Þjóðviljinn - 23.12.1967, Síða 1
Laugardagur 23. desember 1967 — 32. árgangur — 292. tölublað.
Mótmælasamþykkt kennara gagnfræðastigs
□ Þjóðviljanum hefur borizt eftirfar-
andi samiþykkt er gerð var á aðalfundi
Félags gagnfræðaskólakennara í Rvík.
□ „Aðalfundur í Félagi gagjifræða-
skólakennara í Reykjavík haldinn 8.
des. 1967 mótmælir dómi Kjaradóms.
frá 30. nóv. s.l., þar sem synjað var rök-
studdum og réttlátum kröfum um
kjarabætur og lagfæringar á samning-
um ríkisstarfsmanna en hins vegar
dæmd bein kjaraskerðing kennarastétt-
inni til handa, auk þess sem ýmis á-
kvæði dómsins eru ennþá óljós.
□ Opinberir' starfsmenn þurfa allir að
sameinast um kröfuna um fullan samn-
ingsrétt og þar með verkfallsrétt í Stað
þess óhæfa gerðardómsforms. sem þeir
búa við“.
Jólagjöf Ihgldsms fll Reykvikinga:
Útsvör á næsta ári áætluð 703 milj.
hækka á áætlun um 69 milj. eða 11%
GEIR
Hverra
hagsmuna
gœta þau?
Samkvæmt stjórnarskránni
kjósa Reykvíkingar tólf full-
trúa á Aiþing íslendinga. Þó
að þetta sé stærsti þing-
mannahópur einstaks kjör-
dæmis á Iandinu hcfur að
jafnaði favið minna fýrir
kjördærnamáium hans en
þingmanna fámennari héraða.
Á fundi -borgarstjómar
Reykjavíkur í fyrrakvöld var
til dæmis minnt á það af
Einari Ágústssyni, borgarfull-
trúa Framsóknar, að Reykja-
víkurþingmenn hafa á undan-
förnúm árum staðið ásamt
öðrum stjórnariiðum að sam-
þykkt Iaga er skerða verulega
hlut sveitarfélaganna í sölu-
skattinum og rýra þannig m.
a. tekjur borgarsjóðs um tugi
miljóna. Einar nefndi engin
sérstök nöfn í sinni ræðu en
augljóst var að Auður Auð-
uns, forseti borarstjórnar, átti
sneiðina.
Eins og mönnum er eflaust
í fersku minni gerðust þau
tíðindi á Alþingi fyrir fá-
um dögum þegar fjárlaga-
frumvarpið var ti'l afgreiðslu,
að átta þingmenn Rcykjavík-
ur snerust gegn tillögu um
aukið framlag ríkissjóðs til
borgarsjúkrahússins í Fossvogi,
þeirra á meðal Geir Hall-
grímsson borgarstjóri og Auð-
ur Auðuns borgarstjórnarfor-
seti BorgarfuIItrúar Alþýðu-
bandalagsins báru fram til-
lögu á borgarstjórnarfundin-
um I fyrrakvöld um að víta
þessa afstöðu þingmannanna.
Frá því er nánar sagt á öðr-
um stað í blaðinu i dag.
AUÐUR
ASsföSugjöld á félögum og fyrirtœkjum hinsvegar óhreyff, — sfórfelldar
hœkkanir framundan á hifaveifu, rafmagni og sfrœfisvagnafargjöldum
□
□
□
Borgarstjórn Reykjavíkur afgreiddi fjárhags-®
áætlun borgarinnar fyrir árið 1968 á fundi í
fyrrinótt. Samþykkti íhaldið þá að áætla út-
svör á næsta ári 702.858.000 kr. og er það 69
milj. krónum hærri upphæð en á upphaf-
legri áætlun yfirstandandi árs; hækkunin
nemur um 11 af hundraði.
Útsvarshækkunin var ekki eina jólagjöf í-
haldsins til Reykvíkinga á þessum nætur-
fundi, því að íhaldsliðið samþykkti einnig eft-
ir lágnættið stórfellda hækkun á gjaldskrá
Hitaveitunnar; munu hitaveitugjöldin hækka
um 30% á næstu mánuðum.
Þessu til viðbótar koma svo bráðlega aðrar
fyrirhugaðar hækkanir íhaldsmeirihlutans á
gjöldum: hækkun á rafmagnsverði eftir ára-
mótin og hækkun fargjalda með strætisvögn-
um seint í vetur eða í vor.
Borgarfulltrúar Alþýðubanda-
Iagsins fluttu gagngerar breyt-
ingatillögur við fjárhagsáætlun-
ina, bæði um einstaka Iiði henn-
ar, svo og ályktunartillögur um
stefnumið í einstökum máia-
flolckum. Þcssum tillögum öllum
liefur verið Iýst hér í blaðinu,
en þær voru undantckningar-
laust felldar af íhaldinu í borg-
arstjórn eða þeim vísað frá.
Alþýðubandalagsmcnn vísuðu
algerlega á bug útsvarshækkun
íhaldsims og áformum um niður-
skurð á byggingarframkvæmdum.
'Til þess að koma í veg fyrir
hækkun lítsvaranna og samdráit-
inn í byggingaframkvæmdum
báru borgarfulltrúar Alþýðu-
bandalagsins fram tillögur um aö
aðstöðugjöld á fyrlrtækjum og
félögum yrðu hækkuð um 72
miljónir króna frá því sem gert
er ráð fyrir í fjárhagsáætlun í-
haldsins, en með samþykkt þeirr-
ar tillögu hefði verið unnt að
halda útsvörunum óbreyttum á
næsta árí, en jafnframt að
tiyggja um leið borginni nauð-
synlegt framkvæmdafé.
Engin rök
Þegar Jón Snorri Þorleifsson
tjalaði fyrir tillögu Alþýðubanda-
lagsins í fyrrakvöld mælti hann
m.a. á þessa leið:
Við Alþýðubandalagsmenn telj-
um ekki nein rök mæla með því
nú að þyngja útsvarsbyrðarnar
á alnjenningi, til viðbótar þeim
álögum sem þegar hafa verið á
hann lagðar af ríkisvaldinu. Það
veit hvert mannsbam, að at-
vinnutekjur allra þcirra cr vinna
við útflutningsatvinnuvegina hafa
slórlækkað og sömu sögu er að
segja t.d. um , iðnverkafólk og
málmiðnaðarmenn, svo dæmi séu
tekin af þehn þrem greinum sem
ég hygg að hvað verst hafi orðið
úti, þótt samdráttur í atvinnu
almennt, minni yfirvinna og
lægri yfirborganir hafi víða
Framhald á 9. síðu..
Skurður hættulegur börnum
★ Myndin er tekin við Hvassaleiti í gærdag og sýnir alldjúpan
skurð fullan af vatni. Er ekkert efamál að skurðir sem þessi eru
stórhættulegir og hefur fólk úr nágrannahúsunum kvartað und-
an þessu. Skurðurinn er rétt við barnaleikvöll og i þessu hverfi
er mikið af börnum.
★ í gær voru sendir þangað menn úr bæjarvinnuflokki og unnu
þeir að því að dæla vatninu úr skurðinum ofan í niðurföll
í götunni, en gallinn var sá að þeir höfðu ekki við rigning-
unni, að eigin sögn! — (Ljósm. Þjóðv. A.K.).
Aukablað á
aðfangadag
MEÐ ÞJÓÐVILJANUM á morg-
un, aðfangadag, fylgir 16
síðna aukablað með margvís-
legu efni.
KRISTMAR ÓLAFSSON skrifar
um vegagerð í Siglufjarðar-
skarði og prófessor Sveinn
Bergsveinsson um lækninga-
miðstöðina Charité í Berlín.
Ljóð eru eftir Kristin Reyr,
Helga Kristinsson og fleiri,
skákþáttur og löng þýdd
grein um sólkonunginn, frúv-
ur hans og frillur. Þá segja
konur frá Austur-Þýzkalandi,
Tékkóslóvakíu, Póllandi, Lett-
landi, Rússlandi og Síberíu
frá hátíðáhöldunum um jól
eða áramót í sósíalískum
Iöndum.
í AÐALBLAÐINU er m.a. yfir-
lit yfir dagskrá útvarps og
sjónvarps um jólin, sagt frá
sýningum leikhúsa og kvik-
myndahúsa auk minnisblaðs
fyrir lesendur með leiðbein-
ingum um ferðir strætis-
vagna, læknaþjónustu, opnun-
artíma mjólkurbúða og greiða-
sölustaða, messiu- og fleira
sem gott er að hafa saman á
einum stað ef á þarf að halda-
Kosið í framtals-
nefnd Reykjavíkur
Borgarstjórn Reykjavíkur kaus
á fundi sínum sl. fimmtudags-
kvöld eftirtalda menn í fram-
talsnefnd: Zóphónías Jónsson,
Bjöm Þórhallsson, * Björn Snæ-
björnsson, Jón Guðmundsson og
Ragnar Ólafsson. Til vara: Sig-
urð Guðgeirsson, Þorvarð Jón
Júlíusson, Helga V. Jónsson,
Sverri Guðvarðarson og JónSnæ-
björnsson.
DREGiÐ
fAfAVSArfito/fiW/ffff/mAmf&SS/rS/MVAr.WftA
I KVOLD
★ 1 kvöld verður dregitð í
Ilappdrætti Þjóðviljans 1967
um tvær fólksbifreiðir auk
nokkurra smærrl vhininga.
★ Skrifstofa happdrættisins i
Tjarnargötu 20, sími 17512,
verður opin í kvöld til kl. 7
og afgreiðsla Þjóðviljans t
Skóiavörðustíg 19, sími 17500,
verður opin til kl. 24 á miö-
nætti. Sími eftir kl. 6 er
21560.
k Allir sem cnn eiga eftir
að gera skil eru hvattir til að
gera það í dag. Innheimtu-
menn happdrættisins í Rvík
em bcðnir að hafa samband
við skrifstofuna til þess að
!
vita hverjir enn eiga eftir að
gera skil.
★ Úti um land snúi menn sér b
til næsta umboðsmanns happ- ™
dræt'tisins. Sjá skrá yfir þá
á siðu 5.
I
f