Þjóðviljinn - 14.07.1967, Qupperneq 8
ig SftMt— ÞJÓÐV.LJDNN — Föstudagwr M. j/@& 15967-
LORENZA MAZZETTI 1:
iminnmn
rvnur
að í helvíti sé elvöru eldur sem
logar og brennur að eilífu.
— Slokknar hann aldrei?
— Aldrei-
— Hvað táknar aldrei?
— Aldrei táknar alltaf. Prest-
urinn segir að það sé ekki bara
eilífur eldur heldur líka margs
konar aðrar pyndingar. Hann seg-
ir að púfcar neyði hina for-
daemdu til að ganga á baunum,
en {yrst séu beir búnir að skera
af þeim iijamar.
®g mundi nákvasmlega hvað
hann hafði sagt og öll smáatrið-
in. Presturinn lýsti dropapynd-
ingunni. Hann segir að líka sé
haegt að láta fólk deyja bannig
að salti sé stráð á það og svo
séu geitur látnar sleikja á því
tsemar, þangað til það deyr af
kitlum.
Við borðið spurði Baby frænda
hvprt það vseri í alvöru hægt að
kitla fólk til dauða. Frændi sagði
að svo væri, og hann sagði að
frægur rithöfundur, sem hét Are-
tino hefði í alvöru dáið úr Wátri.
Eftir hádegisverðinn fórum við
Ót í garð.
—< Hvernig deyr frændi?
S/ EFNI
1 SMÁVÖRUR
TÍZKUHNAPPAR
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav. 18. III. hæð flyfta)
Sími 24-6-16
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. StMl 33-968.
— Það veit ég ekki. Frændi
deyr ekki.
— Nei, sagði Baby. — Hann
fer ekki til helvítis .... ég ætla
að fara þangað í staðinn fyrir
hann.
— Það er ekki hægt-
— Þá verður þú að fara þang-
að.
— Nei, það er ekki hægt, vegna
þess að það er æðsti dómur-
Baby varð sorgmædd.
— En ef við sýnum sjálfsaf-
neitun og fómum smáblómum,
fer hann þá til helvítis? spurði
Baby.
— Nei.
— Þá deyr frændi ekki í eilífa
eldinum.
— Nei, hann deyr ekki.
6
— Hvers konar yfirbótaræfing-
ar eigum við að gera?
— Við skulum prófa hver get-
ur staðið lengst á einum fæti.
— Það er engin yfirbótaræfing.
Við verðum að þjást.
— Við skulum hlaupa fram og
aftur yfir svæðið með öllum
þymunum, alveg þangað til það
fer að blæða úr okkur. |
Lea, Pierino og Zeffirinð litu
á brodda-svæðið eins og þáu köll-
uðu það. Það var dálítill blettur
með gulum, þurrum blómum með
þymum í stað Maða.
Ég hljóp út á blettinn með
þyrnunum, en ég stanzaði miðja
vegu, af því að það var svo sárt.
Þau hin höfðu ekki hreyft sig.
— Af stað, hrópaði ég, t>g ég
fór aftur að hlaupá' og tárin
streymdu niður vanea mína af
eintómum sársauka. Til þess að
þetta yrði ekki alveg eins sárt
fór ég að hoppa. Ég stanzaði hin-
um megin við blettinn og engd-
ist af kvölum. Þau hin voru á
miðjum brodda-blettinum. Þau
höfðu stanzað og þorðu hvorki
að fara fram eða til baka. Það
voru líka netlur á milli þyrn-
anna. Ég horfði á fæturna á mér.
Þeir voru eldrauðir og það var
eins og þeir loguðu af sársauka.
Hin nálguðust: • hoppandi og
veinandi.
Loks knmu þau hvert áf öðrw.
— Æ, æ, æ, æ, og þau engd-
ust af sviða.
Svo kom Baby altra síðust.
Ég horfði á fætuma á Baby.
Þeir voru eldrauðir og margir
smáþymar voru fastir í þeim.
Jafnvel Pasquetta lyfti pilsinu
sínu alveg upp á læri og sýndi
okkur á sér fæturna.
— Sjáið þið bara-
Lea engdist og kveinaði sér.
— Þetta verður að vera nóg,
og hún lagði rakt trjálauf á lær-
in og leggina til að draga úr
sviðanum.
— Nei, það er ekki nóg. Við
sögðumst ætla að hlaupa tíu
sinnum yfir blettinn og við er-
um bara búin að gera það einu
sinni.
Og ég fór að hlaupa og hin á
eftir.
Þymarnir stungust inn í holdið.
Við hrópuðum: — Af stað, og
fórum öll af stað undir eins og
við góluðum eins og vitleysingar
til að eggja hvert annað. Aðal-
sársaukinn kom á eftir, og það
var út af netlunum.
Um sólarlag sáum við frænda
og gestina uppi á'hæðinni. Hann
hrópaði:
— Það er orðið framorðið.
Penny, Baby, komið bið heim.
Og hann veifaði til okkar. Svo
gekk hann í áttina að Húsinu á-
samt hinum. Hárið á honum var
alveg hvítt. Ég fann að ég elsk-
aði hann. Ég horfði á fæturna á
mér sem voru þaktir rauðum díl-
um og ég þurrkaði burt blóðið
sem vætlaði fram með lárberja-
blöðum- Svo þurrkaði ég fætuma
á Baby með öðmm blöðum.
Baby grét og til að fá hana til
að hætta, tíndi ég járðarber
handa henni.
— Ég komst ekki yfir blettinn,
sagði Baby.
Það var alveg satt, því að
þegar hún var komin hálfa leið,
stanzaði hún og þorði hvorki aft-
urábak né áfram.
— Þú ert svo lítil.
Það fór að skyggja og Zeffir-
ino sagði:
— Ég verð að fara heim, ann-
ars lumbrar pabbi á mér.
Við heyrðum að pabbi Zeffir-
inos hrópaði:
— Zeffirinóóóó. Ef þú kemur
ekki heim í grænum hvelli, þá
skaltu finna fyrir því. Þrjóturinn
þinn. Og þú átt að sækja vatn.
Pabbi Zeffirinos tekur af sér
beltið þegar hann er reiður og
hleypur á eftir honum og æpir
og lemur hann. Mamma Leu og
Pierinos lúskrar þeim líka, þegar
þau svíkjast’ um. og ef þau
hlaupa burt svo að hún nær
þeim. ekki, þá tekur hún af sér
tréskóna og kastar þeim f bau.
Ó, mikið vildi ég óska að
frændi lemdi mig með beltinu Pg
gæfi mér löðmng í stað þess að
horfa á mig ásökunaraugum og
tala ekki við mig iða brosa til
mín heilan dag.
Stofustúlkan kallaði á okkur til
að baða okkur og gefa okkur
kvöldmat. Eftir mat vomm við
sendar í rúmið.
Anna má vera á fótum tfu
mínútum lengur en við, af því
að hún er stærri, og þá situr
hún í ruggustólnum eins og
drottning og horfir á okkur með
meðaumkun- Við kyssum frænda,
Katehen og Maríu á kinnarnar.
Vi'ð hneigýum okknr fyrír gest-»
unum.
Þegar ég hef verrð óþæg og
kem til frænda til að bjóða hon-
um góða nótt með kossi, snýr
harm sér stundum að mér og
horfir á mig ásökunaraugum.
Þetta kvöld sat Anna í rbggu-
stólnum og setti bragð fyrir mig.
Þá flaug ég á hana, bæði vegna
þess að ég varöfundsjúk og Ifka
vegna þess að ég reiddist, og tðg-
aði í fléttumar á henni. Frændi
sá það og sagði að daginn eftir
ætti ég að skrifa tíu síður í
refsibókina mina með þessari
setningu: Ég má ekki hárreyta.
Ég fletti skrifbókinni. Hún var
næstum útskrifuð. Fr,'”» var full
af setningum eins • ’>m: —
Ég má ekki ljúga > ekki
fleygja bollum eða glésum í höf-
uðið á fólki. Ég má ekki klippa
sundur kjóla sem mér þykja Ijót-
ir. Ég á að vera kurteis, hlýðin
og siðprúð. Ekki tala með mat í
munninum. Ekki gægjast gegnum
skráargöt. Það er rangt að setja
bragð fyrir þjónustufólkið- Það er
rangt að traðka niður kornakr-
ana- Það er rangt að óhreinka
veggina með kroti og óhremum
fingraförum. Það er rangt að
henda grjóti og brjóta glugga.
Fólk á ekki heima í trjám. Ekki
tala hátt. Ekki syngja fasista-
söngva meðan frændi sefur. Ekki
leika við bændabömin. Ekki
hanga yfir þjónustufólkinu. Það
er rangt að leggjast í rúmið í
öllum fötunum.
Fullorðna fólkið var að leika
krikket. Við heyrðum að það var
að hlæja. Aunty sat í legustól
undir móberjatrén og las „Vol de
nuit“.
Hjá frænda var stafur með
gullhandfangi. Edith var að mála
tré. Arthur maðurinn hennar sat
við hliðina á henni og reykti
pípu. Þau komu frá húsi í ná-
grenninu og fánnst við krakkam-
ir miklu ómerkilegri en . Cipi,
hundurinn þeirra, sem var með-
Wndlaður eins og kóngur og
beit mig í hvert skipti sem ég
kom nálægt honum-
Svo voru það gestimir, gamall
maður, stór og sver með rautt
skegg og gleraugu, og hann hét
Van Marle og var listfræðingur-
Hann átti heima hinum megin
við fjaliið. Hann sat oft lengi
með frænda f vinnustofunni, sem
er full af bókum.
Þegar hann kom í bílnum
sinum, stanzaði hann rétt fyrir
neðan tröppurnar á Húsinu og
hoppaði í parís með okkur. Við
innteiknuðum parísinn með krít
á veginn og svo hoppuðum við
é öðrum fæti. Signor Van Marle
reyndi, en hann vann aldrei.
Hann er svo stór og feitur og
það endar alltaf á því, að hánn
stígur hinum fætinum niður Iika.
Þá hlær og skríkir Baby.
Cosimo, þjónninn, kom og sagði
honum að teið væri framreitt og
tók hann með sérv Við Baby
urðum fokreiðar. Annie fór með
signor Van Marle inn í stofu, en
hún gleymdi ekki að gretta sig
framam' okkur.
þórður
sjöari
4950 Hún fer upp á þilfar án þess að skilja neitt í því sem
er að gerast og sér annan hásetann rúlla upp trossuna. Þórður
skipstjóri er hvergi sjáanlegur- í stýrishúsinu eru aðeins faðir
hennar og Wallace. „Hversvegna erum við allt í einu farin af
stað?“ spyr hún undrandi. Henni er ekki svarað öðru en útúr-
snúningum eins og „breytt ákvörðun" og öðru slíku og henni
er vel ljóst að hún er leynd hinni raunverulegu ástæðu. ,,Og t>órð-
ur skipstjóri, hvar er hann?“ spyr hún. „Æ, já, þú hefur ekki
heyrt það. Þú varst komin í rúmið", svarar faðif hennar vand-
ræðalega, „hann fékk skeyti um að koma strax til Antwerpen..
Látið ekkl skemmdar kartöflur koma ydur
í vont skap. IVotíð CÖLMAN8-kartöfluduft
SKOTTA
— Bíddu andartak í símanum Sigga! Ég held hún sé að koma
fyrir hornið — á annarri iöppinnM
BÍLLINN
Bílaþjónusta
ílöfðatúni 8. — Sími 17184.
Gerið við bíla ykkar sjálf
Við sköpum aðstöðuna. — BÍLALEIGA.
BÍL AÞ JÓNUST AN
Auðbrefeku 53, Kópavogi — Síirú 40145.
Látið stilla bílinn
Örui>umst hjóla-, ljósa og mótorstillingu. Skiptum
um kerti, platínur, lgósasamlokur. Örugg þjónusta.
BÍLASKOÐUN OG STILLING
Skúlagötu 32, sími 13100.
Hemlaviðgerðir
Rennum bremsuskálar.
Slípum bremsudælur.
Límum á bremsuborða.
Hemlastilling hf.
Súðarvogi 14 — Sími 30135.
Bibeiðaeigendur
Þvoið, bónið og sprautið bilana ykkar sjálfir. Við
sköpum aðstöðuna. Þvoum og bónum ef óskað er.
Meðalbraut 18, Kópavogi.
Sími 4-19-24.
Teryiene buxur
og gallabuxur l öilum staerðum. — Póstsendurri.
Athugið okkar lága verð
Ó.L. Traðarkotssundi 3
(móti Þjóðleikhúsinu) — Sími 23169.