Þjóðviljinn - 22.12.1967, Page 16

Þjóðviljinn - 22.12.1967, Page 16
Húsergendur gera harða hríð að hitaveitustjóra Mikið forsjárleysi hefur einkennt forráðamenn Hitaveitu Reykjavíkur □ Almennur fundur um hitaveitumálin var haldinn í Siglúni í fyrrakvöld á vegum Húseig- endafélags Reykjavíkur. Á fundinum mættu hita- veitustjóri og borgarstjóri og viðurkenndu báðir mistök á rekstri hitaveitunnar á undanförnum árum. Á fundinum voru um eitt hundrað húseig- endur, einkum úr gamla bænum. Stóðu margir upp og gerðu harða hríð að hitaveitustjóra. Mesti umferðardagur árs- ins á morgun, Þorláksmessu Þorláksmessa er umferðar- mesti dagur ársins í Reykjavík. Að sögn lögreglunnar hefur um- ferðin gengið vel. að vísu mjög hægt í miðfoorginni og þær tak- markanir, sem gerðar hafa verið, gefið góða raun. Það, sem veldur lögreglunni mestum erfiðleikum er, hvað margir bifreiðastjórar leggja bifreiðum sínum kæru- leysislega, t.d. á þá staði, þar sem staða bifreiða er bönnuð eða utan á raðir bifreiða, þanmg að umferð tefst. Þessir bifreiða- stjórar mega eiga von á því að bifreiðir þeirra verði fjarlægðar og ökumenn sektaðir um 300 kr. Á Þorláksmessu verður öll bif- reiðaumferð bönnuð um Austur- stræti, Aðalstræti og Hafnar- stræti frá kl. 20.00 til 24.00. Ef umferð verður mjög mikil á Laugavegi og í Bankastræti, verður samskonar umferðartak- mörkun þar. Lögreglan beinir þeimælum vinsamlegast til starfsfólks stofnana og fyrir- tækja í miðborginni, að það komi ekki á bifreiðum til vinnu á Þonláksmessu eða leggi þeim ut- an við sjálfa miðborgina. Framhald á 13. síðu. □ Var þetta fólk yfirleitt sárreitt vegna áróðursofbeld- is á undanfömum árum af hendi borgaryfirvalda — einkum hitaveitustjóra. Kom ákaflega bert í ljós, hvern- ig fólk hefur verið blekkt, hvað eftir annað um málefni hitaveitunnar. Voru dregnar fram ýmsar staðreyndir er bentu eindregið til slóða- skapar og forsjárleysis. □ Á fundinum kom fram, að hitaveitan gefur stundum afslátt á reikningum og hún borgar' húseigendum skaða- bætur vegna skemmda af sprungnum leiðslum og píp- um. Fundinum stjórnaði Páll S. Pálsson, hæstaréttarlögmaður og formaður félagsins, og ritari /undarins var kjörinn Þórður Öl- afsson, framkvæmdastjóri Hús- eigendafélags Reykjavíkur. Hófst fundurinn um níu leytið og stóð óslitið fram yfir mið- nætti. Páll rakti nokkuð sögu félags- ins um fjörutíu og fimm ára skeið og hvemig félagið hefði breytzt úr íhaldssömu félagi leigusála framan af ferli sínum Kuldaskór fyrir karlmenn Yerð kr. 323,00 og kr. 471,00. Skóbúð Austurbæjar Laugavegi 100. Enskir, þýzkir og franskir KARLMANNASKÓR í stórglæsilegu úrvali. — Verð mjög hagstætt. Skóbúð Austurbæjar Laugavegi 100. HÁIR LOÐFÓÐRAÐIR KULDASKOR fyrir kvenfólk. — Mjög fallegir ogvandaðir. Skóval Austurstræti 18 (Eymundsso narkjallara). INNISKÓFATNAÐUR fyrir kvenfólk, karlmenn og börn í miklu úrvali. Skóbúð Austurbæjai; Laugavegi 100 Kjörgarður Skódeild Laugavegi 59. Skóval Austurstræti 18 (Eymundssonarkj allar a) í almennt neytendafélag. Fyrstur á mælandaskrá var Jóhann Zoega, hitaveitustjóri, og hélt hann langt framsöguerindi um framkvæmdir hitaveitunnar á undanförnum árum. Sama gerði borgarstjóri einnig síðar á fundinum og tíunduðu foeir báð- ir viðamikinn afrekabálk í stíl við bláu bókina, — urðu þeir báðir fyrir tíðum framíköllumy frá reiðum húseigendum vegrva raunveruleikans í þeissum mál- um — svona getur vaninn orðið ríkur á hverju sem gengur. Hitaveitustjóri hóf lestur sinn á því að tíuinda viðbrögð við- skiptavina sinna eftir kuldakast- ið frærn í öndverðum mánuði — bæði í blöðum og' ekki síður í persónulegum upphringingum frá hitaveitunotendum — og taldi þar upp alllskonar ávirðingar úr munni kúnnanna — frá ásökun- um um bjánahátt og hálfvitaskap allt upp í áburð um morðtilraun. En embættismenn verða að sætta sig við svona nokkuð, sagði hitaveitustjóri. Ber hann einn sökina? Yfirleitt hefur hitaveitustjóra verið stillt upp sem aðalsöku- dólg í málefnum hitaveitunnar — ekki er það að ástæðulausu, en það var ákaflega mannlegt af hitaveitustjóra að létta nokkuð á þeim þunga og flytja hann yfir á herðar borgarstjómarfhaldsin1;. Gerði hitaveitustjóri nokkrar skarplegar athugasemdir um hlut þassara félaga sinna — leiddi h’ann rök að því hvernig til dæm- is smíði kyndistöðvarinnar við Arbæ hefði dregizt úr hömtu vegna fjárskorts. Þannig hefur borgarstjómarfhaldið vitaskuld ráðið miklu um rekstursramma hitaveitunnar og er þar skýring- una að finna fyrir ótrúlegu for- sjárleysi á ýmsum hlutum, þegar vetur hefur gengið í garð. Hitaveitustjóri og borgarstjóri viðurkenndu báðir ótrúlegan slóðaskap við rekstur varastöðv- arinnar hjá Elliðaám og seina- gang 'við að útvega dælur í bor- holur — hinsvegar tæpti borgar- stjóri þar á verkfræðilegu afreki Framhald á 13. síðu. Föstudagur 22. desember 1967 — 32. árgangur — 291. töWslað. Brynjólfur Jóhaimesson og Jón Aðils í lilutverkum símun í Koppa- logninu. Frumsýning LR n Koppnlogni Jónasar Arnnsonnr 29. des. DRENGJASKÓR - TELPNASKÓR ‘ í fallegn úrvalL — Stærðir frá 27. Skóbúð Kjörgarður Skóval Austurbæjar Skódeild Austurstræti 18 Laugavegi 100 Laugavegi 59. (E ymundss on arkj allar a) Koppalogn Jónasar Árnason- ar verður frumsýnt hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur milli jóla og nýárs, föstudaginn 29. desemb- er Er þetta fýrsta sviðsverk sem Jónas semur einn, en áður hefur hann samið Ieikri( með bróður sinum, Jóni Múia, Deler- ium bubonis og Járnhausinn, sem bæði mitu mikilla vinsælda. Að því er Sveinn Einarsson leikhússtjóri sagði blaðamönnum í gær hafa þeir Leikfélagsmenn haft. mikla ánægju af að fást við leikrit Jónasar, sem að þpirra áliti er bráðskemmtilegt, gamansamar lýsingar úr ís- lenzku þjóðlífi. Helgi Skúlason er leikstjóri og sagði hann að hér kæmu fram safaríkar pers- ónur og skemmtilegt þjóðlíf í hnotskum og einmitt með því að gera leikritið rammíslenzkt næði höfundurinn lítilli heildar- mynd af veröldinni. Kvaðst Helgi ekki hafa af öðru meira gaman en að fást við íslenzka höfunda. Koppalognið eru tveir þætt- ir, eiginlega tveir einþáttungar, Drottins dýrðgr koppalogn og Táp og fjör og gerist sá fyrri á stríðsárunum, en sá síðari á okkar tímum. Leikendur eru alls tólf, Steindór Hjörleifsson, Borgar Garðarsson, Guðmund- ur Pálsson, Jón Sigurþjörnsson, Margrét Ólafsdóttir, Brynjólfur Jóhannesson, Jón Aðils, Sigríð- ur Hagalín, Pétur Einarsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Guðmundur Erlendsson, allt vel þekktir leikarar hjá LR nema Hrafnhildur, sem nýkomin er frá námi í Englandi, en hún var áður í leiklistarskóla Leikfélags- ins. Leikmynd er eftir Stein- þór Sigurðsson. Koppalognið er annað af þrem íslenzkum leikritum sem Leik- félagið sýnir á þessu leikári fyr- ir utan Fjalla-Eyvind, sem frumsýndur var í fyrra. Hin eru þarnaleikrit Odds Bjömssonar, Snjókarlinn okkar og Sumarið ’37 eftir Jökul Jakobsson, sem er nú í æfingu, en verður vænt- anlega frumsýnt í febrúar. Stjórnandi þess er Helgi Skúla- son. Þá er í æfingu hjá Leikfélag- inu Hedda Gabler Ibsens í nýrri þýðingu Árna Guðnasonar. Það var áður sýnt í Iðnó 1942 und- ir stjórn Gerd Grieg og fór hún sjálf með hlutverk Heddu Gabl- er. Helga Bachmann jeikur Heddu Gabler nú, en leikmyndir eru eftir ungan Norðmann, Snorre Tindberg frá Norsk Teater í Oslo, v sem reyndar er ísfirzkur íslendingur i móðurætt. Lungnabólga dró til dauða þó hjartað reyndist vel - HÖFÐABORG 21/12 Hjartað úr ungu stúlkunni sem var flutt í hinn 55 ára gamla Louis Wash- kansky fyrir ótján dögum sveik ekki, heldur varð bráð lungna- bólga honum að bana i morgun, segja læknarnir sem fram- kvæmdu þennan fræga hjarta- flutning á dögunum. Læknarnir skýrðu frá þvi að sjúklingurinn hefði ekki átt í neimun erfidleikum með blóðrás- Áður en Washkansky verður grafinn á morgun munu lækn- amir framkvæma gagngera rann- sókn á Líffærum hans til að komast að fleiri atriðum varð- ina og hjartað hefði starfað sér- lega vel allt til dauða. andi dauðaorsökina. Enn er ekki fullljóst hvaða samband var á milli hjartaflutn- ingsins, lungabólgunnar og faakk- un hvítu blóðkornanna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.