Þjóðviljinn - 03.09.1967, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.09.1967, Blaðsíða 12
Sunnudagur 3. september 1967 — 32. árgangur — 197. tölublað. Ölafskirkja íKirkjubæ endurvígð Biskup íslands, herra Sigur- bjöm Einarsson, flaug í gser til Færeyja til að taka bátt í endur- vígslu Ólafskirkju i Kirkjubæ, hinu foma biskupssetri Færey- inga. Ólafskirkja er eina miðalda- kirkjan í Færeyjum. Hún hefur nú verið endurbætt og að nokkru leyti endurbyggð. Biskup íslanás er einn þriggja Norðurlandabiskupa sem boðnir eru til' vígslunnar, en hún fer fram í dag, sunnudag. Auk þess sem biskupinn tek- ur þátt í kirkjuvígslunni mun hann predika við aðra af tveim hátíðarguðsþjónustum, sem haldnar verða i sambandi við þennan atburð. Bílvella ofan vlð Kambabrún Kona hlaut nokkur meiðsli er bifreið fór út af veginum á Hell- isheiði í gærmorgun og valt út í hraun. Slysið varð um ellefu leytið rétt ofan við Kambabrún, aust- aní svonefndum Urðarási. Var bifreið þar að fara fram úr öðrum bil, en ekki tókst betur til en svo að bílarnir rákustsam- an, þó ekki hahkalega. Við þetta fataðist þeim sem stýrði öðrum bíQnum og missti hann stjórn á honum. Fór bifreiðin út af veg- inum og lenti úti í h'rauni á hvolfi. Þrennt var í bílnum og slasaðist anhar farþeganna, kona, sem fyrr var sagt. Var hún flutt i slysavarðstofuna. Er talin mesta mildi að þama skyldi ekki verða enn alvarlegra slys, þvi að bif- reiðin er talin gjörónýt. Fyrstu tónleikar Tónlistar- félags Kópavogs annað kvöld Góð bsrjaspretta virðist vera í ár ★ Vafalaust hafa margir lagt leið sína út úr bænum núna um helgina og einhverjir far- ið gagngert til að tína ber. Meiri berjaspretta er nú en undanfarin ár, en rigningin að undanförnu hefur aftrað fólki frá berjatinslu. ★ Ein ferðaskrifstofa hér í bæn- um a.m.k. skipuleggur berja- ferðir; er það Landsýn, sem efnir til ferða í Laugardal í Biskupstungum og á Lyng- dalsheiði. ■Ar Myndirnar eru teknar í Hafn- arfjarðarhrauni nýlega. Á efri ■ myndinni sjást litlar stúlkur sem höfðu rétt fengið botnfylli en stúlkurnar á myndinni hér til hliðar komust heldur en ekki í feitt, í þessu lyngi var nóg af berjum handa þeim öllum. (Ljósm. Þjóðv. Hj. G.) Tónlistarfélag Kópavogs efn- ir til tónleika í Kópavogsbíói annað kvöld, mánudaginn 4- sept. kl. 21,15. Eru þetta fyrstu tón- leikar, sem félagið efnir til. Stjórn félagsins þótti vel t.il fallið að fá ungan og efnilegan listamann úr Kópavogi, Guð-' nýju Guðmundsdóttur fiðluleik- ara, til þess að koma fyrst fram á vegum félagsins- Undirleik annast Ásgeir Beinteinsson, píanó- leikari. Guðný Guðmundsdóttir er 19 ára. Lauk prófi í fiðluleik frá Tónljstarskólanum í Reykjavík síðastliðið vor með ágætiseink- un. Kennari hennar þar var Björn Ólafsson, konsertmeistari. Frá 15 ára aldri hefur hún leik- ið af og til í Sinfóníuhljómsveit íslands. Hún hefur komið fram sem einleikari á fjölmörgum tónleikum Tónlistarskólans. Þá hefur hún tvívegis farið til náms- 'dvalar í Bandaríkjunum, sumrin 1965 og 1966. I síðara skiptið hlaut hún fjögurra ára styrk til námsdvalar við Eastman-tónlist- ai-skólann í Rochester, sem er deild úr háskólanum þar og einn af þekktustu tónlistarskólum Bandarikjanna. Samtímis fiðlunáminu var Guð- ný í Menntaskólanum í Reykja- vík og lauk þaðan 4. bekkjar prófi í vor, en það var einnig skilyrði til að mega stunda nám við þennan tónlistarskóla. Tvö sumur hefur Guðný dval- Guðný Guðmundsdóttir. izt um mánaðartíma í Svíþjóð og leikið þar í sinfóníuhljómsveit ungs fólks frá öllum Norður- löndunum. Síðastliðið sumar var húh varakonsertmeistari hljóm- sveitarinnar í Lundi og kom þar þrisvar fram sem einleikari m-a. í fiðlukonserti Mendelsohns og Framhald á 9. síðu. Frá Bókaútgáfu Menningarsjóðs Sérstæðut bókamarkaður—og endurprentun ísl. úrvalsríta □ í þessum mánuði efnir Bókaútgáfa Menningarsj óðs til bókamarkaðs með hagkvæmum kjörum. Um leið boðar fyrirtækið endurútgáfu uppseldra rita úr 16 binda bóka- flokki, íslenzk úrvalsrit. Bókamarkaðnum er svo hátt- að, að 180 umboðsmeun útgáf- unnar fá senda lista yfir 84 af eldri útgáfubókum. Geta menn merkt sér lft bækur eða 20 eða fleiri, og kostar þá hver bók 75 kr. ef teknar eru 10 en aðeins 50 kr. ef teknar eru 20. í Reykja- Á morgun verður opnuð fyrir almenning teppakynning í Skeif- unni í Kjörgarði við Laugaveg. Verða þar sýndar margar gerðir af teppum frá enska fyrirtækinu Carpet Trades Ltd., sem Skeif- an hefur nýlega fengið umboð fyrir hér á landi. Carpet Trades var stofnað 1920 með sameiningu sex vel- þekktra fyrirtækja í Englandi. Nú vinna. um 2.000 menn í verk- smiðju fyrirtækisins og aukast umsvif þess ár frá ári. Síðustu fimm árin hefur verið lögð megináherzla á að auka útflutning fyrirtækisins og nú eru serxdar vörur reglulega frá Carpet Trades Limited til 51 lands, þar sem umboðsskrifstof- ur eru eða sölumenn. Nýlega vík er tekið á móti pöntunum í bókaverzlun Menningarsjóðs að Hverfisgötu 21. Öllum er gefinn kostur á þessum kjörum, en fé- lagsmenn hafa þó þau forrétt- indi að þeirra pantanir ganga fyrir ef þær berast fyrir 15. sept. fékk Skeifan umboð fyrir Capet Trades Limited og verða teppi frá enska fyrirtækinu sýnd í verzluninni í Kjörgarði næstu daga. Carpet Trades Limited hefur tekið þátt í mörgum sýningum og kaupstefnum utan Englands t.d. hafa teppi frá fyrirtækinu verið sýnd í Frankfurt, París, Toronto, Vancouver, Chicago og New York, á þessu ári. Forráðamenn enska fyrirtæk- isins hafa komizt að raun um að nafnið Carpet Trades Limited þykir ekki nógu þjált í munni og eftir athuganir bandarísku auglýsingastofunnar McCann Erickson Ltd. var ákveðið að breyta nafninu í Gilt Edge Carp- ets, og verða teppin seld fram- vegis undir því nafni. Kjör þessi gilda aðeins til 1. október. Forstjóri útgáfunnar, Gils Guðmundsson alþm., sagði á bíaðamannafundi í gær, að með þessu móti væri bæði reynt að ná inn fé til nýrra verkefna, og síðan væri það æskilegra að þokkalegar bækur eða góðar prýddu heimilisbókasöfn heldur en, þær lægju í geymslum for- laga. Meðal bókahöfunda má nefna Stefán Jónsson og Ólaf Jóhann Sigurðsson, Tsjékhof, Zweig og Kafka, Pálma Hann- esson og Selmu Jónsdóttur list- fræðing. Árin 1941—’57 gaf Menning- arsjóður út bókarflokkinn íslenzk úrvalsrit og hafa bækumar orð- ið 16 og geyma verk tuttugu skálda, allt frá Stefáni Ólafssyni til Stefáns frá Hvítadal. Fylgir hverri bók allítarlegur formáli og ýmsir menn hafa átt aðild að útgáfunni. Safn þetta mun um 2400 bls. Einstök bindi hafa verið uppseld —> en nú hafa þau tvö sem fyrst komu út og upp gengu, Jónas Hallgrímsson og Bólu-Hjálmar, verið prentuð upp og mun allt ritsafnið fáanlegt innan skamms á þokkalegu verði (ca. 1200 kr,). Hægt verður að kaupa einstök bindi sem fyrr. Gils Guðmundsson sagði út- gáfubækur verða heldur færri í ár en áður, einkum vegna fjár- frekra verkefna eins og Alfræði- bókar og útgáfu gróðurkorta (tíu koma í haust) og jarðfræði- korta íslands (hið fjórða er væntanlegt innan tíðar). Kl. 4,30 síðdegis í dag hefst á Melavelli leikur í Bikarkeppni KSÍ milli Víkings A og Hauka í Hafnarfirði. Teppakynning opnuð á morgun / Skeifunni SELJUM Á MORGUN og næstu daga, meðan birgðir endast nokkurtmagn af /CVENiSfCOIÍA með mjög miklum afslætti. Mikið og fjölbreytt úrval og ailar stærðir. SKÓVAL KJÖRGARÐUR Austurstræti 18 Skódeild (E YMUNDSSONARK J ALL ARA ) Ódýrír karlmannask Seldir þessa viku, — Verð frá kr. 298. I SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100. ór SELJUM ÍNÆSTU 1 við mjög lágu verði,* fjölmargar tegundir af karnaskóm kventöflúm og SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100. mu inniskóm ♦ « > S i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.