Þjóðviljinn - 24.09.1967, Page 3

Þjóðviljinn - 24.09.1967, Page 3
Sunnudagur 24. september 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 A HVÍLDAR- DACINN KOMIÐ AÐ TIMAMOTUM Kringum gull- káifinn Á undanförnum árum hafa miljarðar króna streymt inn í efnahagskerfið án nokkurs til- verknaðar fslendinga, líkt og m-anna sem fellur af himnum ofan. Viðskiptakjörin bötnuðu stórlega ár frá ári, jafnfr’amt því sem aflamagnið hélt áfram að aukast. Ein saman verð- haekkunin á afurðum okkar er- lendis 1965 var ámóta upphæð og við notuðum það árið til innflutnings á öllum matvæl- um og öllu skepnufóðri. Á ára- bilinu 1963-1965 högnuðumst við um meir^ en tvo miljarða króna á bættum viðskiptakjör- um einum saman, en það var hærri upphæð en notuð var til kaupa á nýjum skipum og bát- um á árunum 1963-1966 — eða um fjögurra ára skeið. Þær miljarðafúlgur sem þannig streymdu inn í þjóðfélagið settu úr skorðum atlt það kerfi sem viðreisnarstjórnin hafði búið til með gengislækkunum sínum og öðrum aðgerðum 1960 og 1961, en tilgangur þeirra ráðstafana var að gera fisk- veiðar og fiskiðnað að arðbær- um atvinnugreinum án ríkis- aðstoðar. Nú voru allar þær hömlur afnumdar sem upphaf- lega áttu að tryggja afkomu þessara undirstöðuatvinnu- greina. Verðlagseftirlit var af- numið að heita mátti, innflutn- ingur gefinn svo til frjáls, at- vinnurekendum og kaupsýslu- mönnum heimilað að hækka vaming sinn að eigin geðþótta, kauphækkunum velt ut í verð- lagið jafnóðum og þær komu til framkvæmda. Óðaverðbólg- an geisaði, óhemju vöxtur hljóp í verzlun, bankastarfsemi og aðra þjónustustarfsemi, sem náði til sín meginhluta hins nýja fjármagns og sogaði til sín starfskrafta þjóðarinnár. Öll þessi þensla olli því að mik- il eftirspum varð eftir vinnu- afli; mönnum var boðið upp á yfirborganir, eftirvinnu, nætur- vinnu og helgidagavinnu. Hvar- vetna kepptust menn um að hremma eitthvað af hinni nýju auðlegð. hver eftir sinni að- stöðu. Þetta ástand líktist einna helzt vímu, einnig að því leyti að stjórnarherrunum virtist ekki vaxa það í augum, þótt hin mikla þensla í yfirbygg- ingunni yrði smátt og smátt á kostnað þeirra útflutningsat- vinnuvega sem í upphafi átti að reisa við. Togurum lands- manna tók að fækka án þess að nokkuð væri gert til þess að koma í veg fyrir það, smá- um fiskibátum fór fækkandi, fiskiðnaðurinn átti í sívaxandi örðugleikum — vöxtur varð aðeins á þeim sviðum sjávar- útvegs þar sem hægt var að hremma skjóttekinn gróða um skeið, í stórum síldveiðiskip- um og síldarverksmiðjum. Styrkir og uppbætur tóku að magnast á nýjan leik hjá þeim stjórnarvöldum sem höfðu sett sér það mark að afnema það kerfi. Nú voru þær ráðstafan- ir taldar handhæg dúsa handa sjávarútveginum meðan dans- inn kringum gullkálfinn dunaði hjá kaupsýslumönnum og þj ónustuf yrirtæk j um. Einkaframtak Þessar óvenjulegu aðstæður hafa baft mikil áhrif á þjóð- lífið allt, einnig á verklýðs- hreyfinguna og stjómmálasam- tök hennar. Eftir verkfallsbar- áttuna 1961 og gengislækkun- ina sem fylgdi í kjölfarið varð vart allmikilla uppgjafatil- hneiginga innan verklýðshreyf- ingarinnar, margir sögðu að slík barátta væri tilgangslítil hjaðningavíg. Eftir að góðær- in hófust urðu þau viðhorf því ríkjandi hjá verulegum hlut^ lautumanna að beita ei.nstak- lingsframtakinu í stað félags- legrar baráttu. Menn tóku að semja hver fyrir sig, eða ein- stakir vinnuhópar sameigin- lega, um kauphækkanir og margskonar fríðindi umfram það sem skráð var í samning- um, auk þess sem menn hag- nýttu sér eftirspurnina eftir vinnuafli til þess að lengja vinnutíma sinn eins og orkan frekast leyfði. Bæði atvinnu- rekendur og stjórnarvöld ýttu undir þessa þróun. Enda þótt atvinnurekendur stæðu gegn kröfum verklýðsfélaga, reynd- ust þeir oft reiðubúnir til að greiða kröfurnar margfaldar i óformlegum samningum við einstaklinga. Og væri samið við verklýðsfélög var oft reynt að fela samningana með því að halda breytingunum leyndum eða nefna þær hinum hugvit- samlegustu nöfnum. Sú veru- lega hækkun á ráðstöfunar- tekjum sem allur þorri launa- fólks hefur fengið á þessum árum er að langmestu leyti fenginn með lengri vinnutíína og yfirborgunum sem hvergi eru skráðar í samningum, en ekki með félagslegri baráttu verklýðssamtakanna. Með þessu er engan veginn verið að gera lítið úr þeim árangri sem sam- tök launamanna hafa náð á þessu tímabili, svo sem kaup- gj aldsvísitölu, styttingu dag- vinnuvikunnar, auknu orlofi, sérstökum kauphækkunum fyr- ir ýmsa starfshópa, félagsleg- um framkvæmdum t.d. á sviði húsnæðismála o.s.frv. Engu áð síður er óhjákvæmilegt að horfast í augu við þá stað- reynd að á þessu auðlegðar- tímabili hafa verklýðssamtökin sett ofan sem félagslegt vopn í kjarabaráttunni. ' þau aug- Ijósu markmið að verkafólk fengi fi)llar og nægar árstekj- ur fyrir dagvinnu eina saman hafa verið afar fjarri veru- leikanum. Forustu verklýðs- hreyfingarinnar er oft legið á hálsi fyrir þessa þróun, og víst hefði framtak hennar mátt vera meira og einarðara; ‘ en hitt er engu síður rétt að mjög slælíga hefur verið eftir leitað af félagsmönnum í samtökum launafólks. Á þessu tímabili hefur það gerzt sem oft sann- ast, að eigi menn kost á skammvinnum ábata með ein- hverjum ráðum eru hin lang- sýnni sjónarmið látin víkja. Virf-ust fjariæg verkefni Þetta svokallaða velmegun- arskeið hefur einnig haft sín áhrif á Alþýðubandalagið. Al- þýðubandalagið hefur að visu tekið þátt í þjóðmálabarátt- unni, flutt skynsamlegar tillög- ur, birt ré^tar skilgreiningar, bent á mafkmið og leiðir. En góðærið gerði það að verkum að sjónarmið Alþýðubandalags- ins hafa ekki þótt sérstaklega brýn, málstaður Alþýðubanda- lagsins hefur ekki notið þess þjóðfélagslega þrýstings sem ævinlega er nauðsynlegur til þess að framkvæma breytingu; ÞóJ* menn féllust á sjónarmið Alþýðubandalagsins í huga sín- um, fannst þeim ekki nauðsyn- legt að leggja á sig harða bar- áttu í þeirra þágu. Aukavinn- an kallaði og yfirborganirnar. Því hefur raunin orðið sú að umræður um þjóðmál og þjóð- málabarátlu hafa sett ofan inn- an samtaka okkrr, en í staðinn hafa komið deilur um skipu- lagsmál og einatt um keisarans skegg, studdar klíkumyndunum og persónulegum metingi — og allt náði þetta hámarki í kosn- ingunum í vor þegar Alþýðu- bandalaginu í Reykjavík var sundrað. Rætur þessa ástands liggja að vísu víðar, en ein meginástæðan er án efa þetta velmegunarskeið, þegar býsna margir tölöu henta að láta hverjum degi nægja sína þján- ingu, en hugmyndir og hug- sjónir um framtíð þjóðfélflgs- ins virtust fjarlæg verkefni. Stjórnmálasamtök sem hafa ekki að burðarstoð sameigin- lega framtíðarsýn, lifandi og nátengda vandamálum liðandi stundar, hljóta að' lenda í vanda. Endurheimtir gildi sitt En nú er komið að tímamót- um. Vonir stjórnarvaldanna hafa síðustu árin verið bundn- ar við það eitt að afli héldi áfram að aukast og verðlag að hækka á erlendum mörkuðum, en slík happdrættisstefna fékk þessar ‘ aðstæður stoðar ekki lengur að reyna að beita fram- taki einstaklingsins til þess að tryggja tekjurnar; nú munu verklýðssamtökin á nýjfln leik endurheimta að fullu gildi sitt sem hið beitta vopn launafólks. Þær stéttaandstæður sem mörg- um voru duldar á hinum svo- kölluðu velmegunarárum munu nú birtast á nýjan leik, bitrar og áþreifanlegar. Verklýðssam- tökin eiga framundan harða baráttu; það er ekkert öfug- mæli að kauphækkanir séu ó- hjákvæmilegar. á þessum erfið- leikatímum heldur augljós sannindi; nú er það ekki al- menn kenning heldur óhjá- kvæmileg lifsnauðsyn að fá sómasamlegar árstekjur fyrir efni hins rúmhelga dags, og þeim verður að fylgja eftir með pólitískum aðgerðum. í þessu sambandí er vert að veita athygli fróðlegri breyt- ingu sem orðið hefur á af- stöðu valdhafanna til efnahags- mála og atvinnumála. Gengis- lækkanimar 1960 og 1961 voru reiknaðar þannig út að þær ættu að tryggja fiskveiðum cg fiskiðnaði rekstrargrundvöll og ágóða. Á* hinum svokölluðu veltiárum raskaðist þessi grundvöllur gersamlega á nýj- an leik, og gróðamyndunin vafð fyrst og fremst bundin við hverskyns viðskipti og þjón- ustustarfsemi. Hlutskipti sjáv- arútvegsins urðu sömu gömlu úrræðin, hverskyns bætur úr 'Ntar r‘"ra “-asssaaajr &K&2& . ' ■ Uí WJtoifá VlfK-,rr.ndl fc-JL rL«>- ,n ' Visa iw, r,,* numrt''lr*>nm. I JLrt- ,*•' X '*3iL^r mr.S-- < KmLn ivL-itk Hfyþ). : f-X- lu:r: 111. .' 'cimkvn'.'b li; l'Vij. fir, ».\ n.\ a iVMV.ll . léiSmc Mk. > miv iun-.n tnÁnnPA fr.i ír * RnVVjnvik, I. t\^u v . Snmvtiuuih.inkl lNl»m?x Klr» vr»*n.\ Elnnr Agútu***n. > . aat j Xinn'iuTioarupp boð. 10 1 !• uivik. 'V^^úiUfiiiruppjuuV Vi ijfii • rj.-vuM&'vttrfo «.'lt 1 vkr á S* f i Imrg. m*.\m hntf n nkvúrAnn upph' PPfiiud#' I. Kt. H»vt >r.tfn V. l.» atkT.íM, av -'•%• £.. >*• V -N. Kt 10 f :nlin, Air rílir krT •úmi ? &/ ; !■/ f s. < >•. k. it >, *• jr - e-s ■ í hverju Logbirtingarblaði eru auglýsingar um tugi nýrra gjaldþrota. auðvitað ekki staðizt. Á þessu árj verða gjaldeyristekjur og þjóðartekjur lægri en í fyrra, og áhrifin af því verða marg- falt meiri en tilefnin, vegna þess að éfnahagskerfið allt var svo þanið að ekkert mátti út af bera án þess að í óefni væri komið. Ráðstöfunartekjur launamanna munu lækka til muna á þessu ári; það mun hafa tafarlaus áhrif á öll þau margþættu þjónustu- og við- skipta-fyrirtæki sem uþp hafa risið á undanförnum árum. Hér verða augljós keðjuáhrif. sam- dráttur á flestum sviðum, sem veldur því að sífellt dregur úr eftirspurn eftir vinnuafli, aukavinnan minnkar og hverf- ur, yfirborganirnar minnka og hverfa — og vofa atvinnuleys- isins virðist. ekki langt undan, hún hefur raunar hafið land- nám sitt sumstaðar. Ekki þarf að lýsa því hver áhrif það muni hafa á lífskjör launafólks, þeg- ar þær tekjur hverfa fyrst sem fengnar voru utan umsamins dagvinnukaups. Gylfi Þ. Gísla- son hefur áætlað að þjóðar- tekjsar muni minnka um 4% í ár, en það er bætta á að tekj- ur margra teönamanna muni lcekk-a wm tífelda þá hundraðs- tiSa, esf ekki verður að gert, og sá fcekkun er raunar jægar koanin tSl framkvæmda að noHdcrn leyti hjá mörgum. Við dagvinnu eina saman. Heildar- tekjur þjóðarbúsins, þrátt fyr- ir nokkurn samdrátt í ár, eru sönnun þess að sú stefna er framkvæmanleg hér á landi ekki siður en í öðrum löndum sem standa á svipuðu efnahags- stigi. Barátta verklýðssamtak- anna verður vafalaust erfið og langvinn og margbreytileg, en hún verður óhjákvæmileg, bæði til þess að tryggja dag- legt viðurværi launafólks og eignir þeirra fjölmörgu sem hafa komið sér upp íbúðum í trausti þess að ráðstöfunartekj- ur veltiáranna héMust óskertar. Fróðleg breyting Þessi barátta verklýðssam- takanna hlýtur jafnframt að verða pólitískari en hún hefur verið um langt skeið, vegna þess að kjaramálin sjálf verð- ur óhjákvæmilega að tengja á- kveðinni stefnu stjórnarvald- anna í atvinnumálum og efna- hagsmálum. Þess vegna verða sjálf kaupgjaldsbaráttan og þjóðmálabarátta Alþýðubanda- tegsins að renna saman í órofa heild; þær almennu og réttu kenningar ,sem Alþýðubanda- lagið hefur boðað um þróun þjóðlegra atvinnuvega og nauð- syn áætlunarbúskapar í því sambandi verða nú engar bollaleggingar, heldur viðfangs- opinberum sjóðum, og nema þær upphæðir nú nær tveim- ur miljörðum króna á ári. Sé litið í gömlu viðreisnarstefnu- skrána kemur í ljós, að hver einasta röksemd sem talin var gera gengislækkun óhjákvæmi- lega 1960 — styrkir, uppbæt- •ur, niðurgreiðslur, viðskipta- halli, greiðsluhalli á ríkissjóði, minnkandi gjaldeyrisforði o.s. frv. — allar þessar röksemdir eiga við í dag, margar í enn ríkara mæli en 1960. Ef stjórn- arherrarnir væru samkvæmir í stefnu sinni, ef forsendur þeirra væru hinar sömu og þær voru 1960, ætti bjargráð þeirra enn að vera gengislækkun — sú þriðja á sama áratugnum! En forsendurnar hafa breytzt á þessu tímabili, stöðu sjávar- útvegs og fiskiðnaðar hefur hrakað innan valdastéttanna og staða kaupsýslumanna styrkzt að sama skapi, og kominn er til greina nýr valdaaðili í þjóð- félaginu, erlent fjármagn. Þeir ráða stefnunni Það er erfitt að framkvæma gengislækkun gagnvart islenzk- um kaupsýslumönnum um þessar mundir. Þeir hafa hag- nýtt frelsið til þess að taka sér gj aldeyrislán erlendis, vör- urnar sem þeir fluttu inn fyr- ir lánin eru að mestu seldar og fjármagnið að verulegu leyti bundið í verzlunarhöU- um þeim sem risið hafa á und- anförnum árum. Þessi lán kaupsýslumanna nema nú 700- 80o miljónum króna, og yrði gengislækkun framkvæmd án tillits til þeirra aðstæðna yrði allur þorri kaupsýslumanna gjaldþrota. Hins vegar yrði það erfitt mál. bæði stjórnmála- lega og efnahagslega, að bæta kaupsýslumönnum gengislækk- unina öðrum fremur.' f annan stað hafa stjórnarvöldin klifað á því árum saman að ein helzta forsenda þess að erlendir að- ilar fáist til að setja á lagg- irnar fyrirtæki hérlendis té styrk stjórn efnahagsmála í landinu, festa sem geri er- lendum aðilum kleift að semja áætlanir langt fram í tímann. Stjórnarvöld sem framkvæma þrjár gengislækkanir á sama áratugnum eru ekkj líkleg til þess að laða að sér erlendan atvinnurekstur, því gengislækk- anir raska hvers kyns áætlun- um og mjög erfitt er að sjá afleiðingar þeirra fyrir. Þess vegna er mjög líklegt að þeir erlendir aðilar sem þegar hafa lagt fé í atvinnurekstur hér- lendis og þær alþjóðlegar stofnanir sem nú leggja að is- lenzkum stjómarvöldum að oþna landið að fullu erlendu fjármagni snúist gegn því að nú sé framkvæmd enn ein efnahagsleg kollsteypa. Einu nýmælin Því bendir . margt til þess að stjórnarvöldin hafi í hyggju að láta efnahagskreppu þá sem nú er hafin magnast án þess að grípa til rtokkurra gagn- gerra ráðstafana, aðeins bráða- birgðaaðgerða af ýmsu tagi, aukinnar skattheimtu, nýrra uppbóta til útflutíiingsins o.s. frv. Ríkisstjómin hugsi sér þannig að gráta það þurrum tárum þótt eitt fyrirtækið af öðru gefist upp, en stefni síð- an að því að fylla smátt og smátt í skörðin með erlendum fyrirtækjum og erlendu fjár- magni eftir því sem færi bjóð- ást. Það er engin tilviljun að þegar Bjarni Benediktsson var spurður að því í útvarpsviðtali fyrir skömmu hvað ríkisstjóm- in ætlaðist fyrir í efnahags- málum og atvinnumálum, boð- aði hann engin nýmæli önnur en aukinn erlendan atvinnu- rekstur á fslandi. Hann talaði um hraðari alúmínframkvæmd- ir og olíuhreinsunarstöð, og tók sérstaklega fram að hún yrði að vera í samvinnu við erlenda aðila. Hann ræddi um tengsl við Efnahagsbandalag Evrópu og lagði sérstaka áherzlu á það, að 1 því skyni yrðum við að leggja eitthvað af mörk- um, og getur þá ekki hafa átt við annað en að fyrirtæki úr Efnahagsbandalaginu fengju að athafna sig hérlendis. Það er ekki heldur nein tilviljun að Bjarni Benediktsson sagði í þessu viðtali að koma yrði í veg fyrir atvinnuleysi á ís- landi. Svipu atvinnuleysisins er einmitt ætlað að knýja allan almenning»til þess að fallast á erlend fyrirtæki eftir því sem fleiri skör.ð brotna í þjóð- lega atvinnuvegi landsmanna. Á þennan hátt er ætlunin að stefna að því að tengja hinn þrön-ga og örlitla íslenzka markað við stærri heild, svo að þau markaðslögmál sem áttu að vera hugsunin í við- reisninni geti í raun komið til framkvæmda. Erlent fjármagn á að tryggja þann aga sem haldið geti verklýðsfélögunum í skefjum og sveigt geti þau innlend fyrirtæki, sem eftir kunna að standa að lokum, undir alþjóðlega framleiðslu- hsetti. Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.