Þjóðviljinn - 14.10.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.10.1967, Blaðsíða 1
Laugardagur 14. október 1967 ,— 32. árgangur — 231. tölublað. Dæmdur fyrir skattsvik □ Magnús Jóhannsson kaupmaður, Sunnubraut 18 í Kópavogi, eig- andi verzlunarinnar Skeifunnar, var í sakadómi Reykjavíkur í gær ' dæmdur fyrir skattsvik og bókhaldsbrot í 6 mánaða fangelsi og 1.250.000 kr. sekt '(8 mánaða varðhald til vara). Þá var hann sviptur verzlunar- leyfi og dæmdur til greiðslu málskostnaðar. ! ! ! Áskorun frúnaSarráSs Dagsbrúnar: Láunþegar myndi órofa samstöðu og hrindi árásunum á lífskjörin í g-ær barst Þjóðviljanum eftirfarandi ályktun er var sam- þykkt einróma á fundi Trúnaðarráðs verkamannafélagsitis Dagsbrúnar fimmtudaginn 12. október s.I.: „Fundur í Trúnaðarráði Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar, haldinn 12. októ- ber 1967, mótmælir harðlega þeim ráð- stöfunum í efnahagsmálum, sem ríkis- stjórnin hefur í dag kunngjört landsmönn- um. Ráðstafanir þessar fela í sér mikla kjaraskerðingu fyrir allt launafólk. Með þeim er rift grundvelli allra kjarasamn- inga, þar sem áformað er, að miklar hækk- anir á vöruverði, sem nú koma til fram- kvæmda, eigi ekki að hafa áhrif á kaup- gjald, eins og lög og samningar segja til um, heldur eigi fólk að taka á sig hækk- anirnar bótalaust. Fundurinn bendir á, að þessar ráðstafanir koma sárast við lág- tekjufólk, þar sem hækkanirnar eru lang mestar á brýnustu nauðþurftum almenn- ings. Til þess að mæta fyrirhuguðum verðhækkunum og álögum ætti kaup að hækka um 8% samkvæmt gildandi lög- um og samningum. Fundurinn tekur eindregið undir þau ályktunarorð miðstjórnar Alþýðusam- bandsins, „að slíkum ráðstöfunum muni verkalýðshreyfingin ekki una, hún stefn- ir þvert á móti að því, að dagvinnutekj- ur verði hækkaðar, svo að þær standi undir mannsæmandi kjörum' íí Fyrir því skorar fundurinn á alla laun- þega að mynda órofa samstöðu til þess að hrinda af sér þessum árásum á lífs- kjörin.“ ! i ! TÆVA * Hvað segir maðurinn á götunni um gðgerðir ríkisstjórnarinnar? > „Stiórnin fró, binqrof oq kosninggr" □ Hinar þungu álögur ríkisstjórnarinnar voru mikið umræddar í borginni í gærdag og hvar- vetna mátti kenna reiði almennings yfir þeim. Það var hafnarverkamaður hjá Togaraafgreiðsl- unni er orðaði hug fólksins í borginni í gærdag, þegar hann mælti svo í viðtali við Þjóðviljann: Þetta er einiim of mikið Þá hittum við á Faxagarði Hjörleif Guðbrandsson, — hefur hann unnið hjá, Togaraafgreiðsl- unni um nokkurt \keið. ÍEr þetta nú ekki einum of Sið þessar álögur“, sagði Hjör- leifur. Ég hef hitt marga að máli í dag og hvergi er ' þessum síðustu bjargráðaráðstöfunum bót mælt. Þetta er líka ein- stök ósvífni. Hver hefur haft reiður á þess- ari verðstöðvun. Undanfarna mánuði hefur mér ýmislegt þótt hækka. Alllt má hækka nema kaupjð. Við skulum endurskoða þessa hluti, góðir braeður. Hjörleifur Guðbrandsson. „Við eigum ekki nema eitf svar við svona stór- felldri kjaraskerðingu: Stjórnina frá, þingrof og nýjar kosningar.“ □ Hér fara á eftir viðtöl við fjóra hafnar- verkamenn við vinnu sína á Faxagarði í gærdag: Þetta er Ijótur boðskapur Við gengum fram á Ivar Guð- laugsson með hífukrókinn i höndunum og inntum hann e/t- ir áiliti hans á hinum þungu á- lögum. Það var ljótt að heyra boð- skapinn í útvarpinu í gserkvöld og það er ekki nema eitt- svar við þessari stórfelldu kjaraskerð- ihgu. „Stjórnina frá, þingrof og nýj-- ar kosningar". Verkamannalaun eru óveruleg eins og allir viðurkenna í dag og boða svona álögur á þessi þurftarlaun er ósvífni. Á síðastliðnu éri hafði ég 160 Framhald á 3. síðu. ívar Guðlaugssou Hvöss mótmæli Félags járniðnaðarmanrta: Þörf er á samstilltum aðgeröum Eftirfarandi samþykkt var gerð á stjórnarfundi Félags járn- iðnaðarmanna föstudaginn 13. október 1967: „Stjóm Félags járniðnaðarmanna mótmælir harð- lega þeirri k'jaraskerðingu, sem forsætisráðherra boðaði á Alþingi og kom til framkvæmda 12. og 13. þ.m. Kjaraskerðing þessi er framkvæmd með stórfelldum verðhækkunum á algengustu neyzluvörum og hækk- un á ýmsum aimennum gjöldum heimila. Kjaraskerð- ingin er þeim mun tilfinnanlegri sem atvinnutekjur ýmissa launþegai—ekki sízt járniðnaðarmanna — hafa á s.l. ári dregizt verulega saman vegna mmnkandi atvinnu. Mun sú skerðing ein hafa numið allt að 25 til 30% 1 þeim tilfellum, þar sem öll aukavinna hefur verið afnumin. Af þeim sökum var aukinn kaupmátt- ur dagvinnulauna orðinn sérstök^nauðsyn. Jafnframt lýsir stjórn Félags járniðnaðarmanna furðu sinni á markleysi svonefndra „verðstöðvunar- laga“ sem gílda til 31. þ.m. varðandi vöruverðshækk- anir. Virðist nú auðsætt að tilgangur laganna hafi ver- ið sá einn að hindra að launþegar gætu samið um sanngjarnar kjarabætur meðan lögin væru í gildi. Með hliðsjón af framangreindu hvetur stjóm Fé- lags járniðnaðarmanna verkalýðshreyfinguna og heild- arsamtök hennar til að beita sér fyrir samstilltum að- gerðum til að hrinda þeirri kjaraskerðingu sem fram er komin og tryggja nauðsynlega hækkun á kaupmætti daglauna. ! Verkamenn verða aðbergast Við gengum fram á Sæmund Guðmundsson við uppskipun á Faxagarði 1 gærdag, en Sæmund- ur hefur unnið sem hafnarverka- maður ríflega 20 ár og var ó- myrkur í máli. Mér fiimst þetta ástand óþol- andi og óafsakanlegt og ber verkalýðshreyfingunni að bregð- ast hart við þessum róðstöfun- um. Þetta er ótrúleg ósvífni að bera slíkt á borð í dag eftir linnulaust góðæri til sjávar og sveitar undanfarin ár. f Mér hefur skilizt, að þessar ó- lögur nemi um nítján þúsund kr. fyrir fimm manna fjölskyldu á ári, — þar af er meira en helm- ingurinn niðurgreiðsluvörur upp á brýnustu nauðsynjar eins og kjöt, mólk, ost, smjör, smjörlíki og kartöflur. er Sæmtmdur Guðmundsson. Nei, — góðir bræður. Við Svo er sagt, að þetta sé verðum að taka upp baráttuna kannski bara byrjunin sem eins- af miskunnarlausri hörku gegn konar prófraun á fólkið. bessum ráðstöfunum. Yfirlýsingar móHlaus plögg Niðri í lest var Baldur Bjama- son að vinna um borð í Jörgen Vesta við Faxagarð i gærdag og' náðum við af honum stuttu tali. Hann hefur unnið hjá Togara- afgreiðslunni um nokkurt skeið. Á dögunum las ég yfirlýsingu A.S.1. í blöðunum og hugleiddi þá sem svo: Hvað gagna nú svona yfirlýsingar, sagði Baldur. Þær erp ekki fimm aura virði fyrir okkur verkámenn. Við skul- um bara verá hreinskilnir. Svona yfirlýsingar eru máttlaus plögg og duga hvergi í baráttu. Það þarf að tala við stjórnarvöldin á öðru máli. En þetta hefur al- menningur kosið yfir sig. Það er kannski ekki fjarri lagi að við- hafa danskt spakmæli um borð i dönsku skipi: „Þeir sem ekki heyra, þeir verða að finna.'1 „Maður á að borga hœrra af- notagjald af útvarpinu." Er það fyrir svona boðskap eins og var hjá forsætisráðherra í gærkvöld. Baldur Bjarnason. Svona geta hlutirnir verið kaldhæðnislegir f lífinu. Við höfum alltaf verið að borgabrús- an síðan þessi viðreisnarstjórn tók við völdum og þetta versnar með hverju ári. — g.m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.