Þjóðviljinn - 29.11.1967, Page 1

Þjóðviljinn - 29.11.1967, Page 1
Miðvikudagur 29. nóvember 1967 — 32. árgangur — 271. tölublað. Bazarínn á sunnudaginn □ Kvenfélag sósíalissta heldur hinn Móttaka bazami'Una á laugardag kl. árlega bazar sinn í Tjamargötu 20 n.k. 2—6 á sama stað og einnig fyrir há- sunnudag, 3. desember, kl. 3 síðdegis. degi á sunnudag. — Bazamefnd. Verðtrygging kaups afnumin Afnám verðviSmiSunar kaups er óréttlátt. ósvífið og óframkvœmanlegt. sagði B(örn Jónsson á Alþingi í gœr □ Verðtrygging kaups hefur verið afnumin. Stjórnarflokkamir sam- þykktu í gær sem lög frumvarpið um að nema úr lögum ákvæðin frá 1964 að greiða skuli bætur á kaup samkvæmt verðvísitölu. □ Verkalýðshreyfingin er algerlega einhuga um þá skoðun að engin efnahagsleg rök fyrirfinnist fyrir því að 15—16% almennar verðhækkan- ir nú og á næstu mánuðum eigi með nokkrum rétti að lenda óbættar á herðum láglaunafólksins í landinu, sagði Björn Jónsson, formaður Verka- lýðsfélagsins Einingar og forseti Alþýðusambands Norðurlands á Alþingi í í gær, þegar fjallað var um stjórnarfrumvarpið uim afnám verðtryggingar á kaup. „Allar fyrirætlanir ríkis- Stjórnarinnar um slíkt munu verða sér til skammar og mistakast með öllu. Spum- ingin í því sambandi er sú ein hve fljótt ríkisstjórnin og samtök atvinnurekenda átta sig á því, hve vonlaus barátta þeirra gegn verka- lýðshreyfingunni er, þegar um grundvallarhagsmuni hennar er að ræða, grund- vallarhagsmuni sem hún er einhuga um að verja til hins ýtrasta“. Frumvarpið var afgreitt frá neöri deild skömmu fyrir mið- nætti á mánudagskvöld, og tekið fyrir með afbrigðum í efri deild i gser, og var þar ekki annað um það raett af hálfu stjórnarliðsins en stutt framsöguræða Bjarna Benediktssonar og örstutt fram- saga úr nefnd. Allar breytinga- tillögur stjómarandstöðunnar voru felldar og samþykkti stjóm- arliðið, allir þingmenn Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokksins þessa lagasetningu, sem forustu- menn verkalýðshreyfingarinnar á þingi og utan þings hafa stimpl- að sem ósvífna árás á samtökin og lífskjör íslenzkrar alþýðu — gegn atkvæðum þingmanna Al- þýðubandalagsins og Framsókn- ar. ★ Einskis konar samningar í ræðu sinni rifjaði Björnupp aðdnaganda þessa kjaraskerðing- arrnáls og lagði áherzlu á, að um þau hefði ekkert samkomulag og einskis konar samningar verið gerðir af hálfu Alþýðusambands- ins, miðstjórn Alþýðusamibands- ins hafi staðið frammi fyrir orðnum hlut og orðið að gera ráðstafanir sínar í samræmi við það. Því færi fjarri að ákvörðun- in um aflýsingu verkfallanna 1. desember beri að skoða sem nokkurs konar undanhald frá þeirri meginkröfu samtakanna að kaupgjald hverju sinni þurfi og eigi að miðast með samn- ir.gsbundnum eða lögfestum hætti við verðlag og verðlags- breytirigar. Það ætti að vera næsta auð- skilið hverjum manni aðsamn- ingar um kaup og kjör hafa harla lítið gildi fyrir þá, sem laun taka ef ekki er um slíkt að ræða, og þá auðsæilega allra sízt á tímum stórfelldra verð- breytinga þeirra vara og þjón- ustu, sem enginn fær umflúið að gjalda fyrir með launum sínum. Festing slíkra samninga til lengri tíma og jafnvel skamms tima er vitanlega hin mesta fá- sin-na. Tilgangur allra kaup- samninga launamanna er vitan- lega sá og sá einn að tryggja a. m.k. eitthvert lágmarks raungildi og þelzt fullt raungildi þeirra launa, sem um er samið. Stoðar því í raun ekkert að semja um óskertar fjárupphæðir launa, ef allt leikur á lausu um það hvaða gæði verða fyrir slíkar upphæð- ir keypt, hvort heldur er til mat- fanga, klasða, húsnæðis eðaann- arra nauðþurfta. Afnám verðviðmiðunar kaup- gjalds jafngildir í raun réttri því, að útiloka gerð kaupgjaldssamninga nema þá í hæsta lagi til örstutts tíma í senn, og þó einkanlega á verðbreytingatímum eins og þeim, sem nú eru fram und- an. ★ Afleiðingin harðari barátta. Skapist slíkt ástand býður það margháttuðum vandkvæðum Bjöm Jónsson heim og þó tveimur helztum: I fyrsta lagi fullkominni óvissu á vinnumarkaðinum jafnt fyrir vinnuseljendur sem vinnukaup- endur, þar sem enginn veit stundinni lengur hvert kaup- gjaldið verður. Er fulljóst að öllu afkomuöryggi launafólks er með slíku stefnt í algera tví- sýnu og atvinnurekendur geta heldur ekiki haft uppi neinar fyrirætlanir um rekstur eða framkvæmdir, sem á neinum ör- uggum grundvelli verða reistar. Framhald á 7. síðu. 16 ára stúlka kær- ir árás og nauSgun i Flugfargjöld tíl útlanda hækka um 32,6% \ □ í samibandi við gengisfellingu íslenzku krónunn- ar hafa flugfargjöld til útlanda þegar hækkað um 32,6 prósent hjá báðum flugfélögunum. Þar er miðað við bandarískan dal. Þannig kostaði áður hjá Flugfélagi íslands far á leið- inni Reykjavík — London, fram og til baka, kr. 7.276, en kostar nú kr. 9.645,00 án sölu- skatts, — á hinni vinsælu leið Reykjavík — Glasgow, fram og ta baka, kostaði það áð- ur kr. 5.775,00i, en kostar nú kr. 7.669,00 án söluskatts. Á leiðinni Reykjavík — Kaup- mannahöfn, fram og til baka, kostaði far áður kr. 8.191,00 en kostar nú kr. 10.855,00 án söluskatts. Söluskatturinn er bætist ofan á þessar tölur er 7 %%. Hvað kostar svo leiðin Keflavíkurflugvöllur — New York hjá Loftleiðum? Áður kostaði fargjaldið kx. 9.491,00 en kostax nú um kr. 12.576,00 án söluskatts. í öllum þessum tilfellum er miðað við vetrarfargjöld, en þau eru til muna lægri en sumarfargjöld eins og marg- ir kannast við. Flugfargjöld innanlands hafa ekki hækkað ennþá. □ 16 ára gömul stúlka hér í borg hefur kært tvo Dani fyrir líkamsárás og nauðgun. Átti þessi atburður sér stað sl. fimmtudagskvöld í herbergi annars Danans vestur í bæ. Hefur rannsóknarlögreglan nú málið til meðferðar og sitja Danirnir í gæzluvarðhaldi. Smjörlíki hækkar um 15% 1 gærdag hækkaði smjör- líki í verði um 15% í smá- sölu. Áður kostaði kílóið kr. 30,00 í heildsölu og hækkar nú í 35,00. 1 smásölu kost- aði smjörkílóið áður kr. 37,00, en kostar nú kr. 42,50. I gær var fundur hjá verðlagsnefnd eins og í fyrradag og má búast við verðhækkanatilkynningum í belg og biðu næstu daga. 1 Stúlkan sem hér á hhit að máli hafði farið út með þrem vinkonum sínum sl. fimmtudags- kvöld. Hittu þær 19 ára gaml- an danskan pilt og bauð hann þeim með sér heim til kunn- ingja síns, fjörutíu og tveggja ára Dana, er býr í herbergi vestur í bæ. Skömmu eftir að þangað kom fóru þrjár stúlknanna en ein varð eftir hjá Dönunum. Segir hún, að annar Dananna hafi bar- ið sig, er hún ætlaði að búast til brottferðar, og síðan hafi pilturinn haft mök við hana gegn vilja hennar. Danski pilturinn hefur játað við yfirheyrslu að hafa haft mök við stúlkuna og einnig hafa þeir félagar játað að hafa bar- ið hana, er hún ætlaði brott úr herberginu. BSRB í verðlagsnefndina! Frumvarpið um nýja verðlags- nefnd var samþykkt samhljóða úr efri deild í gær. Náðist þar samkomulag í fjárhagsnefnd um að BSRB tilnefndi einn fulltrúa í nefndina en Alþýðusambandið 3 og var sú tillaga samþykkt. Á mánudagskvöld FELLDI stjóm- arliðið í neðri deild sams konar tillögu, og i efri deild talaði Gylfi Þ. Gíslason móti bví að BSRB fengi þar fulltrúa- Málið þurfti aftur fyrir neðri- deild vegna þessarar breytingar og var kvaddur saman fundur þar í skyndi um sjö leytið í gærkvöld og frumvarpið afgreitt sem lög. Hannibal Valdimarsson í útvarpsumræðum frá Alþingi um vantraustið: Heiti á verkalýðsfélögin að þau haldi vöku sinni □ Hvort sem vantrauststillaga sú sem hér er til umræðu verður felld eða samþykkt á háttvirtu Alþingi þá er það sannfæring mín, að ríkisstjóm- in hafi glatað trausti þjóðarinnar, alveg sérstak- lega í atvinnumálum og efnahagsmálum, og beri því lýðræðisleg skylda til að biðjast lausnar, sagði Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðusambands íslands, í lok ræðu sinnar í útvarpsumræðunum í gærkvöld, og bætti við: „Alþýðubandalagið ítelur ríkisstjórnina margfaldlega hafa unnið sér til ó- helgi og eigi því að segja af sér“. Hannibal rakti fyrst afsakan- ir ríkisstjórnarinnar fyrir geng- islækkuninni og taldi þær hald- lausar. „Gengisfelling krónunn- af er bein viðurkenning ríkis- stjórnarinnar á því að íslenzkir útflutningsatvinnuvégir voru enn einu sinnj komnir í þá kreppu og sjálíheldu að hún kom ekki auga á nein önnur úrræði til að halda þeim gangandi en fella gengi krónunnar um röskan fjórðung þeim til bjargar. Enda var það kunnugt að stöðvun vofði yfir og hafði verið boðuð um næstu áramót“. Það væri hinn eini réttlætanlegi tilgangur gengisfellingarinnar og að því mundi verkalýðshreyfingin stuðla að þeim tilgangi yrði náð. ★ Verkalýðsfélögin haldi vöku sinnj Nú hefði hins vegar kaup- greiðsluvísitalan verið felld úr Framhald á 3. síðu. Kaffi hœkk- ar um 9,5% Kaffihækkun skall á í gærdag og hækkar kílóið, brennt og malað, úr kr. 84,00 f kr. 92,00 eða um 9,5%. — Kaffipakki 1/4 kg. hækkar úr kr. 21,00 í kr. 23,00.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.