Þjóðviljinn - 24.08.1967, Síða 7

Þjóðviljinn - 24.08.1967, Síða 7
Fimmtudagur 24. ágúst 1967 — ÞJÖÐVIL.IINN — SÍÐA ^ Byltingarmaðurinn REGIS DEBRAY Þegar tvö jafn ósættanleg stórmenni og de Gaulle Frakklandsforseti og Jean Paul Sartre heimspekingur beita sér báðir hlýtur málið að vera óvenjulega stórbrotið. Þegar fólk eins og Fidel Castro, Feltrinelli, Moravia, Mauriac o.fl. láta ein örlög og eitt nafn skipta sig mestu máli mánuðum saman hlýtur tilefnið að vera einstakt. Regis Debray er einstakur maður. Hvorki de Gaulle né Sartre hafa séð nokkurn árangur af á- skorunum sínum til einræðis- stjórnarinnar í Suður-Ameríku, -........... .......... < Vaknaði upp við vondan draum! Fyrir skömmu fannst maður nokkur á sundi í náttfötum einum saman á Eystrasalti. Honum vildi það til happs að sovézka fiskimenn bar þar að og björguðu þeir honum. Mað- ur þessi var farþegi á skipi að nafni Marieboot. Hann dreymdi að skipið væri að sökkva, hrökk upp með andfælum og stökk fyrir borð án þess að gera sér grein fyrir aðstæð- um. Hafði hann síðan svamlað í sjónum klukkustund áður en honum var bjargað. sem hefur Debray í haldi. Hvorki ógnanir né bænir frá Bandaríkjunum og Evrópu hafa getað létt aðstæður fangans. Regis Debray situr í herfang- elsinu í Camiri í Bolivíu. Ákæran, eins og hernaðaryfir- völd hafa sett hana fram hljóð- ar upp á hvatningu til öeirða. Dómurinn hefur þegar verið kveðinn upp í blöðunum, sem stjómin hefur á valdi sínu: Skotinn til bana. Forseti Bolivíu, Rene Barien- tos hefur sagt: „Regis Debray er ævintýramaður sem kom til Bólivíu til að dreifa sorg í bóli- viskum fjölskyldum. Við viljum binda endi á ævintýri hans.“ En hver er Regis Debray? Byltingarmaður Þessi 26 ára gamli Frakki var svo til óþekktur utan þröngra hringja vinstrisinna, þegar yfir- völdin í Bólivíu skýrðu frá þvi fyrir nokkrum mánuðum, að Debray hefði verið tekinn til fanga hinn 20. apríl síðastliðinn í hernaðaraðgerðum gegn skæru liðum í suðausturhluta Bóliviu. Það var vitað. að hann hafði skrifað rit um byltingarkenn- ingu — „Byltingin í bylting- unni.“ Það var vitað að hann var aðdáandi Che Guevara og vinur Fidels Caströ og hann hélt fyrirlestra reglulega við Háskólann í Havana. En Regis Debray er ekki venjulegur ferðalangur í bylt- ingu- Róttækar skoðanir hans er árangur af margra ára námi, fyrst í Ecole Normale Superie- ure og þvi næst í Sorbonne. Það var lestur — en ekki fátækt — sem sannfærði hann, og hann hikaði ekki við að hefjast handa i samræmi við skoðanir sínar. Þar með varð hann tákn nýrrar kynslóðat' efnum búinna ungmenna, sem sýna samhug sinn með fjöldanum í hinum þriðja heimi í verki. Þess vegna var hann miklu hættulegri en þeir menntamenn, sem reka á- róður fyrir byltingunni í fburð- armiklum sölum sínum. 1 bókinni Byltingin í bylt- ingunni setur Debray fram skoðanir sem eru mjög svipað- ar skoðunum Castros og Gue- vara. Hann vísar hinum hefð- bundnu aðferðum kommúnista- flokka í Suður-Ameríku á bug Regis Debray. GISLI H. ERLENDSSON Skálda skapið þyrst skorti ei orða val, áttir ungur vist inni í lista sal. Skáldagyðjan gaf góðan morgunskatí, skilnings töfratraf traust að enni batt. Ungan þekkti ég þig þú varst gáfað barn. Yfir auðnustig út á lífsins hjarn virtist lögð þín leið lífs í ólgusjó. Stundum stjarna heið starfs þér gleði bjó. Lilja Björnsdóttir og Gísli H. Erlendsson. Láfni mágur minn, minnast vil ég þín. Svanasöngur þinn sæll í minning skín. Ljóð og myndrænt mál aneta kunnir þú. Vit og viðkvæm sál vermdist ást og trú. Þegar birtan brást, blasti húmið við, en að elska og þjást innri sviptur frið var um allmörg ár einmitt hlutur þinn, blæddu sjúkdóms sár sífellt dýpra inn. Lokið lífi hér, ljómar guðdóms skart. Lengi lýsi þér ljósið vonar bjart, bið þér blessunar brautum nýjum á, vegir vizku þar vaxtar mátt þér ljá. Lilja Björnsdóttir. og skorar á leiðtoga þeirra að halda til fjalla, sameinast skæruliðum og hefja baráttu gegn borgunum. „Það er ekki hægt að láta baráttuna víkja fyrir aðgerðum á sviði stjórnmála. Baráttan er hernaðarlegs eðlis og það er að- eins í eldi hennar sem hægt er að mynda stiómmálaflokk.“ Uppeldi Regis Debray er fæddur í mjög hægrisinnaðri fjölskyldu í París- Móðir hans var um fjöldamörg ár fulltrúi hægri manna í borgarstjórn og í æsku vakti Regis ekki á sér neina sérstaka athygli fyrir öfga- kenndan lifsmáta eða byltingar- sinnaða rómantík — aðeins fyr-< ir það, hvað hann var óvenju- lega greindur. Hvörfin í lífi hans urðu í júlí 1962 þegar hann fór til Venezuela og hitti Elizabeth Burges, sem var byltingarsinni úr hópnum um Douglas Bravo. Elizabeth fylgdi honum til Par- ísar, síðan til Havana þar sem Debray komst i kynni við leið- toga byltingarinnar. Elizabeth hvarf en Regis hafði verið leiddur á sporið að því sem virtist verða ævibraut hans og yfirvofandi dauði: byltingin. Bók hans hefur verið seld í 200 000 eintökum á spænsku og franska útgáfan er metsölubók. Hann var með hana á sér þegar sérdeild úr bólivíska hernum tók hann í úthverfi þorps eins sem skæruliðar höfðu verið að gera árás á. Hún er álitin úrslita sönnunargagn gegn honum. Sjálfur heldur Regis Debray þvi fram að hann hafi tekið þátt í skæruliðaferðinni sem blaðamaður — fréttamaður mexikanska tímaritsins Suceros. Ritstjórn þess hefur viðurkennt að svo væri og haldið því fram við bólivísk yfirvöld en án ár- angurs. Réttarhöld Eftir fjögurra mánaða ‘ ein- angrun er Debray nú leiddur fyrir rétt — fölur eftir dvöl sína í fangaklefanum og magur eftir hungurverkfall, sem hann fór í til að mótmæla því að honum hafði verið fenginn bóli- vískur verjandi sem hann vildi ekki hafa. Nokkur af bréfum hans úr fangelsinu hafa verið birt £ Le Figaro Litterare. Þar kemur í ljós dvínandi trú hans á bóli- vísku réttarkerfi og fullvissa hans um það að ákvörðun í máli hans hafi verið tekin fyrirfram og hann fái þyngstu refsingu. Nöfn umsækienda verða ekki birt Mörgum er forvitni á að vita hverjir voru umsækjendur um starf forstjóra Norræna húss- ins, sem veitt var um síðustu helgi, og þá sérstaklega hverj- ir vora hinir fjórir íslenzku umsækjendur. Þjóðviljinn spurðist því fyrir um þetta hjá Ármanni Snæv- . arr, form. stjórnar Norræna hússins, en fékk þær upplýs- ingar einar að stjórnin hefði ókveðið á fundi þegar i apríl að ekki yrði birt opinberlega hverjir umsækjendur væru. HELSINKI 23/8 — í frétt u.m íund utanríkisráðherra Norður- landa í Helsinki, sem iauk i dag, segir m.a. að rætt hafi vex-ið um lendingarrétt Loft- leiða á Norðui'löndunum. Hafi í'áðheri’amir komið sér saman um að efna til í'áðherrafundar um málið í Kaupmannahöfn í næsta mánuði í þvl augnamiði að leysa þennan vanda sem fyrst.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.