Þjóðviljinn - 16.11.1967, Page 4

Þjóðviljinn - 16.11.1967, Page 4
4 SfÐA — ÞJÖÐVmJTNN — FSmtntoategar 16. nóvemiber WtO. Otgefandl: Sóslalistaflokk- Sameiningarflokkux alþýdu urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. FYiðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiösla, auglýsíngar, prentsmiðja Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. Skylda rikisstjórnarinnar yið fyrstu umræðu á þingi um efnahagsráðstaf- anir ríkisstjómarinnar var á það bent að þær v.æru ekki aðeins fjárhagslegs eðlis, þ.ær fælu ekki aðeins í sér ranglátar álögur af nefskattatagi sem legðust þyngst á þá þjóðfélagsþegna sem höfðu erfiðasta afkomu fyrir. Á það var lögð sérstök áherzla að frumvarpið markaði einnig ný þátta- skil í samskiptum ríkisstjórnarinnar við alþýðu- samtökin. Með því væri á harkalegan hátt bund- inn endir á þá samvinnu stjómarvalda og verka- lýðssamtaka sem einkennt hefur alla kjarasamn- inga sem gerðir hafa verið síðan í júní 1964; rík- isstjómin hefði á nýjan leik tekið upp það fyrra hátterni-sitt að reyna að skamonta verkafólki kaup og kjör 'méð einhliða valdboði. Ríkisstjórnin var vöruð alvarlega við því að af slíkri stefnu gæti ekkert annað hlotizt en ný og afdrífarík átök 1 þjóðfélaginu; verklýðssamtökin væru svo öflug að þau létu ekki taka af sér ráðin á þvílíkan hátt. Jjetta mat hefur nú sannazt í verki. X nærri því mánuð hefur ríkisstjómin með ýmsum ráðum, opinberum og leyndum, reynt að fá verklýðs- samtökin til þess að sætta sig við það hlutskipti að ráðherrarnir skömmtuðu kaup ög kjör í trássi við grundvallaratriði júnísamkomulagsihs. í>ær tilraunir hafa nú mistekizt. Það hlýtur að verða ríkisstjórninni sérstakt umhugsunarefni að þess- ar tilraunir hafa mætt mjög einhuga andstöðu launafólks innan Alþýðusambands íslands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, alveg án tillits til stjómmálaágreinings. Á ráðstefnu Al- þýðusambands íslands, þar sem mættir voru for- ustumenn í verklýðssamtökunum úr öllum stjóm- málaflokkum, var ekki aðeins samþykkt að hafna aðgerðum ríkisstjómarinnar með orðum, heldur ákveðið einróma að snúast gegn þeim í verki með því að verklýðsfélögin um land allt byggju sig undir allsherjarverkfall lsfa desember. J^röfur verklýðshreyfingarinnar eru ákaflega hóf- samlegar. Hún er ekki að fara fram á neinar kjarabætur, hún er ekki að hefja þá sókn fyrir viðunandi dagkaupi sem lengi hefur verið óhjá- kvæmileg — hún fer fram á það eitt að staðið verði við hátíðleg fyrirheit júnísamkomulagsins um verðtryggingu kaups, að ekki séu sviknir samningar á launafólki. Enginn sem eitthvað fylg- ist með getur efazt um að það sjónarmið nýtur fylgis yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar, fyrr- verandi stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar ekki síður en annarra. Því reynir nú mjög á það hvort ríkisstjórnin á til að bera það raunsæi sem þjóðin þarf á að halda. Það er tvímælalaus skylda henn- ar að fallast á hin sanngjömu sjónarmið verklýðs- hreyfingarinnar fyrir næstu imánaðamót. Efni rík- isstjörnin hins vegar til ófriðar er hún að leiða ósigur yfir sjálfa sig og mikið tjón yfir lands- menn, og ástæðan getur ekki verið önnur en of- stæki það sem jafnan er fylgifjskur úrræðaleys- ísms. m. Ármann Halldórsson kennari á Eiöum ræðir við Sigurbjöm Snjólfsson, Gilsárteigi. Myndarleg „Héraðsvaka" í félagsheimiíinu Valaskjálf Frú Marianne Eiríksson syngur einsöng við undirleik manns síns Péturs Eiríkssonar tónlistairkennara. Um síðustu helgi efndu Menningarsamtök Héraðsbúa til Héraðsvöku í félagsheimilinu Valaskjálf. 'Á föstudagskvöld kl. 21 var Héraðsvakan sett af formanni menningarsamtakanna, Sigurði Blöndal. Naest á dagskrá. var umræðufundur um verzlunar- þjónustu í strjálbýli og hafði þar fnamsögu Erlendur Einars- son forstjóri SlS. Forstjórinn koon viða við, rakti sögu Sam- bandsins, erfiðleika þá sem nú er við að stríða, og gat þess að nú vaeri verið að gera tillögur að nýrri áætlun fyrir samvinnu- félögin. Forstjórinn taldi að stækka þyrfti kaupfélögin, þ.e. sameina smœrri kaupfélögin í eina heild. Mjög athyglisverð var sú yfir- lýsing forstjórans að gera þyrfti Samhandið og kaupfélögin al- geriega óháð stjómmálaflokk- unum.' Fjörugar umræður úrðu að lokinni framsöguræðu og tóku margir til máls og stoðu um- ræður til kl. 1 um nóttina. Á laugardagskvöld var dag- skrá þannig: Ármann Hall- dórsson, kennari á Eiðum las upp sögu eftir Halldór Stefáns- son frá Kóreksstaðagerði, Karla- kór Fljótsdalshéraðs söng undir stjórn Svavars Bjömssonar. Þá var kveðizt á að gömlum ís- lenzkum sið og áttust þar við Svava Jónsdóttir frá Hræreks- læk og Björn Ásgrímsson, bóndi á Möbergi. Dómari var Öskar HalHdórsson, cand mag. og Þórarinn Þórarinsson skóla- stjÓTÍ og heiðursgestur Héraðs- vökunnar flytur ræðu. dæmdi hann bau jöfn að gliimu lokinni. Þónarinn Þórarinsson, fyrr- um skólastjóri flutti erindi er hann nefndi ,,1 gamni og al- vöru“. Þá var spumingakeppni milli kennara á Eiðum og Hall- ormsstað, mjög hörð keppni og höfðu kennarar á Hallormsstað betur, unnu með 4 stigum yfir. Stjómandi þáttarins var Matt- hias Eggertsson, Skriðuklaustri. Að lokum var stiginn dans við úndirleik Húna frá Eskifirði. Hátt á fimmta hundrað manns sóttu skemmtunina á laugar- dagskvöld. /- Á sunnudag hófst dagskrá kl. 14.30. Sigurður Blöndal, formaður M.H. ávarpaði sam- komuna. Minntist hann í upp- hafi ávarps síns Ara Jónssonar, fyrrum héraðslæknis sem lézt á heimili sínu í Reykjavík s.l. miðvikudag. , Samkomugestir heiðruðu ininningu hins látna héraðslæknis með þyi að Hsa úr sætum. Þá var skáldakynning. Óskar Halldórsson, cand. mag. flutti erindi um Pál Ólafsson skáld og las úr Ijóðum hans. Pétur Eiríksson tónlistarkennari á Seyðisfirðí lék einlleik á píanó og kona hans söng einsöng. Ánmann Halldórsson, kennari á Eiðum ræddi við Sigurbjörn Snjólfsson í Gilsárteigi. Þá var kynning á verkum Jóns Helga- sonar, prófessors. Stjómandi þessa þáttar var Guðrún Bjart- marsdóttir, kennari á Eiðum. Lesarar með henni vom Þor- kell Steinar Ellertsson, skóla- stjióii Eiðum og séra Ágúst Sigurðsson í Vallanesi. Um kvöldið var stiginn dans við undirleik Húna frá Eskifirði. Héraðsvakan fór hið bezta fram og var þeim til sóma er að hemni stóðu. S.G. 4>- Nýtt smásagna- safn eftir Friðjón Stefánsson Væntanlega kemur út fyrir mánaðamótin hjá Letri h.f. ný bók eftir Friðjón Stefánsson og ber heitið „Grannar í glerhús- um“. Þetta er 8. frumsamda hók Friðjóns en hann er iön.gu landskunnur sem snjall smá- sagnahöfundur. ! ! i ! GUÐAÐ Á GLUGGA Stundin okkar: Þessi fönd- urþáttur fyrir börn er bráð- nauðsynlegur. Hætt er þó við að drengjum nútímans þyki lítið koma til eldspýtustokka- þíla. Viðtalið . seinna við drenginn, sem smíðaði sér sjálfur gangfæran bíl, bendir til þess. En hann er kannski eldri en þeir drengir, sem þessir föndurþættir eru ætl- aðir. Útsögun er ágætt föndur, þar sem kennd væri ramma- gerð, rammarnir væru sagað- ir út eftir mynztri og síðan límdir saman. Skemmtilegra hefði verið að karlmaður . annaðist föndurþátt drengj a, en kona tæki að sér stúlk- umar. Já, nú er Saltkrákunni lok- ið. Þetta var nokkuð löng mynd, og ekkert sérstök, þó ekki væri hún slæm. Von- andi fáum við íslenzka barna- mynd í hennar stað. Hrafninn flýgur um aftan- inn: Ekki var þetta skemmti- leg mynd, en hún var sterk og áhrifarík, svo langt se.n hún náði. Inntak hennar var togið um hið illa og góða í manninum. Hljómar leika og syngja: Það verður ekki véfengt, að Hljómar eru vinsælasta. hljómsveit unga fólksins hér á landi, þó okkur eldra fólk- inu þyki lítið til þeirra koma. Það hefur alltaf verið svo, að þegar menn eldast, gleyma þeir æsku sinni og hlaða múr fordóma að næstu kynslóð. Ég man ekki betur en þegar ég var á sokka- bandsárunum ætlaði eldra fóllýð að umhverfast þegar fjörgamall og þvi furðulaust þó honum væri stirt um mál. Rússneska byltingin: Sögu rússnesku byltingarinnar verða ekki gerð nein skil að ráði í einni smámynd, til þess er hún of yfirgripsmikil. En þessi lýsing af aðdraganda hrikaleiksins og byltingunni sjálfri, þó smá væri, var mjög góð. Heymarhjálp: Þessi hluti Yfirlit þess helzta á sjónvarps- skerminum í síðustu viku við vorum að burðast við að dansa rúmbuna. Þannig hef- ur þetta alltaf verið og mun alltaf verða. Sigling um Frakkland: Þetta var skemmtileg mynd. og sjónvarpið mætti gjarnan sýna okkur fleiri slíkar. Skáldatími: Það fer vel á því að sjónvarpið kynni fyrst okkar eldri og reyndari skáld. Jakob Thorarensen las þarna nokkur ljóð eftir sig. Mér hefur alltaf fundizt Jak- ob betra smásagnaskáld en ljóða. Margar af smásögunum hans eru hreinustu perlur. Jakob Thorarensen er maður fyrri myndarinnar Heyrnar- hjálp hefur eflaust glatt for- eldri daufdumbra bama ,hér á landi, að minnsta kosti þá sem hún náði til. Auk þess sem þetta var fræðandi mynd, var hún skemmtileg og vel gerð. Með loftbelg yfir dýra- hjarðir: Aldrei verður góð vísa of oft kveðin. Við höfum áður séð mynd í sjónvarpinu af griölandi þæsu, mikla á- gætismynö, en þá af öðmm sjónarhóli. Þessi mynd var tekin úr svífandi loftbelg yfir dýrahjörðunum, og var ekki síðri hinni að gæðum. Æskulýðs- fylkingin ☆ Salurinn er opinn í ■& kvöld. — Félagar, lítið ■fr inn og takið með ykkur ☆ gesti. — Kaffi, gos- ■ír drykkir og kökur á boð- ■fr stólum. í brennidepli: Það var ó- venju dauft jrfir þessum um- ræðum. Þátttakendur allir með mæðusvip eins og heim- urinn væri að farast, utan stjómandinn, sem lék við hvem sinn fingur. Ljón til leigu: Mér hefur betur fer er þessi barsmíð alltaf þótt viðbjóðslegt að sjá dýr tamin til hlýðni með svipuslætti, en við því verð- ur víst ekkert gert. Hesturinn okkar hefur fengið mörg svipuhöggii^ að ósekju, en sem að leggjast niður. Nú skulu menn ekki ætla að þessi mynd, „Ljón til leigu“, hafi verið svo slæm í heild sinni. Það var, reglulega gaman að sjá hin dýrin leika listir sínar eins og höfrungana, sæ- Ijónin og fílana, án þess að vera beitt nokkrum þvingun- um. Jazz: Mér hefur alltaf þótt mikið koma til jazztónlistar. Hún býr yfir djúpum undir- tón, dyni. En þessir kækir, munnherpur, fettur og brett- ur eins og leikendur ráði ekki við andlitsdrætti sína, lýtir stórum hinn djúpa undirtón. Að hrökkva eða stökkva: Það bregzt ekki að kvikmynd- ir gerðar eftir skáldsögum Ernest Hemingways eru góð- ar. Gaman væri einhvern- tíma að sjá Klukkan kallar. Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi. V

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.