntjón hefði orðið, aðeins að
sprengjubrot heifðu fallið á skip-
segir að lokum að það stríð
kunni að hafa komið vitinu fýrir
Bandaríkjastjóm, en vúst sé það
ekki.
I næstu viku
~ Frá þvi var skýrt í Wasihing-
ton í fyrradag að McNamara
landvarnaráðherra, Wheeler her-
ráðsformaður og Katzenbach
varautanríkisráðherra myndu
fara til Saigonar í næstu viku.
IFara halloka
önnur og fullt eins sennileg
skýring á þvi að nú er ráðgert
að fjölga enn í bandarískahem-
um í S-Vietnam er sú, að Banda-
ríkjamenn hafa að undanfömu
farið halloka fyrir í>jóðfrelsis-
fjdkingunni.
Mark Frankland, fréttamaður
brezka vikublaðsins „Observ^rs"
í Saigon, sagði þannig á laugar-
daginn að ástæðan tifl þess að
handarísku herforingjamir í S-
Vietnam hefðu óskað eftir að ?ó
meira herlið þangað væri sú, að
herstjóm „Vietcongs" hefði bor-
iö svo góðan árangur, jafnframt
þvi sem Saigonherinn hefði brugð-
izt. Frakikiland segir að himr
hörðu bardagar sem undanfarnar
vikur hafa staðið í norðurhéruð-
um Suður-Vietnams fyrir frum-
kvæð i Þ j óðf relsisf ylk i n garin nar,
hafi orðið till þess að Bandaríkja-
menn hafi neyðzt til að sénda
þangað svo mikinn liðsauika acjj
þeir hafi veikt vígstöðu sína í
hinum þéttbýlu héruðum um-
hverfis Saigon og á ósihólmum
Mekon gf lj óts i n s, jafnframt því
sem þeir hafi einnig orðið að
flytja lið norður frá miðhálend-
inu. Þeir hafi neyðzt tíl að hætta
við hernaðaraðgerðir sínar á ós-
hólmunum, sem þeir höfðu taflið
skipta höfuðmáli og hermenn
Þjóðfrelsisfylkingarinnar hafi aft-
ur náð valdi yfir sumum þeim
héruðum milli Saigonar og landa-
mæra Kamtoodju sem Banda-
ríkjamenn „hreinsuðu" ■ í miWlum
herleiðöngrum fyrr í ár.
Frankland segir að þannig sann-
ist það sem „norðurvietnömsku
herforingjarnir sem stjórnahem-
aðaraðgerðum Vietoongs í suðr-
inu“ hafi sagt í „fyrra, að jafn-
vel þótt 600.000 manna banda-
rískt herlið yrði sent til Suð-
ur-Vietnams myndi verða hægt
að dreifa svo úr þvi með opnun
stöðugt nýrra vigstöðva að það
yrði að miklu leyti óvirkt.
ið og valdið tjóni á yfirbyggingu
þess.
Bandaríska landvarnaráðu-
n'eytið viðurkenndi í dag að hugs-
anlegt væri að sovézkt skip hefði
orðið fyrir sprengju þegar tvær
bandarískar flugvélar hefðu í
gær ráðizt á loftvarnalbyssustæði
nálægt höfninni í Haiþhong. Sagt
var að bandaríska herstjórnin í
Suður-Vietnam hefði fengið fyr-
irmæli um að rannsaka til hlít-
ar hvað gerzt hefði.
Þetta er í annað sinn á nokikr-
um vikum sem bandarískar flug-
Það er aðeins liðinn hálfur
mánuður síðan þeir de Gaulleog
Kosygin hittust síðast, en það
var þegar sovézki forsætisráð-
herrann kom við í París á leið
rinni til New York, þar sem hann
inætti á allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna. Þessi nýi við-
ræðufundur þeirra að liðnum svo
skömmum tíma er tekinn til
marks um síaukna samstöðu og
vélar ráðast á sovézk kaupför í
höfnum 1 Norður-Vietnam. I
fyrra skiptið reyndu Bandaríkja-
menn að bera af sér sökina, en
neyddust um síðir til að viður-
kenna að árásin hefði átt sér
stað.
Austurþýzka fréttastofan ADN
skýrði frá því í dag að í loft-
árás Bandaríkjamanna á Haiþhong
í gær hefðu samtals fjögur er-
lend káupför orðið fyrir sprengj-
um, auk hins sovézka. ítalskt,
brezkt og kínverskt. Margar
sprengjur féllu einnig á íbúðar-
hverfi í borginni, en þrátt fyrir
það var að venju komizt svo að
orði í tilkynningu * bandarísku
herstjórnarinnar í Saigon um ár-
ásina að ráðizt hefði \ verið á
„skotmörk í útjaðri" Haiphongar.
samvinnu Sovétrfkjanna og
Frakkllands i alþjóðamálum.
Mikið var um dýrðir i Havana
í dag þegai Kosygin með föru-
neyti var kvaddur þar á flugvell-
inum. Þúsundir skólabarna veif-
uðu fánum, herhljómsveit lék
þjóðsöngiva, skotið var 21 faill-
byssuskoti og öll forusta Komm-
únistaflokks Kúbu kom til að
kveðja gesti sína. Castro faðm-
aði Kosygin inniflega að sér að
skilnaði.
í fullri vinsemd
Að sjálfsögðu er ekkert vitað
með vissu um hvað þeim hefur
farið á miflli þá þrjá daga sem
þeir ræddust við. en augljóst
þykir að viðræðumar hafi faríð
fram í fullri vinsemd, þótt lík-
legt megi telja að viðlhorf beggja
séu þau sömu og áöur f þeim
málum sem leiðtogar Sovétrfkj -
anna og Kúbu hafa ekki verið á
°itt sáttir' um.
Miklar róstur
enníBurma
*
RANGÚN 30/6 — Enn í dag
urðu óeirðir i Burma sem beint
var gegn Kínverjum, að þessu
sinni í borginni Mandalay. Her-
mönnum og lögreglu var sigað
gegn óeirðarmönnum sem flestir
voru stúdentar og voru 112 hand-
teknir. öflllum skólum í borg-
inni hefur verið lokað um
óákveðinn tima. Allt var með
kyrrum kjörum í Rangún í dag,
þar sem lýst hafði verið um-
sátursástandi eftir samc' '•""ar ó-
eirðir síðustu daga.
Keppinautarnir Thieu og Ky
Enn valdabarútta í Saigon,
Ky beið ósigur fyrir Thieu
Mbshe Dayan hershöfðingi:
Við verðum að halda
öllu sem við unnum
TELAVIV og NEW YORK 30/6 — Það virðist ljóst af um-
mælum Moshe Dayans hershöfðingja . gærkvöld að ísra-
elsmenn muni virða að vettugi hverja þá samþykkt Sam-
einuðu þjóðanna sem gerir ráð fyrir að þeir láti aftur af
hendi það land sem þeir unnu af aröþum í stríðinu.
Ný árás Bandarík;amanna á
sovézkt skip í N-Vietnam
Skotið var á það og 3 önnur eriend skip í höfninni í
Haiphong — Bandaríkjamenn hafa játað á sig sökina
SAIGON og HANOI 30/6 -— Bandarískar sprengjuþotur
gerðu í gær harðar árásir á hafnarborgina Haiphong í
Norður-Vietnam. Þær réðust m.a. á erlend skip í höfninni
þar og var eitt þeirra so\ jzkt.