Þjóðviljinn - 17.08.1967, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 17. ágúst 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 0
Hugleiðingar á ferð
Framhald af 7. sídu.
um að mæla ambögu, að það
gerði hann aldrei, en hver hans
setning grópaðist í minni ein-
feldnings nokkurs, sem á
hana hlýddi, en hann mælti
að jafnaði fátt.
En nú sný ég aftur að ráð-
gátunni miklu um skáldmennt
Borgarfjarðar. Ekki verður
hún rakin til einstakra ætta,
því skáldin voru sinn úr hverri
áttinni, ekki til fátæktar, þó
að hún væri almenn, ekki til
vesældar, því hún var næst-
um engin. En samt kom eitt
góðskáldið frá efnaheimili, að
ég held. Húsakynni voru þá
almennt vond, eldiviður lakleg-
ur, og allt ástandið svona rétt
ámóta og á Tíbet, nema pynd-
ingar voru ekki hafðar, það
var búið að leggja þær niður.
Glæða þá vond húsakynni
skáldskaparmennt? Er það
skáldi hollt að lifa svangur,
syfjaður, svívirtur og hrak-
inn? Ólafur Kárason hérna
Ljósvíkingur væri vísastur t.il
að geta svarað því.
í suðri blasa við fjöll, sem
líklega eru hin einu sönnu
fjöll veraldar, bygging svo
haglega gerð, að henni er
einskins vant. En ekki var því
að heilsa að þeir hefðu þetta
fyrir augum, sem bezt hafa
ort, síður en svo, nema einn.
Hann sá þessi fjöll víst stund-
um, hinir sjaldan og ekki
nema þeir færu að heiman.
Svo varla eru það fjöll, sem
þessu hafa valdið. Ekki heldur
sólarlög, því þau sjást engin
úr dölum, en úr dölum voru
þeir víst flestir, og eru þar
sumir enn. Aftur á móti sá ég
fjö-11 þessi, og ég kiknaði fyr-
ir þessari snilld og varð að
engu. Og sé nú ekki betur en
að ráðgátan verði að bíða
eftir þeim sem er þess betur
umkominn en ég, að leysa hana.
II
Það lagði helkulda norðan
úr Dumbshafi yfir þetta land
í allt vor og langt fram á sum-
ar, og holtasóleyin, sem er
grasa bezt eins og einna feg-
urst, þorði ekki upp úr mold-
inni, og ekki spratt henni
rjúpnalaufið, ekki blómið, ekki
hárbrúðan. Hún faldi sig eins
og dís eða vættur, sem ekki
þorir lengur til af því kom-
inn er ófriður í landið, og fleiri
voru þau blóm, sem ekki
spruttu. Ijósberi gerði það
ekki, og saknaði ég ilms hans
í holtum.
Og núna, um mánaðamótin,
þegar blóm blágresisins eiga
að vera faliin, en fræin að
dafna, eru blómin uppi við, og
eru að bera sig að brosa við
sólinni gegnum kuldann. en
ógn eru þau lítil núna.
Eins voru sætukoppamir.
hrjáðir og hraktir af sumar-
kuldum, og ekki sætubragð að,
núna þegar ættu að vera
komnir stórir grænjaxlar. Ekki
sá ég Maríuvönd, þó að nú sé
tími Maríuvanda, þessara
beizku jurta sem gróa á harð-
bölum.
Sumar þetta getur ekki tal-
izt meðal sumra, heldur vetra,
en stundum fáum við vetur
sem ekki getur talizt vera það,
og ekki sumar heldur. Og mun
vetra- og sumratal á íslandi
fara á ringulreið.
Þegar Einar Benediktsson
sigldi upp í Borgarfjörð end-
ur fyrir löngu á bát baróns-
ins á Hvítárvöllum, þá rauk á
hverjum bæ, því húsfreyjurn-
ar voru komnar á faetur og
farnar að hita kaffi. Til þess
þurftu þær að sækja vatn í
brunn, kveikja eld eða lífga
hann falinn, leggja að mó eða
tað, og kom fyrst reykur,
hósta, svelgjast á, súrna í aug-
um, pottarnir voru svartir að
utan og innan, sótugir neðan
og eins katlarnir, og fylgdi
þessu sífelldur burður, vatns,
mós og taðs, ösku, allt varð
ryk- og reykfullt, aldrei sást
út úr verkunum, enda leizt
Einari síður en svo vel á þetta
mannlíf og vildi breyta því, —
og honum tókst það. Engum
er það að þakka fremur en
Einari Benediktssyni að nú
snýr hver húsfreyja í Borgar-
firði krana, ef hana vantar
vatn, og takka, vanti hana
eld. (Raunar ekki allar enn.)
Segi menn svo að ekki sé
gagn í skáldum.
III
Marga veit ég sem er illa
við hrís og það þó að þeir
hafi aldrei flengdir verið (eða
voru þeir barðir með birki-
vendi?), en fáa sem hatast svo
við gras að þeir geti ekki ó-
grátandi á það minnzt, og alls
engan sem hatar mosa. Von-
andi á eftir að koma upp i
landinu mikil andúð á græn-
gresi og jafnvel mosa. Það er
ekki frítt við ég hafi heyrt að
mosi spilli hrauni, og feli það
fyrir auganu hve úfið það er
og grátt, en annarsstaðar má
mosi vaxa fyrir þeim. En þeg-
ar grashatur verður jafn al-
mennt og mosahatur og nú er
barrtrjáahatur, þá verður
dýrðlegt að lifa jafnt á sumri
og vetri, þá verður landið svo
náttúrlega bert og nakið eins
og yngismey sem farið hefur
af klæðum, að vísu dálítið
hrjúft átekta, og litimir á
henni ekki nema svo sem eins
og í meðallagi og batna ekki
þó komi fram á vor. Þeir sem
ekki þola að sjá grænan lit,
þeim líður þá vel.
En fyrst verður að setja
alla þjóðina í það að rífa upp
gras, bæði á l.óttu og degi, en
sumir rífa mosa, en aðrir hrísl-
ur. Þá verða Eggjar á Meðal-
landi ekkert einsdæmi, nema
ögn hrjúfari en hitt, allt land-
ið verður þá grásvart sem þær
— og afarfagurt.
Þegar kommúnistar komu til
valda í Kína fyrir 18 árum,
þá var öll þjóðin, 600 000 000,
sett í það að drepa flugur.
Þetta var gert með smeUum
og skellum, og heyrðust skell-
irnir til nálægra landa, urðu
þá sumir hræddir. Mjög var
þá kátt i Kínaveldi.
Málfríður Einarsdóttir.
Hugheilar þakkir færum við hinum mikla fjölda vina
sem sýndu okkur alúð og samúð við andlát og útför
JÓNASAR SVEINSSONAR, læknis,
Ragnheiður Ilafstein
Börn og tengdabörn.
Bandaríkin ekki
alheimslögregla
BONN 14/8 — Bandaríkin eru ekki nein alheims-
lögregla og þau eiga að láta Evrópumenn bera
sjálfa ábyrgð á vörnum sínum, sagði bandaríski
öldungadeildarþingmaðurinn Mike Mansfield í
viðtali við vestur-þýzka vikublaðið Der Spiegel
í dag.
Mansfield hólt því fram, að
áformin um að senda 36.000
bandaríska hermenn burt úr Evr-
ópu og heim væru ekki nógu
stór í sniðum.
Þetta er ágætt fyrsta skref en
aðeins sem slíkt, sagði hann, og
það er sannarlega kominn tími
til að Evrópulönd axli sjálf byrð-
arnar af sínum eigin vörnum.
Ég er þeirrar skoðunar, að
Bandaríkjamenn eigi ekki að
blanda sér inn í svæðisbundin á-
tök í öðrum löndum, en við höf-
Hvítum morð-
ingjum sleppt
í Detroit
DETROIT 9/8 — Tveir hvítir
lögregluþjónar, sem eru ákærðir
fyrir að hafa myrt tvo unga
blökkumenn í kynþáttaóeirðun-
um í Detroit nýlega hafa verið
látnir lausir gegn tryggingu þrátt
fyrir mótmæli ákæruvaldsins.
í ákærunni gegn þeim segir
að þeir hafi í lögregluáhlaupi á
veitingahús 2. júlí síðastliðinn
húðskammað. lamið og að lok-
um skotið tvo unga blökkumenn
til bana með köldu blóði.
Fulltrúi ákæruvaldsins mót-
mæltiþ ví að þeir væru látnir
lausir og segir, að samkvæmt
fylkislögum sé ekki hægt að láta
þá lausa sem ákærðir eru fyr-
ir morð.
Sósíal isteaf élag
Reykjðvíkur
Þar eð sumarleyfum er nú
lokið er skrifstofa félagsins
opin eins og venjuiega alla
virka daga frá klukkan 10 —
12 f.h. og 5—7 e.h., en á laug-
ardögum kl. 10—12 fyrir há-
degi. — Sími skrifstofunnar
cr 17510.
Sósíalistafélag Reykjavíkui.
Skipaður borg-
arhagfræðingur
um um alla veröld haft einhverja
íhlutun í frammi, sagði öldunga-
deildarþingmaðurinn.
Mansfield var sammála þvi á-
liti blaðamannsins, að það mundi
skapa valdapólitík tómarúm í
Evrópu ef brezki Rínarherinn og
Vestur-þýzki herinn verða enn
skomir niður, en bætti því við
að hvorki Vestur-Þýzkaland né
Bretland hafi staðið við skuld-
bindingar sínar í Nato.
Þau lönd sem hafa myndað
þetta tómarúm verða að bera á-
byrgð á þvi, sagði Mansfield.
(gntinental
Hjólbarðaviðgerðir
OPIÐ ALLA DAGA
(LfKÁ SUNNUDAGA)
FRÁ KL. 8 TIL 22
GÚmívmUSTOFAN HF.
Skipholti 35, Reykiavík
SKRIFSTOFAN: sími 3 06 80
VERKSTÆÐIÐ: sími310 55
Allt til
RAFLAGNA
■ Rafmagnsvorur.
■ Heimilistæki.
■ Útvarps- og sjón-
varpstæki.
Rafmagnsvöru-
búðin s.f.
Suðurlandsbraut 12.
Sími 81670.
NÆG BlLASTÆÐi.
Stúdentar
erlendis
Munið aðalfundinn í kvöld
klukkan 8 að CAFÉ HÖLL
(uppi).
Stjórnin
Skólavörðustíg 13.
UTSALA
þessa
viku.
MIKILL
AFSLÁTTUR
Gerið
göð
kaup.
ÖNNUMST ALLA
HJÚLBARÐANÓNUSTU,
FLJÓTT OG VEL,
MED NÝTÍZKU TJEKJUM
Á fundi borgarráðs í fyrradag
var samiþykkt að skipa Sigfinn
Sigurðsson i stöðu borgarhag-
fræðings frá 1. septemfoer n.k.
að telja.
Fann enga síld
á Hnnaflóanum
Vélskipið Hugrún, sem ieitað
hefur síldar á Húnaflóa undan-
farna daga, hætti leitinni í fyrri-
nótt. Hafði skipið enga síld
fundið á þessum slóðum.
Loftleiðir
Framhald á 12. síðu.
Engu að síður flytja Loftleiðir
allmikinn fjölda af Þjóðverjum
til Bandaríkjanna. Félaginu er
kleift að bjóða upp á lægri far-
gjöld en önnur flugfélög á flug-
léiðinni yfir Atlantshafið vegna
þcss að félagið er ekki aðili að
Alþjóðasamtökum flugfélaga.
Samkvæmt frétt AP háfa aust-
ur-þýzk yfirvöld nú boðið Loft-
leiðum Iendingarréttindi á Sch-
önefeld-flugvellinum í Austur-
Berlín og var lagt til að Loft-
Ieiðir hæfu reglubundnar flug-
ferðir milli Austur-Berlínar og
Reykjavíkur.
Búast má við að tilboð Austur-
Þjóðverja verði sent til utanríkis-
ráðuneytisinc, samgöngumálaráð-
herra og flugmálástjóra — og
síðan til Loftleiða.
HELDUR
HEITU
OG
KÖLDU
ÚTI
OG
INNI
NÆG
BÍLASTÆÐI
OPID ALLA
DAGA FRÁ
kl. 7.30-24.00
HJÓLBARDAYIDGERD KÓPAVOGS
Kársnesbraut I - Sími 40093
Smurt brauð
Snittur
við Oðinstoii:
Simi 20-4-90
HOGNI JONSSON
Lögfræði- og fasteignastofa
Bergstaðastræti 4
Sími 13036
Heima 17739
khbm
\
V
♦
4
4
c