Þjóðviljinn - 17.08.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.08.1967, Blaðsíða 7
Finuntudagur 17. ágúst 1-967 — ÞJÖÐVXLJINTST — SlÐA 7 Hugleiðingar á ferð um Borgurfjörð vestru Mlkið mega íslendingar vera þakklátir drottni sínum fyrir það að hann gaf þeim þvílikt land (hafi hann þá gert það), svona eins og það er orðið eftir 1100 ára búsetu þessarar þjóðar hérna á berangrinum. E>ví berangur er það, og svona viljum við hafa það. „Ég vil ekki hafa skóga“, sagði amma mín, og hafi hún sæl sagt. Því ef við vildum hafa skóga, þá væru þeir hér. Þeir voru, en okkur leiddist að hafa þetta fyrir augum og tókum það burt. Nokkuð hefur hjarað af, aumt og volað, eins og tungu- mál þeirrar þjóðar, sem á aðra voldugri yfir sér. Við hérna vitum eina þjóð ágæta og volduga, og henni viljum við trúa og taka upp tungumál hennar, því fyrr, því betra. Sú þjóð hefur sem vér, farið illa að skógum sínum, sem svo miklu gróskumeiri og gagn- auðugri eru en okkar, að því verður ekki saman jafnað. Hún býr einnig við tungumál, sem marga slettuna hefur fengið á langri vegferð, og upp er soðin úr mörgu, og má það vera mikið þolinmæðis- verk að læra það conglomerat eða sambreysking, og leyfi ég mér að gizka á að skapari vor hafi ætlað heila manns þarf- ara hlutverk en að basla við þetta. (En að gera úr þessu sæmilegt mannamál á ný, það held ég sjálfur deus omnipot- ens gæti ekki gert.) Þetta sem hjarði af aumt og volað, það skríður með jörð eins og það ætli ofan í hana, og ekki hægt að gera úr því lurk handa gömlum manni að stiðjast við þegar fæturnir fúna, illfært til eldiviðar, lopp- ið og kveinandi, en ihnar samt vel eftir regn. Segja nú skógfræðingar að ekki þýði að láta það lifa, og ætla að drepa það, en setja í staðinn ógeðs- legan skógargróður útlendan, og eru byrjaðir á þessu verki. Þeir skirrast jafnvel ekki við að setja hér niður barrviði. og væri ekki þarfara verk unn- ið en að rífa þetta upp, og flengja með því skógræktar- menn, þó að náttúran og sá sem fyrir veðrinu ræður og sendi okkur Hákonarbyl, hafi séð svo um að engan mundi svíða undan þesum títlum, sem guði sé lof eru flestar dauðar. Ekki er ofsögum sagt af óvild íslenzkra bænda og ann- arra til trjáviða, og blasir það við þegar farið er um landið, að hvergi hefur einni hríslu orðið vært, sem sjá mátti út um glugga á bænum, eða af hlaðinu. Minnir þetta á það, að enskir barónar og stórland- eigendur þola ekki að hús sjá- ist út um glugga i höllum þeirra, en láta rífa hvert hús sem stendur í óleyfi þeirra þar sem þeir sjá það að heiman frá sér, og þó að land þeirra sé svo stórt, að þeir næðu ekki að skoða það allt á hundr- að árum, leyfa þeir engum ó- viðkomandi að skoða sitt dýrð- arríki, en láta gera augnhelda girðingu um það allt, svo fá- tækir menn á veginum megi ekki ná að gleðjast við það sem er fyrir innan. Með þessu hefur tekizt að færa almenning í útlegð í landinu, banna hon- um allt nema gráan veginn, og hann líka, þegar umferð er, og finnst mér þetta fagurt og sanngjarnt. Hvað veldur því bá að sumir af bændunum. *>afa sett niður hríslur við bæ sinn og látið dafna í skjóli við húsvegginn? Að vísu fara þeir spart í það, hríslurnar eru aldrei nema fáeinar, og verða aldrei fleiri. og meðal þeirra enginn barrviður (þakka skyldi!) Á einum stað er ein hrísla og vex hún vel því hún hefur enga til að keppa við sig um lífsrými (leb- ensraum), í 30—50 cm nálægð, en þetta þykir hæfilegt bil milli trjáa hér á landi (í Dan- mörku hinsvegar þykir hæfi- legt bil milli trjáa allt að þvi 50 sinnum þetta, og má af því sjá hve illa Danir kunna til trjáræktar). Fyrir sextíu árum sendi for- sjónin héraðinu Borgarfirði skáld af erlendum ættum að móðurkyni, hefur liklega hald- ið að nú væri því héraði orðið skáldavant, og viljað bæta úr því. Skáld þetta hafði ekkert að gera, því verkið sem þvi var ætlað og það hafði í ung- æðishætti sínum haldið sig kunna, það dróst úr höndum hans, en það var verkstjórn á heimili frænda konu hans, því hann var raunar öllu óvanur nema að glugga í skáldskap, og gerði hann sér það til dund- urs að planta trjálund norð- anvert við húsið, þar sem ekki sást til hans úr gluggunum. Runnurinn óx og dafnaði og það gerir hann enn, og mundi nú þurfa að fara að höggva þetta. En skáldinu óx og dafn- aði einnig skáldæð sín meðan hann var þarna, því það ger- ir öllum sem í hérað þetta koma, af hvaða ættum sem eru, og einnig þeim sem hafa hana svo lítilmótlega að hún mætti í sannleika kallast Spræna, eftir litlum læk, sem ég þekki og svo lítill er að hann getur ekki minni verið. En þegar skáld þetta var á burt, þvi honum var farið að Úr Borgarfirði — við Norðurá. fyrir skömmu eða löngu, hafi átt aðild að þessu, og hvað gat annars valdið hinni sjúk- legu lestrarfýsn, sem þjáði mig, meðan ég var þama að norpa, en glataðist smátt og smátt eftir að ég fór, nema hann Snorri Sturluson (og hans nótar), og löngu síðar leiðast að gróðursetja þau tré sem enginn vildi hafa, og gera ekkert annars nema að yrkja þau ljóð sem fáir nenntu að lesa, þá dofnaði því allur skáldskapur, og varð hann að engu skáldi eftir það. Ja, hvað veldur? Er það kaldrani héraðsins, úfin og grett hraun, eða eru það víð- átturnar sem blasa við, með svipmikilli og einkar viðfeld- inni fjallasýn, eða eru það þeir stórmiklu bókagerðarmenn sem þar sátu fyrrum jötunefld- ir og skráðu og skráðu, eða ortu og ortu á steini úti við sjó (já það var reyndar við annan fjörð sem sá sat, með svartar brýr og sívalt nef), en nokkuð er það, að þama þró- aðist mönnum mennt skáld- skapar, sumum svo vel að ekki verður að fundið, sumum hálf- illa, en öðru afarilla og kalla ég það ómennt. í viðri veröld á ekkert pláss jafn fámennt, strjálbýlt og skóglítið annan eins grúa skáldmenna, og trú- legast þykir mér að hinir burt- gengnu og burtkölluðu, ýmist ..i Keflavíkurkvurtettmh Keflavíkurkvartettinn er mi þessa dagana að leggja upp ■ söngför út á Iand, og syngur hann á IsafirSi, Suðureyri og Bolungavík núna um helg- ina. Kvartettinn er skipaður söngmönnum úr Karlakór Keflavíkiur og hafa þeir allir komið fram sem einsöngvar- ar á konsertum kórsins. Stjórnandi og undirleikari kvartettsins er Jón Ingi- mundarson úr Reykjavík. Hér á myndinni sjást talið frá vinstri: Haukur Þórðar- 1. tenór, Sveinn Pálssoo, tenór, Jónas Ingimundar- stjórnandi, Ólafur R. Guðmundsson, 1. bassi, og Jón Kristinsson 2. bassi. son 2 son, kom hann Snorri, sem aldrei gat óyrkjandi verið þó að hon- um væri stirt um það, fór und- ir eins að yrkja þegar hann kom en hætti þegar hann fór (enda forfallaður). Er nú niðji hans einn nýlega látinn, sem orti eina vísu á dag eftir að hann varð fullorðinn, það eru 25.000 vísur. Eru þær flestar til, en hve margar skyldi mað- urinn hafa ort ef hann hefði verið annars staðar. líklega enga? Seinast kom hinn þriðji með sama nafni og orti sæt- legar en flestir, og það gerir hann enn þó hann sé farinn. Ja, ég veit annars ekki — hvað veldur. Hver vill nú koma og heyja sér frægð og líklega Nóbelsverðlaun og heimsfrægð og doktorsnafnbót og prófessorsstöðu og bregða ljósi á þetta vafasama atriði: hvað veldur því að skáldskap- ur, bókvisi og gott tungutak þróaðist betur í Borgarfirði hinum vestra en á öðrum stöð- um? Hálærður maður, stórvitur, hefur sagt að það valdi þvi að menn yrkja nú verr en áður og tala miklu verr, að allir eru hættir að ganga á sauð- skinnsskóm og leðurskóm, ó- sútuðum og verptum, með tá- saum og hælsaum (en brydd- ing gerði ekkert gagn) og mun þetta satt vera því eina konu þekki ég sem gengur á sauð- skinnskóm jafnan, og talar hún og ritar betur en flestar. En hvað þessu veldur, það er mér hulin ráðgáta. Annars manns vil ég geta, sem gekk á leðurskóm og sauðskinns öll uppvaxtarárin og sjálfsagt miklu lengur, og svo ósínt var Framhald á 9. síðu. Hvað vita menn um örnefni í Fossvogi og Breiðholti? ★ Þjóðviljinn vekur athygli Iesenda sinna — oe Þó einkum eldri Reykvikinga — á því, að í borgarskrifstofunum liggur frammj skrá sem gerð hefur verið yfir örnefni í Fossvogi og Breiðholti, svo og örnefna- kort af þessum svæðum borg- arlandsins. ★ Skráin og kortin liggja frammi til þess að gefa Reyk- víkingum, þeim sem kunnug- ir eru á fyrrgreindum slóðum, tækifæri til að koma fram leiðréttingum. Hafa ýmsar slík- ar leiðréttingar á skránum og kortunum þegar komið fram, en ekki óeðlilegt að álykta að einhverjir fleiri en þeir sem þegar hafa gefið sig fram lumi^, á vitneskju sem betra sé að hafa bókfærða en ekki. Guðlaugur R. Guðmundsson hefur haft umsjón með ör- nefnasöfnuninni af borgarinn- ar hálfu í Fossvogi og Breið- holti og hann hefur m.a. þetta um hana að segja: „Vegna hinna öru breytinga í lögsagnarumdæmí Reykjavik- ur má telja aðkallandi, ef varðveita á þau ömefni, sem enn eru í munni eldri borgara, að hefjast handa um söfnun og skrásetningu þeirra. Þessi skrásetning er timafrek, eink- um vegna þess, að erfitt er að finna rétta heimildarmenn og einnig vegna röskunar á svæð- inu. í Fossvogi og Breiðholti eru nú að rísa ný borgarhverfi, og hverfa því innan skamms mörg kennimerki á þessum svæðum, auk hinna mörgu. sem löngu eru horfin. Undanfarna mánuði hef ég reynt að skrá og staðsetja ör- nefni á þessum slóðum og hugsa mér að halda áfram skráningu örnefna í lögsagnar- umdæmi Reykjavikur, ef til- raun þessi ber árangur. Kort þau, sem fylgja þess- ari skráningu, eru einungis vinnuuppdrættir, en telja má eðlilegt að merkja örnefnin á loftmyndir, þegar nákvæm- ari upplýsingar um nöfnin liggja fyrir. Ég bið því alla, sem augum líta þessi ófullgerðu kort og sem vita betur um einstök ör- nefni á þessum slóðum, að liggja ekki á þeim upplýsing- um. Allar leiðbeiningar um þessi efni eru mér kærkomn- ar. Ömefni þau, sem merkt eru á kortin eru skráð í stafrófs- röð, og einnig er lega þeirra á kortunum merkt. Nokkur ör- nefni eru ómerkt, einkum ör- nefni í Elliðaánum og við þær. Helztu veiðistaðir i ánum hafa verið kortlagðir og merkt- ir, og má meðal annars sjá kort yfir þá í kofa veiðimanna við ámar. Farvegur ánna hef- ur breytzt mjög, og er því ekki auðhlaupið að því að stað- setja ömefni þar. Hugsanlegt væri að staðsetja þau með mik- illi vinnu og ferðum með kunn- ugum mönnum um svæðið. Vel má vera, að nokkur ör- nefni séu rangt staðsett á kortunum. Má sem dæmi nefna örnefnin Grænalaut, Hrafnhól- ar, Hrossamýri, Klofningar, Lymskulág og Pálsmói. Einnig má gera ráð fyrir því, að fleiri ömefni séu til á Fossvogs- og Breiðholtssvæð- inu. Væri því harla forvitni- legt að fá upplýsingar og leið- beiningar um einstök ör- nefni. . . “ Stálhúsgögn opna búS í nýju húsnæii Fyrirtækið Stálhúsgögn opn- aði fyrir helgina nýja sölubúð að Skúlagötu 61, í nýju verzl- unar- og verksmiðjuhúsi, sem fyrirtækið cr að ljúka við að byggja og er viðbygging við eldra húsnæði, er fyrirtækíd byggði 1947. Forstjóri fyrirtækisins, Gunn- ar Jónsson, sýndi blaðamönn- um hið nýja húsnæði, en það er 212 fermetrar að flatar- máli, ó 4. hæð auk kjallara. A fyrstu hæðinni er sölubúð cg skrifstofa, á annarri hæð er samsetningarverkstæði og hús- gagnageymsla, en á þriðju hæðinni bólsturverkstæði. 4 hæð og kjallari eru ekki full- búin. Teikningar af hinu nýjahús- næði gerði Hafliði Jóhannsson, húsasmíðameistari, en hann og Magnús Baldvinsson múrara- meistari, sáu um byggingu hússins. Stálhúsgögn var stofnaðl933, og voru stofnendur Gunnar Jónsson og Bjöm Olsen. Rák’a þeir fyrirtækið saman til árs- ins 1941 er Björn lézt, en sið- an hefur Gunnar rekið fyrir- tækið einn. Aðalframleiðsila þess hefur alla tið verið smíði stálhús- gagna fyrir heimili, skóla, skrifstofur, samkomuhús, veit- ingahús, kvikmyndahús, hótel, sjúkrahús og kirkjur. Má í þvi sambandi nefna nokkur stærri verk, svo sem öll sæti í Há- skólabíó, flest húsgögn fyrir Hótel Loftleiðir, Hótel Holt, veitingahúsið Lídó, nokkum hluta húsgagnanna fyrir Hótel Sögu og öll sæti fyrir Fríkirkj- una í Reykjavík. Sagði Gunn- ar Jónsson að næsta stóra verkefni fyrirtækisins væri smíði húsgagnanna í Mennta- skólann í Hamrahlíð. Á undanförnum ámm hafa starfað að meðaltali 15—20 manns árlega hjá Stálhúsgögn- um. Eins og nærri má geta batnar öll aðst»ða fyrirtækis- ins venulega með tilkomu hins nýia húsne~,:' » í i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.