Þjóðviljinn - 15.11.1967, Side 8

Þjóðviljinn - 15.11.1967, Side 8
0 SÍÐA — I>JOÐVILJINN — Miðvlkudagur 15. nóvember 1067. WINSTON GRAHAM: MARNIE kominn til að við hættum að sinni. Þvi að þú ert vaentanlega viss um að þú hafir ekki 'gleymt neinu- Ég hristi höfuðið. Hann teygði sig eftir sykrin- um. — Nú er vandínn bara hvað við eigum að gera. Ég yppti öxlum. — Nei, vina mín, það tjóir ekki að yppta öxlum og láta allt sitja við hið sama. — Af hverju ekki? Hann svar- aði ekki, svo að ég hélt áfram: — Af hverju laugstu mín vegna, ef þú vilt ekki láta allt vera eins og það er? — Ástæðan til þess að ég laug fyrir þig, var sú að ég vildi losa þig úr stundar vanda — og svo vildi ég fá tíma. En svona getur þetta ekki haldið áfram. Það er ekki hægt að lifa eðlilegu lífi, þegar lögregl- HARÐVIÐAR UTIHURDIR TRÉSMIÐJA Þ. SKÚLASÓNAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistols Steinu bg Dódó Laagav. 18. III. hæð flyftai Simi 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistoía Garðsenda 21. SÍMI 33-968 an í þrem borgum er að leita að manni. — Já, en það er engirm að leita að mér. — Nei, ekki undir nafninu Mamie Elmer og ekki sem frú Rutland- En þú ert ofurseld fyrsta smáóhappi sem þú verður fyrir. Og næst er ekki vist að ég verði nærstaddur. Næst vetð- urðu ef til vill ekki eins hepp- in. Það fór kuldahrollur um mig eins pg ég væri með hita. — Má ég annars ekki fara í rúmið? — Það er hugsanlegt að til sé einhver leið út úr þessu öllu; en f svipinn kem ég ekki auga á hana. Og þú getur með. engu móti lifað lífinu eins og hund- eltur glæpamaður. Ég elti hann með augunum þegar hann reis á fætur og fór að stika fram og aftur um gólf- ið. Hálsbindið hans var skakkt og hárið á honum var úfið. — 1 hvert einasta skipti sem við kæmum inn f stofu og hittum nýtt fólk — f hverteinastaskipti, hugsaðu þér það, yrðum við að vera á verði gegn óhappi og uppljóstrun: við yrðum alltaf að vera reiðubúin til að neita og Ijúga einhverju upp í skyndi .. .. og það getur haft sitthvað í för með sér ...... og svo kæmi að þvf einn góðan veðurdag að upp um þig kæmist ......... — Já, en það er ekki um ann- að að ræða, sagði ég. — Og það er ekki bara um þig að ræða — þótt þú sért auð- vitað aðalatriðið — en ég ber ekki aðeins siðferðilega, heldur einnig lagalega ábyrgð, því að ég hef vitneskju um þetta. Og mig langar hreint ekkert f fang- elsi Mamie. — Leyfðu mér þá að fara. sagði ég. Það er ekki um annað að ræða fyrir þig. Láttu mig fara frá þér. Ég skal hverfa þegjandi og hljóðalaust. Og þá gleymir fólk þessu öllu fljót- lega. , — Það efast ég nú um. Enda leysir það ekki vandann. Hann var á leið yfir gólfið í áttina»til mín- — En anhars væri það góð hugmynd að fara í rúmið. Við sjáuip þetta ef til vill í skýrara ljósi á morgun. 15. Við sáum nú enga lausn næsta morgun og ekki heldur þar næsta morgun eða morguninn þar á eftir. Við hættum að tala um það, en ég sá það á honum, að hann var ekki hættur að hugsa um það. En með hverjum degi þegar hann sagði ekkert og gerði ekkert, varð ég ögn ör- uggari. Og í sannleika sagt — hvað átti ég að gera? Annað hvort sagði hann lögreglunni frá mér eða þá að hann gerði það ekki- Ég þóttist nú nokkurn veginn viss um að hann myndi ekki fara að kæra mig — og því leng- ur sem hann dró það, því flækt- ari varð hann sjálfur í málið. Og hapn var enn ástfanginn af mér — eða hverjar svo sem til- finningar hans voru gagnvart mér, þá hcfðu þær ekki breytzt, það hafði mér skilizt þarna um kvöldið hjá Newton-Smith mæðginunum þegar hann kom mér til hjálpar. En mér var ljóist að næstu vikur, meðan allt hékk á blú- 'þræði, þá var ég aigerlega háð honum og tilflnningum hana f minn garð og mér þótti leitt að ég hafði f svo ríkum mæli fyr- irgert velvilja hans. Ég mátti til að reyna að vinna hann aftur á mitt band — eða sjá að minnsta kosti til þess að hann hefði ekki yfir neinu að kvarta. Ef ég hefði getað blíðkað hann á hinn venju- lega hátt konunnar, þá hefði þetta allt saman verið auðveld- ara. En einn daginn — það var svo sem viku seinna — sagði hann mér að Roman hefði hringt og nú vildi ■ hann fá að vita, hvort ég væri endanlega hætt við þetta allt saman? Ég sá strax, að ef ég vildi gera eitt- hvað til ,að gleðja hann, þá var tækifærið þama, og þess vegna sagði ég, að ég skyldi reyna þetta í nokkrar vikur enn. Það var ekki vegna þess , að mig langaði til að byrja aftur, sagði ég, því að þessir tímar hjá Ro- man gerðu mig svo niðurdregna og miður mín; en ég skyldi gera það af því að hann vildi að ég gerði það- Ég féllst sem sé á að byrja hjá Roman, og ég fann að Mark lagði ‘ mikla áherzlu á að ég gerði það. Einmitt um þetta leyti veiktist annar blindi maðurinn — það var hanrt sem hét Riley, sá sem sá skár, og hann varð að liggja í rúminu f hálfan mánuð út af einhverjum hjartasjúkdómi. Þetta var versti tíminn fyrir lungna- kvefið í frú Richards svo að hún gat ekki gert mikið fyrir blinda manninn. Þess vegna fór ég þangað á hverjum morgni, þegar Mark var farinn, og hjúkraði sjúklingnum og tók til í húsinu. Stundum var ég allan morgun- inn niðri í þorpinu, fyrst hjá einni fjölskyldu, síðan hjá annr arri. Það var reyndar furðulegt að sjá hversu vel blindu mennirnir gátu bjargað sér í sameiningu. Jafnvel nú þeg- ar Riley lá 5 rúminu. talaði hann allan tímann við Davis og sagði honum hvar hlutirnir voru, svo að Davis hafði eins konar auga að sjá með. Þeir voru nátengdari hvor öðrum en nokkrir tvíburar. Davis var með fallega rödd með welskum hreim, og þegar hann svaraði ábendingum Ril- eyfe, var alveg eins og maður hlustaði á víxlsöng í kirkju. — ögn len.gra til vinstri, Davíð, sagði Riley, og þá svaraði Dav- íð: — ögn lengra til vinstri. John. — Gættu þín á skemlin- um hjá vinstri ökklanum, Davíð. — Ég hef gætt mín á skemlin- um hjá vinstri ökklanum, John. Eftir rúman hálfan mánuð var Riley kominn á fætur og þeir gátu farið út að ganga eins oa vanalega- En ég var alltaf hrædd um að eitthvert vélknúið farar- tæki æki á þá. — Allan þennan tíma hafði ég haft svo mikið að gera, að ég | hafði ekki mátt vera að þvl að brjóta heilann um, hvort hið skelfilega samkvæmi hefði haft frekari afleiðingar, hvort Mark semdi betur við Holbrookana og hvort Glastonbury Investment Trust hefði fengið Rex til að selja hlutabréf sín; en ég tók eftir því «ð Mark sýndist mjög utan við sig og hugsi, og hann kom seinna heim en hann var vanur. Ég gat alltaf séð á honum. hvort hann var að brjóta heil- ann um eitthvað í sambandi við mig eða eitthvað annað. og að : vissu leyti var ég fegin því að hann hafði eitthvað annað a’ð beina áhyggjum sínum að, þvi að þá hvíldi ég ekki eins þungt á samvizku hans á meðan. Aðra helgina sagðist hann þurfa að fara að heiman. Hann ætlaði að dveljast laugardags- kvöld og allan sunnudaginn með móður sinni hjá manni sem ég man ekki nafnið á; Mark sagði að hann væri eins konar frændi han,s og hann spurði hvort ég hefði nokkuð á móti þvf að vera heima, því að þau þyrftu að levsa fjölskylduvandamál. Ég sagðist auðvitað ekki hafa það. Og auðvitað fór ég til Terr- ys- Auðvitað má segja að ég hafi getað sjálfri mér um kennt, fyrst ég fór þangað án vitundar og vilja Marks; en satt að segja' var ég að verða alveg peninga- laus. Við vorum ekki nema sex og það var spilað djarft. Fyrst í stað gekk mér mjög vel, en svo fór ég að tapa. Það var. enginn vandi að tapa háum upphæðum þetta kvöld, Dg tvisvar varð ég' að fá lánaða peninga hjá Terry. En svo sat ég ein eftir á móti Alistair MaéDonald eftir að all- ir hinir voru dottnir út úr og ég var með fullt hús. Eftir spilun- um sem hann hafði fleygt frá sér að dmrna. taldi ég vfst að hann væri með þrjú eins, og við héldum áfram að hækka okk- ur, þangað til hann heimtaði að „sjá mig", og þegar hann lagði niður spilin, kom í ljós að hann var með fjögur sjö. Ég tapaði fjörutíu og sjö pundum þetta kvöld- Þetta er í síðasta skipti, hugsaði ég. Ég skal aldrei spila fjárhættuspil framar; þetta fer alveg með mig. Þegar við hættum, kom kvik- myndastjórinn til mín og sagði: — Nú skal ég segja yður eitt, Mary — þér eruð bezti kven- pókerspilari sem ég hef nokkurn tíma hitt. ' 0 — Eruð þér að reyna að vera fyndinn? spurði ég. — Nei. Það er aðeins eitt sem Vatteraðir ny/onjakkar hettuúlpur, peysur og terylenebuxur. — Athugið okkar lága verð. — Póstsendum. O. L. Laugavegi 71 Sími' 20141. SKOTTA • - © King Featiiret Syndicate, Inc., 1965. Wotld rlghts rescrvet?. — Nú ertu búin að segja henni þrisvar að þú sért of blönk til að fara í bíó, talaðu nú um eitthvað annað.' Bnangrunarg/er Húseigendui — Byggingameistarar. Otvegum tvöfalt einangrunargler með mjög stutt- um fyrirvara. . Sjáum um ísetningu og allskonar breytingaT á rluggttm Útvegum tvöfalt gler f lausaföo siá- um um máltöku Gerum við sprungur I steyptum veggjum með baulrevndu gúmmíefni Gerið svo vel og leitið tilboða. SÍMI 5 11 39. NÝKOM/Ð Peysur, úlpur og terylenebuxur. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. BÍLLINN Gerið við bíla ykkar sjálf > * / « Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJÓNOSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi — Símj 40145. 4 Látið stilla bílinn Önnumst hjóla- ljósa- og mótorstillingu Skiptum um kerti. platínur. ljósasamlokur — Örugg þjónusta . BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. sími 13100 Hemlaviðaerðir • Rennun. bremsuskálar. é Slípum bremsudælur. ItKA.MI'S A-I sósa: Með kjötf, með ffsbi, með hverjn sem er • Límum á hremsuborða Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 - Simi 30135.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.