Þjóðviljinn - 14.10.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.10.1967, Blaðsíða 4
4 StHA — ÞJÓÐVLLJLNN — Lðueardagur 14. ofctóber 1961. Otgefandi: alþýðu — Sósialistaflokk- Ritstjórar: Auglýsingastj.: Framkvstj.: Magnús Kjartansson, Sameiningarflokkur urinn. Ivar H. Jónsson, (áb.j, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Sigurður T. Sigurðsson. Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr- 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. Brýnasta bjargráðið Jjessa dagana dynur á þjóðinni einhver skjótvirk- astá og mesta verðbólgubylgja sem um getur í sögu landsmanna, og kann hún þó að greina frá mörgum slíkum dæmum. Meðal annars hækka hverádagslegustu matvæli, kartöflur, kindakjöt og kjötvörur, cmjólk og mjólkurvörur meira en dæmi eru um fyrr — og kemst hækkunin upp í nær 100% á kartöflum. Alls er þetta nýja verðbólgu- stökk talið jafngilda 750 miljónum króna á ári eða hátt í 4.000 krónum á hvert mannsbam í landinu, 20.000 krónum á fimm fmanna fjölskyldu. Og það er ærin ástæða til að skipta þessum verðhækk- unum niður á alla landsmenn frá vöggu til graf- ar, því hér er fyrst og fremst um nefskatta að ræða sem allir greiða og leggjast þá að sjálfsögðu þyngst á þá sem eiga af minnstu að má efnahagslega. Jginat saman verðhækkanirnar á kartöflum, kjöti, mjólk ,og mjólkurvörum nema 410 miljónum króna á ári, en af þeim sökum mun núgildandi framfærsluvísitala hækka um ca. 12 stig. Aðrar álögur, hækkun á tryggingariðgjöldum, sjúkra- samlagsgjöldum, fasteignagjöldum, pósti, síma, hljóðvarpsgjöldum, sjónvarpsgjöldum, ferðalaga- skattur, hækkun á tóbaki og áfengi, eru taldar nema 340 miljónum króna á ári, en áhrif þeirra hækkana á núverandi vísitölu eru aðeins ca 2 stig vegna þess hve grundvöllur hennar er 'takmark- aður. Ef þær hækkanir hefðu hliðstæð áhrif og hækkunin á landbúnaðarvörum, onyndi núgildandi framfærsluvísitala hækka um rúm 20 stig, og mun sú viðmiðunartala gefa næsta rétta mynd af á- hrifum hinna nýju ráðstafana. En þar á aðeins að vera um viðmiðun að ræða, því það er eitt at- riði í hinum nýju aðgerðum að launafólk á að bera óðaverðbólguna bótalaust með öllu. Þar sem fram- færsluvísitalan er nú 195 stig, jafngildir kjara- skerðingin því rúmlega 10% — kaupmáttur launa verður minnkaður um tíunda hluta. Raunar mun kjaraskerðingin verða mun meiri hjá þeim sem búa við þrengstan efnahag og verða að nota mest- an hluta tekna sinna í matvælakaup. Og þarna er ekki aðeins um að ræða mjög tilfinnanlega kjara- skerðingu, heldur vísvitandi svik ríkisstjórnarinn- ar á samkomulagi því sem hún gerði við verklýðs- félögin og kennt er við júní. Alþýðusamtökin hafa því ekki aðeins brýna hagsmuni félagsmanna sinna að verja, heldur og sóma sinn. I jyjikið hefur verið rætt að undanfömu um þann vanda sem nú steðji að þjóðinni vegna minnk- andi gjaldeyristekna í samanburði við metárið í fyrra. Ekki skal gert lítið úr þeim vanda, en hann er þó hégóminn einber hjá hinu að hafa í stjóm- arfomstu menn sem einvörðungu, vilja hagnýta vandann til þess að gerbrey.ta tekjuskiptingu þjóð- félagsins launafólki í óhag. Það bjargráð sem nú er brýnast er að hrinda þessum siðlausu og órétt- látu árásum á lífskjör launafólks með öllum til- tækum ráðum. — m. Yfirlýsing Bjarna B enediktssonar for* sætisráíherra um stjórnarsamninginn Á fundi sameinaðs þings í fyrradag flutti forsætisráð- herra, Bjami Benediktsson, eft- irfarandi boðskap: Alþýðuflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn hafa nú haft samvinnu í ríkisstjórn síðan haustið 1959 eða í 8 ár. Hefur þetta samstarf staðið lengur samfleytt en nokktur önnur samvinna um stjóm landsins. Við upphaf þess mótuðu flokk- arnir nýja stefnu i efnahags- málum. Markmið hennar var að styðja að aukningu þjóðar- tekna og bættum lífskjörum með því að beina framleiðslu og viðskiptum inn á hagkvæm- ar brautir, rétta við afgreiðslu- jöfnuð við önnur lönd ogend- urvekja lánstraust þjóðarinnar erlendis. Stefna sú, sem fylgt hefur verið, hefur ásamt mik- illi framleiðslu og hagstæðu útflutningsverðlagi sjávaraf- urða hin síðari ár fram á árið 1966 orðið þe$s valdandi, að þjóðártekjur hafa á undanförn- um árum vaxið meira en á nokkru öðru sambaerilegu skeiði, þannig að lífskjör þjóð- arjnnar jafnt til sjávar og sveita hafa að undanfömu ver- ið betri og batnað örar, en nokkru sinni fyrr. Þetta á sinn þátt í því að þjóðin hefurvott- að stjómarflokkunum traust í þeim tvennum Alþingiskosn- ingum, sem háðar hafa verið frá þvi að þeir gengu saman í ríkisstjóm. Alþingiskosning- arnar nú í sumar leiddu ílljós, að stjórnarflokkarnir hafa meirihluta kjósenda að baki hér og hlutu meirihluta í báð- um deildum alþingis. Það er þess vegna ótvíraeður viiji kjós- erida, að stjómarflokkarnir haldi samstarö sínu áfram, enda hafa þeir ákveðið aðgera það. Verkefni þau, sem nú blasa^- við, em hins vegar mjög ólík þeim, sem verið hefur við að etja á undanförnum árum. Verðfall á helztu útflutnings- vömm, erfitt árferði víða um land og aflatregða hafa á sfð- ustu misserum gerbreytt við- horfum í íslenzkum efnahags- málum. Vegna þess, að alHur. almenningur hefur að undan- fömu fengið, hlutfallslega meira en fyrr af stórauknum þjóðartekjum, verður ekki hjá því komizt, að samdráttur þeirra um sinn leiði nú til minnkandi tekna launþega jafnt og annarra. En aðalvið- fangsefnið hlýtur að verða að koma í veg fyrir, að þessir örðugleikar leiði til atvinnu- leysis og varanlegrar kjara- skerðingar. Til þess, að það takist, þarf að gera ráðstafan- ir til að ná jafnvægi í tekj- um og gjöldum ríkissjóðs, helztu atvinnugreina og þjóðar- búsins '• heiHd. Verðfallið, scm hófst fyrir rúmu ári, gerði að verkum, að augljóst var, að útflutningsat- . vinnuvegimir gætu ekiki risið undir aukningu framleiðslu- kostnaðar. Ákvað ríkisstjómin því að beita sér fyrir verð- stöðvun, í trausti þess, að laun- þegar æsktu þá ekki launa- hækkunar. f þessu skyni varð ríkisstjómin að stórauka nið- urgreiðslu vöruverðs samfara öðrum ráðstöfunum • jafnframt því, sem aðstoð við sjávarút- veginn var aukin. Var þetta kleift í bili; án nýrrar tekju- öflunar, vegna mikils tekjuaf- gangs ríkissjóðs á árinu 1966, enda voru þá taldar horfur á, að verðfallið yrði ekki varan- legt. Nú hefur raunin orðið önnur svo bersýnilega er ekki unnt að minnka fyrirgreiðslu við sjávarútveginn og ef halda ætti ölíum þeim niðurgreiðsl- um, sem eiga sér stað, auk fjáröflunar til þess að greiða óhjákvæmilegan kostnaðarauka rfkisbúsins vegna fólksfjölgun- ar og skuldbindinga, sem þegar hvíla á ríkinu, hvrfti á næsta ári að afla um 750 miljón kr. nýrra tekna til þess að ríkis- • búskapurinn yrði hallalaus. Þess vegna hefur ríkisstjórn- in ákveðið, að fella niður þær niðurgreiðslur á íslenzkum landbúnaðarafurðum, setn á- kveðnar hafa verið vegna verð- stöðvunarinnar. Er hér um að ræða niðurgreiðslur að upphæð 410 milj. kr. á ársgrundvellli. Þá hefur verð áfengis og tóbaks nú verið hækkað, og er áætlað, að það auki tekjur ríkissjóðs á næsta ári um 75 milj. kr. Ó- hjákvæmilegt er að fallast á tillögu Tryggirtgastofnunar rík- isins um hækikun iðgjalda um rúmlega 60 miljónir króna þvf að ella væri fjárhag stofnunar- innar stefnt í voða. Leyfð verður hækkun daggjalda sjúkrahúsa, sem frestað var í ár með sérstökum greiðslum úr ríkissjóði. Þá munu af- numdar undanþágur sem í- gildi hafa verið um greiðslu sölu- skatts af póst- og símagjöHdum og afnotagjaldi af Mjóðvarpi og sjónvarpi. Eykur það tekjur ríkisins um 40 milj. kr. Jafnhliða ' fjárlagafrumvarp- inu mun ríkisstjórnin leggja fyrir Alþingi frumvárp um sér- staka tekjuöflup og aðrarnauð- synlegar ráðstafanir vegna efnahagsörðugleikanna. Ætlun- in er að leggja skatt á farmiða til útlanda, 3000 krónur á hvem miða og er gert ráð fyrir. að þessi skattur afli ríkissjóði um 60 milj. kr. tekna á ári. Enn- fremur verður lagt til, að við álagningu eignaskatts • verði fasteignamat í kaupstöðum <í>g kauptúnrtm tólf-faldað í stað þess, að það er nú sex-faldað, en sexfaOdað í sveitum, þarsem engin matshækkun er nú, og verður þessi hækkun þó lægri en hins nýja fasteignamats. Jafnframt verður lágmark skattskyldra nettóeigna tvöfald- að til þess að hækkun fast- eignamatsins komi ekki niður á fólki, sem er tiltölulega eigna- litið. Auk þess munu verða gerðar ráðstafanir til sparnað- ar í opinbérum rekstri. Með framangreindum ráðstöf- unum á ríkisbúskapurinn að að geta orðið hallalaus á næsta ári, en það er frumskilyrði þess, að hægt sé að ráða við þá efna- hagsörðugleika, sem nú steðja að. Þessar ráðstafanir og þá auð- vitað fyrst og fremst niðurfell- ing þeirra niðurgreiðslna, sem upp hafa verið teknar, síðan verðstöðvunin komst á, hljóta að auka framfærslukostnað. Kaupgjalldsnefnd og Hagstofan hafa reiknað út tvær vísitölur um breytingar á framfærslu- kostnaði. Samkvæmt gildandi lögum breytist kaupgjald í sam- ræmi við breytingar á eldri vísitölunni. Það verður hins vegar ekki vefengt, að riýrri yísitalan er réttari mælikvarði á breytingu raunverulegs fram- færslukostnaðar, þvi að hann er miðaður við neyzluvenjur á árinu 1965 en ekki 1953-54 eins og hinn fyrri, þegar lífskjör almennings voru miklu lakari en nú. Nýrri vísitalan er talin munu hækka um 4-5°/» í kjöl- far þeirra ráðstafana, sem nú hefur verið lýst. Á hinn bóg- inn er fulilvíst, að atvinnuveg- ir landsmanna geta ekki eins og nú horfir greitt hækkað kaup. Þess vegna er nauðsyn- legt að koma í veg fyrir, að þessi hækkun framfærslukcstn- aðar valdi tilsvarandi kaup- hækkun, og eru þyi í frum- varpinu ákvæði um það, að kaup skuli ekki hækka vegna þessara ráðstafána. Að frátöld- um slíkum óhjákvæmilegum verðhækkunum eins og þeim, sem taldar hafa verið, mun ríkisstjómin áfram fylgja verð- stöðyunarstefnu, og er gert ráð fyrir, að ákvæði núgildandi verðstöðvunarlaga séu fram- lengd með því frurinvarpi, sern áður er getið um. Jafnframt er ætlunin, að hin nýja vísitala taki gildi 1. marz n.k. og mið- ist kaupgjald framvegis við hana á sama hátt og verið hef- ur samkvæmt hinni eldri vísi- tölu. Þær ráðstafanir, sem nú hafa verið talldar eru tvímælalaust lágmark þess, er gera þarf at- vinnuvegunum til styrktar. A undanfömum árum hefur ávallt þurft að framkvæma öðru hvoru aðgerðir af því tagi, sem nú eru ráðgerðar. Slíkt er auð- vitað óæskilegt. Til þess að eyða nauðsyn þvílíkra skyndi- aðgerða ætíð öðru hvoru, þarf að gera atvinnuvegi þjóðarinn- ar fjölbreyttari og síður sveifl- um háða, jafnframt því, sem markvíst verði að því unnið, að auka framleiðni í öllum at- vinnugreinum sem og hag- kvæmni í rekstri ríkis og sveit- arfélaga. Stjómarflokkamir eru sammála um, að þetta sé á meðal mikilvægustu verkefna næstu ára, og mun ríkisstjómin leggja höfuðáherzlu á, að ár- angur náist í þessum efrrum. 1 'þessd skyni mun ríkis- stjómin beita sér fyrir, að framleiðsllugeta atvinnuveganna verði nýtt sem bezt, enda verði þessa gætt bæði í rekstri og fjárfestingu. 1 sjávarútvegi verði lögð sérstök áherzla á endur- nýjun þorskveiðiflotans og þá endurskipulagningu fiskvinnsl- unnar, sem nú þegar er hafin, þannig að betur nýtist þau Framhald á 7. síðu. Dr. Kristinn Guðmundsson ' Sjötugur Dr. Kristinn Guðmundsson er glæsi legur Islendingur. Þegar við, sem vorum samtíða dr. Kristni í Moskvu leiðum hugann til samskipta við hann, verður okkur dátt í skapi er við rifjum upp mannfundi, þar sem þessi hávaxni og herðabreiði sómamaður mcð hvítan ljóns- makkann bar höfuð og herðar yfir annað fólk. Það var upp- hafning í því að eiga sér slík- an fulltrúa- Ekki sízt þar sem okkur fannst dr. Kristinn einn- ig bera af öðru fólki að innræti. Hann er alltaf jafn hreinn og beinn i framkomu og var blessunarlega laus við að setja sig í diplómatískar stellingar gagnvart okkur. Við áttum margar . ánægjulegar stundir með dr. Kristni. Hann er gleðimaður, ólatur forsöngvari ef þörf krefur og það var ekki á honur.i að sjá, fyrir tveitr,- þrem árum undir lágnættið einh”e',)u sinni, þegar hann stóð á rauðum axlaböndum og söng Ölafur Liljuros méð urg- imi löndum sínum, að hann væri kominn á eftirlaunaaldur. Hins vegar er það alkunna að hann er klókur diplómat í starfi og hefur gengið mjög fram í því að efla viðskipta- og menningartengsl Islands og Sovétríkjanna, jafnvígur á frosna síld og listdans. Dr. Kristinn er höfðingi heim að sækja og þá helzt er eitt- hvað liggur við. Hann er boðinn og búinn að leysa hvers manns vandræði og myndugleiki per- sónunnar gerir það að verkum, að maður þiggur greiðvikni og elskusemi hans eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það var gaman að kynnast dr. Kristni og eftir á finnst manni það mikilsvirði, að þau kynni skyldu verða f jarri heima- landinu, því í erlendu umhverfi ljóma bókstaflega þeir mann- kostir, sem dr. Kristinn er gæddur í svo ríkum mæli og við viljum kalla íslenzka. Konu hans frú Elsu og öllu hans fólki óskum Við til ham- ingju með karlinn, og þeim hjónum' báðum óskum við heilsu, hreysti og langra líf- daga- Magnús Jónsson. Kristinn Guðmundsson er fæddur að Króki á Rauðasandi í Barðastrandasýslu 14. október 1897. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðmundur Sigfreðsson bóndi og hreppstjóri á Króki og Guðrún Júlíana Einarsdótt- ir Thoroddsen kona hans. Kristinn lauk stúdentsprófi (u tanskóla) frá Menntaskólanum í Reýkjayík" vorið 1920 og las á næstu árum lögfræðd og hag- fræði við hásbólana í Kiel og Berlín. Doktorsprófi í hagfræði lauk hann við Kielartháskóla árið 1926. Næstu 3 ár stundaði Kristinn Guðmundsson verzlunarstörf og hafði á hendi einkakennslu í Reykjavík og Hamborg, en hinn I. september 1929 var hann ráð- inn kennari við Menntaskólann á Akureyri og við þann skóla kenndi hann síðan til ársins 1953, síðosta áratuginn sem stundakennari. Hann var skattstjóri á Akur- eyri 1944-1953 og embætti, utan- ríkisráðherra gegndi hann frá II. september 1953 til 24. júlí 1956. Haustið 1956 var dr. Kristirin skipaður ambassador Islands í Lundúnum og frá 1. janúar 1961 hefur hann gegnt embætti ambassadors í Sovétríkjunum, Rúmeníu, Ungverjalandi og fleiri löndurn, með aðsetri í Moskvu. Nýlega var honum veitt lausn frá störfum vegna aldurs, frá næstu áramótum að telja. Auk framangreindra embætt- isstarfa hefur dr. Kristinn Guðmundsson gegnt ýmsum trúnaðarstörfum. Hann var end- urskoðandi hjá sýslumönnum fyrir ríkissjóð 1930-31, í skatta- nefnd Akureyrar 1930-44, for- maður fasteignamatsnefndar þar 1938-53, formaður húsa- leigunefndar 1940-53, bæjarfull- trúi á Akureyri 1950^53, í riið- urjöfnunamefnd 1940-53, íbóka- safnsnefnd 1931-53, og í stjóm Laxárvirkjunar. Hann sat tví- vegis á Alþingi sem varaþing- maður Eyfirðinga. Kona hans er Elsa Alma, dóttir Christians Kalbow kaup- manns í Berlín. / V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.