Þjóðviljinn - 24.09.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.09.1967, Blaðsíða 7
Sunmudagur 24. septermfoer 19«7 — ívJÖÐVTLJIISrN — SÍDA <J Er ákall tékkneskn Ustamanna falsað? Peter Weiss vill ræða um stöðu rithöfunda í sósíalísku samfélagi □ Hinn 3. september síðastliðinn birti brezka blaðið Sundaý Times ,,Frelsisákall“ sem sagt var að rúmlega þrjú hundruð rit- höfundar, listamenn, blaðamenn og vísinda- menn í Tékkóslóvakíu hefðu skrifað undir4 I ákallinu er skírskotað til vinstri manna á Vesturlöndum og heitið á þá að koma tékkn- eskum skoðanabræðrum til aðstoðar í bar- áttu við ríkisváld sem hefur „breytt menn- ingu í klám“. En nú hafa vaknað grun- semdir um það, að ákallið sé falsað og vestur-þýzka blaðið Die Zeit, sem hefur birt marg- víslegar hugleiðingar vegna á- kallsins, snýr sér áð því í síð- asta tölublaði að athuga hvort það sé falsað og birtir greinar um þetta efni eftir Peter Weiss, Heinrich Böll, og tékkneska rit- höfundinn Pavel Kohout, sem er staddur í Hamborg. þar sem hann er að setja „Góða dátann Sveik“ á svið í Deutsche Schau- spielhaus. Peter Weiss, sem er nýkominn heim eftir tveggja mánaða dvöl á Kúbu, efast um það að skjal- ið sé ófalsað, vegna þess að hann telur að í því séu margar staðhæfingar -og hugsanir sem marxískir og kommúnískir menntamenn gætu ekki hafa sett fram. Weiss rökstyður grunsemdir sínar nánar með því að mennta- mennirnir úr Tékkóslóvakíu snúi sér m.a. til John Stein- beck, sem hefur heilshugar bar- izt fyrir stefnu Bandaríkja- manna í Vietnam. Þá telur Weiss það ólíklegt að mennta- mennimir skuli skírskota til samvizku heimsins í nafni Kennedys heitins Bandarikja- forseta. Nauðsynlcgt að ræða vandaMiálin En Peter Weiss leggur áherzlu á það, að hann telji brýna nauðsyn bera til þess að opin- berar umræður fari fram um mál- og tjáningarfrelsi, skap- andi frelsi og afnám pólitískr- ar ritskoðunaf. Rithöfundasamband Tékkó- slóvakíu hefur boðið Weiss að taka þátt .í alþjóðlegum um- ræðufundi í Prag 29. nóvember næstkomandi, og nú skorar hann á fundarboðendur að nota þetta tækifæri til að taka efnið: „Staða rithöfunda i sósíalísku samfélagi". til umræðu. Hann ætlar að ákveða hvort hann sækir fundinn í samræmi við það svar, sem hann fær frá rithöfundasambandinu í Tékkó- slóvakíu. Það er skoðun Weiss að sósí- alisku ríkin séu nógu ötflug og hafi náð nægilega góðum ár- angri í efnahags- og félagsmál- um til að geta líka haft hug- rekki til að ræða ágreining i menningarmálum fyrir opnum tjöldum, raeða hreinskilnisl'ega um öll brennandi vandamál og ekki afneita neinni hlið þeirra. „Það er ekki lengur hægt“, segir Weiss, „fyrir sósíalista og aðra framfarasinnaða rithöf- unda og listamenn í heimin- um að taka því að ágreiningur sé barinn niður með einhliða flokksákvörðun“. Bréf frá Kohout PavelKohout skrifar Giinther Grass opið bréf. Tékkneski höf- undurinn trúir því ekki að á- kallið sé ósvikið. Pavel Kohout er einn þeirra rithöfunda sem voru strikaðir út af listanum til sjórnarkjörs á rithöfundaþingi í sumar. Um þetta segir hann: Af hverju ég var strikaður út af listanum? Auðvitað vegna skoðana minna. , Og er ég því samþykkur? Auðvitað ekki. Ákallið er sem sagt ekki logið? Auðvitað er það logið ■ . . Háttsett yfirvöld í flokki mín- um komust að þeirri niðurstöðu að nokkrir okkar hlýddu ekki flokksaga og gerðu þess vegna það að tillögu sinni við komm- únistana á rithöfundaþinginu að þeir hættu við að bjóða okkur fram. Eftir stutta en ólgandi um- ræðu kom þingheimur til móts við óskir kommúnistanna í fjór- um tilfellum með iitlum meiri- hluta, en bindandi. Giinthcr Grass. Þó Kohout hafi verið mánað- artíma á brott frá Tékkósló- vakíu (hann kom til Hamborg- ar frá Kanada) treystir hann sér til að staðhæfa, að ,,ákall- ið“ sé fölsun eða að það geti í hæsta lagi verið frá einhverj- um hópi lítt þekktra manna, sem nú hafi misst þolinmæðina óg reyni á þennan frumlega hátt að flýta gangi sögunnar. Kohout segir við Gúnther Grass: „Það er aldrei ónytsamt að hefja raust sína til varn- ar, jafnvel þótt það kunni nú að vera fyrir misskilning. Slík mistök eru hundrað sinn- um virðingarverðari og nyt- samari en afskiptaleysi um ör- lög annarra, sem getur leitt til þess að glæpir séu látnir af- skiptalausir". Þrir möguleikar Menningarmálaritstjóri Die Zeit, Rudolf Walter Leonbardt, setur upp þrjá möguleika: 1. Að Kohout verði á mistök þar sem í fjarveru hans hafi gerzt þeir hlutir í Prag eða Slóvakiu, sem hann eða þeir Tékkóslóvar sem hann hefur hitt að máli síðan, þekki ekki til. 2. Að ákallið, sem fyrst var birt í Sunday Times úr tékkn- j esku útlagariti sé falsað. 3. Að ákallið sé ekki bein fölsun en hafi verið blásið út annað hvort með því að orða- lagi hefur verið breytt, eða fólk sem enginn þekkir hefur verið dubbað upp í lista- og vísindamenn. Die Zcit mun leitast við að komast að öllum sannleikan- um.l Þar til hann hefur verið leiddur í ljós, skrifar Leon- hardt, munum við halda okk- ur við hinar göfugu niðurstöður sem Kóhout kemst að í bréfi sínu til Grass sem hann skrifar fullviss um það, að ákallið sé falsað: ,,Sú hjálpsemi að sýna sam- hug sinn í verki jafnvel þó byggt sé á misskilningi er miklu ákjósanlegri en afskiptaleysið". Vandamálin Þvi miður er ekki hægt að taka af skarið hvort ákallið er falsað eða ekki. En hvað sem því líður eru hin alvarlegu vandamál sem um er rætt vissulega raunveruleg. SÓLSKINSDAGUR Sunnudagur. Ög glampandi sól á heiðum himni yfir borg- ■ ÍBni. Loksins sólskin eftir hálfs mánáðar rígningu. . Konan snarast á fætur. í dag skal sannarlega verða ekið út í sólskinið. . Drengirnir vakna líka og horfa glöðum augum út í sól- skinið. — Mamma, segir sá eldri, sem er sjö ára gamall. — Nú förum við upp í sveit og fá- um að leika okkur í grasinu af því veðrið er svo. gott, er það ekki? — Jú, vinur, og við förum snemma, ég bý út nesti og Við borðum úti. — Förum við rétt bráðurp? spyr sá yngri, fimm ára hnokki með spékoppa, iðandi af lífi og getur ekki verið kyrr. — Ja, ég á nú eftir að taka til nestið og láta það í tösku — og pabbi á auðvitað eftir að raka sig og klæða sig í föt- in./.sem hann fer alltaf í þegar við förum út úr bænum. —r En þú verður fljót að láta nestið. í töskuna, er það ekki. Og þú. ert enga stund að búa ^ þig. ' — Ég skal vera eins fljót og ég get. Drengirnir ganga svolítið hik- andi inn til föður síns, sem liggur í rúminu og les dag- blöðin. — Pabbi, förum við ekki út úr bænum í dag? — Jú ætli það ekki, mér sýnist veðrið vera ljómahdi gott. — Förum — förum við ekki pinulitið snemma? spyr sá eldri. — Jú, ætli við reynum það ekki. j - — Við þurfum ekki að tefja okkur á að borða, mamma er búin að láta nesti í fulla tösku. Ætlarðu ekki að fara að klæða þig? — Jú, ég ætla rétt að ljúka við þessa grein, sem ég er að lesa. Það kemur leiðindasvipur á drengina, lamandi þögn og þungi leggst yfir þá. Móðir þeirra sér þetta, en fær ekki spornað við. Hún þarf þó nauð- synlega að finna eitthvert úr- ræði til þess að gera drengj- unum biðina léttári. Því biðin getur orðið nokk- uð löng. Og hún er löngu hætt gð . glíma við óhagganlega kletta. Konan hrekkur við þegar hún finnur sig í huganum nota þetta . orð. Klettur. Þegar hún var litil voru lifandi myndir í öllum klettum og huldubörnin léku sér umhverfis þá. Þcssi klettur ber mynd, sem hún iorðast að sjá. , Drengirnir eru allt í einu teknir að slást af eldmóði á gólfinu. Konan gengur til þeirra og reynir að sætta þá. — Nú förum við að búa okk- ur, strákar mínir, hættið þess- um slagsmálum undir eins. — Halli sparkaði í fótinn á mér. — En Nonni beit mig, og það er þó miklu ljótara. — Það varst þú sem byrj- aðir. — Nei, það varst þú. — Mamma, trúðu honum ekki. Það var allt honum að kenna. — Svona, hættið þessu. nú skuluð þið fara í röndótt.u blússurnar ykkar og þessar buxur. þá megið þið veltast á jörðinni eins og ykkur lystir. Þeir klæða sig, en það er kominn ólundarsvipur á andlit þeirra eins og aldrei muni neitt skemmtilegt ske. Það hlaut að koipa að því. hugsar konan og það færist yfir hana þreyta og magnleysi. Loksins kemur húsbóndinn fram, svipþungur og hægstígur. — Það borgar sig að borða áður en við förum, geturðu ekki eldað á meðan ég raka mig? — Vitanlega. Það er ís i augum konunnar. röddin hlut- laus. Innst inni hafði hún að s.iálf- sögðu vitað þetta. bara látið sem hún vissi það ekki. Hröðum handtökum flysjar hún kartöflur, lemur kótelettur með reiðisvip. Fn það var þó alltaf munur að hún hafði keypt fljóteldaðan mat. Hún hefur fyrir löngu lok- ið matreiðslunni þegar hús- bóndinn kemur frá því að raka sig, ilmandi og gljápússaður. Þau setjast að matarborð- inu og þrúgandi þögnin leggst yfir og allt urri kring. Drengirnir eru fljótir að borða og spyrja hvort nú sé ekki hægt að leggja af stað. —: Ég þarf nú að þvo bílinn, ég fer ekki fet á svona ó- hreinum bíl. — Megum við koma með þér, við getum hjálpað til? spyr sá yngri. — Helzt ekki, þið óhreinkið ykkur bara. svaladyrunum og fór fram í eldhús. Farangurinn stóð löngu til- búinn á gólfinu. Konan tók hann og bar niður tröppurnar og að bílnum. Síðan settist hún í neðstu útidyratröppuna og beið. sviplaus og kyr. Loksins kom. maðurinn og tók að ganga frá farangrinum. Að lokum settist öll fjölskyld- an inn í bílinn. Maðurinn dró tóbakspípu upp úr vasa sínum, tók að fylla hana af tóbaki með hæg- um, vandvirknislegum hand- tökum. Konan sat og sagði ekkert og drengirnir sátu alvarlegir i aftursaétinu. Það var ekið af stað. — Hvert viljið þið fara? spurði maðurinn. — Eitthvað stutt, kannski upp í Heiðmörk, vogaði konan að segj a. liggja og njóta, hlusta á dreng- ina, sem leika sér glaðir úti í náttúrunni. Betur að ég væri hér ein með þeim. Yngri drengurinn kemur með stein, hrjúfan og eldbrunninn, einkennilegan að lögun. — Sjáðu mamma, þetta er engill, sem hefur dottið niður af himnum, og orðið að steini vegna þess að hann komst ekki upp aftur. — Mér finnst þetta vera líkara fugli, segir móðir hans. — Sérðu þá ekki að þetta er vængbrotinn engill? Dreng- urinn er undrandi á slíku skiln- ingsleysi. En þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti, seip. hann uppgötvar hvað fullorðið fólk er heimskt. — Jú, ég held nú þegar ég skoða steininn betur að þú hafir rétt fyrir þér. Hann brosir, það er svo gott Smásaga eftir UNNI EIRÍKSDÓTTUR — Mömmu er alveg 'sama um það, hún lét ökkur einmitt ekki vera fina svo við gætum gert hvað sem við vildum. — Því trúi ég vel. En það er sama. bíðið þið eftir mér þangað ul ég er tilbúinn að leggjá af stað. Tíonan.- tqkur óhreinu diskana af borðinu og raðar í vaskinn. Það hvarflar ckki að henni að þvo upp í svona véðri. Þá er betra að fara út á svalir og bíða þar. Eldheitt sólskin er yfir borg- inni, það eru svona dagar, sem konan elskar og nýtur og helzt liggjandi í grasi. finnandi sie renna saman við sól og jörð. Konan situr þama langa stund. Það tekur tíma að þvó og bóna bíl. Drengirnir eru á rangli í möl- inni. óþolinmóðir og niður- dregnir. Klukkan þrjú kemur maður- inn með spegilgljáandi bílinn. — Getum við nú lagt af stað? spyr yngri drengurinn. — Já, rétt strax, ég ætla aðeins að þvo mér og fá mér kaffisopa. Drengimir halda áfram að bíða. Konan stóð upp, ' lokaði — Það tekur því varla að fara í svo stutt ferðalag, sagði maðurinn, ættum við ekki að skreppa til Þingvalla? — Mér er sama, sagði konan.<S> —1 Við skulum fara þangað sem þú vilt, pabbi, heyrðist úr aftursætinu. Þau óku sem leiðin liggur til Þingvalla, þögul eins og eng- inn hefði neitt að segja. Öll mál væru löngu útrædd. — — Þegar til Þingvalla kom var sól tekin að lækka á lofti, en þau fundu laut og lögðust í sólbað. Loksins, loksins, ilmur úr kjarri og lyngi. þröstur söng á grein skammt frá. Und- ur sumargrænnar jarðnr undir bláum himni fór um konuna eins og lengi þráð faðmlag. Drengirnir ærsluðust í gras- inu, tóku upp steina og sér- kennilega kalkvisti, sem þeir fundu hingað og þangáð. Maðurinn læsti bílnum og lagðist svo endilangur f gras- ið. Hann lá grafkyrr með lok- uð augu, en hastaði á dreng- ina ef honum fannst þeir hafa of hátt. Hversvegna ætli hann læsi bílnum þegar við erum ekki meira en svo sem faðmslengd frá honum? hugsaði konan. Og svo: Ekki hugsa, bara þegar einhver skilur mann, og maður er ekki bara kjáni þó maður sé fimm ára. Hann hleypur með steininn til föður síns og sýnir honum. -y Sjáðu pabbi, ég fann vængbrotinn engil! — Jæja, segir faðir hans án þess að opna augun. Það hefði nú verið betra ef hann hefði opnað augun. Án þess að nokkurt þeirra hafi veitt því athygli hafa ský- in safnazt saman laumulega, sum blá, önnur grá og myrk. Og regndropar taka að falla, Fyrst einn og einn, en svo kemur steypiregn. Fjölskyldan flýtir sér að taka saman farangurinn og flýr inn í bílinn. Það er ekki um annað að ræða en fara heim. — Við hefðum átt að leggja fyrr af stað, segir eldri dreng- urinn. — Þetta var ágætt, en-da vor- um við ekki tilbúin fyrr, segir maðurinn. — Við vorum nú bara eirrn klukkutíma hér, segir drengur- inn, niðurbæld reiði í röddinni. Konan lítur aðvarandi til drengjanna í aftursætinu. Og þögnin leggst yfir, eins og svart, þykkt teppi, kæfandi, löng, ósigrandi. Regnið lemur bílrúðurnar og framundan liggur vegurinn eins og svört slanga í ótal hlykkj- um. ............................ , '' y '5 ■;';:;sa«| imi I ...... .........*....—-.. Um mánaðamótin opnar Ágúst Fr. Petersen málverkasýningu í Vestmannaeyjum. Agúst cr borinn og barnfæddur Vestmanna- eyingur, en býr nú í Reykjavík, og er þetta í fyrsta sinn sem hann sýnir á æskustöðvunum. Myndin var tckin í vinnuherbergi Ágústs á heimili hans á Skeggjagötu og myndimar eru meðal þeirra sem verða á sýningunni í Eyjum. — (Ljósm. Þjóðv. vh) 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.