Þjóðviljinn - 14.10.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.10.1967, Blaðsíða 10
Osvífin érós ríkisstjórnarinnar ó verkalýðshreyfinguna Launþegar fá engar uppbætu fyrir verðhækkanir til 1. marz □ ' Ríkisstjómin lagði fram á Alþingi í gær frumvarp um framkvæmd hótana forystumanna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins um kjaraskerðingu, og nefnir það frumvarp um efna- hagsmál. Ægir þar saman lagabreytingum um hin óskyldustu efni, þau atriði kjaraskerðingar- innar, sem ekki urðu framkvæmd án lagabreyt- inga. □ Fyrsti kaflinn fjallar um hina ósvífnu árá-s á verkalýðsfélögin og. riftun á júnísaimkomulag- inu við verkalýðshreyfinguna um vísitöluuppbót á kaup. Þar er það ákveðið að hækkanir á vöru- verði sem verða til febrúarloka skuli engin á- hrif hafa til hækkunar á kaupi, vísitalan er „tek- in úr sambandi11 og kaupuppbótin ákveðin sama og nú er. Lögfestur er nýi vísitölugrundvöllur- úr neyzlurannsóknum 1964-65. mn. 1. marz verður svo tekin upp ný vísitala; vísitalan sett 100 miðað við verðlag i jánúarbyrj- un 1968. Núverandi grunnkaup að viðbættri núverandi vísitölu- uppbót verði nýr grunnur, kall- aður 100. Kaupgreiðsluvísitald reiknist eftir vísitölu fram- færslukostnaðar i byrjun mán- aðanna febrúar, maí, ágúst og nóvember og gildir við ákvörð- un verðlagsuppbótar á laun og aðrar greiðslur næstu þrjá mánuði, fyrsta sinn frá 1. marz 1968. „Verðstöðvun“ o.fl.! Annar kafli frumvarpsins heit- ir reyndar „um verðstöðvun“. --------j----!---------- Alþýðubandalagið áSuðurnesjum Alþýðubandalagið á Suður- nesjum heldur fund í Aðalveri í dag, laugardag, kl. 3.30 (ekki kl. 4.30 eins og áður hafði ver- ið auglýst). Þingmenn Alþýð&bandalagsins munu mæta á fundínum. — Kaffiveitingar. Kosið um B-lista eða Heimdall □ f dag kjósa stúdentar við Háskðla fslands nýja stjóm í Stúdentafélagi Háskólans, en það lét mjög að sér kveða I bæjar- lífinu síðastliðinn vetur, sem al- kunna er. Tveir listar eru í kjöri A-listi Vöku, sem er nokkurs konar Iávarðadeild í Heimdalli — og B-listi, llsti sjálfstæðrar íslenzkrar stúdentastefnu. Kosið er frá kl. i til 7 í kaffi- stofu Háskólans. f fimm efstu sætum á B-list- anum eru Jón Ögmundúr Þor- móðsson stud. jur., Unnur Pét- nrsdóttir stud. med, Aðalsteinn Hallgrímsson stud. polyt., Kristj- án Ámason stud. philol. og Þór- hallur Sigurðsson stud. philol. Eitt helzta verkefni Stúd- entafélagsins á hverjum vetri er að gangast fyrir hátíðahöld- um 1. desember og gera stuðn- ingsmenn B-listans það að til- lögu sinni, að Sigurði A. Magn- ússyni rjtstjóra verði falið að flytja hátíðaræðuna 1. des. og Jónas Árnason þingmaður verði ræðumaður í hófi stúdenta um kvöldið. Stúdentar sem meta hág og sóma félags síns eru hvattir 1il að ganga ötullega fram í kosn- ingahriðinni í dag og tryggja þannig nýja sókn sjálfstæðrar íslenzkrar stúdentasteCrm. og eru þar efnislega framlengd heimildarákvæði laganna um „verðstöðvun" til 31; des. 1968. Þriðji kafli frumvarpsins er um „ráðstafanir vegna sjávarút- vegsins", og er þar eingöngu að ræða um framlengingu á gild- andi lögum um það efni til árs- ins 1968. Fjórði kaflinn fjallar um far- miðaskattinn, 3000 kr. gjald á hvern farmiða til útlanda, og eru settar ýmsar allfurðulegar reglur um framkvæmd þeirrar skattheimtu. Fimmti kaflinn er „um breyt- ingar á ýmissi skattheimtu“ um hækkun fasteignagjalda. póst- og símaþjónustu, almanna- I tryggingagjalda o.fl. ★ 1. umræða um frumvarpið fer fram á mánudag, en það er flutt í neðri deild og mun skýrt nánar frá ákvæðum þess í frá- sögn af þeim umræðum. Laugardagur 14. októiber 1967 — 32. árgangur — 231. tölublað. Skólastjórar ó Austurlandi neita að hlýðnast tilmœlum menntamólaráðherra um leyfi Auglýsingastarfsemi í Austurstræti í gær Fransk-íslenzka verzlunarfé- lagið fann upp á heldur en ekki sniðugri auglýsingabrellu í gær. Félagið auglýsti 'gólfteppi, nánar tiltekið Flotex nylonteppi, með þeim nýstárlega hætti að leggja nokkra dregla á gangstéttina fyr- ir framan verzlun Silla & Valda í Austurstræti — og fékk al- menningur allranáðarsamlegast að ganga á þeim. Síðan var tekin auglýsinga- kvikmynd á vegum félagsins af öllu saman. Við sögu í þeirri mynd komu nokkrir þekktirleik- arar, óperuöngvarinn Guðmund- ur Jónsson og heil lúðrasveit — gekk fólk þetta eftir teppinu í Austurstræti og kvikmyndað. * á meðan var Teppin voru sett á gangstétt- ina kl. 8 gærmorgun og voru þar alilan daginn og var ætlunin að þvo þau A staðnum síðla dags til að sanna að þau þyldu svo að segja hvaða meðferð sem væri. Myndin er tekin af nokkrum vegfarendum í Austurstræti er þeir ganga yfir frönsku teppin. (Ljósm. Þjóðv. RH). Neskaupstað 13/10 — í dag komu skólastjórar á Austurlandi saman til fundar á Reyðarfirði til þess að ræða viðbrögð við orðscndingu Menntamálaráðu- neytisins varðandi heimild tii þess að veita nemeridum fri frá námi til síldarsöltunar. Samiþykktu skólastjóramir á- lyktun til ráöuneytisins, sem væntanlega mun verða lesin upp í útvarp á laugardag, þar sem þeir leggjast eindregið gegn þeirri hugmynd að tefja og trufla nám barna og unglinga með því að stytta skóttahald vegna síld- arsöltunar. Munu þeir leggjast eindregið gegn því að veita nokkra undaniþágu til slíkrar iðju. . Að samþykktinni standa skóla- stjórar á svæðinu frá Djúpavogi til Vopnafjarðar utan hvaðskóla- stjórar á Fljótsdalshéraði töldu sér málið óskylt. 1 samiþykktinni leggja skóla- stjónarnir áherzlu á, áð hug- myndin um slíka styttingu náms-. tíma stangist mjög á við yfir- lýsingar menntamálaráðherra um þýðingu menntunar og nauð- syn lengri skólagöngu en nú tíðkast. Einnig telja þeir, að hverskonar stytting námstíma veiki aðstöðu austfirzkra' ung- menna ti'l að komast í fram- haldsnám. Ályktun skólastjórarma mun væntanlega birtast í blaðinu í heild síðar. Þess má geta að Framhald á 3- síðu. \ Húsmæður reiðar vegna ný- tílkominnar verðhækkunar i i □ í gær ræddi Þjóðviljinn við nokkrar hafnfirzk- a? húsmæður og spurðist fyrir um álit þeirra á nýj- , ustu rástöfunum ríkisstjórnarinnar í verðlagsmálum, sem sagt var frá í blaðinu í gær. □ Voru konurnar á einu máli um það að verð- hækkanir þær á brýnustu nauðsynjavörum sem gengu í gildi í gær og fyrradag væru svo gífurlegar að fjöl- skyldur launþega gætu með engu móti staðið undir þeim. □ Fara hér á eftir stutt viðtöl við þrjár húsmæð- ur 1 Hafnarfirði. — í Þjóðviljanum á morgun munu birtast viðtöl við húsmæður úr Reykjavík og Kópa- vogi. Fyrst var tekin tali Aida Sigurðardóttir, Norðurbraut 9c. 4ra barna móðir og fórust |||- /'St henni orð eitthvað á þessa ' iei« — Þetta eru engar smár rfLgggjPT ■ É ræðis hækkanir á nauðsynja- vörum enda er alls staðar kvartað þessa dagana. En eins og ég sagði við konu í morg- * un þegar við ræddum um verðhækkanirnar, þá hefur meirihhatinn kosið þessi ó- sköp yfir sig — og það fólk kvartar nú ekki minna en aðrir. En því miður er reynsl- an sú að augu þessa fólks opnast ekki hvað sem á dyn- ur — a.m.k. ekfci á kosmnga- daginn. — Hvað þarftu að kaupa mikla mjólk á dag, Alda? ' — Ég kemst ekki af með minna en 6 íítra á dag og þá munar mikið trm 2ja krónu hækkun á hvem lítra. Nýtt smjörfjall? — Að ekki sé minnzt á þessa geysilegu hækkun á Ktera Kristjáusdóttir smjöri. Það er ekki um ann- að að ræða á þessu heimili en að minnka smjörkaup, við getum ekki staðið undir þessu. Og ég er hrædd um að svo verði á fleiri heimil- um — og þá safnast smjör- ið náttúrlega fyrir, það má búast við „smjörfj alli“ á næsturini. — Mitt álit er að ríkis- stjómin sé fyrir löngu búin að spila rassinn úr buxun- um, hún er búin að vera. Klara Kristjánsdóttir, Öldu- túni 2, er þriggja barna móðir og gefum við henni orðið: — Það er ekkert vafamál að verðhækkanirnar koma sér verst fyrir stórar fjöl- skyldur. En mér komu þess- ar ráðstafanir ríkisstjómar- innar ekki á óvart. Vinnu- brögð þessarar ríkisstjórnar hafa verið fyrir neðan allar hellur gagnvart vinnandi stéttum og þjóðinni sem heild. En ríkisstjórnin ber ekki ein ábyrgðina. heldur líka kjós- endurnir sem standa á bak við hana. Engir peningar til fyrir sköttum — Maðurinn minn er iðn- aðarmaður, — en hækk- að verðlag bitnar auðvitað enn harðar á verkafólki. — En ég segi fyrir mitt leyti að ef við eigum ekki að neita börnunum um þá fæðu sem þau hafa vanizt 'frá fæðingu, svo sem smjöri, þá hlýtur þetta að koma þannig út rð engir peningar verði til fyr- ir sköttum og öðrum gjöld- um. Og það mætti segja mér að margar fjölskyldur verði að segja sig á bæinn ef verð- lag á að hækka svo gífur- lega en kaupið að haldast ó- breytt — eins og nú er hótað. Ég er orðin nógu göm- ul til að muna atvinnuleysi, og skammtanir og æski þess ekki að mín þöm þurfi að kynnast þannig ástandi. Og ég hef trú á að verkafólk láti ekki bjóða sér þetta, verkafólkið hefur ekki brugð- ist hingað til. Á Nönnustíg 3 hitti blaða- maðurinn Ásiaugu Magnús- dóttur, sem er gift síldar- sjómanni óg eiga þau 6 böm. — Þetta er hræðilegt, varð Áslaugu að orði, — ég á eng- in orð til yfir þetta og get ekkí skiliö hvernig sjómenn og daglaunafólk á að geta lifað á sama kaupi og verið hefur þegar þessar verð- hækkanir dynja yfir. Hættum að kaupa smjör! — í sumar hefur maður- inn minn verið á síld en hefur ekki haft annað upp úr því en trygginguna sem er 11 þúsund krónur á mán- uði, og sem hann þarf að borga fæði af á sjónum. Eins og gefur að skilja er ekki hægt fyrir okkur að veita sér neinn lúxus, peningarn- ir fara allir í mat og aðrar nauðsynjar — það er ekki til eyrir upp í skattgreiðslur. Yngstu börnin okkar, tví- burar, eru að verða 4ra ára og það elzta var fermt í vor. Segir það sig sjálft að mikill kostnaður er við skólagöngu barnanna. sérstaklega þegar þau eru komin í framhalds- skóla. Á s.l. vori var stór- lækkað síldarverð til sjó- manna — þar var um að ræða beina kaupskerðingu svo að ekki var ástandið gott og versnaði enn eftir hækk- unina á verðlagi. — Ég kemst ekki af með minna en 7 lítra af mjólk á dag. það er það allra mipnsta. Svona barnmargar fjölskyldur þurfa líka mikið smjör og er það reyndar skoðun mín að allar hús- mæður ættu að taka sig saman um að hætta að kaupa smjör, sagði Áslaug að end- ingu. — RH Áslaug Magnúsdóttir með tvö yngstu börnin af sex; tvibur- ana tris og Orra Alda Sigurðardóttir é

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.