Þjóðviljinn - 08.11.1967, Blaðsíða 5
w
Miðvikudagur S. nóvember 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA g
I
I
Álykfun floklcssf/órnar Sósíalistaflokksins um efnahagsmá!
Aðeins unnt mei skipulögðum jtjóðarbúskap
að tryggja örugga atvinnu og betri lífskjör
Það hefur ótvírætt sýnt sig
og sannazt, að skilgreiningin
á þróun efnahagslífsins í
stjórnmálaályktun síðasta
flokksþings er rétt, og að þær
aðvaranir, sem Sósíalista-
flokkurinn, Alþýðubandalagið
og Alþýðusamband íslands
hafa látið frá sér fa,ra um
þessi efni á undanförnum ár-
um og um afleiðingar stjórn-
arstefnunnar á öllum sviðum,
hafa við full rök að styðjast.
Sú stjórnarstefna, sem ein-
kennzt hefur af óðaverðbólgu,
„frjálsum" verðlagshækkun-
um „frjálsurn“ innflutningi
og „frjálsri" fjárfestingu,
er nú að leiða t.il kreppu, byrj-
andi atvinnuleysis og efna-
hagshruns, sem fyrst og
fremst á sér innlendar, heima-
tilbúnar orsakir:
eða er að draga saman segl-
in og stöðvast.
III.
I.
Frá því Í961 hefur allt verð-
lag ' á íslandi tvöfaldazt án
þess, að breyting hafi orðið á
gengi krónunnar. Orsökin er
stjómlaus, óheft verðlags-
hækkun, framkvæmd fyrst og
fremst af verzlunarvaldinu,
sem • hefur með þessum aðferð-
um gert allar kauphækkanir
verkalýðs og annars launa-
fólks gagnslitlar. Þessi óða-
verðbólga hefur skapað sjáv-
arútveginum vaxandi erfið-
leika og er nú að valda stöðv-
un í honum, sem engin hefði
þurft að vera, ef hemill hefði
verið hafður á verðlagshækk-
ununum innanlands.
Jafnframt hefur með hin-
um taumlausa, „frjálsa" inn-
flutningi og verðbólgunni
innanlands verið vegið að
rótum íslenzks iðnaðar, þann-
ig að hvert iðnfyrirtækið á
fætur öðru hefur stöðvazt
Þá hefur hinum miklu þjóð-
artekjum velgengnisáranna
verið ráðstafað með miklu
fyrirhyggjuleysi sökum stjórn-
leysis á fjárfestingunni. Þjóð-
arbúið mun hafa fjárfest t.d.
síðasta ár, 196G, um 7000
miljónir króna. Það er hátt
í tvöíöld sú upphæð, sem
nýbyggingarráð hafði til um-
, ráða 1944—’47 og notaði til
að gerbylta tæknigrundvelli
atvinnulífsins mcð yfirstjórn
á fjárfestingunni samkvæmt
fyrirfram gerðri áætlun. Og
þótt hluti fjárfestingarinnar
nú hafi verið notaður til nyt-
samlegra hluta, svo sem til
íþúðabygginga, skipakaupa og
fleira, — þá er það staðreynd,
að óhemju sóim hefur átt
sér stað • með fjárfestingar-
féð sakir stjórnleysisins, svo
sem þegar stofnuð eru tvö
eða fleiri fyrirtæki til að
annast íyrir þjóðarbúið þau
verkefni, sem eitt fyrirtæki
gæti annað, eins og tvær um-
búðaverksmiðjur og þrefalt
olíudreifingakerfi.
Sakir þess stjórnleysis,
ringulreiðar og óðaverðbólgu,
sem verið hefur höfuðinntak
stjórnarstefnunnar, blasir sú
kreppa við, sem er að hefj-
ast, þegar verðlag erlendis á
sumum fiskafurðum lækkar í
stað þess að hækka í sífellu
eins og nokkur undanfarin
ár.
Ríkisstjórnin reynir að hag-
nýta þessar verðsveiflur og
afleiðingarnar af eigin ó-
stjóm til hatrammrar árás-
ar á lífskjör almennings; árs-
tekjur verkalýðs og annars
launafólks stórlækka nú sök-
um minnkandi yfirvinnu,
verri atvinnumöguleika fyrir
alla fjölskyldumeðlimi og
byrjandi atvinnuleysis. Til-
gangur ríkisstjómarinnar er
að velta afleiðingum stjórnar-
stefnu sinnar yfir á herðar
alþýðu, en forða því íésýslu-
valdi, sem hún þjónar, frá
því, að völd þess og gróða-
möguleikar vcrði skert.
Að þcssu miðar ránshcr-
ícrð sú, er ríkisstjórnin hóf
gegn vcrkalýðssamtökunum
með afnámi niðurgreiðslna á
helztu nauðsynjum og með
fulltingi frumvarps þess, er
riftar júnísamkomulaginu, af-
nemur ákvæðin um hækkun
kaupgjalds samkvæmt visi-
tölu o.s.írv.
Og jæssi ránshcrferð er að-
eins hin fyrsta af fleiri fyr-
irhuguðum, — hin næsta
kemur um nýár, er „aðstoða“
skal þann útveg, sem fésýslu-
valdið og stjórnarstefna þess
er að sliga. Vcrður þeirri
herferð hagað eítir því,
hvernig samningunum reiðir
af í fyrstu atrennunni.:
Það skiptir því öllu máli
um lífskjör alþýðu á naastu
árum og þróun atvinnulífs-
ins, hvernig verkalýðs- og
starfsmannahreyíingin, fagleg
og pólitísk, bregzt við þessari
fyrstu árás.
Samtök launamanna þurfa
að hrinda þessari árás á kaup
og kjör, og samtímis þurfa
öll pólitísk og fagleg samtök,
hlynnt alþýðu, að einbeita
afli sínu að því ijð hnekkja
þeirri röngu stjórnarstefnu,
er óförunum veldur, og knýja
fram nýja í staðinn.
í stað ákefjalausra verð-
hækkana og álagningarfrelsis
síðustu ára vcrða að koma
ströng verðlagsákvæði og
raunhæfar ráðstafanir stjóm-
arvalda og almennings á öll-
um sviðum til þcss að halda
öllu verðlagi í skefjum. —
Þar mcð væri á því sviði
horfið frá stjórnarstefnu síð-
ustu ára.
í stað taumlauss innflutn-
ings og hamslausrar gjaldeyr-
iseyðslu" og fjárflótta, verður
að koma á yfirstjóm ríkisins
í utanríkisverzluninni, fram-
kvæmdri með hag almennings
og alþjóðar fyrir augum.
sem miðar að því að varð-
veita og tryggja fulla atvinnu
innanlands, en vega ekki að
rótum íslenzks iðnaðar í
þágu erlendra auðhringa. —
Þarmeð væri vissulega horfið
frá núverandi stjómleysis-
stefnu í viðskiptamálum.
1 stað skipulagslausrar og
meira eða minna rangrar
fjáríestingar vcrður að koma
viturleg heildarstjórn á þjóð-
arbúskapnum í alþjóðarþágu
og fyrst og íremst á fjár-
festingunni, eins og Sósíal-
istaflokkurinn og Alþýðu-
bandalagið hafa árum saman
barizt fyrir og Alþýðusam-
bandið stutt. — Þarmcð væri
horfið frá einu skaðsamleg-
asta atriði í núverandi stjóm-
arstefnu, er }>egar hefur vald-
ið þjóðarbúinu tjóni, er nem-
ur hundruðum ef ekki þús-
undum miljóna króna.
Það þarf því eigi aðeins
að verjast þeim árásum, sem
nú eru gerðar á lífskjör al-
mennings, heldur og að sækja
á til þess að brottnema or-
sakir erfiðleikanna, sem al-
menningur og íslenzkt at-
vinnulíf á við að striða;
stjómarstefnuna sjálfa.
+
Verði þesari stjórnarstefnu
framfylgt áfram, er afleið-
ingin óumflýjanleg: versnandi
lífskjör almennings og vax-
andi atvinnuleysi, en hrömun
íslenzks iðnaðar og sjávarút-
vegs. Næstu stig í stjómar-
stefnu fésýsluvaldsins yrðu
enn aukin áhrif erlends auð-
magns í íslenzku efnahags-
lífi, innlimun íslands í Frí-
verzlunarbandalagið og náin
tengsl við Efnahagsbandalag-
ið, en íslenzk yfirráð yfir at-
vinnulífinu rénuðu í sífellu.
Þetta jafngildir þróun efna-
hagslífs á íslandi til nýlendu-
hátta, þar sem erlent auð-
magn hirðir þau gæði, er því
finnst girnilegust, og atvinnu-
líf á íslandi verður hluti af
efnahagslegu stórveldi, m.ö.o.:
efnahagslegt sjálfstæði ís-
lenzks þjóðarbúskapar færi
veg allrar veraldar. Og þá
væri grundvöllur pólitísks
sjálfstæðis hruninn.
Gegn þessari helstefnu í
lífskjara- og sjálfstæðismál-
um þjóðarinnar þarf Sósíal-
istaflokkurinn og Alþýðu-
bandalagið að setja sjálfstæð-
isstefnu þá, sem þessir aðil-
ar hafa barizt fyrir á undan-
förnum áratugum: að íslandi
sé stjórnað sem sjálfstæðri
efnahagslcgri heild, án aðild-
ar að Efnahagsbandálaginu og
Fríverzlunarbandalaginu, með
yfirstjórn ríkisins á utanrík-
isverzlun, fjárfestingu og
verðlagningu, framkvæmdri
með hag almennings og þjóð-
arheildar fyrir augum.
Það ber því að íylkja Al-
þýðusambandi íslands, verka-
iýðs- og laun}>egasamtökun-
um yfirleitt, um þessa stefnu,
sem er hin eina, er tryggt
getur örugga atvinnu og batn-
andi líískjör, — og kappkosta
að skapa samstarf við Fram-
sóknarflokkinn og Alþýðu-
flokkinn um framkvæmd
slíkrar steínu, og reyna jafn-
framt að vinna ábyrga at-
vinnurekendur sjávarútvegs
og innlends iðnaðar til sam-
starfs um slíka vemdun ís-
lenzks efnahagslífs og efl-
ingu þess.
\
\
*
*
*
!
I
!
!
I
Stöðugir bar-
dagar NLF
og FLOSY
ADEN 6/11 — Látlausir bardag-
ar hafa staðið síðustu daga milli
hinna andstæðu samtaka þjóð-
emissinna í brezku nýlendunni
Aden, NLF og FLOSY sem berj-
ast um hvor eigi að ráða mestu
þegar Bretar fara með her sinn
úr nýlendunni síðar í þessum
mánuði, eins og boðað hefur ver-
ið.
A.m.k. 100 menn hafa fallið
og 300 særzt í þessum bræðra-
vígum síðan þau hófust á föstu-
daginn, segja Bretar. Leiðtogar
NLF og FLOSY hafa hvatt fylg-
ismenn sína til að slíðra sverðin,
en þeir hafa virt þær áskoranir
að vettugi. Bretar hafa að þessu
sintai ekki komið nærri átökun-
um, heldur látið málaliða sína í
her Suður-Arabíu um það- Á göt-
unum £ Othman-hverfi Adenborg-
ar lágu, £ kvöld hvarvetna dauð-.
ir og særðir og einnig i tveim-
ur öðrum hverfum hefur verið
stöðug skothrfð.
1 kvöld var skýrt frá þvi að
FLOSY hefði hafnað tillögu NLF
um að halda áfram £ Aden þeim
viðræðum sem undanfarið hafa
staðið yfir £ Kairó, jafnframt því
sem þegar £ stað yrði lýst yfir
vopnahléi milli þeirra. Og síðar
barst sú frétt frá Aden að yfir-
stjóm hers Suður-Arabfu hefði,
sjálfsagt £ samráði við Breta, við-
urkennt NLF sem einu samtökin
sem gætu komið fram í nafni
þjóðar Suður-Arabiu.
2 umferðarslys.
í Kópavoginum
Um tíuleytið f.h. á sunnudag
varð harður árekstur í Kópa-
vogi á mótum Meltraðar og
Digranesvegar milli tveggja
fólksbifreiða. Slasaðist ökumað-
ur annarrar bifreiðarinnar á
fæti og var fluttur á Slysa-
varðstofuna. Annar harður á-
rekstur varð í Kópavogi um há-
degið í fyrrad., á Reykjanesbraut
rétt norðan Hlíðarvegs, farþegi
í öðrum bílnum skall á fram-
rúðu og fékk þungt höfuðbögg
og var einnig fluttur á Slysa-
varðstofuna.
Ný æf ingarstöð Styrktarfé-
lags lamaðra og fatlaðra
»W'A\\\V.W.V.X.V,
Hið nýja hús Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að Háaleitisbraut 13. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.).
A sl. ári ákvað stjórn »g
fra.mkvæmdaráð Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra að hefja
byggingu nýrrar æfingarstöðv-
ar í stað stöðvarinnar að Sjatfn-
argötu. JÆa&emrf&élagið befnr. JMi
rekið í nær 12 ár. Borgarstjórn
hcimilaði félagiuu að byggja
stöðina að Háaleitisbraut 13 og
er búsið nú orðið fokhelt og
var baldið reisugildi sl. laugar-
dagr fyrfr l>á sem unnið hafa
að byggingunni og jaínframt
áttu forráðaanenn félagsins við-
tal við blaðamenn.
Svavar Pálsson formaður fé-
lagsins skýrði svo frá að nýja
húsið væri um 4000 rúmmetr-
ar og fer öll starfsemin þar
fram á einni hæð sem er um
600 ferm. að flatarmáli. Er
það mikill munur eða á Sjafn-
argðtunni þar sem starfsemin
fer fram á þrem hæðum. Búið
er nú að leggja um 4 miljón-
ir króna í bygginguna og bj4st
Svavar við að fyrir aðrar fjór-
ar miljónir meetti gera hana
hæfa til notkunar. Hefur fé-
lagið nýverið selt húsið að
Sjofnnrgötu 14 fyrir 3.5 miilj.
kr. og þarf það að verða á
brott þaðan með alla starfsemi
sína fyrir 1. okt. næsta ár, en
gangi allt að óskum og fjár-
skortur tefji ekíki framkvæmd-
ir á þá að verahægtað flytja
starfsemina í nýja húsið að
Háaleitisbraut 13.
Eins og áður segir hefur fé-
lagið nú rekið æfingarstöðina
að Sjafnargötu 14 í nær 12' ár
eða síðan 1956, en hún var sett á
fót eftir lömunarveikifiaraldur-
inn er gekk hér haustið 1955
og fram á órið 1956 og fengu
margir sjúklingar nauðsynlega
eftirmeðferð í stöðinni. Keypti
félagið Sjafnargötu 14, er áður
var einbýlishús, seint á árinu
1955 og lét gera á húsinu nauð-
synlegar breytingar. Var það allt
gert á einum mánuði með að-
stoð danska lömunarveikifé-
lagsins. Var þó frá upphafi ljóst,
að þama yrði aðeins um
braðabirgðahúsnæði að ræða,
enda húsið að mörgu leyti ó-
hentugt til þessara nota.
Styrktarfélag lamaðra og
fatlaðra hefur fengið lán úr
Framhald á 7. síðu.
Bathnintonsamband
r
Islands stofnsett
Stofnþing Iíadmintonsam-
bands íslands var háð í húsa-
kynnum Í.S.t. sunnudaginn 5.
nóv. 11 héraðssambönd voru
stofnendur og sátu þingið 12
fulltrúar frá 9 héraðssambönd-
um, auk þess mættu undirbún-
ingsnefnd og framkvæmda-
stjórn Í.S.Í.
Forseti Í.S.Í., Gísli Halldórs-
son, setti þingið með ræðu,
þingforseti var kjörinn Kristján
Benediktsson, Reykjavík, og
annar }>ingforseti Jónas Gests-'
sen, Grafarnesi. Þingritarar
voru kjömi.r Þórður B. Sig-
urðsson, Reykjavík og Pétur
Sigurðsson, Sclfossi.
Kristján Benjamínsson, for-
maður undirbúningsnefndar, út-
skýrði frumvarp að lögum
fyrir hið nýja samband, sem
samþykkt var mcð nokkrum
breytingum og heitir samband-
ið Badmintonsambanð fslands.
skammstafað BSÍ.
Stjórn var kjörin: Kristján
Benjamínsson, formaður. Með-
stjórnendur: Óskar Guðmunds-
son, Ragnar Þorsteinsson, Orm-
ar Skeggjason og Ragnar Ge-
orgsson. í varastjóm voru
kjömir: Birgir Hermannsson.
Akureyri, Eyjólfur Bjamason,
ísafirði, Hallgrímur Ámason,
Akranesi. Endurskoðendur:
Magnús Elíasson. Gunnar Fel-
ixson.
í badmintondómstól voru
kjömir: Guðjón Einarsson,
Þorgeir Ibsen, Guðmundur
Yngvi Sigurðsson. Til vara:
Einar Jónsson, Þorvaldur Ás-
geirsson og Vagn' Ottósson. í
þinglok voru margar hvatn-
ingaræður haldnar.
20.000 nautgripum
lógað í Bretlandi
LONDON 6/11 — Meira en 20
þús. stórgripum hefur verið lóg-
að vegna gin- og klaufaveikinn-
ar í norðvesturhéruðum Mið-
Englands. Faraldurinn virðist
enn halda áfram að breiðast út.
Ho Chi Minh forseti
sæmdur Lenínorðunni
MOSKVU 6/11 — Forseti Norð-
ur-Vietnams, Ho Chi Minh, hef-
ur verið sæmdur Lenínorðunni,
æðsta heiðursmerki Sovétríkj-
anna.
I