Þjóðviljinn - 20.09.1967, Qupperneq 4
t
4 St&A — 5>sJÖÐV®iíIílíN —Msðvifcudagur 2©. sepbeMQfoer 1960.
Otgefandi: Sameiningarflokfcur alþýðu — SósíaKstaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Sk,ólavörðustíg 19.
Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr- 105.00 á mánuöi. —
Lausasöluverð krónur 7.00.
t-
Gúmmívíxill
OJ
J tíð viðreisnarinnar hefur verðbólga vaxið hér
margfalt örar en í viðskiptalöndum okkar. Á
velgengnisárunum þegar aflamagn jókst í sífellu
og verðlag hækkaði stöðugt á afurðum okkar er-
lendis var stefna stjórnarvaldanna sú að leyfa
þeim sem hagnast á verðbólgunni að magna hana;
sú kenning hefur meira að segja sézt í stjórnar-
blöðunum að verðbólgan væri mikið þarfaþing,
hún væri aðferðin til þess að dreifa síldargróðan-
um til þjóðarinnar allrar — og er sannarlega ekki
að undra þótt illa færi fyrst þvílík viðhorf voru
höfð að leiðarljósi. Verðbólgan hefur sem kunn-
ugt er leitt til þess að útflutningsatvinnuvegir
þjóðarinnar komus't í þrot; einmitt þegar afurða-
verðið var hvað hagstæðast varð ríkisstjómin að
auka styrki bg uppbætur um hundruð oniljóna
króna og hrökk þó ekki til; flótti brast í lið þeirra
atvinnurekenda sein starfað höfðu í bátaútgerð,
togaraútgerð og fiskiðnaði. Á hliðstæðan hátt
lenti innlendur iðnaður í sívaxandi vanda, verð-
bólgan gerði honum æ torveldara fyrir að keppa
við vaming sem fluttur var inn fra löndum þar
sem venðbólguþróun hafði verið mun hægari, og
þar hefur hið sama gerzt og í sjávarútvegi, fjöl-
mörg fyrirtækiv hafa gefizt upp og önnur æru í
úlfakreppu.
^egja mátti að þessi þróun væri að leiða til alls-
herjar hruns fyrir einu ári, en þá venti ríkis-
stjórnin kvæði sínu í kross og tók upp svokallaða
verðstöðvunarstefnu. Ástæðan var að sjálfsögðu
kosningarnar framundan; þess skyldi freistað að
fela staðreyndimar um ástand efnahagsmála þar
til að kosningum loknum. Verðstöðvun þessi var
hins vegar sýndarmennska; hún gróf ekki fyrir
rætur nokkurra meina. Framkvæmdin he'fur í
rauninni aðeins verið sú að ríkisstjórnin hefur
greitt niður verð á nokkruim vörutegundum, sem
hafa mikil áhrif í vísitölugrundvellinum, til þess
að halda framfærsluvísitölu og kaupgjaldsvísitölu
í skef jum. Niðurgreiðslur þessar hafa í sífellu ver-
ið auknar um meira en eins árs skeið og nú síðast
í byrjun september. Niðurgreiðslurnar nema nú
hvorki meira né minna en 28 vísitölustigum. Hin
opinbera vísitala framfærslukostnaðar er 195 stig,
en ætti að vera 14-15% hærri eða 223 stig ef eng-
ar niðurgreiðslur kæmu til. Kostnaðurinn við að
greiða niður 28 vísitölustig nemur 950 miljónum
króna á ári — eða svo sem 5.000 kr á hvert manns-
bam í landinu — en það eru langmestu niður-
greiðslur sem sögur fara af hérlendis, framkvæmd-
ar af ríkisstjórn sem 1 upphafi hafði það stefnu-
mark að binda endi á niðurgreiðslur! Þar við bæt-
ist að ríkisstjórnin hefur ekki aflað fjár til þess
að standa undir þessum sýndarráðstöfunum, held-
ur fleytt sér að undanfömu með skuldasöfnun hjá
Seðlabankanum. Verðstöðvun hennar er gúmmí-
víxill sem senn fellur á þjóðina. — m.
/ BUNDGÖTUNNI
Aftur hefur formoður lands-
prófsnefndar kvatt sér hljóðs
í dagblöðunum og í þetta sinn
til að „árétta“ fyrri staðhæf-
ingar..
Eftir þessa „áréttingu" verð-
ur ekki hjá því komizt að
vekja athygli á málsmeðferð
hans, sem hann telur sérstak-
lega málefnalega.
Þrátt fyrir næg tækifæri til
þess að rétta sig af heldur
hann áfram að þyrla upp reyk-
skýjúm, að okkur virðist, ti'l að
hylja kjama deilunnar.
Upphaf málsins er, að kæra
er send honum og afrit til
menntamálaráðherra um mis-
munun á prófverkefnum í
dönsku. Tiltekin atriði eru
dregin from og krafizt viður-
laga. Hlutaðeigandi prófnefnd-
armaður svarar, og formaður
sendir það til kærenda. En
þetta mega allir sjá, að er til-
raun til að berja í augljósa
bresti. Hann bendir m.a. á, að
hluta úr hinum umdeildu sam-
settu orðum sé að finna á víð
og dreif í textabók H.M. og E.S.
og augljósar séu prentvillur í
orðalista, þ.e., að því er virðist
allt í lagi þótt nemendur verði
að lesa f málið.
Þótt svar hr. Ágústs Sigurðs-
sonar sé næsta óbeysið er það í
alla staði málefnalegt, en gef-
ur tilefni til frekari rannsókn-
ar. En þá genast þau furðu-
legu tíðindi, að formaður
lándsprófsnefndar veður fram
fyrir skjöldu og tekur að ræða
hugsanlcgar aflciðingar af á-
deildum prófháttum.
Að sjálfsögðu sáum við strax
inn í hverskonar blindgötu
hann var kominn. Við gerðum
tilraun til að rétta hann af með
því að birta í blöðum bréf okk-
ar, en alilt kom fyrir ekki. Það
verður því ekki dregið lengur,
að bgnda á með berum crðum,
hverskonar vinnubrögð hr. fór-
maðurinn notar.
I stað þess að beita sér fyrir
fræðilegri rannsókn á hvort
meint misferli sé til staðar, og
að þeirri rannsókn lokinni láta
málið hafa eðlilegan gang til
sektar eða sýknu hins ákærða,
rýkur hann upp tií handa og
fóta, að láta, að því er virðist,
rannsaka, hvort tjón hafi af
hlotizt, kemst að þeirri niður-
stöðu á furðulegan hátt, að svo
hafi ekki verið, og gefur út
sýknudóm á ákærða en áfellis-
dóm á okkur fyrir rakalausa
ákæru! Það er erfitt að þurfa
--------------------------------
Nýr ambassador
Sendiherra Portúgala, herra
António Pinto de Mesquita, af-
henti í dag forseta íslands trún-
aðarbréf sitt sem ambassadcr
Portúgala á IsTandi með aðsetri
1 Osló við hátíðlega athöfn á
Bessastöðum, að viðstöddum dr.
Gylfa Þ. Gíslasyni, menntamála-
ráðherra, sem gegnir störfum
Emils Jónssonar, utanrlkisráð-
herra i fjarveru hans.
(Frá skrifstofu forseta Islands).
að kyngja því, að maður í á-
byrgðarstöðu skuli ekki kunna
grundvallaratriði máflsmeðferð-
ar í réttarríki.
Þetta væri hliðstætt því.- ef
maður væri ákærður fyrir að
kveikja í húsi, annaðhvort vilj-
andi eða af vítaverðri vangá,
en slökkviliðið hefði bjargað
húsinu. Dómarinn reyndi ekki
til að rannsaka, hvort hann
væri sekur eða sýkn, en beitti
allri sinni orku i að rannsaka,
hvort tjón hefði hlotizt af. Síð-
an kvæði hann upp sýknudóm
yfir manninum á þeim grund-
velli, að ekkert tjón hefði orð-
ið!
Auðvitað er Ijóst öllum, sem
vilja, hversu fráleitt væri hegð-
un slíks dómara, en svona er
rauði þráðurinn í gerðum hr.
formannsins í þessu áminnta
deilumáli. Þar að auki er það
auðvitað ekki hann, sem á að
kveða upp neinn dóm, heldur
hlutlausir kunnáttumenn, sem
til væru kvaddir af réttum að-
úlum.
Nú hefur bætzt við í þess-
um „rannsóknum'* hr. for-
mannsins eða þeirra, sem hann
hlýfcur að hafa þar til kvatt, að
gífurlegur munur er á einkunn-
um í lesna textanum líka, og
alls óeðlilegur, ef um hliðstæða
þyngd texta væri að ræða. Er
það, að sjálfsögðu, skylt rann-
sóknarefni ásamt hinu. Er nú
krafa um það borin hér fram,
ásamt hinni fyrri. Auðvitað
hlýtur hann að bera fulla á-
, byrgð á niðurstöðum, sem hann
metur sem komnar væru af
Sínaifjalli ofan.
Við höfum aldrei haft neina
löngun til að munnhöggvast
við hr. formann landsprófs-
nefndar. En þegar hann nú
bætir gráu ofan á svart með
því að staðhæfa, að, auk þess
að við færum með staðlausar
ákærur, eins og hann gerði í
,,athugasemd“ sinni, séum við
„andstæðingar landsprófsnefnd-
ar“ „fjandsköpumst við tölur",
förum með „stóryrðaflaum" og
sendum honum „persónuleg
skeyti", sem séu „neðan við
hans sjálfsvirðirrgu" að svara,
þykir okkur ástæða til að fara
um það nokkrum orðum, auk
annars í hans þætti.
Hver, sem hefur lesið skrif
okkar getur séð, að það er til-
hæfulaus uppspuni hans, að við
séum „andstaíðingar lands-
prófsnefndar". I bréfi okkar er
sagt berum orðum, að sífelldir
árekstrar hafi orðið við hr.
landsprófsnefndarmann Ágúst
Sigtirðsson, en enga aðra í
nefndinni auk þess, sem við
höfum deilt á vinnubrögð hr.
Ágústs ein. Skyldu nú ekki
fleiri en við, fara að ruglast
í, hvað er í samræmi viðsjálfs-
virðingu hr. formannsins?
Við sjáum ekki betur en, að
hafi nokkur „fjandskapast við
tölur" sé það einmitt hr. for-
maðurinn sjáilfur. Hann virðist
aldrei geta sætt sig við að taka
sínar eigin tölur „at face val-
ue“, heldur er sífellt að bauka
við umreikninga, samkvæmt
„einkunnarvon", sem auðvitað
er að mestu út i loftið. Að
/Sjálfsögðu er reiðilaust af okk-
ur, þótt hann stangist við þá
staðreynd, að mismunur á 8,05
og 5,41 er 2,64. Þessu virðist
hann ekki vilja trúa, heldur,
að mismunurinn sé einhver
önnur tala ótilgreind af honum
þó. Á sama hátt er um, að
mismunur á 7,16 og 6,50 sé
, akki 0,66, heldur allt önnur
tala. En það er a n n a ð, sem
er ekki eins saklaust. Hr. for-
maðurinn enduÚekur nú, að
engu máli skipti um 0,03 í
heildareinkunn, jafnvef seilzt
nokkru lengra niður. Þetta hafi
því ekki nein áforif á gengi
nemenda.
Að sjálfsögðu sáum við þeg-
ar veilurnar í þessu, en vildum
trúa, að hér væri talað eða
skrifað í fljótfærni. Nú hefúr
komið f Ijós, að svo er ekki.
Þetta er bíræfnasta blekking-
artilraunin, sem fram hefur
komið í þessum furðulega
málarekstri hans. Auðvitað er
rétt, að þeir, sem þrátt fyrir
allt komust á það mark, sem
landspröfsnefnd hækkaði úr 1!
6,00, gjalda einskis í við að ná
sínu marki. En hvað um hina,
sem skorti þessa 0,03 eða hluta
Drukknir ungiingar
V ^
stálu langferðabílum
Einni langferðabifreið Ólafs
Ketilssonar var stolið frá Um-
ferðarmiðstöðinni aðfaranótt
laugardagsins. Tíu ungmenni,
þar af sex stúlkur á aldrinum
16—17 ára, ætluðu út úr bæn-
um og fannst þeim bíll sem
þau voru í vera of lítill og á-
kváðu að stela langferðabíl.
Óku þau á bílnum austur fyr-
ir fjall og rákust lögregluþjónar
frá Selfossi á hópinn á Skeiða-
vegi. Flestir unglinganna voru
undir áhrifum áfengis, voru þau
öll send aftur til Reykjavíkur
nema ökumaðurinn. Tekið var
blóðsýnishorn af honum og var
hann síðan yfirheyrður af lög-
reglunni á Selfossi á laugardag.
Pilturinn hafði nýlega verið
, sviptur ökuréttindum vegna ölv-
unar við akstur.
Öðrum langferðabíl var stol-
ið frá Umferðarmiðstöðinni
snemma á sunnudagsmorgun.
Þar var á ferð 19 ára piltur,
mun hann hafa farið inn um
glugga á bílnum og ók af stað
en lögreglumenn sem voru þar
rétt hjá í eftirlitsferð, hand-
sömuðu hann.
úr þeim til að ná hinnl frels-
andi hönd landsprófsnefndar?
Æfcli það skipti þá engu máli?
Hefur það engin áhrif á hag
þ e i r r a og gengi?
Það mætti svo að lokum vera
íhugunarefni hvaða áhrif það
hefur á „eintounnarvon"' nem-
enda, í þessu og síðari prófum,
sem kemur eðlilega tauga-
spenntur í próf, að fá í upphafi
prófsins að glíma við flaum af
ókunnum orðum,, sem skipta
öllu máli til að ná samhengi
í þýðinguna, taka svo til við
þýðingu, sem„ þó í lesnu sé, er
mjög örðugt að koma á sæmi-
legt mál, þurfa að lesa orðalist-
ann í málið og geta sér til um,
vegna ónógrar upplýsinga,
hvort umskrifa eigi einstök orð
eða setningar í heild. Síðan
eftir þessa hrakhólagöngu að
glíma við Tangan og þungan
stíl.
Tökum svo annan nemanda,
sem fær kunnuglegt efni, þótt
ólesið sé, í upphafi, þarf h'tið
að glíma við ókunn orðj fær
sæmilega þýðingu í lesnu og
villulapsan orðalista. Mundi
ekki vera verulegur aðstöðu-
munur þessara nemenda við
tilgátugreinina og stílgerðina
og önnur ,,einkúnnarvon“?
Horft á málið lika frá þessari
hlið, má hver sem treystir sér
til furða sig á okkar afstöðu
og aðgerðum. En ætli formað-
urinn halldi ekki enn áfram að
villast í sinni blindgötu í þrúg-
andi þönkum um sín þýðdngar-
mifclu ábyrgðarstörf?
Óskar Magnússon
frá Tungunesi.
Oddur A. Sigurjónsson.
«>-
Bólstruð húsgögn
SEL Á VERKSTÆÐISVERÐI: Sófasett, Svefn-
bekki. — Tek klæðningar.
Bólstrunin,
Baldursgötu 8.
é