Þjóðviljinn - 25.08.1967, Page 7
Föstudagur 25. ágúst 1967 — ÞJÖÐVILJINK — SÍÐA J
Tílraunir með síldarflutninga
Framhald af 1. síðu.
forgöngu um það í samráði við
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar-
ins að slíkar tilraunir verði gerð-
ar og skýrslur gerðar um niður-
stöðu þeirra og upplýsinga afl-
að um tilxaunir og starfsemi
Norðmanna og fleiri þjóða á
þessu sviði. I>á samþykkti Síld-
arútvegsnefnd að leggja fram
allt að 250 þús. kr. í þessu skyni.
Verkalýðsfél.
Framhald af 1. síðu.
Félag blikksmiða, Sveinafélag
skipasmiða, Starfsstúlknafélagið
Sókn og Verkakvennafélagið
Framsókn.
öllum 'fyrirtækjum í húsinu
var ságt upp húsnæði og fluttu
flest þeirra á fardögum í vor.
Hafa síðan staðið yfir breyting-
ar á húsnæðinu og ýmsar endur-
bætur á þvi.
Á aðra hæð. .hússins bafaþessi
verkalýðsféiög flutt og opnaþar
skrifstofur sínar á morgun: Iðja,
félag .verksmdðjufólks, Félag ísl.
kjötiðnaðarmanna, Sveinafélag
húsgagnabólstrara og Sveinafé-
Jag húsgagnasmiða.
Á þriðju hœð eru þessi verka-
lýðsfélög: Félag járniðnaðar-
manna, Félag bifvélavirkja, Fé-
lag blikksmiða, Sveinafélag skipa-
smiða, _Málm- og skipasmiðasam-
band íálands, Iðnnemasamband
íslands, Flugvirkjafélag íslands
og Iifeyrissjóður FVFÍ.
í>á hafa Hagræðingardeild
ASl verið leigðar tvær skrif-
stofur á 3. hæð og þrjár skrif-
stofur á 4. hæð og eru hagræð-
ingamennirnir allir fluttir þang-
að, en hafa áður verið dreifðir
um bæinn.
Sparisjóður allþýðu hefur þeg-
ar flutt starfsemi sína þangað
og hefur inni á jarðhæð ogann-
arri hæð. Er sparisjóðnum ætl-
aöir útþenslumöguleikar á jarð-
hæðinni og fær hana alla undir
sína starfsemi í framtfðinni. Sem
stendur er þama líka Húsgagna-
verzlun Austurbæjar á jarðhæð-
inni og flytur hún í náinni
framtíð.
Að fenginni skýrslu fram-
kvæmdastjóranna mun Síldarút-
vegsnefnd ákveða hvaða leið-
um hún vill mæla með til þess
að hagnýta síld á fjarlægum
miðum til söltunar eða frysting-
ar“.
Einn nefndarmanna, Jón
Skaftason, greiddi tillögunni at-
kvæði með svofelldri greinargerð:
„Jón Skaftason óskar bókað,
að hann telur, þrátt fyrir þessa
samþykkt, að eðlilegt og rétt sé,
að Síldarútvegsnefnd mæli með
ríkisábyrgð við kaup eða leigu
á skipi til síldarflutninga til
Siglufjarðar, sbr. umsókn þar
um í bréfi dags. 4. ágúst 1967,
enda liggi fyrir upplýsingar um
stærð, kostnað og búnað slíks
skips“.
I fréttatilkynningu frá Síldar-
útvegsnefnd, sem Þjóðviljanum
barst í gær um fyrrgreinda sam-
þykkt segir svo:
„Síldarútvegsnefnd hefur á
undanförnum árum látið fram-
kvæma sumar af þeim tilraun-
um og athugunum, sem um ræð-
ir í framangreindri tillögu, en
tilraunir þessar hafa eingöngu
verið gerðar í sambandi við
haust- og vetrarsíld.
Samþykkt nefndarinnar var
gerð í tilefni af því, að bráða-
birgðastjórn í hlutafélagi, sem
stofnað hefur verið á Siglufirði
til þess að kaupa og reka skip,
sem flytti ísaða fersksíld af
miðunum til Siglufjarðar, hafði
óskað meðmæla frá Síldarút-
vegsnefnd til ríkisstjórnarinnar
um, að hún veitti ríkisábyrgð
fyrir láni til skipakaupanna, og
Síldarútvegsnefnd legði auk þess
fram eina milj. kr. til þeirra.
Tillága Síldarútvegsnefndar
ber með sér, að nefndin mun
ekki taka ákvörðun um hvaða
leiðum hún mælir með, til þess
að hagnýta síld til söltunar eða
frystingar af fjarlægum miðum,
fyrr en henni hefur borizt
skýrsla um þær athuganir, sem
hún hefur ákveðið að láta gera
í þessu sambandi og samþykkt
að verja til allt að 250 þúsund
krónum".
Getur Ijósmyndin hjálpað?
• (JTILOKAR SLÆMAN ÞEF
• HINDRAR AÐ MATUR ÞORNI
• VINNU- OG SKÓLANESTI ALLTAF SEM NÝTT
1
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vináttu vegna
andláts og útfarar móður okkar, tengdamóðir og ömmu
ÁSLAUGAR BENEDIKTSSON.
Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir Gunnar Pálsson
Sjöfn Kristinsdóttir Björn Hallgrímsson
Erna Finnsdóttir Geir Hallgrímsson
og barnabörn.
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdáfaðir og afi
KRISTINN SIGURÐSSON, verkamaður,
sem andaðist 16. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kapellu mánudaginn 28. ágúst kl. 1,30. Blóm afþökkuð.
Fjóla Jónasdóttir
Sigríður Kristinsdóttir Helga Kristinsdóttir,
Salome Kristinsdóttir, tengdasynir og barnabörn.
Framhald af 5. síðu.
er í félagslegu tilliti. Menn
geta tekið mjög mismunandi
afstöðu til þeirra hluta sem
umhverfis þá enu, og túlkað
hana á mismún'andi hátt í Ijós-
myndujn. Hana má túlka með
Ijóðrænni mildi sem virðist
færa hlutina mjög nádægt okk-
ur, en henni má einnig koma
til skila með hætti, sem vek-
ur hjá mönnum einmanakennd,
dapurleika og örvæntingu.
Hvorttveggja getur endurspegl-
að sannar tilfinningar og sam-
skipti manns og veruleika og
þannig hjálpað okkur til að ná
viðurkenningu og skilningi á
mannlegri gleði og mannlegum
sársauka og hjálpað manninum
til að finna sjálfan sig.
□
En það er lfka hægt að sýna
hlutina með þeim hætti að
raunveruleg tengsli þeirra við
manninn séu hulin og höíð
endaskipti á öfllum verðmætum
í samskiptum manna og hluta.
Ljósmyndin getur t.d. gertljóð-
ræn og ánægjuleg einmitt þauf-
atriði, sem í raun og veru
verða til þess að undiroka
manninn og ógna honum.
Flókin samskipti og marg-
breytileiki í afstöðu kemur
fram jafnvel í þeim tilvikum
er ljósmyndin sýnir samskipti
manns og tækni. Mynd getur
falið eða opinberað árekstra
milli manns og tækni, hún
getur bæði auðveldað og erf-
iðað lausn þeirra. Til allrar
hamingju eru sýningar okkar
ekki lengur fullar með Ijós-
myndir þar sem vinna með
höndunum er lofuð sem göfugt
starf og tæknilega vanþróuð
framleiðsla sem upphaf allra
verðmæta. Við verðum samt að
játa — og líklega eiga blaða-
Ijósmyndir sinn hluta af því —
að sumir ■ áhugamenn rugla
enn saman heimildarmyndum
af verkamönnum og vélum
þeirra saman við listræna ljós-
myndun í anda sósíalraunsæis.
Tækni er þegár ölllii er á
botnin hvolft ekki aðeins vél-
arnar — hún er einnig að
verulegu leyti umhverfi manns-
ins og starf hans. En í tækni
finnum við samt oft andstæð-
ur milli fegurðar og nytsemd-
ar. Þessar andstæður eru ekki
óihjákvaémilegár,' én þær koma
fram sem afleiðing þess að
menn hafa brugðizt húmanískri
afstöðu til veruleikans. Surmr
leita þar að fegurð og fagur-
rænum verðmætum sem ekkevt
annað er að finna en nytsemd,
en aðrir gefa hinsvegar engan
gaum að nytsemdarhlið tækn-
innar. 1 báðum tilvikum hefur
mannleg afstaða til veruleik-
ans orðið fátæklegri en skyldi.
Fegurð og nytsemd ættu að
samrýmast í tækni og ljós-
myndin ætti ekki að brjóta
gegn þessu heldur minna á
það.
□
Það er ekki aðeins fýrirsak-
ir hæfileika sinna að ýms-
ir heimsfrægir Ijósmyndarar
hafa náð ágætum árangri, held-
ur fyrir sakir stuðmngs síns við
félagslegar framfarir, fyrir
sakir mannúðar sinnar og skiln-
ings á öllu því sem mannlegt
er. Ljósmyndir þeirra eru oft
meira sannfærandi en margar
langar pólitískar eða fræðileg-
ar greinar. Ef til vill er nauð-
synlegt að vísa í þessu sam-
bandi enn einu sinni til „Fjöl-
skyldu mannsins“ eftir Steich-
en og Heimssamkeppni blaða-
ljósmyndara. Fyrir skömmu
gótu menn í Prag séð áhrifa-
mikfla sýningu á myndum eftir
sovét-stríðsljósmyndara. Ég hef
aldrei orðið fyrir sterkari á-
hrifum af Ijósmyndum: áihorf-
endur voru agndofa yfir þess-
um ótvíræða vitnisþurði um
mannlegan mikilleik og mann-
lega niðurlægingu. Svipuð sýn-
ishorn hetjuskapar, svika, ör-
væntingar og grimmdar koma
fram í sumum ljósmyndum af
þjóðfrelsisbaráttu þeii-ri semnú
er háð í ýmsum löndum.
Övenjulegar aðstæður, sem
ríki, stéttir eða einstaklingar
lenda í, eru oft þakklát við-
fangsefni fyrir ljósmyndara.
Hámark ágreinings, mismuriar,
skapar aðstæður þar semhægt
er að meta mannleg verðmæti,
draga þau fram. En óvenjuieg-
ar aðstæður eru einnig próf-
steinn á ljósmyndarann — sum-
ir skeyta ekki um sæmd eða
tillitssemi við aðra í hlaupum
sinum eftir þvi æsilega, stór-
furðulega.
Þau orð sem mestu skipta um
manninn koma venjulega fram
i dinamískum heimildamynd-
um, og . það freistar manns.
stundum tíl að álykta að stat-
ísk ljósmvndun sé úr. sögunni
og svari ekki lengur . kröfum,
tímans. Auðvitað ér r þetta
rangt, því að það skiptir ekki
mestu hvort ljósmynd er stat-
ísk eða dínamísk heldurhvers-
konar afstöðu til lífsins hún
birtir og hvort hún hjálpar
manninum til að finna sjálfan
sig.
(Ur tckkneska ljósmynda-
tímaritinu Fotografie'.
„Gullfaxi,, á
Akureyri
Framhald af 1. síðu.
Plugfélag Islands hafði boðið
ráðherrum og helztu forustu-
mönnum flugmála með í þessa
fyrstu ferð Gullfaxa til Akureyr-
ar og einnig var stjóm Flugfá-
lagsins með í ferðinni og frétta-
menn. Bæjarstjóm Akureyrar
hafði móttöku fyrir gesti íhinni
nýju flugstöðvarbyggingu, bæj-
arstjórinn, Bjami Einarsson,
flutti þar ræðu og bauð gesti
velkomna og fagnaði þessum
merka áfahga i flugsögu Akur-
eyrar. Þar töluðu einnig Birgir
Kjaran, form. stjórnar Flugfé-
lags Islands, Ingólfur Jónssou,
samgöngumálaráðherra og örn
Johnson forstjóri F.I.
Gullfaxi flaug frá Akpreyri
kl. 9,30 og lenti á Kefíavikur-
flugvelli tuttugu. mínútum síðar,
en farþegar komu til Reykja-
vikur laust upp úr kl. 11. Auk
gestanna vom með f ferðinni
suður fyrstu farþegar f þotu-
flugi frá Akureyri.
Flugstjóri var Jóhánnes Snorra-
son, en auk hans voru í áhöfn-
inni Guðjón Ólafsson aðstoðar-
flugstjóri, Ásgeir Magnússbn yf-
irflugvélstjóri og fimm flugfreyj-
ur urtdir stjóm Kristinar Snæ-
hólm yfirflugfreyju F.I.
Sigrurjón Bjömsson
sálfræðingur
Viðtöl skv. umtali.
Símatími virka daga kl.
9—10 f.h.
Dragavegi 7
Sími 81964
■ SAUMAVÉLA-
VIÐGERÐIR.
■ LJÓSMYNDAVÉLA.
VIÐGERÐIR
Fljót afgreiðsla.
SYLGJA
Laufásvegi 19 (bakbús)
Sími 12656.
SK0DA ’57
til sölu. — Upplýs-
ingar í síma 40944
á kvöldin.
BRIDGESTON E
HJÓLBARÐAR
Síaukin sala
sannargæðin.
BíRIDGESTONE
veitir aukið
öryggi í akstri.
BRIDGESTON E
ávallt íyrirliggjandi.
GÓÐ ÞJÓNUSTA
Verzlun og viðgerðir
Gúmmbarðinn h.f.
Brautarholti 8
Sími 17-9-84
Allt til
RAFLAGNA
■ Kafmagnsvórur.
■ Heimilistæki.
■ Utvarps- og sjón-
varpstæki
Rafmagnsvöru-
búðin s.f.
Suðurlandsbraut 12.
Sími 81670.
NÆG BILASTÆÐI
Sængurfatnaður
- Hvítur og mislitur —
*
ÆÐ ARDUN SSÆNGUR
GÆSADÚNSSÆNGUR
DRALONSÆNGUR
SÆNGURVER
LÖK
KODDAVER
trúði*
Skólavörðustíg 21.
ÖNNUMST ALLfl
HJÓLBARÐANÍNUSTU,
FLJÚTT UG VEL,
MEU NÝTÍZKU TÆKJUM
NÆG
BÍLASTÆÐI
OPID ALLA
DAGA FRA
kl. 7.30-24.00
HJOLBARDAYIDGERD KOPAVOGS
Kársnesbraut 1
Simi 40093
©nliiioníal
HjólbarSaviðgerðir
OPIÐ ALLA DAGA
(LfKÁ SUNNUDAGA)
FRÁ KL. 8 TIL 22
GlímtVINNUSTOFAN HF.
Skipholti 35, Roykjavík
SKRIFSTOFAN: sími 30688
VERKSTÆÐIÐ: sími310 55
Kaupið
Minningakort
Slysavamafélags
íslands.
Smurt brauð
Snittur
við Oðinstorg ■—
Simi 20-4-90.
HÖGNl JÓNSSON
Lögfræðl- og fasteignastofa
Bergstaðastræti 4.
Sími 13036.
Heima 17739.
V □ CR 'VútsuiT&t 6ez?
■k
í