Þjóðviljinn - 28.09.1967, Síða 3
Búddatrúarmenn í
Saigon mótmæla
SAIGON- 27/9 —• Fimm hundruð munkar og nunnur af
búddatrú munu fara í kröfugöngu í Saigon á morgun til
að mótmæla ákvörðun ríkisst'jómarinnar að fá aðilum, sem
skipta sér lítið af pólitfk, öll yfirráð yfir sameinuðu búdda-
söfnuðunum í Suður-Vietnam.
Þátttakendur í kröfugöngunni,
sem hafa áður krafizt þess, að
því verði lýst yfir að forseta-
og þingkosningar hafi verið ó-
gildar og séu marklausar. á-
forma að afhenda þjóðhöfðingj-
anum Nguyen Van Thieu mót-
mælabréf.
Thieu hershöfðingi sem „kos-
inn“ var forseti fyrir skömmu
viðurkenndi þessi nýju samtök
búddatrúarmanna í júlí síðast-
liðnum.
Lögreglan í Saigon mun leyfa
búddatrúarmönnunum að fara í
kröfugönguna, en talsmaður lög-
reglunnar bætti því við að sér-
stakt aukalögreglulið verði hvatt
út til að koma í veg fyrir hugs-
anlegar óeirðir.
Sá frambjóðandinn í forseta-
kosningunum, sem fékk næst
flest atkvæði, Truong Dinh Dzu,
Forseti getur sent her-
menn „hvert sem er”
WASHINGTON 27/9 — Áfrýjun-
ardómstóll bandaríska hersins
hefur staðfest dómana yfir þrem
óbreyttum hermönnum sem neit-
uðu að fara til Vietnam.
Dómstóllinn kvað Johnson for-
seta hafa óskert vald til að senda
bandariska hermenn hvert sem
er f heiminum.
F.yrir herrétti sögðu hermenn-
irnir þrír að þcir hefðu neitað
að fara til Vietnam á þeirri for-
sendu, að þátttaka Bandarík.j-
anna í stríðinu væri ólögleg og
ósæmileg.
svonefndur „friðarframbjóð-
andi“ skýrði frá því í dag að
hann hefði verið kvaddur á að-
alstöðvar lögreglunnar í Saigon
á morgun, til að svara ásökun-
um um það, að hann hafi æru-
meitt dómara nokkurn.
Dzu er fimmtugur og lög-
fræðingur að mennt1 og lýsti
hann því yfir að hann mundi
ekki hlýða þessari skipun.
Dzu var nýlega dæmdur í níu
ára fangelsi fyrir meinta fjár-
glæfra. Og segir hann að ásök-
unin um ærumeiðingar sé í sam-
bandi við þau réttarhöld.
Bandarískar sprengjuflugvélar
gerðu í dag árásir á hverja ein-
ustu brú í hafnarborginni Hai-
phong í Norður-Vietnam, sagði
talsmaður Bandaríkjamanna í
•Saigon í dag.
f annað skipti í sömu viku
voru í dag gerðar loftárásir á
mikilvægar brýr nærri miðborg-
inni í Haiphong og jafnframt
var ráðist að loftvarnarstæðum
í borginni.
f gær fóru Bandaríkjamenn i
samtals 144 árásarferðir á N-
Vietnam og hafa ekki farií fleiri
á einum degi í þrjár vikur.
Utanríkisráðherra Kanada,
Paul Martin sagði í dag í ræðu
á allsherjarþingi SÞ, að Kan-
adamenn vildu gera sitt ítrasta
til að koma á friðarumræðum
í Vietnam og sagði hann að það
væri enginn vafi á því, að fyrsta
skrefið í þessa átt yrði að vera
það, að Bandarikjamenn hættu
loftárásum á Norður-Vietnam.
Við gerum okkur ljósa þá erf- i
iðleika sem eru á því að taka I
upp slíka samvinnai, en við gerum
okkur einnig ljóst að það er
hætta á því að borgaraflokkarn-
ir fái meirihluta á þingi eftir
næstu kosningar. Það er hægt að
koma í veg fyrir slík úrslit.
segir Hermansson í bréfinu.
Um mörg atriði erum við á
öndverðum meiði um stefnu og
störf. Við gagnrýnum oft hvor
annan og frjálsri gagnrýni verð-
ur náttúrlega að halda áfram þó
við hefðum samvinnu í kosning-
unum.
Hvor flokkur verður að marka
sína stefnu í kosningunum.
En þrátt fyrir skoðanaágrein-
ing höfum við sameiginlegra
hagsmuna að gæta í megindrátt
um, bæði í baráttu launþega og
í sænsku verkalýðssamtökunum
Þessi sameiginlegu áhugamái
enu þungvægari en það sem okk-
ur greinir á um, segir Hermans-
son.
Fimmtudagirr 28. september 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA' J
Krafa verjanda í Camiri:
Málið verði tekið
af herdómstólnum
CAMIRIR, La Paz 27/9 — Hópur veinandi Indí-
ánakvenna, sem kröfðust lífláts Debrays trufluðu
í dag réttarhöldin í máli hins 27 ára gamla Frakka.
Um 35 konur, sem svartklæddur maður fór fyrir,
reyndu að troðast inn í dómssalinn, þar sem De-
bray og fimm aðrir menn standa fyrir rétti á-
kærðir fyrir að hafa aðstoðað skæruliða í Bolivíu.
Hermansson hvet-
ur til samstarfs
STOKKHÓLMI 27/9 — C. H. Hermansson leiðtogi sænskra
kommúnista hefur skrifað sænska Sósíaldemókrataflokkn-
um og farið þess á leit að flokkurinn taki tillögu hans um
samstarf flokkanna í kosningunum 1968 til athugunar.
Myndin er af bandarískum flugmanni William Morgan Hardman,
sem nýlega var skotinn niður yfir Norður-Vietnam. Norðurviet-
namskur hermaður stendur vörð yfir honum við rústir af sjúkra-
húsinu Hoan Kien í Hanoi sem félagar hans höfðu varpað
sprengjum á.
Atvinnulýðræði á
rá í Danmörk
KAUPMANNAHÖFN 27/9 — Danska alþýðusambandið
vill nú láta framkvæma hugmyndir sínar um lýðræði á
vinnustöðum með breytingum á kjarasamningunum, sem
gerðir voru 1960.
C. H. Hermansson
formaður sænskra kommún-
ista.
Forseti alþýðusambandsins
Thomas Nielsen, sagði að samn-
ingum hefði ekki verið sagt upp
og vildi sambandið freista þess
að ná samningum á hálfu ári án
þess.
Ef alþýðusambandið hefur
ekki náð sómasamlegum árangri
1. apríl næstkomandi verður
samningum sagt upp með til-
skildum hálfs árs fyrirvara.
Thomas Nielsen skýrir frá því
að alþjóðasambandið hafi ekki
gert sér ófrávfkjanilegar hug-
myndir um það hvernig kóma
eigi á lýðræði á vinnustöðum.
Um það munum við ræða við
vinnuveitendur í friðd og ró, seg-
I ir Nielsen.
Markmið alþýðusambandsins
er að skerða rétt vinnuveitenda
til að stjórna og. skipa fyrir
I verkum á vinnustað.
| - Járn- og málmiðnaðarmanna-
sambandið hefur lagt fram til-
I lögu um það, að sett verði á
í stofn framleiðsluráð í öllum fyr-
irtækjum sem hafa fleiri en 25
manns í vinnu.
Che Guevara fallinn?
LA PAZ 27/9 — Franska
fréttastofan AFP hefur það í
dag eftir háttsettum heimildar-
mönnum í La Paz, að Arnesto
skæruliðaforingi „Chc“ Guevara
hafi verið drepinn í bardaga í
suðurhluta Bólivíu í gær.
Síðastliðin tvö ár hafa oft bor-
izt fregnir af því, að Guevara
væri fyrir skæruliðum í ýmsum
löndum Suður-Ameríku og mörg-
um sinnum þykjast yfirvöld þar
um slóðir hafa fellt hann.
I þessu framleiðsluráði eiga
fulltrúar eigenda, stjórnar og
verkamanna að vera jafnréttháir.
Konurnar hrópuðu slagorð og
báru kröfuspjöld, þar sem m.a.
þess var krafizt að þær fengju
höfuð þeirra Debrays og Bustos,
en hann er argentínskur málaiji
og einn hinna ákærðu.
Fyrr í dag hafði faðir De-
brays, sem er þekktur lögfræð-
ingur í París. Georges Debray,
lýst því yfir að hann hætti við
vörn sonar síns, þar sem her-
dómstóllinn gerði honum svo
erfitt fyrir, að hann gæti ekki
tekið nokkurn raunhæfan þátt
í vörninni.
Debray er ákærður um upp-
reisnarstarf, morð og vopnað
rán í sambandi við skæruhem-
að í suðausturhluta Boliviu.
Debray lögfræðingur sendi út
yfirlýsingu í dag, þar sem hann
segir að þrátt fyrir það að hann
fengi leyfi til að aðstoða við
vörn sonar síns, hefði hann ekki
fengið leyfi til að hitta hann
síðan á fimmtudaginn var.
í yfirlýsingunni segir hann,
að samkvæmt bolivískum lögum
hafi verjandi rétt til þess að
ráðgast við skjólstæðing sinn
hvenær sem hann telji þörf
krefja.
Bólivískir verjendur þeirra
Bustos og Debrays skutu málinu
í dag til hæstaréttar hersins í
La Paz með kröfu um það að
herrétturinn í Camiri verði -lýst-
ur óhæfur til að dæma í þessu
máli.
Verjandi Bustos segir að skjól-
stæðingur sinn hafj ekki gert
sig sekan um neitt hernaðaraf-
brot og héraðið, sem hann var
handtekinn í hafi ekki verið
lýst hemaðarsvæði fyrr en eft-
ir að Bustos hafði verið tekinn
höndum.
Af þessu væri augljóst að að-
eins borgaralegur dómstóU gæti
afgreitt málið gegn honum. Verj-
andi Debrays tók í sama streng.
Verjandi Debrays mótmælti
þvi, sem hann kallaði einstætt
athæfi, að hermenn í áheyrenda-,
sal höfðu látið í Ijós langvar-
andi fögnuð eftir það að á-
kærandinn hafði lesið upp á-
kæruna í réttinum í gær, án
þess að dómsforseti reyndi nokk-
uð að hemja þá.
Stúdentar í Indónesíu setja
ríkisstjórninni tvo kostí
DJAKARTA 27/9 — Indónesískir stúdentar sem gengu
fram fyrir skjöldu í baráttunni, sem lauk með því að Su-
karno forseti var settur af fyrir sex mánuðum, kröfðust
þess í dag, að ríkisstjórnin sem nú situr verði að segja
af sér, ef hún geti ekki komið í veg fyrir verðhækkanir á
hrísgrjónum.
Cosmas Batubara leiðtogi stúd
entasamtakanna Kami, sagði í
ræðu á fundi fyrir utan stjóm-
arráðið í Djakarta í dag, að rík-
isstjórnin verði að fara frá ef
hrísgrjónin lækki ekki í verði.
Margir þátttakendur í kröfu-
göngu sem farin var á fundarstað
ruddust inn í stjómarráðið.
Ríkisstjórn Súkamds stjómaði
efnahagslífinu án þess að taka
tillit til munns fólksins og maga,
sagði Batubara.
Efnahagsmálaráðherra Indó-
nesíu, Hamengku Buwono, skýrði
fundarmönnum frá því, að slæm
veðrátta hefði valdið því, að
hrísgrjónauppskeran í landinu
varð tuttugu prósent minni í ár
en í fyrra.
«>-
Síldveiðarnar
Framhald af 1. síðu.
Krossanes 5.023
Húsavfk Í.7R9
Raufarhöfn - 34.807
Þórshöfn 1.627
Vopnafjörður 11.968
Seyðisfjörður 51.283
(auk þess frá erl. skipi). (60)
Neskaupstaður 19.751
Eskifjörður 8.518
(auk þess frá erl. skipi) (262)
Reyðarfjörður 2.141
Fáskrúðsfjörður 1.015
Stöðvarfjörður , 1.135
Breiðdalsvík 394
Djúpivogur 461
Færeyjar 2.675
Hjaltlandseyjar 1.584
Þýzkaland 2.199
POLARPANE
TOKIO 29/9 — Japanska sam-
göngumálaráðuneytið birti í dag
áætlun um það að stækka höfn-
ina í Tokio þannig að hún verði
stærsta höfn í heimi árið 1975.
MARS TRADIIMG OOI
LAUGAVEG 103 SIMI 17373
Regnfatnaður
Alls konar regn-
fatnaður fæst í
VOPNA
Aðalstræti 16 —eða
Langholtsvegi 108.
Sími 30830. •
\
Stór bókamarkaður
Stór málverka- og bókamarkaður
Klapparstíg 11. Týsgötu 3.
Vér bjóðum yður á stóran máfverka- mynda- og bókamarkað. — Fjölbreytt úrval og mjög lágt verð á mál-
verkum og bókum eftir íslenzka og erlenda höfunda. — Notið þetta einstæða tækifæri. — Þér fáið mikið fyrir
fáar krónur.
K03VEÐ — SKODIÐ — KAUiPEE). SJÓN ER SÖGU RÍKARI.
BÓKAMARKAÐURINN, Klapparstíg II.
MÁLVERKASALAN, Týsgötu 3 — Sími 17602.