Þjóðviljinn - 25.08.1967, Side 4
4 SlÐA — ÞJIÓÐVTWINN — Föstudiagur 25. ágiúst 1967.
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu ■ — Sósíalistaflokk-
urinn. :
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingástj.: Sigurður T. Sigurðsson. : •
Framkvstj.: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, áfgreiðsía,' aúglýsingar, prentsmiðja Skólavörðustíg 19.
Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr- 105.00 á mánuði.; —
Lausasöluverð krónur 7.00.
t--------------------------------------------------------
Kast/jós að nátttröllum
gtraumsvíkurdeilan hefur orðið til þess að Beina
skörpu ljósi að viðleitni 'Vinnuyeitendasam-
bandsins svonefnda til bandalags við. erfend stór-
fyrirtæki og auðhringa. Alþýðublaðið hefur í for-
ystugrein tekið kröftulega undir ádeilu Þjóðvilj-
ans á þessu fyrirbæri, og segir m.a._ í, fyrxgdag:
„Vinnuveitendur verða að-gera sér ljóst,'að verka-
lýðshreyfingin. og verkalýðsflokkar muiiu ekki
samþykkja starfsemi erlendra aðila-hér á landi,
ef þeir eiga að styrkja atvinnurekendasamtökin á
kostnað verkalýðshreyfingarinnar. Það er ■’ekki
ætlunin að erlent fjármagn og erlendir verktakar
raski á þann hátt jafnvægi íslenzks þjóðfélags.“
Alþýðublaðið beinir einnig harðri ádéilu til Vinnu-
veitendasambandsins fyrir framkomu þess í
Straumsvíkurdeilunni. „Ef Straumsvíkurdeilan
verður til áhrifa á allt efnahagskerfi þjóðarinnar,
verður það vegna þess, að Vinnuveitendasamband-
ið hefur sett málið á það svið“, segir Alþýðublaðið
í forystugrein og bætir við: „Það var. vinnufriður
við Búrfell og í Straumsvík, þar til Vinnuveit-
endasambandið komst í málið“.
J viðtali við Þjóðviljann i gær koam svipað fram
hjá Eðvarð Sigurðssyni, formanni Verkamanna-
félagsins Dagsbrúnar, sem fordæmdi hinar fárán-
legu yfirlýsingar Vinnuveitendasambandsins um
Straumsvíkurdeiluna, og staðfesti það sem
Verkamannafélagið Hlíf lýsti yfir, að samningarn-
ir sem gerðir voru við Vinnuveitendasambandið og
Fosskraft um vinnu við Búrfellsvirkjunina eru í
meginatriðum hinir sömu og Hlíf gerði í vor við
hina þýzku verktaka í Straumsvík, — en Vinnu-
veitendasambandið segir nú um þá samninga að
þeir hafi verið „tilræði við íslenzkt atvinnulíf“!
Jafnframt er látið líta svo út, sem Sameignarfélag-
ið Fosskraft sé Vinnuveitendasambandinu alger-
lega óviðkomandi, enda þótt skýrt hafi verið frá
því í blaði sambandsins að Fosskraft hafi gengið
í Vinnuveitendasambandið á sl. ári! Eðvarð minn-
ir á hve samningsgerðin við Búrfell hafi dregizt
óhæfilega vegna hinnar neikvæðu afstöðu Vinnu-
veitendasambandsins, svo loks varð að gera sér-
stakt samkomulag við verktakann Fosskraft, eins
og gert var við hina þýzku verktaka í Straumsvík
um framkvæmd kaupgjaldsákvæða. Á báðum stöð-
um virðist hin staðnaða, neikvæða afstaða Vinnu-
veitendasambandsins hafa stefnt málum í algjört
óefni, 'svo árangurinn gæti orðið endalausar vinnu-
stöðvanir ef nátttröll Vinnuveitendasambandsins
væru látin ráða. Ofstæki þessara samtaka gagm-
vart hverjum sanngjörnum kröfum verkalýðsfé-
laganna er farið að ganga út 1 slíkar öfgar, — sam-
anber yfirlýsingar þess um Straumsvíkurdeiluna,
að ekki verður jafnað til annars en algjörs ábyrgð-
arleysis og tillitsleysis um allt — nema þá „hug-
sjón“ forystumanna saimbandsins að berjast gegn
verkalýðshreyfingunni, leggjast af alefli gegn
hverri kiarabót og réttarbót vinnandi fólks á Is-
landi. — s.
Síberíu í
MOSKVA APN — Saga Síber-
íu er nýkómin út í Moáfcvu í
fimm bindum. Þetta er fyrsta
ítarlega' vcrkið .um sögu Síber-
íu og háfa 130 ' sérfræðingar:
lagt í púkkið. 1 : ,
I fyrsía binöi er fjalláð úm
Síberiú 'frá eldri ’steinölö og
fram á 16du öld. '1 öðru 'bindi
er fjáKláð um tímabilið 'frá 16.
öld og Jfrám'’ til' þess -ér 'átth'agá-'
fjötrar vöru; afnumdir 1861 og
þriðja’ bindið nær fram" tij 1917.:
1 fjörða bindi ér- fjalíað Utn
baráttuna-fyrir-sigr-i-þyltingar-
innar og uppbyggingu sósíal-
ismans í Síberíu. Það er sagt
frá baráttu síberskra verka-
manna og bænda undir for-
ustu bolsévika endurreisn at-
vinnuveganna og iðnvæðingu,
framkvæmd samyrkjubúskap-
arhugmynda Leníns og menn-
ingarbyltingu. Þá er skýrt frá
þýðingu Síberíu i stríðinu gegn
fasismanum og hinu mikia
hlutverki siberskra hermanna i
fremstu víglínu í stríðinu.
*
I fimmta og síðasta bindinu
er nákvæmlega skýrt frá eftir-
stríðsárunum sem hafa verið
mestu breytingaárin í sögu Sí-
beríu, er orkuver hafa verið
reist, þungaiðnaður byggður
upp, efnaiðnaður, námugröftur
o.s.frv. Þar er sagt frá notkun
óhemjumikilla náttúruauðlinda,
ræktun, og framförum í land-
búnaði og upphafi nýrra mið-
stöðva vísinda og lista.
A TÆGUNNI. — Sí og æ fjölgar nýjum vegum, iðjuver eru reist, byggðahverfi og borgir,
en alltaf eru jarðfræðingar og landmælingamenn fyrstir á ferð.
Aukið starf SÍSE heima og erlendis
Þíng íslenzkra stúdenta hald-
ii í fyrsta sinn þetta haust
skólakennari, hefur verið skip-
uð til þess að hafa yfirumsjón
með þessum kynningum að
hálfu SÍSE
Bent var á, að vegna hins
mikla fjármagns og tíma, sem
slíkar kynningar kréfjasf væri
eðlilegt að komið yrði á fót
námskynningarstofnun, er
annaðist framkvæmd' þessara
mála í samráði við stúdenta
og væri kostuð af því opin-
bera.
■ í fréttatilkynningu sem blaðinu hefur borizt um aðal-
fund SÍSE, Sambands íslenzkra stúdenta erlendis, kem-
ur fram m.a. að í byrjun september verður í fyrsta sinn
efnt til íslenzks stúdentaþings. Á þinginu munu sitja full-
trúar SÍSE og SHÍ og er þar kominn vísir að skipulags-
bundnu samstarfi allra íslenzkra stúdenta.
Aðalfundur SÍSE var hald-
inn 16. og 17. ágúst sl. og
sátu hann um 25 fulltrúar frá
10 'þjóðlöndum auk áheyrn-
arfulltrúa frá SHÍ, Stúdenta-
ráði Háskóla íslands. Kjörin
var ný stjóm: Þorvaldur
Búason formaður, Sven Þ.
Sigurðsson varaform, Þórður
Vigfússon ritari, Þorvaldur
Ólafsson og Stefán Glúmsson
meðstjómandi.
Stúdentaþing
Á fundinum voru gerðar
samþykktir um aukið starf
SÍSE heima og erlendis. Út-
gáfu SÍSE-blaðsins, sem hófst
á síðastliðnum vetri verður
haldið áfram í vetur. Ritstjóri
var skipaður fráfarandi for-
maður, Gylfi fsaksson, verk-
fræðingur. Einnig voru sam-
þykktar ályktanir um sam-
starf SÍSE og SHÍ, einkum
með tilliti til stúdentaþings,
sem haldið verður í byrjun
september. Á þinginu_ munu
sitja fulltrúar frá SÍSE og'
SHÍ, og er þar kominn vísir
að skipulaggbundnu samstarfi
' allra íslenzkra stúdenta, sem
stefnt hefur verið að undan-
■ farin ár.
Viðbótarlánasjóður
Hagsmunamál stúdenta voru
mikið rædd. Fagnað var lög-
um um námslán og styrki, sem
samþykkt voru á Alþingi á
s.l. vori, sérstaklega ýmsum
nýmælum, svo sem afnámi
déildaskiptinga milli náms-
manna heima og erlendis og
kandidatsstyrkjum. Hins veg-
ar var harmað, að ekki eru
í lögunum tímamörk um það,
hvenær markmiði laganna
skyldi náð, þ.e. að opinber
aðstoð við námsmenn nægi
hverjum námsmanni til að
standa straum af árlegum
námskostnaði, þegar eðlilegt
tillit er tekið til aðstöðu hans
til fjáröflunar.
Lögð var áherzla á, að í
væntanlegri könnun á
námskostnaði stúdenta komi
fram raunveruleg fjárþörf
þeirra svo og að kannað verði,
hversu margir stúdentar hætta
námi erlendis eða hefja aldrei
nám vegna fjárskorts.
Samþykkt var ályktun um
að stofna bæri strax viðbót-
arlánasjóður, þar sem náms-
menn, sem eru illa staddir
fjárhagslega, gætu fengið lán
með venjulegum bankavöxt-
um til viðbótar við opinber
lán og styrki. Einnig að tek-
in verði upp ríkisábyrgð á
lánum námsmanna.
Bent var á, að enda þótt
þriðjungur allra námsmanna
væri nú giftur, er ekkert til-
lit tekið til þessara manna í
núgildandi lögum, og gerðar
voru ýmsar fleiri ályktanir
um hagsmunamál. Hilmar
Ólafsson, arkitekt, hefur ver-
ið skipaður fulltrúi SÍSE um
þessi. mál í vetur,
Námskynningrar-
stofnun
SÍSE hefur í samráði við
SHÍ skipulagt námskynningar
á undanförnum árum. Sam-
þykkt var að halda þessu
starfi áfram. Þó var ákveðið
að fella niður námskynningu
þá, sem haldin hefur verið
í ágústmánuði, þar sem hún
hefur ekki gefið mjög góða
raun, en aukin áherzla lögð
á námskynningarnar að vor-
lagi. Elín Ólafsdóttir, mennta-
SÍSE rekur nú sameiginlega
skrifstofu með Stúdentaráði
Háskóla íslands. Sameigínleg-
ur framkvæmdastjóri er Birg-
ir Ásgeirsson. Þar eru veittar
almennar upplýsingar um nám
erlendis. Skrifstofan er í Há-
skóla íslands og verður opin
á laugardögum eftir að kennslá
hefst í háskólanum. Sími er
15959.
MARS TRADING CO
LAUGAVEG 103 SIMI 17373
KENNARAR
No'kkrar kennarastöður eru lausar við Barnaskól-
ann. og Gagnfræðaskólann í Keflavík. Upplýsingar
gefa.skýlastjórarnir. . .
Fræðsluráð Keflavíkur.