Þjóðviljinn - 24.09.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.09.1967, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVTTjJTNK — Suramdagur 24. septerriber lí)67. alitaf haft gott ður á lífsleiðinni Rætt við Harald Norðdahl sjötugan □ Mlr er sagt það hafi verið gott veður daginn sem ég fæddist í þennan heim, og get ekki ann- að sagt en að ég hafi haft gott veður á lífsleiðinni þessi 70 ár, sagði Haraldur Norðdahl tollvörður, fréttamaður Þjóðviljans átti við hann stutt er spjall í tilefni af sjötugsafmæli hans, sem er nú í dag. f>að er einkennilegt eftir öll þessi ár hvað ég man vel þeg- ar ég var á þriðja árinu flutt- ur ofaní miUi á reiðingshesti frá Elliðakoti að tJlfarsfelli. Ég held að engin bernskuminn- ing standi mér eins Sjóslifandi fyrir hugskotssjónum — þá voru nú ékki bílamir eða flug-t vélamar til að ferðast með. Ég er semsagt úr Mosfells- sveitinni, fæddist þar í Elliða- koti þar sem afi minn G-uö- mundur Magnússon bóndi og snikkari bjó, en hann var ætt- aður frá Sandfelli i öræfum. Síðar byggði Guðmundur afi' minn Geitháls og hafði þar greiðasölu þangað til hann fluttist til Hafnarfjarðar. Faðir minn hét Skúli, en það nafn hefur haldizt í ættinni mjög ,4'engi og mun komið frá forföður mínum sem bjó stór- býli í Bólstaðarhlfð i Svartár- dal á 15. öld. Móðir mín hét Guðbjörg Guðmundsdóttir, dótt- ir Guðmundar Einarss. í Miðdal í Mofeilssveit, en hann var einnig afi og alnafni Guðmund- ar myndhöggvara. Þegar kóng- urinn kom 1007, þá var áð í . Djúpadal. í Mosfellssveit, ég var þá með afa mínum þar, og mikið þótti mér merkiiegt þeg- ar kóngurinn fór að tala við afa gamla, þar sem hann hitti hann á gangi. Já, foreldrar mínir fluttust að Úlfarsfellli þegar ég var á þriðja ári. Við komum þar að gömlum torfbæ sem komtnn var að falli, en faðir minn byggði þar þrivegis upp og bjó þar alla tíð. en bróðir minn Grímur býr þár nú. Ég var í foreldrahúsum fram undir tvítugt, ég hafði meðal annars þann starfa að flytja mjólkina til Reykjavíkur og var þá oft samferða strák frá Gaxnesi sem kallaður var Dóri. Hann var þá farinn að skrifa sögur, og var strax mikið fyr- ir skiliríið. Það var einkenni- legt hvað hann sá alls staðar myndir sem urðu honum sögu- efni. Ein fyrsta sagan sem hann mun hafa skrifað hét Aft- urelding, eða eitthvað slíkt, man ég hann sagði mér, en hún var aldrei birt. Einnig var ég til sjós á þess- um árum, bæði á opnum bát- um • og togara, Vínlandinu gamla. Þá var vakað meðan stætt var, og kynntist ég þessu slarki. Það var óumræðanleg fegurð hér á flóanum á vcrin, og ég held að menn fari mik- ils á mis, sem aldrei „fara á hafið“. Einn vetur var ég í Reykja- vík í málaskóla hjá Páli Vig- fússyni og þrælaði þar í tungu- málum. Síðan fór ég til Kaup- mannahafnar til að læra með- höndlun á skinnavöru, görfun Haraldur Norðdahl. og litun, þar var þetta kallað ,,buntmageri.“ Ég var þar i skóla „Tekneflóksk Institut" og tók þaðan próf og vann við þetta um skeið. Þar vissi ég fyrst hvað naz- isminn var og heyrði Hitler fyrst nefndan. Verkstjórinn þar í verksmiðjunni var þýzkur, gekk í háum stígvélum og skip- aði fyrir og var afar hofmóð- ugur. Hann talaði um að Hitl- er væri undursamlegur maður sem væri að sameina þýzku þjóðina gegn allri rangsleitni. Ég hef ekkert heyrt af þessum manni síðan en hann fór aftur til Þýzkalands. og hefur áreið- anlega orðið þar stormsveitar- foringi. Hann var manngerðin til þess. Á þessum árum voru Sovét- ríkin að skapast og ræddu menn mikið «þessi mál og deildu hart. Ég hafði lesið mikið eftir Step- han G. og önnur skáld og var alveg viss um að byltingar- --------------------------------$> Útfö. mannsins míns og föður okkar SIGFÚSAR IJARNASONAR forstjóra, Víðimel 66, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 26. þ.m. kl. 1,30 e.'h. — Blóm og kransar afþakkað. Rannveig Ingimundardóttir og börnin. mennirnir væru á réttri leið að létta kúguninni af þjóðinni, Ég fór ekkert dult með þessa samúð mína með Sovétríkjun- um, og ég held að kallarmr sem með mér unnu hafi flestir verið sama sinnis en þeir vildu sem minnzt láta uppi. Eins og ég sagði áðan lauk ég prófi í skinnaverkun í Kaupmannahöfn, en ég hef aldrei notað þessa menntun mína. Þegar ég kom heim aftur árið 1923 var í undirbúningi stofnun verksmiðju til að verka skinn, en það var hætt við allt saman, og enn seljum við ó- verkuð skinn, úr landi og verð- um þannig af hundruð milj. kr. gjaldeyristekjum. Um þetta leyti bauðst mér vinna við tollgæzlu og varð það mitt ævistarf. Ég hef sem- sagt unnið við þetta í 44 ár og er nú kominn á addursmörkin, en býst þó við að starfa eitt- hvað áfram í tollinum, a.m.k. til áramóta. Á þessum árum sem ég byr.i- aði var tollgæzlan fyTst að mótast, enda var það fyrst 1917 að farið var að taka toll af vörum að nokkru ráði, áður var aðeins lagður tollur á tó- bak og áfengi. Fyrstu tollverðirnir komu til starfa á árunum 1919 og 1920, en Tolflvarðafélagið var stofn- að 1935 og nú eru í því 70-80 manns. Ég hef mikið verið á ferða- lögum í sambandi við starf mitt og mörgum kynnzt og margt skemmtilegt hefur að sjálfsögðu komið fyrir á öllum þessum árum en ekkert stór- kostlegt sem sé frásagnarvert, og aldrei hef ég lent í nein- um vandræðum. Satt að segja þekki ég engan mann sem ekki vill smygla, og er fólki nokkur vorkunn því að tollar h.já okk- ur eru tiltölulega háir. Lög og reglur hafa alltaf sín göt og sína gaflfla, en mikilvægast er fjrrir okkur, sem eigum að gæta laga og réttar, að hafa fólkið með okkur — það hefur mér lærzt. Svipan kann aðvera ágæt stundum, en áreiðanlega elcki alltaf. Ég held ég tali nú ekki meira um þetta starí mitt■§- að svo komnu máli, enda hef ég£ áhuga á ýmsu öðru sem bet- ur fer. Ég hef starfað í Góðtempl- arareglunni í 47 ár, var í framkvæmdanefnd Stórstúku fslands í 12 ár, æðstitemplar í stúku í áratugi og í áfengis- varnarnefnd Reykjavfkur í mörg ár. Þarf ekki að orð- lengja um það hver voði á- fengisbölið er, og alltaf virðist þetta fara versnandi. Það virð- ist vont að afstýra því að ung- ir menn fari út í drykkjuskap. Maður varð að bíta í sig að forðast drykkjuskapinn sérstak- lega úti í Kaupmannahöfn f gamfla daga, það var ekki ann- að að gera. Ég hef, vel kynnzt því í starfi mínu í áfengisvarnarnefndum hve drykkjuskapurinn leiðir persónullega sorg yfir fjölda heimila — það væri hægt að segja af því margar Ijótar sög- ur. Hið eina sem dugir í þess- um málum er að sjálfsögðu algert bann — það veröur að banna mönnum að drekka al- veg eins og það er bannað að stela. Spmt virðist tæpast grundvöllur fyrir algeru banni ennþá, en hver einstaklingur ætti að setja á sig persónulegt bann og að skilja að það er honum nauðsynlegt. Frá fyrstu tíð hef ég lesið mikið um sögu og mannfræði og hef fylgzt vel með í pólitík- inni, þótt ég hafi lítið skipt mér af þeám máium opinber- lega. Snemma varð ég alveg klér á því að sósíalisminn er rétta leiðin fyrir mannkynið og allar helztu hugsjónir hans eru réttar, enda hlýtur mann- kynið að stefna í þessa átt — það er blátt áfram óhjákvæmi- legt. En það er að sjálfsögðu erfitt og margt kemur upp þegar verið er að létta alda- gamalfli kúgun af fátækum þjóðum. Lýðræði er að sjálfsögðu gott og nauðsynlegt en ég tel ástæðu til að minna menn á að lýð- ræði felst í ýmsu öðru en því að kosningar séu fjórða hvert ár, miklu mikilvægara er hið ökonomiska og hugsjónalega lýðræði. Bráðnauðsynlegt er að kenna mönnum stjórnfræði, og átakanlegt er hve margir eru illa að sér í þessum efnum. Hér er neyzluþjóðfélagsáróð- urinn alls ráðandi og virðist Is- flendingar vera miklir augna- bliksmenn — það ber mest á endaflausu peninga- og valda- streði hjá hverjum einstak- lingi. Fyrir þrem árum fór ég í ferðalag um Sovétríkin og Kína, og það var stórkostlegt að sjá hvað þar er að gerast — sérstaklega í Kína. Fátækt og hungursneyð er þar alda- gamalt, en nú eru þeir fyrst að losna við hungrið, sjúkdóm- ana og sóðaskapinn. Þeir eru eljumenn, þolinmóðir ognægju- samir Kínverjar. Mörgum virð- ist ýmislegt fáránlegt sem þar er að g^j-ast en við erum alltof fyllir af fordómum um það sem við ekki þekkjum. Ég vifldi ráðfleggja mönnum sem raunverulega vilja kýnna sér ástandið' þar, að skilja hvað þar er að gerast, að lesa bók eftir bandarískan blaðamann, E. Snow, „The other side of the river.“ En það er bara svo sorglegt hve margir hafa ekki áhuga á neinu. Eins og ég sagði áðan býzt ég við að hætta störfum í tolfl- inum um næstu áramót og þá vona ég að fái betri tfma til en áður að sinna því sem alltaf hefur verið mitt áhuga- mál og tómstundagaman —það eru skriftimar. Ég hef mikið skrifað, bæði ort og skrifað frásagnir, en lítið hefur birst opinberiega, það er þá helzt í blöðum bindindismanna og okkar tolflvarða. Ég hef hafldið dagbók í 50 ár og kennir þar margra grasa, en það yrði að endurskrifa mikið. Skal ó- sagt látið hvort ég vinn úr því til að gefa út, en ég hef haft gaman af þessu öllu saman. Þá er bezt að slá botn í þetta spjall núna, en kannski verður hægt að bæta við einhvem tímann seínna — af nógu er að taka. — Hj. G. Smurt brauð Snittur — við Oðinstorg - Simi 20-4-90. Gagnfræðaskólum Reykjavíkur Skólarnir verða settir mánudag'inn 25. september n.k. sem hér segir: Gagnfræðaskóli Austurbæjar: Skólasetning kl. 10. Gagnfræðaskóli Vesturbæjar við Vonar- stræti: Skólasetning í Iðnó kl. 15.30. Hagaskóli: Skólasetning I. bekkjar kl. 9, II., III og IV. bekkjar kl. 10. Réttarholtsskóli: Skólasetning I. bekkjar kl. 14, II., III. ,og IV. bekkjar kl. 15. Lindargötuskóli: Skólasetning IV. bekkjar kl. 10, III. bekkjar kl. 11. Gagnfræðadeild Vogaskóla: Skólasetning i íþróttahúsinu við Há- logaland kl. 14. Gagnfræðaskóli verknáms: Skólasetning í Iðnó kl. 14.30. Gagnfræðadeildir Miðbæjarskóla, Austur- bæjarskóla, Laugarnesskóla, Langholts- skóla, Hlíðaskóla og Laugalækjarskóla Skólasetning I. bekkjar kl. 9, II. bekkj- ar kl. 10. Gagnfræðadeild Álftamýrarskóla: Skólasetning I. bekkjar kl. 9. SKÓLASTJÓRAR. YOKOHAMA AFGREIÐUM BEINT ÚR TOLLVÖRUGEYMSLU VÉLADEILD SÍS ÁRMÚLA 3. SÍIVII 38900 skrúður Blóm við allra hæfi SKRÚÐUR Sími 42260 Simi 42260 Önnumst hvers- konar skreytingar svo sem: Brúðarvendi. Gjafakörfur. Kransa. Krossa. ☆ Góð þjónusta. Opið alla daqa fró 10-22 Kruaur blómaverzlun Daglega ný af- skorin blóm. Úrvals pottablóim. Vönduð gjafavara. Allt 1. flokkur. ☆ i Næg bílastæði. i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.