Þjóðviljinn - 15.08.1967, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 15.08.1967, Qupperneq 5
Þridjudagar 15. ágúst lð©7 — ÞJÓÐVZLJINN — SlöA § ■ífc; í Hvalfiröi og Borgarfiröi ■ Skipsmenn á varðskipimi Óðni stóðu heiðursvörð og heilsuðu hátíðlega þegar far- þegar stigu um borð á laugar- dagsmorgjun, enda voru gest- irnir að Jþessu sinni Haraldur krónprins Noregs, forseti, for- sætisráðherra, dómsmálaráð- herra og fleiri fyrirmenn. Jón Jónsson skipherra og aðrir yfirmenn skipsins tóku á móti prinsinum og fylgdar- liði hans og buðu til hádegis- verðar meðan siglt var til Hvalfjarðar í rysjóttu veðri. í Hvalfirði hellirigndi þegar krónprinsinn 'steig á land við hvalstöðina, þar sem saman var kominn hópur manna til að fagna honum. Loftur Bjarna- son framkvæmdastjóri ann- aðist hina opinberu mót- töku, en varð þó seinni á sér en tvær telpur amerískar sem hlupu fram á bryggjusporðinn Og urðu fyrstar til að taka í hönd hinum tigna gesti. Hvalur sem veiðzt hafði tveim dögum fyrr beið í fjör- unni og fylgdust gestir með því er hann var dreginn upp á planið og skorinn þar í stykki. Ekki þótti lyktin sem bezt, en ríkisarfinn þraukaði og þá síðan veitingar gestgjafa. Úr Hvalfirði var haldið til Reykholts og ekinn Dragháls. Hafði þá stýtt upp og var sól- skin það sem eftir var dagsins. í Reykholti tóku á móti rík- isarfanum heimamennimir sr. Einar Guðnason prófastur, Jón- as Ámason alþingismaður og Vilhjálmur Einarsson skóla- stjóri auk fulltrúa sýslumanns, hreppstjóra og fleiri. Hópur prúðbúinna telpna úr sumar- búðum þjóðkirkjunnar fögnuðu prinsinum á hlaðinu og fjöldi manns var kominn að Reyk- holti til að sjá gestinn. Einar prófastur og prófessor Sigurður Nordal fræddu Harald ríkis- arfa um sögu staðarins og leiddu hann að Snorralaug, inn í göngin og að styttu Snorra Sturlusonar, gjöf norsku þjóð- j arinnar. Að síðustu sat prins- inn kaffiboð á heimili séra Einars. ) Krónprinsinn virtist þreyttur og skoðaði það sem íslenzkir sýndu honum alvarlegur í 1 bragði, — þó svöruðu norskir blaðamenn kollegum sínum ís- lenzkum að hann hefði brosað mun meira opniberlega hér á nokkrum dögum en hann gerði mánuðum saman heima fyrir. Vafalaust hefur líka hymað yfir krónprinsinum um kvöld- ið er hann komst til veiða í beztu á landsins, Haffjarðará. og fékk þar ekki færri en fimm laxa. Með honum við lax- veiðamar vom forsætisráð- herra, sem dró jafnmarga, og Hallgrímur Fr. Hallgrímsson forstjóri. Myndirnar: JL Við styttu Snorra \J Sturlusonar í Reyk- V holti. Með Haraldi rik- isarfa á myndinni eru forseti tslands og forsætisráðherra og systumar Anna Bjarnadóttir prófastsfrú (til vinstri) og Kristín Bjarnadóttir. Fyrir neðan sjást krónprinsinn og próf Sigurður Nordal koma út úr göngunum, en neðst heilsar Jón Jónsson skipherra á Óðni Haraldi. á milli þeirra sjást Pétur Sigurðsson land- helgisforstjóri og Jóhann Haf- stein dómsmálaráðhcvra. Efst eru telpurnar sem A fögnuðu Haraldi s hlaðinu i Reykholti þá er mynd tekin við Snorra- laug, sú þriðja þegar Einar prófastur (í miðju) sýnir kirkjugarðinn og neðst sjás' krónprinsinn os fylgdarli? virða fyrir sér hvalskurð i Hvolfirði (Ljósm. Þjóðv. vh) i i Í k

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.