Þjóðviljinn - 17.09.1967, Side 7

Þjóðviljinn - 17.09.1967, Side 7
/ oaiiitMiii aau*aiii iiujjíiij' uuaiuivu i iijuugtuuutuui isntUMUOUl1 eru a8 breyta um farveg aust- ur þar. Á mánudagsmorgun var lagt af stað vestur á ný. Nauðsyn- legt er að fara vötnin að morgni till, útskýrði bílstjórinn, þvi síðdegis vex aevinlega í þeim. Var vestasti bær í öræf- um, Skaftafeli, kvatt um tíu leytið og lagt á sandinn, svart- an og óendanlegan til að sjá. Að baki var öræfajökull og stimdi á hvítar breiðurnar. en Hvannadalslhnjúkur huldi sig í gráu skýi. Skaftafellshlíðin skein við sólu og lengst úti við 6jóndcildarhring í vestri grillti í Lómagnúp. Skeiðarársandur er orðinn eina teljandi bilið á hringvegi um landið og verður nú vænt- anlega knúð fast á að fá fljót- in þar brúuð. Aðalvandinn við þá framkvæmd em hlaupin sem á nokkurra ára bili koma í vötnin, stærst í Skeiðará. Á sandinum em fjögur stórfijót,i að austan talið, Skeiðará og reyndar auk þess Morsá, sem rennur í hana, Sandgígjukvísl, Súla og Núpsvötn. Fyrir utan það að vera vatnsmikil em þessi fljót varhugaverð sums- staðar fyrir sandbleytur, ann- arsstaðar stórgrýti í botni. Og vaðið er aldrei hið sama frá degi til dags. Leið sem er sæmileg einn daginn getur ver- ið allsendis ófær þann næsta. Að telja árkvíslar I glampandi sólskini leggjum við af stað út á sandinn og Óskar Jofar að þegar í vötnin komi, skuli ég fá að fara með trukknum til að geta tekið myndir af rútunni þegar hún fer yfir. Hér er enginn vegur, ekkert nema sandur og möl, merkilega fjölbreyttar steina- tegundir, — hvaðan og hvenær skyldu árnar hafa borið þetta hingað? Hafi sandurinn sýnzt sléttur úr fjárlægð, tekur nú annað við, hann er hér í ó- tal öldum og varla fyrir nema jeppa og fjallabíla um að fara. Nú förwm vlð yfir árkvísl. Er Óskar búinn að gleyma lof- orðinu eða hvað? Hér sit ég með myndavélina í fanginu og hann byrjaður að aka yfir ána. En reyndi vatnamaðurinn brosir. „Iss, þetta er ekkert ennþá, þetta er rétt byrjunin." Ég hugsa mér að telja kvíslamar. Ein, tvær, eru komnar og hér er sú þriðja. Nú fer eitthvað að gerast, Sveinn er kominn í vöðlur, heldur á priki í hendi og stígur stómm um árþotninn. Þetta hlýtur að vera merkileg kvísl, svo óg klöngrast upp á truikikinn og fer með honum yf- ir, tek myndir af hinum bíln- um. Allt gengur klakklaust og við fömm yfir hverja kvíslina eftir aðra og enginn annar reynist hafa talið. I stað þriggja tíma á laug- ardaginn tekur ferðin yfir Skeiðará nú aðeins einn. Ösk- ar er í talstöðvarsambandi við 1 Fagurhólsmýri og tilkynnir að við séum komin yfir Skeiðará. Vel gert! Einn samferðamannanna var Valdimar Jónsson, scm kunnur er fyrir ræktuu á vænu hrossa- kyni og seldi reyndar á dögun- um graðhestinn fræga til Dan- merkur, sem á að gagna þar- lendum hryssum af íslenzku kyni. Valdimar sagðist ekki kjafta frá verðinu á folanum! Ilér hefur Sveinn Þorláksson sett á sig vöðlurnaT og prófar botninn áður en bílarnir leggja út f. Óskar hrósaði sigri, að cngum skyldi takast að smella af mynd þegar billinn festist í Súlu. Hér er mótleikurinn: mynd af belj- andi straumnum tckin út um gluggarúðuna og að ofan sést hvemig vatnið streymir niður úr rútunni- Jónas Magnússon á Strandar- höfða var einn þeirra sem þátt tóku í lciðangri Óskars. Næsta vatn er Sandgígju- kvísl, eiginlega langhættuleg- asta fljót Qeiðarinnar, segja samferðamennimir, botninn er sVo stórgrýttur. Bílarnir veltast yfir hana og áfram í vesturátt. Lómagnúpur er nú orðinn greinilegur, á vinstri hönd eru hiilingar, á þá hægri Skeiðar- árjökull, svört og úfin og ófrið skriðjökulbreiða; varla hægtað trúa að þetta sé í ætt við skín- andi hvítan jökulkontmginn í Öræfunum. « Missti þann stóra Ég er aftur sezt i bílinn hjá Óskari, ævintýra varla að vænta úr þessu. Var éig kannski að vonast til að bíllinn fest- ist í Skeiðará? Svona eru þess- ir blaöamenn, vilja helzt skrifa um ófarir og óhöpp! Sveinn er kominn úr vöðlunum og Setzt- ur í næsta bekk. Trukkurinn fer nú yfir Súlu. Var þetta ekki annars nökkuð djúpt? Öskar heldur á eftir og nú! -Bíllinn er fastur! Við stöndum upp. Nei, nei, farið öll hægra meg- in! hrópar bílstjórinn. Ólafur og samferðamenn hans tveir eru stokknir út úr trukknum, annar heldur á kvikmyndavél, en hann fleygir henni í sand- inn og eins og örskot eru þeir komnir út í beljandi fljótið, sem tekur þeim fast að mitti. Okkar bíll grefur sig niður að aftan með ótrúlegum hraða, vatnið nær orðiö uppaðglugg- um og straumurinn rennur um gólfið. Allt skeður mjög hratt og- áður en nokkur hefur tíma til að verða hríeddur erum við komin aftur á þurrt, trukkur- inn hefur spidað rútuna upp úr. Til allrar hamingju var mest af faramgrinum á palli trukks- ins, eða þaki rútunnar, svofátt eitt hefur blotnað. Óskar opn- ar öil hólf að neðan og vatnið streymir út. Mér líður eins og laxveiði- manni, sem misst hefur þann stóra. En Óskar hlær: Nú var ég svei mér heppinn að enginn skyldi vera að taka myndir! Eftir þetta ævintýri er ferð- in yfir Núpsvötn varla umtals- verð. n Áð er á Núpsstað og bæna- húsið skoðað undir leiðsögn Hannesar Jónssonar. Við erum enn jafnlheppin með veðrið, sólin skín og Vestur-Skafta- fellssýslan skartar sinu feg- ursta. Á leiðinni eru skoðaðir fegurstu staðirnir og dáðst að Mýrdallsjökli og Eyjafjallajökli og ber okki á þá svo mikið sem skýhnoðra. TJm kl. hálf- átta um kvöldið skilja leiðir að Hvolsvelli og heldur hvertil síns heima, þreyttur, en á- nægður eftir viðburðarrfka ferð. — vh Suronid&gur 17. september 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J Fjallabíll Óskars fer yfir cina kvíslina í Skeiðará . . . Lómagnúpur séður austan firá. Myndin var tckin við Núpsvötn- Eftir að komið var yfir Skeiðarársand voru allar ár brúaðar, ®n sumar ekki betur en svo, að bílarnfr urðu að fara tómir yfir þær og sjást hcr nokkrir fcrðalanganna ganga yfir Eldvatn. Við Dverghamar eru mótívin fyrir ljósmyndarann ócndanleg. í _

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.