Þjóðviljinn - 03.09.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.09.1967, Blaðsíða 1
gang lestarlúga eftir löndun □ Réttarhöldunum á Ölaísfirði í Stígandamál-' inu varð ekki lokið í fyrrakvöld, eins og ætlunin hafði verið. Yfirheyrslur stóðu yfir frá kl. 2 til kl. 11 síðdegis. Átta skipverjar komu fyrir dóminn og ákvað Sigurður Guðjónsson hæjarfógeti að halda rannsókn málsins áfram daginn eftir. ★ Framburður skipverjanna var í flestum atriðum samhljóða og virðist ljóst, að stórfelld mistök eða vanræksla hefur orðið við frágang á lestarlúgum eftir löndun á Raufarhöfn úr veiði- ferðinni næst á undan. ★ Stígandi landaði þann 19. ágúst 235 lestum af síld og er skipið var gert sjóklárt áður en haldið var aftur á miðin hefur lestar- lúgum ekki verið lokað nógu tryggilega. Kom þetta fyrst í ljós eftir að skipverjar höfðu losað dekkfarminn skömmu áður en þeir yfirgáfu skipið. Voru lestarlúgur þá óskálkaðar, en þær eru þéttaðar með gúmmílistum og voru rær á festingum ó- hertar. / ★ ,,Tel ég engan váfa á því, að sjórinn hefur farið þar niður um lúgurnar", sagði Karl Sigurbergsson skipstjóri við réttarhöldin. Sýning Félags frímerkja- safnara opnuð í gærmorgun □ FiLex 67, sýning, Félags frímerkjasafnara var opn- uð í þ j ó'öminj asaf ninu í gærmorgun. í forsal safns- ins er kynningarsýning fé- lagsins, sem er 10 ára gam- alt, en í Bogasal er safn Nor'ðmannsins Hans Hals, sem er eitt bezta safn ís- lenzkra frímerkja er þekk- ist. Vegna stærðar safns Hans Hals er aðeins sýnt Hörð átök undanfari forseta- kosninganna í Suðar- Vietnam SAIGON 2/9 — A morgun er efnt til „kosninga“ í Suður-Viet- nam og fylgja þeim magnaðri a- tök, bæði hernaðarleg og pólitísk. I Saigon er sagt, að Phan Van Lieu, fyrrum yfirmaður lögregl- unnar, hafi verið handtekinn, sakaður um að styðja frambjóð- andann, sem er óbreyttur borg- ari, í kosningabaráttunni. Þá hefur herforingjastjórnin bannað tvö blöð í Saigon, sem hún tel- ur hlynnt „kommúnisma". Skæruliðar Þjóðfrelsisfylking- arinnar gerðu í morgun eldflauga- árás á. hina miklu fllugstöð við Da Nang og sködduðu sjö flutn- ingaflugvélar óg særðu fjóra flugmenn. Ráðizt var og á aðrar bækistöðvar þar í grennd. Johnson Bandaríkj aforseti bar í gær til baka orðróm um að hann hefði í hyggju að hefja nýja ,,friðarsókr“ eða gera hlé á loftárásum á N-Vietnam að loknum kosningum. tímabiliö 1870 til 1902, auk einstakra seinni frímerkja, sem valin voru með tilliti til þess hve sjaldgæf þau eru. Sýningin var opnuð í gær- morgun kl. 10 og voru forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson og póst- og simamálaráðherra Ing- ólfur Jónsson, viðstaddir athöfn- ina auk fjölmargra annarra gesta., Jónas Hallgrímsson, formaður sýningarnefndar flutti ávarp þar sem hann lýsti aðdraganda sýn- ingarinnar og sagði fr'á safni' Hans Hals. Allt starf við upp- setriingu Filex 67 et unnið í frístundum af meðlimum í Fé- lagi frímerkjasafnara, en sér- stakar þakkir flutti Jónas þeim Gunnlaugi Briem, Braga Kristj- ánssyni og Ráfni Júlíussyni fyr- ir ómetanlega aðstoð þeirra við undirbúninginn. Jónas ávarpaði sérstaklega son Hans Hals sem hér er staddur í tilefni áf opn- un sýningarinnar. Framhald á 9. síðu. Við réttarhöldin voru m.a. Sig- urður Egilsson fulltrúi og Há- kor< Árnason hdl. fyrir Sjává- tryggingafélag íslands, Magnús Bjarnason frá Skipaeftirlitinu og Sigurður Baldvinsson útgerðar- maður, ásamt lögfræðingi. Magn- úsi Árnasyni. Skipið ekki þrautarhlaðið Karl Sigurbergsson skipstjófi á Stiganda kom fyrstur fyrir réttinn og lagði fram uppkast að dagbók skipsins, en hann V . Framhald á 9. síðu. r Islenzk myndlistar- sýning í Edinborg Hirnf 21. ágúst Sl. var opn- uð íslenzk listsýning á vegum The New 57 Gallery í Edinborg. Félagi íslenzkra myndlistar- manna barst boð frá menning- samtökum, sem kallast Festival Fringe/Club um að efna til sýn- ingar þessarar, og er hún í gam- alli kirkju sem breytt hefur ver- ið í sýningar- og fundarsal. Sýn- ingin var opnuð einmitt í sama mund og hin kunna Edinborgar- hátíð hófst, en ekki hefur frétzt ennþá af viðtökum. Lítið hefur verið um menning- artengsl með íslendingum og Skotum, og var þetta boð því fé- laginu sérlega kærkomið, og vonir standa til að þetta sé upp- haf að nánari tengslum við góða granna. Þessir eiga myndir á sýning- unni: Jóhannes Kjarval, Magnús Á. Árnason, Þorvaldur Skúla- son, Jón Engilberts, Barbara Árnason, Nína Tryggvadóttir, Valtýr Pétursson, Jóhannes Jó- hannesson. Hörður Ágústsson, Guðmunda Andrésdóttir, Hrólfur Sigurðsson, Eiríkur Smith, Bene- dikt Gunnarsson, Bragi Ásgeirs- son, Hringur Jóhannesson, Haf- steinn Austmann og Ólafur Gíslason. Engar höggmyndir eru á sýningunni. Bandaríkin marg- falda olíuútflutning WASHINGTON 2/9 — Banda- ríkin fluttu út 70 sinnum meira af olíu í júlí en venjulegt er á einum mánuði. Þessi auikning er tengd aðstoð Bandaríkjanna við lönd sem ekki gátu fengið olíu frá Arabaríkjunum eftir styrjTd þeirra við Israel. j ,Líklega kominn itímitii að hætta „Þetta var yfirsjón, sem varð að stóru óhappi“, sagði Sigurður Baldvinsson útgerð- arniaður Stíganda, er frétta- maður Þjóðviljans ræddi við hann, þar sem hann var að koma út frá réttarhöldunum í Ólafsfirði í fyrradag. „Annars vil ég sem minnst um þetta tala, það er búið að segja allt sem þarf að segja“. Spurði þá fréttamaður hvort hann ætlaði að fá sér annað skip. „Ég er ekkert farinn að hugsa út í það enn, fyrst er að sjá hvernig rétt- arhöldin fara“, sagði Sigurð- ur. „Ég er orðinn gamall og þreyttur og hef orðið fyrir mörgum óhöppum. Líklega kominn tími til að hættf þessu“. Sigurður Baldvinsson Sjópróf i Stigandamálinu leiSa i Ijós: Mistök eða vanræksla við frá- Þcssi mynd af skipsbrotsmönnunum af Stíganda var tekin þegar hlé var gert á réttarhöldunum í fyrradag. Frá vinstri: Gunnar Reynir Kristinsson, Gunnar Nattested, Gunnlaugur Sigursveins- son, Karl Sigurbergsson, Magnús Guðjónsson, Bjarni Fr. Karls- son, Hermann B. Haraldsson, Guðjón Jónsson, Þórir Guðlaugsson, Valgeir Stefánsson. Á myndina vantar Guðmund Árnason stýri- mann og Guðjón Sigurðsson. — Liósm. Þióðv. Hj. G. A myndinni til vinstri sést Karl Sigurbergsson skipstjóri gefa skýrslu sína fyrir réttimim á Ólafsfirði. Sigurður Guðjónsson, bæjarfógeti bókar. Sunnudagur 3. september 1967 — 32. árgangur — 197. tölublað. Norðuriandaskálinn gefinn Montrealborg Sýningarskáli Norðurlanda á heims- sýningunni var í gærmorgun gefinn Montrealborg við athöfn í ráðhúsinu þar að viðstöddum fulltrúum allra Norðurlandanna. Drapeau borgarstjóri í Montreal tók á móti gjöfinni, sem hann sagði að myndi minna á hina einstæðu nor- rænu samvinnu við að reisa hann og nota, en skálarnir sem nær allir hafa verið gefnir borginni munu jafnframt mmna á að það er meira sem sam- einar þjóðimar en skilur sagði borg- arstjórinn. í frétt frá Montreal sagði ennfrem- ur að ekki hafi reynzt unnt að selja Norðurlandaskálann fyrir verð sem nái kostnaði við að fjarlægja hann. ( /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.